Að bera ábyrgð á gjörðum sínum

Hvernig tekst maður á við gjörðir sínar? Þarf maður að bera ábyrgð á því sem maður segir eða gerir?

Auglýsing

Hvernig tekst maður á við gjörðir sín­ar? Þarf maður að bera ábyrgð á því sem maður segir eða ger­ir?

Þessar spurn­ingar er vert að velta fyr­ir­ ­sér í ljósi fregna af sam­tali nokk­urra þing­manna á bar sem hefur valdið miklu­m t­ritr­ingi í sam­fé­lag­inu.

Hér á landi höfum við stöðugt velt fyr­ir­ okkur hvað þarf til að ein­stak­lingur beri sið­ferði­lega ábyrgð á gjörðum sín­um eða fram­ferði? Sér­stak­lega á það við um þing­menn sem öllu jöfnu telja að brot sín krefj­ist þess ekki að þeir segi af sér. Í sam­an­burði við sið­fer­is­við­mið ­þing­manna landa í okkar nán­asta umhverfi þá eru við­horfin afar ólík sem ger­ist ­meðal þing­manna á Alþingi.

Auglýsing

Íslenskir þing­menn segja af sér

Örfáir þing­menn hafa sagt af sér á land­i ­vegna gjörða sinna og tekið ábyrgð af mis­tökum sín­um. Hér eru nokkur dæmi:

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son segir af sér­ emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra eftir að upp komst að hann hafi leynt eignum sem komu fram í Panama­skjöl­unum (Wintris mál­ið).

Hanna Birna Krist­jáns­dóttir segir af sér­ 2014 eftir að hitna fór veru­lega undan henni vegna Leka­máls­ins svo­kall­aða.

Stein­unn Val­dís Ósk­ars­dóttir sagði af sér­ ­þing­mennsku árið 2010 eftir mikla gagn­rýni á styrkja­mál henn­ar.

Ill­ugi Gunn­ars­son vék tíma­bundið af þing­i við rann­sókn á Sjóði 9 eftir hrun.

Björg­vin G. Sig­urðs­son sagði af sér sem við­skipta­ráð­herra árið 2009 vegna ábyrgðar sinnar á hrun­in­u. 

Bjarni Harð­ar­son sagði af sér þing­mennsku árið 2008 ­fyrir að senda út net­póst sem inni­hélt gagn­rýni á sam­flokks­mann hans.

Guð­mundur Árni Stef­áns­son sagði af sér­ ­fyrir um 20 árum síðan vegna emb­ætt­is­færslna. 

Afsagnir sænskra stjórn­mála­manna

Til sam­an­burðar eru nokkur dæmi um af­sagnir ráð­herra í Sví­þjóð á und­an­förnum árum. Vel að merkja þá er þetta að­eins listi um afsagnir ráð­herra en til við­bótar eru mörg dæmi um afsagn­ir ann­arra þing­manna, leið­toga flokka og hátt­setra emb­ætt­is­manna sem ég nefni ekki hér. Einnig er hrúga af þjóð­ern­issinnum sem hafa verið settir út af sakra­ment­inu fyrir tengsl við nas­isma eða brot sem þeir hafa framið.

Ágúst 2018 – þing­maður Kristi­legra demókrata segir af sér eftir að hafa orðið upp­vís að því að leigja bíl, á kostnað rík­is­ins, í eigin þágu fyrir um 2.8 millj­ónir króna.

Júlí 2017 – þrír ráð­herrar segja af sér­ eftir svo­kall­aðan IT-skandal hjá Tran­sport­styrel­sen. Sökin er að þeir hafi ekki brugð­ist við upp­lýs­ingum um að úthýs­ing tölvu­þjón­ustu til erlends fyr­ir­tæk­is olli því að við­kvæmar upp­lýs­ingar um þjóðar­ör­yggi komust í rangar hend­ur.

Apríl 2016 – ráð­herra segir af sér vegna þátt­töku í við­burði með Gráu úlf­un­um, tyrk­neskum sam­tökum fas­ista og öðrum hreyf­ingum þjóð­ern­is­sinna.

2010 segir for­maður krata af sér vegna slæ­legrar nið­ur­stöðu í kosn­ingum og hættir sem þing­mað­ur.

2010 – atvinn­nu­mála­ráð­herra segir af sér­ eftir að hafa orðið upp­vís að hafa greitt fyrir þjón­ustu gleði­konu.

2007 – varn­ar­mála­ráð­hera segir af sér­ ­vegna óánægju hans með útgjöld til mála­flokk hans.

2006 – við­skipta­ráð­herra segir af sér­ eftir að hafa upp­vís að því að greiða „svart“ fyrir heim­il­is­þjón­ustu.

2006 - menn­ing­ar­mál­ráð­herra segir af sér­ eftir að upp­lýst var að hún hafi ekki greitt sjón­varps­gjald til margra ára ­fyrir rík­is­sjón­varp­ið.

2006 – utan­rík­is­ráð­hera segir af sér (sú ­sama og sagði af sér árið 2000)  eftir að hún­ hafði orðið upp­vís að því að óska eftir því að heima­síða Sverig­edemókrata yrð­i lok­að.

2006 – utan­rík­is­ráð­herra segir af sér­ eftir að hafa tekið illa á málum eftir tsunami slysið í Taílandi.

