Það er launafólkið sem greiðir félagsgjöldin í samtökum atvinnurekenda.

Félagsgjöld fyrirtækja til samtaka atvinnurekenda er ákveðið hlutfall af launagreiðslum. Tekið út úr óskiptum rekstri eins og tryggingagjöld. Þar með greiðir starfsfólk þessi félagsgjöld, ekki eigendur fyrirtækjanna.

Auglýsing

Það hefur löngu verið vitað hversu sterk ítök sam­tök at­vinnu­rek­enda hafa á allri stjórn­sýslu í land­inu. Einnig hvern­ig ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gamli valda­flokk­ur­inn  sem hefur átt aðild að flestum rík­is­stjórnum á Ís­landi og atvinn­rek­enda-­sam­tökin eru sam­tvinn­uð.

Þetta hefur auð­vitað verið ávísun á mikla spill­ing­u í land­inu sem fjöl­margir þekkja sögur um. Auk þess sem full­trúar atvinnu­rek­enda­sam­tak­anna eiga aðild öllum líf­eyr­is­sjóðum lands­ins á almennum vinnu­mark­aði og virkan að­gang að fjár­mála­kerf­inu.

Í gegnum ára­tug­ina hefur fólk í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og félagar í vinstri flokk­unum gagn­rýnt þetta ófremd­ar­á­stand. Allt kom þetta ber­lega í ljós nokkrum miss­erum fyrir hrun og síðan í hrun­inu, síðan hvern­ig líf­eyr­is­sjóð­irnir jusu fé í einka­rekst­ur­inn fyrir og eftir hrun­ið.

Auglýsing

Allar reglur um þessi mál á Íslandi hafa ver­ið skötu­líki rétt eins og á mörgum öðrum sviðum atvinnu­lífs­ins. Einnig hvern­ig ­virkir aðilar í atvinnu­rekstri og í fjár­fest­ingum tengj­ast ráð­herrum og þing­mönn­um ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins eink­um.

Nú loks­ins „hefur for­sæt­is­ráðu­neyt­ið birt áform um laga­setn­ingu þess efnis í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem byggð eru á til­lögum starfs­hóps­ins. Ráðu­neytið hyggst meðal ann­ars gera öllum aðilum sem ­sinna hags­muna­vörslu – þeim sem hafa það að aðal­­­starfi að tala máli einka­að­ila, eins eða fleiri, gagn­vart hand­höfum rík­is­­valds – ­skylt að til­­kynna sig til stjórn­­valda svo unnt sé að birta opin­ber­­lega skrá yfir þá. Þar á meðal eru almanna­tenglar og lög­menn sem koma fram fyrir hönd til­tek­inna aðila. Og auð­vitað þeir sem starfa beint fyrir hags­muna­sam­tök.

Þá gerir ráðu­neytið ráð ­fyrir að skráin verði birt í B-deild Stjórn­­ar­t­íð­inda og á vef Stjórn­­arráðs Ís­lands. Jafn­­framt segir ráðu­neytið skoða þurfi hvort og þá hvaða við­­ur­lög eigi að vera við því að van­rækja til­­kynn­ing­­ar­­skyld­una. 

Enn fremur er fyr­ir­hug­að að mælt verði fyrir því í laga­frum­varp­inu að ráð­herr­­ar, aðstoð­­ar­­menn, ráð­u­­neyt­is­­stjór­­ar, skrif­­stofu­­stjórar og send­i­herrar geti ekki í til­­­tek­inn t­íma eftir að opin­beru starfi lýkur gegnt starfi fyrir skráða hags­muna­verð­i. ­Gert er ráð fyrir þeirri meg­in­­reglu að fram­an­­greindir aðilar þurfi að bíða í átta mán­uði frá starfs­lokum en þó með und­an­tekn­ing­um“. (Kjarn­inn)

Sam­tök atvinnu­rek­enda berj­ast á móti hug­myndum for­sæt­is­ráð­herra af fullum þunga. Því ef jafn­ræð­i verður komið á og að upp­lýst verði um öll tengsl er lík­legt að dragi úr ­spill­ingu í land­inu og óeðli­legum áhrifum eins hags­muna aðila.

 

Alþingi hefur ekki tekist að endurheimta það traust sem hefur tapast frá byrjun árs 2018.
Almenningur treystir síst Alþingi, borgarstjórn og bankakerfinu
Eitt af markmiðum sitjandi ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmála var að efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu. Í dag er traust á Alþingi sex prósentustigum minna en það var í upphafi kjörtímabils, þótt að hafi aukist umtalsvert frá því í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnKristbjörn Árnason