Á að afhjúpa jólasveinana – eða gæta friðhelgi þeirra?

Er það siðferðilega rétt að segja börnum að jólasveinar séu ekki til? Er rangt að ljúga? Á að útiloka Stekkjastaur, Askasleiki og Kertasníki úr samfélaginu? Hvað um Bagga, Litlapung, Sleddu og Tút?

Auglýsing

Við hjón buðum börn­um, tengda­börnum og ­barna­börnum okkar til mál­tíðar um dag­inn. Sam­tals 18 manns og vant­aði þó einn gaur. Þetta er allt skyn­samir ein­stak­lingar og hafa gaman af að velta fyrir sér­ alls­kon­ar. Eitt mál sem drepið var á snerti spurn­ing­una hvort ætti að segja ­börn­unum (þeim yngstu auð­vit­að) hvort jóla­svein­arnir væru til eða ekki. Kjarn­i um­ræð­unnar var hvort það væri sið­ferði­lega rétt að ljúga að börnum sín­um.

Hér er ekki ætlun að ræða þetta fræði­lega heldur fara yfir umræð­una um jóla­sveina á síð­ustu árum. Heldur verður ekki gerð ­grein fyrir umræðum föl­skyld­unnar né ein­hverjum sér­tækum nið­ur­stöð­u­m. Auglýsing

Sið­mennt gleði­spill­ir?

Í byrjun des­em­ber árið 2012 stóð Sið­mennt ­fyrir heim­speki­kaffi um spurn­ing­una: „Er sið­ferði­lega rétt að segja börn­unum að jóla­sveinar séu til?“ Heim­spek­ing­arnir Eyja Mar­grét Brynjars­dóttir og Jóhann ­Björns­son voru meintu Grinch-ar í mál­inu og veltu þessu mik­il­væga máli fyr­ir­ ­sér eins og um væri að ræða ein af stóru til­vist­ar­spurn­ing­un­um..

Málið vakti væg­ast sagt ótrú­leg við­brögð. Sið­mennt var sakað um að eyði­leggja upp­eldi barna og taka frá þeim fal­lega ­upp­lifun og fleira og fleira og fleira. Málið var svo alvar­legt að það end­aði í spjall­þáttum ljós­vaka­miðla, lærðum greinum dag­blaða, kommenta­kerfum um víð­an ­völl og síðan í sjálfu Kast­ljósi.

En allir sem æstu sig upp úr öllu vald­i höfðu að sjálf­sögðu EKKI hlustað á heim­speki­kaffið heldur mynd­uðu sér skoð­un áður en af því varð. Úr varð týpísk umræða a la blogg­svæði miðla.

Níu árum áður en Sið­mennt ákvað að bjóða ­upp á heim­speki­kaffið um þessa mik­il­vægu spurn­ingu hafði Eyja Mar­grét reynd­ar svarað spurn­ing­unni á Vís­inda­vefn­um. Þar veltir hún upp dæmum um aðstæður þar ­sem sið­ferði­lega væri rétt að ljúgja og síðan aðstæðum sem ekki er verj­andi að beita rang­ind­um.

Eyja Mar­grét, eins og sann­ur heim­spek­ing­ur, segir m.a. á Vís­inda­vefn­um: „Við ­getum þá spurt: er sið­ferði­lega rétt að segja ein­hverjum ósatt ef það er hon­um til góðs? Hér verður spurn­ing­unni ekki svarað heldur er henni vísað til­ ­les­and­ans.“ og lætur okkur eftir að kryfja málið sjálf!

Ég ætla að pósta hér vanga­veltum í kring­um þessa miklu spurn­ingu svo þið sjáið hversu alvar­legt málið er. Fyrst kemur svar Eyju Mar­grétar á Vís­inda­vefn­um, en hún var ein af meintum Grinch-unum í heim­speki­kaff­inu.

 Jó­hann fylgdi sjálf­sögðu for­dæmi Eyju Mar­grétar og hag­aði sér eins og heim­spek­ingur enda er hann það og setti þessi skrif á síðu sinni:

„Sem lið í að und­ir­búa mig fyrir sam­ræð­urn­ar á­kvað ég að leggja spurn­ing­una ­fyrir nem­endur mína í heim­speki við Rétt­ar­holts­skóla og fá álit þeirra.  Óskaði ég eftir því að þau kæmu bæði með rök á móti og með því að börn fengju að vita það að jóla­svein­ar væru ekki til. Síðan fór fram heim­speki­leg ­sam­ræða um málið og hin ýmsu sjón­ar­horn komu upp.“

Hug­myndir nem­enda Jóhanns má finna í færslu hans og eru þær ein­stak­lega áhuga­verð­ar. Hér birti ég aðeins örfá dæmi um hug­mynda­auðgi nem­end­anna og hvet alla til að lesa færsl­una þar sem fleiri ­snilldar rök koma fram bæði með og á móti afhjúpun jóla­sveina:

„Ef for­eldrar vilja spara ­pen­inga (þurfa þá ekki að kaupa dót í skó­inn). Mótrök en það þarf ekki að kosta ­mik­ið, þú getur t.d. gefið mandar­ínu sem var hvort sem er til.