2000 – dóms­mála­ráð­herra segir af sér vegna við­skipta með bústaðs­réttar­í­búð sína.

1995 – aðstoðar for­sæt­is­ráð­herra hætt­ir eftir að hafa notað opin­bert greiðslu­kort vegna per­sónu­legra nota m.a. súkkulaði og bleiur. Upp­hæðin var 50.00 SEK en að auki hafði hún ekki greitt 19 ­sektir vegna umfeðr­ar­laga­brota. 

1987 – inn­an­rík­is­ráð­herra segir af sér­ ­vegna flótta njó­sn­ara úr fang­elsi.

1983 – dóms­mála­ráð­herra segir af sér eft­ir að hafa verið upp­vís að hafa reynt að koma undan því að freiða skatt af hluta tekna sinna.

Af þessum lista má ráða að stjórn­mála­menn í Sví­þjóð segja af sér vegna mjög mis­mun­andi „al­var­legra“ ástæðna. Að nota greiðslu­kort til kaupa á súkkulaði hljómar við fyrstu heyrn ekk­ert mjög al­var­legt – en er að sjálfögðu brot á notkun á almanna­fé,

Að segja af sér fyrir að greiða ekki ­skyldu­á­skrift fyrir rík­is­sjón­varpið hljómar heldur ekki sem alvar­legt brot. En Svíar líta á það sem alvar­legt brot því um er að ræða skatt og allir eiga að ­borga sína skatta þó að við­kom­andi hafi þá póli­tísku sýn (eins og hér á við) að ekki eigi að borga fyrir rík­is­rekið útvarp og sjón­varp. 

Er það hlut­verk kjós­enda að ákvarða örlög­in?

Því er oft haldið fram að ef þing­mað­ur­ hefur gerst brot­legur á ein­hvern hátt þá sé það hlut­verk kjós­enda að ákveða hvort hann eigi að hætta m.a með þátt­töku í próf­kjöri við­kom­andi flokks eða í kosn­ing­um. Slík skoðun stenst ekki skoð­un.

Sið­ferð­is­legi kompásinn

Að taka ábyrgð á gjörðum sínum byggir á að ­maður hafi frjálsan vilja. Ein­stak­lingur með frjálsan vilja sem hagar sér á til­tekin hátt er því ábyrgur gjörða sinna svo fremur sem hann hafi val á ann­ari hátt­semi.

Allir hafa sinn sið­ferði­lega komp­ás. Hann er öllum nauð­syn­legur til leið­sagnar í líf­inu. Ekki er hægt að skáka í því ­skjól­inu að ekk­ert hafi bannað til­tekið brot því innri sið­ferð­is­kompásinn er sá ­sem stjórnar gerðum manns. Hann er við­mið­ið. Síðan geta ein­stak­lingar haft brenglaðan komp­ás!

Hvað ótt­ast þing­menn?

Það virð­ist sem þing­menn ótt­ist allra mest að eiga ekki aft­ur­kvæmt í stjórn­mál. Það hefur ekki reynt á það hér á landi þar ­sem slík dæmi þekkj­ast ekki. Við­miðið er að halda sem fast­ast í stól­inn og vona að ekki verði það mikil pressa t.d. eftir að þing­maður skandaliseri þó svo ­storm­ur­inn standi í nokkra daga og hann bíði eftir því að kom­ast fyrir vind.

Hugs­an­lega gæti líka verið að þeir hugsi til þess að þeir verði af tekjum og treysti sér ekki til að segja af sér. Að ­staðan sé óvinn­andi og þeir hrein­lega verði atvinnu­lausir í lengri tíma. Það ­reyn­ist mörgum þing­mönnum erfitt að finna sér störf eftir að hafa setið á þingi.

Það verður fróð­legt að fylgj­ast með næst­u daga hvernig þeir þing­menn sem töl­uðu illa um sam­starfs­fólk sitt og aðra axli á­byrgð sína.

Cohen: Trump vissi vel að þetta var rangt
Lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi, meðal annar fyrir að beita sér fyrir ólöglegum greiðslum til að þagga niður umræðu um framhjáhald Trumps.
Kjarninn 14. desember 2018
Forsætisráðherra: Klaustursmálið hefur haft verulega mikil áhrif innan þingsins
Það skiptir máli að þingmenn geti tekist á pólitísk mál en samt borið virðingu fyrir fólki, segir forsætisráðherra.
Kjarninn 14. desember 2018
WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða
Enn er unnið að því að ná samningum við Indigo Partners um fjárfestingu í félaginu.
Kjarninn 14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
Kjarninn 14. desember 2018
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent vegna viðskiptaþvingana
Rúm þrjú ár eru síðan Rússland svaraði viðskiptaþvingunum íslenska ríkisins með innflutningsbanni á nær öll matvæli frá Íslandi. Í kjölfar innflutningsbannsins hefur útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent og tugi milljarða króna.
Kjarninn 14. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór pantar sér gult vesti
Formaður VR segir að ekkert sé að marka kosningaloforð stjórnmálamanna því þeir virðist eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á fjögurra ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga.
Kjarninn 14. desember 2018
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Meira eftir höfundinnBjarni Jónsson