Dánaraðstoð – hvað er að gerast á Norðurlöndum?

Fyrsti fundur norrænna félaga um dánaraðstoð átti sér stað í október. Á alþjóðlegum degi dánaraðstoðar er tilefni til að skoða stöðu mála á Norðurlöndum

Auglýsing

Í dag, 2. nóv­em­ber, er dagur dán­ar­að­stoð­ar­ og í til­efni þess ætlum við und­ir­rituð að gera grein fyrir því sem er að ger­ast á Norð­ur­lönd­um.

Fyrsti fundur nor­rænna félaga um dán­ar­að­stoð

Við áttum þess kost að sitja fyrsta fund ­fé­laga um dán­ar­að­stoð fyrri hluta októ­ber­mán­aðar en hann fór fram í Stokk­hólmi. Þátt­tak­endur voru 15 frá öllum Norð­ur­lönd­unum en stærsti hóp­ur­inn var að ­sjálf­sögðu frá sænska félag­inu „Rätten Till en Vär­dig Död” (RTVD).

Auglýsing

Hóp­ur­inn sam­an­stóð af fólki með mis­mun­and­i bak­grunn. Þarna voru fjórir lækn­ar, geð­lækn­ir, kven­sjúk­dóma­lækn­ir, skurð­lækn­ir, ­sér­fræð­ingur í líkn­ar­með­ferð, hjúkr­un­ar­fræð­ingur en einnig fólk sem starfar utan heil­brigð­is­sviðs­ins, tveir heim­spek­ingar og fólk frá ýmsum fag­stétt­u­m. Flestir hafa reynslu af því að hafa umgeng­ist ætt­ingja eða vini sem þjáðust ­mikið áður en þeir dóu eða frömdu sjálfs­morð vegna sjúk­dóms­ins. Ein­stak­ling­ar tengj­ast einnig mál­efn­inu út frá sið­ferði­legum þáttum og mann­rétt­ind­um.

Greini­legt er að aðstæður eru afar mis­mun­andi. Fjöl­menn­asta félagið er það norska, "For­en­ingen Retten til en verdig død", með um 3.000 félaga, síðan það sænska með 2.000 félaga, finnska félag­ið Ex­itus er með 340 félaga, Lífs­virð­ing hér­lendis með 195 en í Dan­mörku er ekki til eig­in­legt félag heldur eru starf­andi hópar með mis­mun­andi nálgun á mál­efn­inu.

Dán­ar­að­stoð – þrjár leiðir

Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að það er almennt talað um að not­ast við þrjár mis­mun­andi leiðir við dán­ar­að­stoð. Þær eru:

”Hol­lenska leið­in” (eut­hanasia) – Lækn­ir ­gefur ban­væna lyfja­gjöf í æð – Holland, Belgía, Lúx­em­borg og Kól­umbía. Einnig er í boði “sviss­neska leið­in” en yfir­gnæf­andi flestir velja að læknir annist lyfja­gjöf­ina.

“Sviss­neska ­leið­in” (assi­sted suicide) - Ein­stak­ling­ur­inn inn­byrðir sjálfur ban­væna blönd­u hjá sam­tökum sem útvega lyf­seð­ils­skyld lyf í gegnum lækni.

“Or­egon-­leið­in” - Læknir skrifar upp á ban­vænu lyfja­blöndu sem ein­stak­ling­ur­inn sækir í apó­tek og inn­byrðir sjálf­ur. Þetta stendur bara til boða þeim sem eru haldn­ir ólækn­andi sjúk­dómi og eiga aðeins sex mán­uði eftir ólif­aða. Níu ríki USA auk Was­hington DC og eitt fylki í Nýja Mexíkó. Nýlega hafa tvö fylki Ástr­al­íu ­sam­þykkt lög um dán­ar­að­stoð og not­ast er við þessa leið.

Einnig ber að geta þess að í sumum ríkj­u­m, t.d. Sví­þjóð og Finn­landi, er heim­ilt að aðstoð fólk við að taka eigið líf en þó er það ekki heim­ilt með þátt­töku lækna.

Afstaða lækna

Því hefur stað­fast­lega haldið fram af and­stæð­ingum dán­ar­að­stoðar hér á landi að læknar hér á landi séu alfarið á mót­i því að heim­ila dán­ar­að­stoð. Einnig er því haldið fram að and­staða lækna ­gagn­vart dán­ar­að­stoð á Norð­ur­löndum sé afger­andi og þar með ætti umræð­unni að vera lok­ið.

Á fundi okkar með nor­rænum kol­legum komu hins ­vegar fram eft­ir­far­andi upp­lýs­ingar um afstöðu lækna. Nið­ur­stöð­urnar sýna ­stuðn­ing við dán­ar­að­stoð:

 • Nor­egur – 30% (2019 - árið 2009 var ­stuðn­ing­ur­inn 15%)
 • Finn­land – 46% (2013 – stuðn­ingur var 29% árið 2002)
 • Sví­þjóð – 33% (2013)
 • Ísland – 18% (2010 - 5% árið 1997)

Stuðn­ingur lækna hefur vaxið stöðugt í öllum lönd­un­um. Eftir bestu vit­neskju hafa við­horf ekki verið könnuð í D­an­mörku.

