Það er launafólkið sem greiðir félagsgjöldin í samtökum atvinnurekenda.

Félagsgjöld fyrirtækja til samtaka atvinnurekenda er ákveðið hlutfall af launagreiðslum. Tekið út úr óskiptum rekstri eins og tryggingagjöld. Þar með greiðir starfsfólk þessi félagsgjöld, ekki eigendur fyrirtækjanna.

Auglýsing

Það hefur löngu verið vitað hversu sterk ítök sam­tök at­vinnu­rek­enda hafa á allri stjórn­sýslu í land­inu. Einnig hvern­ig ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gamli valda­flokk­ur­inn  sem hefur átt aðild að flestum rík­is­stjórnum á Ís­landi og atvinn­rek­enda-­sam­tökin eru sam­tvinn­uð.

Þetta hefur auð­vitað verið ávísun á mikla spill­ing­u í land­inu sem fjöl­margir þekkja sögur um. Auk þess sem full­trúar atvinnu­rek­enda­sam­tak­anna eiga aðild öllum líf­eyr­is­sjóðum lands­ins á almennum vinnu­mark­aði og virkan að­gang að fjár­mála­kerf­inu.

Í gegnum ára­tug­ina hefur fólk í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og félagar í vinstri flokk­unum gagn­rýnt þetta ófremd­ar­á­stand. Allt kom þetta ber­lega í ljós nokkrum miss­erum fyrir hrun og síðan í hrun­inu, síðan hvern­ig líf­eyr­is­sjóð­irnir jusu fé í einka­rekst­ur­inn fyrir og eftir hrun­ið.

Auglýsing

Allar reglur um þessi mál á Íslandi hafa ver­ið skötu­líki rétt eins og á mörgum öðrum sviðum atvinnu­lífs­ins. Einnig hvern­ig ­virkir aðilar í atvinnu­rekstri og í fjár­fest­ingum tengj­ast ráð­herrum og þing­mönn­um ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins eink­um.

Nú loks­ins „hefur for­sæt­is­ráðu­neyt­ið birt áform um laga­setn­ingu þess efnis í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem byggð eru á til­lögum starfs­hóps­ins. Ráðu­neytið hyggst meðal ann­ars gera öllum aðilum sem ­sinna hags­muna­vörslu – þeim sem hafa það að aðal­­­starfi að tala máli einka­að­ila, eins eða fleiri, gagn­vart hand­höfum rík­is­­valds – ­skylt að til­­kynna sig til stjórn­­valda svo unnt sé að birta opin­ber­­lega skrá yfir þá. Þar á meðal eru almanna­tenglar og lög­menn sem koma fram fyrir hönd til­tek­inna aðila. Og auð­vitað þeir sem starfa beint fyrir hags­muna­sam­tök.

Þá gerir ráðu­neytið ráð ­fyrir að skráin verði birt í B-deild Stjórn­­ar­t­íð­inda og á vef Stjórn­­arráðs Ís­lands. Jafn­­framt segir ráðu­neytið skoða þurfi hvort og þá hvaða við­­ur­lög eigi að vera við því að van­rækja til­­kynn­ing­­ar­­skyld­una. 

Enn fremur er fyr­ir­hug­að að mælt verði fyrir því í laga­frum­varp­inu að ráð­herr­­ar, aðstoð­­ar­­menn, ráð­u­­neyt­is­­stjór­­ar, skrif­­stofu­­stjórar og send­i­herrar geti ekki í til­­­tek­inn t­íma eftir að opin­beru starfi lýkur gegnt starfi fyrir skráða hags­muna­verð­i. ­Gert er ráð fyrir þeirri meg­in­­reglu að fram­an­­greindir aðilar þurfi að bíða í átta mán­uði frá starfs­lokum en þó með und­an­tekn­ing­um“. (Kjarn­inn)

Sam­tök atvinnu­rek­enda berj­ast á móti hug­myndum for­sæt­is­ráð­herra af fullum þunga. Því ef jafn­ræð­i verður komið á og að upp­lýst verði um öll tengsl er lík­legt að dragi úr ­spill­ingu í land­inu og óeðli­legum áhrifum eins hags­muna aðila.

 

Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands
„Þægilegra fyrir fákeppnismógúla landsins að þessi bankaráðsformaður segði sem minnst“
Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, svarar ummælum Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, um að viðbrögð Gylfa hafi ekki sæmt stöðu hans.
Kjarninn 22. október 2019
Meira eftir höfundinnKristbjörn Árnason