Börnin eiga rétt á því að trúa því sem er ­skemmti­legt.

Jóla­sveinn­inn er gleði­gjafi.

Er betra að lifa ham­ingju­samur eða glað­ur í lygi en óham­ingja­samur í sann­leika?

Er það börn­unum í raun til góðs að trúa á jóla­vein­inn?“

Nokkur fjöldi sótti heim­speki­kaffið og að loknum erindum spruttu ansi fróð­legar og skemmti­legar umræður meðal þátt­tak­enda á milli þess sem þeir fengu sér kaffi og kruð­erí.

 

Jóla­svein­ar, prestar og Jesú

En það er ekki ein­ungis Sið­mennt sem stóð að til­ræði við jóla­svein­inn. Þekkt er þegar prestur hér á landi upp­lýsti börn­in í sókn sinni að jóla­sveinn­inn væri ekki til og þá Grýla og Leppalúði ekki heldur og það kortér fyrir jól. Upp varð fótur og fit og prest­ur­inn tek­inn á tepp­ið.

 Jónas Krist­jáns­son tók upp hansk­ann fyrir prest­inn og skrif­aði m.a.:

„Ver­ið ­get­ur, að sá jóla­sveinn spari starfs­fólki leik­skóla góðar hug­myndir við að hafa ofan af fyrir börn­unum á jóla­föst­unni. En vit­leysan gengur of langt, þeg­ar ­for­eldrar eru farnir að gefa börnum gjöf á hverjum degi í fjórar vik­ur. Þá er kom­inn tími til, að séra Flóki segi stopp.

Hvort ­sem íslenzku jóla­svein­arnir eru til eða ekki, þá er öruggt, að rauð­klædd­i jóla­sveinn­inn er alveg laus við að vera til. Og börnin eiga heimt­ingu á að fá að vita það.“

Rús­ínan í pyslu­end­anum er síðan hvern­ig Baptista­kirkjan svarar spurn­ing­unni: „Af hverju að trúa á Jesú Krist en ekki jóla­svein­inn“. Ég verð að segja að fátt er um rök þrátt fyrir að vera fjöl­mörg að sögn svar­and­ans í eyði­mörk­inni og þá helst að mið­dep­ill dagtals­ins míns sé – einmitt hinn eini sanni Jesú Krist­ur!

Prest­arnir í ofan­greindum málum hefðu að mínu mati mátt, auk þess að afneita jóla­sveinum þrisvar, að kom­ast að svip­aðri nið­ur­stöðu um ó­sýni­lega vini sína.

 

Jóla­svein­arnir hand­bendi bissnissafla?

Að mínu mati er rétt að draga fram að allt með  jóla­sveina er nátt­úru­lega kaos. Eru þeir 13 eða bara einn? Af hverju eru þeir allt í einu góð­ir? Af hverju nota sumir for­eldrar þá sem hluti af upp­eld­in­u? „Ef þú ferð ekki að sofa þá . . . !“

Í gamla daga voru Grýla og Leppalúði hið ­mesta hyski og ill­menni og synir þeirra litlu betri. Vita börnin að sam­kvæmt frá­sögn átti Grýla þá Bola og Gust fyrir eig­in­menn og Leppalúði er sá þriðji? Því er haldið fram að hún hafi étið þá tvo fyrst nefndu!

En hvað með fornu heiti jóla­svein­anna? Lepp­ur, Skrepp­ur, Láp­ur, Skráp­ur, Lang­legg­ur, Skjóða, Völu­stakkur og Bóla, í þeirri ­út­gáfu af ljóð­inu sem kunn­ari er. Þröst­ur, Þránd­ur, Böðv­ar, Brynki, Boll­i, Hnúta, Kopp­ur, Kyppa, Strokk­ur, Strympa, Dall­ur, Dáni, Sleggja, Sláni, Djang­i, Skotta. Sig­hvatur og Syrpa.

Nú eða Tíf­ill, Tút­ur, Baggi, Lút­ur, Rauð­ur­, Redda, Stein­grímur og Sledda, Lækj­ar­æs­ir, Bjálm­inn sjálf­ur, ­Bjálm­ans barn­ið, Lit­lip­ung­ur, Örva­drumb­ur.

