„Æ sér gjöf til gjalda”

Sá sem gefur ætlast alltaf til einhvers í staðinn. Spurningin er: Hvað hefur Samherji greitt íslenskum stjórnmálamönnum? Hvaða önnur fyrirtæki hafa gert það sama, heima og erlendis?

Auglýsing

  • Það er þekkt að fyr­ir­tæki hafa borið gríð­ar­lega fjár­muni á stjórn­mála­menn vegna ­próf­kjörs­kosn­inga og einnig á flokk­ana sjálfa.   • Það er auð­velt að fara fram­hjá til­tölu­lega van­búnum lögum um stuðn­ing við stjórn­mála­flokka.   • Hvað leyn­ist und­ir­ ­yf­ir­borð­inu?

Nú er í há­mæli meint hátt­ar­lag Sam­herja í við­skipta­háttum erlend­is. Birtar hafa ver­ið glefsur úr skugga­legum gögnum sem aflað hefur verið um and­styggi­lega hætt­i þessa fyr­ir­tæk­is. T.d gagn­vart lík­lega fátæk­asta ríki í Afi­ríku eða ver­ald­ar. Reynd­ar einnig gagn­vart íslenskum almenn­ingi og starf­andi launa­fólki þess.

Auglýsing

 

Not­aðar eru ­gam­al­reyndar aðferðir er íslend­ingar þekkja af sam­skiptum sínum við erlend stór­fyr­ir­tæki á Ísland­i.  Um er að ræða nokkuð sem hefur aldrei mátt um tala og fyr­ir­bærið „hækkun í hafi“ er eitt af þeim mál­um. Einnig hin hliðin sem  er „lækk­un í hafi“.Sú leik­fim­is­list virð­ist vera alþjóð­leg og stunduð af fyr­ir­tækjum í alþjóð­legum við­skiptum og rekstri við það helst að arð­ræna fámennar þjóðir og þær sem standa höllum fæti með­al­ stór­þjóð­anna. Ísland er meðal slíkra þjóða.Þessi íþrótt hefur reyndar verið stunduð af flestum fyr­ir­tækjum hér inn­an­lands sem stunda við­skipt­i er­lend­is. Alveg frá önd­verðu er íslenskir spek­úlantar hófu útflutn­ing á fiskaf­urðum og inn­flutn­ing á vörum erlendis frá.Það hafa ver­ið ­búnir til milli­liðir erlendis (skúffu­fyr­ir­tæki) er hafa bætt á kostnað vöru hvort sem um að ræða inn­flutn­ing á vöru eða skil á arði af íslenskri vöru seldri erlendis sem bar að greiða skatt af. Þetta var auð­vitað grass­er­andi þegar gjald­eyr­is­höftin ríkt­u ára­tugum saman og strangt verð­lags­eft­ir­lit.Nú er kom­in ný stétt á síð­ustu ca. 25 árum er til­einkar sér þessa íþrótta­grein í minn­i skala rétt eins og stór­kaup­menn hafa stundað ára­tugum sam­an. Sem er að kaupa af fram­leið­endum eða birgjum vörur í nafni skúffu milli­liðar í Evr­ópu. Í ís­lenskri eigu er tekur síðan toll en varan er flutt beint til Íslands.Gróð­i ­mynd­ast erlendis, verð í versl­unum hækkar á sker­inu. Rík­is­stjórn Bjarna Bens jók hagnað fyr­ir­tækja á þessu sviði með því að afnema tolla og vöru­gjöld. Sá ­gjörn­ingur hefur ekki skilað sér til neyt­enda heldur hafa verð lækkað þess að nýir við­skipta­hættir hafa aukið á sam­keppni erlendis frá með því að unga fólk­ið ­kaupir gjarnan vörur á net­inu.Nýja stétt­in eru hönn­uðir er hanna voða fínar nýjar vörur iðu­leg­ast eftir erlend­um ­fyr­ir­myndum með smá breyt­ing­um. Varan er síðan fram­leidd í ein­hverju t.d. Asíu land­inu fyrir smá­aura þótt pant­anir séu ekki stór­ar.Það er síð­an milli­lið­ur­inn sem er í eigu hins íslenska aðila sem kaupir og selur vör­una með­ ­miklum hagn­aði. Varan er síðan send beint frá fram­leiðslu­land­inu til Íslands og til fyr­ir­tækja erlendis sem vilja kaupa.Hér á Ís­landi fá þessir hönn­uðir gríð­ar­legt hrós af fjöl­miðlum fyrir flotta hönnun og fram­leiðslu. Blaða­menn halda vart vatni af fögn­uði. Eng­inn veltir því fyrir sér­ hvers vegna þessar vörur eru svona dýrar hér í versl­un­um.Ekki heldur spurt hvers vegna íslend­ingar fái ekki störf við að fram­leiða dýra vöru hann­aða af ís­lend­ing­um. Varan er seld sem íslensk vara þótt hún sé það alls ekki er helg­ast af reglum ESB um svo nefndar upp­runa merk­ing­ar.

Nú ber­ast þær fréttir sagðar af RÚV frá íslensku dáða­fólki af báðum kynjum sem eru í við­skipt­um. Fólkið sem er dáð af mjög mörgum íslend­ingum og fjöl­margir segja að beri sam­fé­lagið uppi. Fólkið sem ákveðnir fjöl­miðlar hampa nær dag­lega og krjúpa við fót­st­all þeirra.

,,47 millj­arðar frá Íslandi árlega“

Í gögn­un­um er að finna tölur um Ísland og sam­kvæmt þeim fara 15 pró­sent af ætl­uðum skatt­i á hagnað fyr­ir­tækja til skatta­skjóla árlega. Alls eru 384 millj­ónir doll­ara ­fluttar héðan til skatta­skjóla, and­virði ríf­lega 47 millj­arða króna.Tap­aðar skatt­tekjur vegna þess eru áætl­aðar 77 millj­ónir doll­ara, eða sem nem­ur 9 og hálfum millj­arði króna. Stærstur hluti hagn­að­ar­ins, eða 100 millj­ón­ir doll­ara, fer til Lúx­em­borgar þar sem skatt­pró­sentan er 3 pró­sent. 96 millj­ón­ir doll­ara fara til skatta­skjóla utan ESB, hvort sem það er til Bresku jóm­frú­areyja, Mári­tíus eða Singapúr, og 79 millj­ónir doll­ara fara til­ Ír­lands".
 

Íslend­ingar geta þakkað þetta á­stand gömlu valda­flokk­unum  á Íslandi.  Rétt eins og við getum þakkað þeim fyrir hrun­ið ­forðum ásamt þeim göt­óttu lögum sem við­skipta­lífið býr við og hefur und­an­farna daga sést hvernig virka af gögnum um Sam­herja. Þetta eru pen­ingar sem ber­ast héðan af sker­inu árlega, aðrir pen­ingar eru vistaðir öðru­vísi á svona skugga­stöð­um.

  • Arð­rán í fjöl­breyttri mynd, mútur heima og erlend­is, skatt­svik og falið svart fé í lág­skatta sam­fé­lögum og notað í ýmsa ólög­lega starf­semi t.d. á Ísland­i.   • Afleið­ingar stór­hækk­að­ir skattar á launa­fólk á Íslandi og engum trygg­inga­gjöldum skilað og líf­eyr­is­sjóðir snið­gengn­ir.    • Ein birt­inga­mynd svörtu spill­ing­ar­innar er kolsvört hús á dýr­mætum svæðum í Reykja­vík.

 

 

Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira eftir höfundinnKristbjörn Árnason