Baráttan um brauðið

Efling hefur nú þegar sannað gildi verkfallsréttarins í nútímanum þegar á reynir. Reyndar er hann verðlaus ef verkalýðsforingjar þora ekki að nota hann eins og reyndin hefur verið síðustu 30 árin.

Auglýsing

  • Bar­áttan hefur tekið á sig nýja mynd, trú ­launa­fólks á sjálft sig hefur eflst og einnig trúin á mögu­leika upp­risunn­ar eftir langa ládeyðu for­yst­unnar á vett­vangi verka­lýðs­bar­átt­unn­ar. En átök­in ó­enda­legu munu taka sig nýjar myndir og gefa nýjar vonir en einnig ríkar ábyrgð­ir. Verk­föll skila alltaf árangri séu þau heið­ar­leg og vel und­ir­bú­in.
  • Efl­ing hef­ur  nú þegar sannað gildi verk­falls­rétt­ar­ins í nú­tím­anum þegar á reyn­ir. Reyndar er hann verð­laus ef verka­lýðs­for­ingjar þora ekki að nota hann eins og reyndin hefur verið síð­ustu 30 árin.
  • Sam­tök atvinnu­rek­enda og póli­tíski arm­ur þess­ara sam­taka mega aldrei efast um það eina mín­útu að verk­falls­rétt­inum verð­i ekki beitt ef þarf. Aldrei.

Segja má að samn­ingur Efl­ingar við borg­ina sé tíma­móta­samn­ingur fyrir þá sök að taka þar lág­launa­konur við kyndli bar­áttu­and­ans og knýja fram umtals­verðar launa­breyt­ingar og skapa sér um leið virð­ingar og sess ­meðal launa­fólks og atvinnu­rek­and­ans. Einnig hefur Efl­ing brot­ist út úr hrammi sam­taka atvinnu­rek­enda með lág­launa­konur í broddi fylk­ing­ar.

Auglýsing

Eftir er að gera samn­inga við nágrannsveit­ar­fé­lög­in ­sem öll eru meira í greipum sam­taka atvinnu­rek­enda en borgin er. En mátt­ur Efl­ingar hefur þegar sannað sig og þessi sveit­ar­fé­lög standa ekki uppi í hár­in­u á verka­lýðs­fé­lag­inu.

En þessi átök hafa sýnt, að opin­bert sam­starf Efl­ingu við Sam­eyki félag opin­berra starfs­manna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er bæð­i eðli­legt og nauð­syn­legt til fram­tíð­ar.

Það er rétt sem for­mað­ur­inn Sól­veig Anna segir í pistli eftir samn­ings­gerð­ina við borg­ina. „Hart var ­tek­ist á í sam­fé­lags­um­ræð­unni um kjara­deil­una. Valda­miklir sér­hags­muna­að­ilar á borð við Sam­tök atvinnu­lífs­ins leit­uð­ust við að kveða niður bar­átt­u Efl­ing­ar­fé­laga með greina­skrif­um, pönt­uðu efni í fjöl­miðlum og aug­lýs­inga­her­ferð­u­m“.

Efling - Kröfuganga 1. maí 2018

Enn­frem­ur:

„Allar stofn­anir valds­ins stóðu sam­ein­aðar gegn okk­ur. Okk­ur átti að berja  til hlýðni, eins og tíðkast hefur ára­tugum sam­an.En Efl­ing­ar­fé­lagar hjá borg­inni hafa fært valda­stétt­inni og raunar sam­fé­lag­in­u öllu frétt­ir; þegar verka­fólk kemur saman í krafti fjöld­ans, sam­stöð­unnar og bar­áttu­vilj­ans þá stöðvar það ekk­ert.Efl­ing­ar­fé­lagar hjá borg­inni hafa skrifað nýjan kafla í sögu íslenskrar verka­lýðs­bar­átt­u,“ ­sagði Sól­veig Anna.

Það hefur orðið stöðu­breyt­ing á milli verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og sam­taka at­vinnu­rek­enda í land­inu. Nú er nauð­syn­legt að hreyf­ingar launa­fólks hugi að eigin skipu­lags­málum og láti ekki atvinnu­rek­enda sam­tök­in  lengur hafa þessi sterku áhrif á hreyf­ing­una og kljúfa hana niður í  félags­legar ein­ingar eftir sínum henti­leik­um.

 

Þessi kær­komni upp­takt­ur hófst að mér finn­st, þegar Drífa Snæ­dal núver­andi for­seti ASÍ er ráð­inn fram­kvæmd­ar­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins. Þá höfðu um langa tíð verið miklar hrær­ingar innan VR sem end­uðu með kjöri á nýrri for­ystu í félag­inu sem er við lýði þar á bæ.

VR - Kröfuganga 1. maí 2018

Síðan er krata for­ysta Efl­ing­ar rass­skellt og kosin er ný for­ysta með Sól­veigu Önnu sem for­ystu­konu sem hefur ásam­t sínu fólki gjör­breytt Efl­ingu og snúið félag­inu upp í vind­inn.Einnig það sem ein­hvern tíma hefði þótt ótrú­legt að þá tók VR og Efl­ing upp árang­urs­ríkt ­sam­starf. 

  • Framundan er að þessi nýi frum­kraftur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar taki upp póli­tískar áherslur og taki á Al­þingi með sínum hætti. Ekki neinum vett­linga­tök­um. Þar sem gömlu verk­lýðs­flokk­arnir virð­ast hafa týnt rótum sínum og láti sem þær séu ekki fyr­ir­ hendi leng­ur. Þessir flokkar munu fá sinn rass­skell áður en langt um líð­ur. 

Lúxusfrí á lystiskipi breyttist í margra vikna martröð
„Því miður þá eru fjórir farþegar okkar látnir,“ heyrist skipstjórinn segja í hátalarakerfi skipsins. „Einn í nótt, tveir í gær og einn fyrir nokkrum dögum.“ Farþegar sitja hljóðir, lokaðir inni í klefum sínum. Það er farsótt um borð.
Kjarninn 9. apríl 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
„Algjörlega ótækt“ af Arion banka að greiða arð við þessar aðstæður
Seðlabankastjóri segir að bankinn yrði „mjög brúnaþungur“ ef að Arion banki myndi halda í yfirlýsta stefnu sína og greiða hluthöfum sínum út tíu milljarða króna í arð í maí.
Kjarninn 9. apríl 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira eftir höfundinnKristbjörn Árnason