Hafa skal það sem sannara reynist

Hverjir eru það sem skila verðmætustu störfunum til samfélagsins? Ljóst er að það er ekki hálaunafólkið er nánast allt hefur notið mikillar samfélagsþjónustu sem verkafólk stendur undir.

Auglýsing

Undan farn­ar vikur og raunar í mán­uði hafa sam­tök háskóla­fólks aug­lýst reglu­lega í t.d. ­sjón­varpi að virða eigi „menntun til launa“. Við þennan áróður vaknar auð­vit­að ­spurn­ingin um hvað er mennt­un.Ég hef haldið því fram, að þeirri spurn­ingu verði ekki svarað með ein­földum hætti. Það er nefni­lega ekki víst að löng skóla­ganga mennti fólk sér­stak­lega , þótt ég eins og margir fleiri viljum trú­a því. Á sama hátt hlýtur löng starfsævi, ýmis­konar lífs­reynsla og barna­upp­eldi mennta ­fólk. Börn kenna og mennta for­eldra sína.Þessi umræða bloss­aði nú upp eina ferð­ina enn við kröfur „Efl­ing­ar“ til borg­ar­inn­ar, um að bætt verði kjör fólks sem starfar hjá borg­inni sam­kvæmt lægstu launa­flokkum sem finn­ast á Ís­landi og eru lægri en öll við­ur­kennd við­mið er segja til um, hvað fólk þurf­i að hafa í laun til að geta lifað mann­sæm­andi lífi og borið ábyrgð á barna­upp­eldi.Auglýsing

Upp­haf­leg­u við­brögð borg­ar­stjór­ans fannst mér líkj­ast for­dómum gagn­vart svo­nefnd­u ófag­lærðu fólki starf­andi á leik­skólum borg­ar­inn­ar. M.ö.o. fólkið sem vinn­ur erf­ið­ustu störfin á leik­skól­unum oft­ast mæður sem eru búnar að koma upp börn­um sín­um. 

Borg­ar­stjór­inn hefur verið í felum und­an­far­ið.Vegna þess að hann fór með fleyp­ur. Hann sagð­ist hafa áhyggjur af því, að ef þetta fólk hækk­aði nægj­an­lega í launum myndi það skapa ó­á­nægju hjá leik­skóla­kenn­urum sem þegar eru á lægstu launum sem þekkj­ast hjá há­skóla­fólki.Á næst­unn­i verður hækkun á launum leik­skóla­kenn­ara og breytir þá engu hvað verður um ­launa­kjör „Efl­ing­ar­kvenna“ á leik­skól­um. Það er vegna breyt­inga á starfs­um­hverfi allra kenn­ari er skýrist af lögum um sams­konar leyf­is­bréf fyr­ir­ alla kenn­ara.Á liðn­um árum hefur háskóla­fólk haldið uppi umræðu um að það þurfi hærri laun vegna ­fórna sem það færir vegna skóla­göng­unnar og það missi af laun­uðum störfum þess ­vegna. Einnig  vegna þess að hluti af stuðn­ingi við náms­fólk felst í náms­lánum sem þeir vilja helst ekki þurfa að borga til bak­a. Eins og það væri eitt­hvað áhuga­vert að hefja störf strax af loknu námi í grunn­skólum og starfa út æv­ina við erf­ið­ustu störfin sam­kvæmt þessum lægstu launa­flokk­um. Ég sem hélt að það væri eft­ir­sókn­ar­vert að fá að njóta háskóla­náms. Einnig hef­ur há­skóla­fólkið haldið því fram að starfsæfi þeirra væri styttri en fólks sem ekki ­færi í lang­skóla­nám. Í gegn­um ­tíð­ina hef ég haldið hinu gagn­stæða fram, án þess að hafa tölu­legar stað­reynd­ir um málið á tak­tein­um. Ég hef bara tekið eftir því í gegnum tíð­ina og við störf mín í félags­lega hús­næð­is­kerf­inu á árum áður að fólkið sem vinnur lík­am­lega erf­ið­ustu störfin og á lægstu launum sé iðu­lega farið að láta alvar­lega á sjá upp úr 55 ára aldri. Fólk sem missir vinnu vegna ýmis­konar las­leika og vinnu­slits.Nú hefur Öryrkja­banda­lagið lagt fram stað­reyndir sem styðja minn ­mál­flutn­ing. Það eru nefni­lega stað­reynd­ir, að það er ófaglært verka­fólk sem fær­ir ­fórn­irnar á Íslandi en ekki háskóla­gengna fólkið sem er stutt bak og fyrir af ­sam­fé­lag­inu. Það eru stað­reyndir sem ber að virða.

baráttukonur„Um 40% þeirra sem kom nýir inn á örorku á hverju ári eru konur um og yfir­ fimmtug­t. 

Þetta harm­onerar við það sem við vorum að sjá hérna, að hingað eru að koma inn konur á þessum aldri sem hafa verið á mjög lágum launum og eru komn­ar inn á ennþá lægri laun þegar þær eru komnar á örorku­líf­eyri, vegna þess að hann er í dag 100 þús­und krónum lægri en lægstu laun.“  

Segir m.a. í við­tali við ­for­mann Öryrkja­banda­lags­ins, nú eftir „Kveiks­þátt­inn“ í sjón­varp­inu er varpar einn skýr­ara ljósi á þessi mál.Gleymum ekki ­borg­ar­stjór­anum sem er vænt­an­lega frá­bær læknir er hefur einnig notið stuðn­ings­ frá sam­fé­lag­inu til lang­skóla­náms. Varð það á að sýna ófag­lærðu starfs­fólki ­borg­ar­innar for­dóma vegna þjóð­fé­lags­stöðu þess. Ekki veit ég hvort lækna­nám­ið nýt­ist borg­ar­stjóra vel í starfi sínu  • Hann verð­ur­ að koma úr felum til að takast sjálfur á við þessa kjara­deilu með vit­rænum og jákvæð­u­m hætt­i. 
  • Hann verður að hætta þess­ari hræðslu við sam­tök atvinnu­rek­enda í land­inu er hafa stýrt kjara­málum í land­inu í ógöngur fyrir þjóð­ina. 
  • Þeirra stefna er alvar­legt launa­mis­rétti og lág laun hjá ríki, sveit­ar­fé­lögum og að allar greiðslur verði lágar frá Trygg­inga­stofnun um ókomna tíð. 

Lúxusfrí á lystiskipi breyttist í margra vikna martröð
„Því miður þá eru fjórir farþegar okkar látnir,“ heyrist skipstjórinn segja í hátalarakerfi skipsins. „Einn í nótt, tveir í gær og einn fyrir nokkrum dögum.“ Farþegar sitja hljóðir, lokaðir inni í klefum sínum. Það er farsótt um borð.
Kjarninn 9. apríl 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
„Algjörlega ótækt“ af Arion banka að greiða arð við þessar aðstæður
Seðlabankastjóri segir að bankinn yrði „mjög brúnaþungur“ ef að Arion banki myndi halda í yfirlýsta stefnu sína og greiða hluthöfum sínum út tíu milljarða króna í arð í maí.
Kjarninn 9. apríl 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira eftir höfundinnKristbjörn Árnason