Afstaða hjúkr­un­ar­fræð­inga

Hjúkr­un­ar­fræð­ingar eru sá hlut­i heil­brigð­is­starfs­fólks sem er í nán­ustu sam­skiptum við sjúk­linga og því ­mik­il­vægt að hlusta á raddir þeirra. Hér eru nið­ur­stöður um þeirra skoð­un:

 • Nor­egur – 40% (2019 - 25% árið 2009)
 • Finn­land – 74% (2016)
 • Sví­þjóð – ??
 • Dan­mörk – ??
 • Ísland – 20% (2010 - 9% árið 1997)

Tölur frá Sví­þjóð er ekki hægt að fá stað­fest­ar enn og því ekki birtar hér. Þess skal getið að finnsku hjúkr­un­ar­fræð­ing­arnir vor­u ­spurðir um stuðn­ing við eut­hanasia sem er aðferð notuð m.a. í Hollandi, Belg­íu, Lúx­emburg og Kól­umbíu. Það kom einnig fram í könn­un­inni að 90% þeirra telja að það sé réttur sjúk­lings­ins að hafa val um dán­ar­að­stoð.

Afstaða almenn­ings

Sam­merkt stöðu mál­efnis dán­ar­að­stoðar er að þing­menn eru EKKI að hlusta á vilja almenn­ings. Fram­kvæmdar hafa ver­ið kann­anir í öllum þessum löndum nema Dan­mörku. Spurn­ing­arnar snú­ast um hvort við­kom­andi styðji að dán­ar­að­stoð sé veitt óski ein­stak­lingur eftir því við ­sér­stakar aðstæður (óbæri­legar kval­ir, ólækn­andi sjúk­dóm, skammt eftir ólif­að). ­Nið­ur­stöð­urnar eru eft­ir­far­andi:

 • Nor­egur – 76% (14% á móti en 10% taka ekki af­stöðu)
 • Finn­land – 46% (2002 – stuðn­ingur við dán­ar­að­stoð)
 • Sví­þjóð – 33%
 • Dan­mörk – ??
 • Ísland – 75% (91% ef aðeins er tekið til­lit til­ þeirra sem tóku afstöðu)

Það sem ofan­greindar nið­ur­stöður sýna er að stað­hæf­ingar um að læknar á Norð­ur­lönd­unum séu and­stæð­ingar dán­ar­að­stoðar eiga ­sér ekki stoð. Þvert á móti hefur stuðn­ingur auk­ist veru­lega á skömmum tíma. Ein af ástæðum þess er að heil­brigð­is­starfs­fólk er farið að við­ur­kenna rétt ein­stak­lings­ins til að taka ákvörðun um enda­lok lífs síns við til­tekn­ar að­stæð­ur. Einnig má álykta að með stuðn­ingi við dán­ar­að­stoð felist við­ur­kenn­ing á að hún sé hluti af lífsloka­með­ferð sjúk­lings.

Nýj­ustu tölur frá Íslandi eru nokk­uð gamlar en þar kemur fram að stuðn­ingur lækna við dán­ar­að­stoð fer úr 5% í 18% á 13 árum og stuðn­ingur hjúkr­un­ar­fræð­inga fer úr 9% í 20% á sama tíma.

Hvað er að ger­ast á Alþingi?

Í júní síð­ast­liðnum var sam­þykkt ­skýrslu­beiðni á Alþingi til heil­brigð­is­ráð­herra. Beiðnin gengur út á að ráð­herra taki sam­an ­upp­­lýs­ing­ar um dán­­ar­að­stoð og þróun lag­­ara­mma um hana þar sem hún er ­leyfð, sem og tíðni, ástæður og skil­yrði dán­­ar­að­stoðar og hver reynsl­an hef­­ur ver­ið. Einnig verði skoðað í öðrum löndum sem ekki leyfa dán­ar­að­stoð hvern­ig um­ræðan er og hvort unnið sé að laga­setn­ingu.

Þá er í skýrslu­beiðn­inni óskað eftir að fram­kvæmd verði skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­manna um afstöðu þeirra til dán­ar­að­stoð­ar. Und­an­farin ár hefur verið talað um að upp­byggj­andi umræða um dán­ar­að­stoð þurfi að eiga sér stað. Það er því afar mik­il­vægt að safna of­an­greindum upp­lýs­ing­um.

Sam­an­dregið

Á öllum Norð­ur­löndum nema Dan­mörku eru ­starf­andi félög um dán­ar­að­stoð. Við­horf heil­brigð­is­starfs­manna til­ dán­ar­að­stoðar hefur verið að breyt­ast mjög hratt. Yfir­gnæf­andi stuðn­ing­ur al­menn­ings er við dán­ar­að­stoð.

Við vonum að þessi grein gefi vís­bend­ing­u um afstöðu okkar nán­ustu nágranna og vekji von í brjósti um að ekki líði lang­ur ­tími þar til dán­ar­að­stoð verði hluti af líkn­ar­með­ferð hér á landi.

 

Bjarni Jóns­son

Syl­vi­ane Lecoul­tre

Stjórn­ar­menn í Lífs­virð­ingu, félagi um dán­ar­að­stoð

 

 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
„Lágmarkskrafa að Eyþór Arnalds og Samherji geri hreint fyrir sínum dyrum“
Borgarstjóri segir að birting Samherjaskjalanna sýni viðskipti Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, við Samherja um hlut í Morgunblaðinu í nýju ljósi. Hann segir að það gangi ekki að enn sé ótal spurningum ósvarað um þau viðskipti.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Svavar Guðmundsson
Þoþfbsoemssoh
Kjarninn 19. nóvember 2019
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum
Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBjarni Jónsson