Telur Sigríður Andersen íslenska kjósendur heimska?

„Að mínu mati er dómurinn, sem féll 11. mars, lögfræðilega rangur og ber þess sterk merki að vera pólitískt at,“ sagði Sigríður.

Auglýsing

Sig­ríður And­er­sen fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra segir orð­rétt í sjón­varps­við­tali um dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem gerði alvar­leg­ar ­at­huga­semdir um vinnu­brögð hennar við val á dóm­urum í Lands­rétt og um dóm Hæsta­réttar Íslands:

  • „Að mínu mati er dóm­­ur­inn, sem féll 11. mar­s, lög­fræði­lega rang­ur og ber þess sterk merki að vera póli­­tískt at,“ sagði Sig­ríð­ur­. Að því leyti sé fínt að MDE fái að skoða málið aft­­ur“.

Ætli þessi þing­maður haldi að íslenskir kjós­endur séu vit­grann­ir? Þeir sem hafa fylgst með stjórn­málum á Íslandi vita að gömlu valda­flokk­arnir hafa ætíð verið putt­ana í skipun dóm­ara. Sér­stak­lega hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ver­ið ­skæður í þessu verki.

Auglýsing

Margir töldu að Björn Bjarna­son fyrrum ­dóms­mála­ráð­herra hafi bein­línis stundað hreins­anir þegar hann fækk­að­i ­sýslu­mönnum í land­inu og aðeins inn­múr­aðir sýslu­menn héldu störfum sín­um. Sama ­gerð­ist með dóm­ara lands­ins.

Rót­tækir verka­lýðs­for­ingjar hafa aldrei ­geta treyst dóm­stólum lands­ins þannig að þeir fengju rétt­láta dóma ef hags­mun­ir at­vinnu­rek­enda væru í húfi. Sama má raunar segja um rót­tæka vinstri­menn.

Íslend­ingar hafa aldrei verið jafnir fyrir lög­un­um, dómar virð­ast oft ráð­ast af flokkspóli­tískum við­horf­um. Það sýnir sig einnig þegar pen­inga­menn nota millj­ónir með aðstoð klækjar­efa úr lög­manna­stétt geta hreinsað af sér­ refs­ingar og dóma og haldið illa fengnum fúlg­um.

Fólk er ekki búið að gleyma því þeg­ar hæsti­réttur lands­ins dæmdi kosn­ingar um fólk í stjórn­laga­ráð ógild­ar. Af hrein­rækt­aðri flokkspóli­tík og hags­munum valda­stétt­ar­innar í land­inu.

Inn­grip Sig­ríðar And­er­sen þáver­and­i ­dóms­mála­ráð­herra um skipun dóm­ara í Lands­rétt var af flokkspóli­tískum toga. Nokkuð sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði kom­ist upp með fyrir hrun en þjóð­in lætur ekki bjóða sér slíka spill­ingu leng­ur.

  • Nú heldur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og ­valda­el­ítan á Íslandi dauða­haldi í þann von­ar­neista að yfir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu segi að flokkspóli­tíska dóm­ara­spill­ingin á Íslandi sé bara í góðu lagi.

Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Landgræðslustjóri: Fyrirhuguð Hagavatnsvirkjun myndi auka uppblástur
Hækkun á vatnsborði Hagavatns með virkjun er ekki sambærileg aðgerð og sú sem Landgræðslan fór í við Sandvatn til að hefta uppfok eins og haldið er fram í tillögu að matsáætlun. Stofnunin telur fullyrðinguna „úr lausu lofti gripna og órökstudda með öllu“.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Alþingi hefur ekki tekist að endurheimta það traust sem hefur tapast frá byrjun árs 2018.
Almenningur treystir síst Alþingi, borgarstjórn og bankakerfinu
Eitt af markmiðum sitjandi ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmála var að efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu. Í dag er traust á Alþingi sex prósentustigum minna en það var í upphafi kjörtímabils, þótt að hafi aukist umtalsvert frá því í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnKristbjörn Árnason