Ekk­ert af þessum nöfnum er lengur not­að.

Af því ég nefndi börn mín í upp­hafi ­grein­ar­innar þá vakti ýmis­legt efa­semdir þeirra um til­vist sveinka þeg­ar þau voru börn. Stærsta áfallið var að á meðan þau voru að fá ein­faldar og þægi­legar skógjafir eins og mandar­ínur og nýbak­aðar smákökur úr eld­hús­i ­for­eldr­anna og afar sjaldan kart­öfl­ur. En stúlka ofar í stiga­gang­inum fékk ­mynd­bands­tæki einn dag­inn og sjón­varp hinn dag­inn! Það fannst börnum okkar hjóna  merki um mis­mun­un og reyndi þá á útskýr­ing­ar­hæfni for­eldr­anna (og hæfn­ina að segja fal­lega ósatt).

Þess utan trufla skógjafir svefn barna þar ­sem þau taka upp á því að vakna á nótt­unni til að skoða í skó­inn og koma örþreytt í skól­ann mis­sæl með hvað jóla­sveinn­inn þann dag­inn bar í hann!

Nútíma jóla­svein­arnir 13 eru gengnir í björg mark­aðs­hyggj­unn­ar! Þeir eru óspart not­aðir til þess að selja for­eldrum alls­konar dót og drasl. Þeir meira að segja mæta í nóv­em­ber til byggða í sér­verk­efni í versl­unum og við opnun alls­konar mark­aða og eru á fullu fyrsta í að­ventu þó opin­ber­lega séu 12 dagar þar til fyrsti jóla­sveinn á að koma til­ ­byggða!

 

Bíddu, bíddu - hver er svo nið­ur­stað­an?

Ég ætla nú ekki að auð­velda þetta með því að setja hér nið­ur­stöðu Eyju og Jóhanns. Það er hægt að lesa úr þeirra ­mál­flutn­ingi! En umræðu­efnið er ein­stak­lega fróð­legt, skemmti­legt og get­ur ­valdið deilum eins og dæmin sanna.

Ég játa hér í lok greinar að ég laug að ­börn­unum mínum og gaf þeim í skó­inn. Sé ekk­ert eftir því þar sem þau komust að því seint um síðir að þetta var ekki raun­veru­leik­inn.

Minni á að Stekkja­staur kemur í bæinn að­far­arnótt 12. des­em­ber!P.S. Ekki leyfa börnum undir 8 ára að lesa grein­ina!

Virði Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum
Icelandair Group er eina félagið í Kauphöllinni sem hækkar í virði í fyrstu viðskiptum dagsins. Arion banki, helsti lánardrottinn WOW air, lækkar mest.
Kjarninn 22. mars 2019
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.
Stundin vann lögbannsmálið í Hæstarétti – Málinu endanlega lokið
Lögbannsmálinu sem hófst nokkrum dögum fyrir kosningar haustið 2017, og snerist um fréttaskrif um fjármál þáverandi forsætisráðherra, er endalega lokið með dómi Hæstaréttar.
Kjarninn 22. mars 2019
Silja Bára Ómarsdóttir
Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Forsætisráðherra, hefur skipað Dr. Silju Báru Ómarsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem formann Jafnréttisráðs. Hún tekur við af Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.
Kjarninn 22. mars 2019
Upprisa hins illa
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands hefur tekist á við myrkasta tíma í sögu landsins með því að reyna að setja sig í spor fórnarlamba mannskæðustu skotárásar í sögu landsins.
Kjarninn 22. mars 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir
Yfir 2.000 manns hófu verkföll í nótt
Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti í nótt, en það nær til ríflega 2.000 starfsmanna á tilteknum hótelum og rútufyrirtækjum á starfssvæði félaganna.
Kjarninn 22. mars 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Pólitíkin, peningarnir og forgangsröðunin
Kjarninn 22. mars 2019
Ríkisstjórnin bindur vonir við farsæla niðurstöðu
Í tilkynningu Icelandair til kauphallar kemur fram að viðræður félagsins við WOW air fari fram í samráði við stjórnvöld.
Kjarninn 21. mars 2019
Indigo slítur viðræðum við WOW – Viðræður hafnar við Icelandair
Tilkynnt var um það í kvöld að Indigo Partners hafi slitið viðræðum sínum um aðkomu að rekstri WOW air. Viðræður eru hafnar við Icelandair í staðinn.
Kjarninn 21. mars 2019
Meira eftir höfundinnBjarni Jónsson