Ég er ekki hagfræðingur og er ekki fær um að meta þessa fræðigrein á þeim grundvelli. En ég hef þolað greinina í 75 ár og reynsla mín þessi ár gefa mér fullt leyfi til þess að hafa skoðun á því hvernig þessi vísindi hafa leikið mig og mína.
Árum saman hefur mér fundist sem innan greinarinnar t.d hér á Íslandi þar sem flestir hagfræðingar koma frá sama litla skólanum., það er eins og ríki í hópi útskrifaðra hagfræðinga og í stéttinni ákveðin trúarbrögð.
Þ.e.a.s. kapítalisminn og síðan í því framhaldi ýmis stökkbreytt afbrigði af
frjálshyggju sem hefur sýnt sig að vera stefna sem ekki ræður við hlutverk sitt
eitt og óstutt. Ragnar og Þórólfur eru báðir altarisdrengir þessara
trúarbragða.
Þess vegna, gladdi það mig á dögunum að lesa grein Ragnars, þar sem hann viðurkennir það opinberlega að nauðsynlegt er við stjórn samfélags að hafa félagslegar áherslur í hávegum.
Við Ragnar vorum forðum félagar í verkalýðsflokki sem lagði ríkar áherslu á slík viðhorf. Ég hafði haldið að allar slíkar taugar í væru týndar með öllu hjá Ragnari þar sem hefur lengi starfað fyrir stórútgerðina.
En félagsleg hagfræði hefur í sjálfu sér ekkert með tolla að gera heldur hitt sem er að hafa hagsmuni alls almennings ávalt í fyrirrúmi. Líkt og núver-andi stjórnvöld gera í baráttunni við veiruna.
Vinstri flokkar á Íslandi hafa allan lýðveldistímann boðað stefnu í ætt við svo nefnt blandað hagkerfi. Þar sem staðinn er vörður um hagsælt alls almennings en einnig hugað að hagsmunum í atvinnurekstrinum. Síðan eru auðvitað til ýmsar blöndur af þessu sem tosast er á um.
Verkalýðshreyfinginn boðar stefnu sem er einskonar blandað hagkerfi með ákveðnum félagslegum áherslum. Þær þjóðir sem bjóða þegnum sínum upp á bestu lífskjörin eru einmitt boðberar blandaðs hagkerfis með öfluga innviði á nær öllum sviðum.
Þessar þjóðir standa allar sterkan vörð um sitt atvinnulíf með fjölbreyttum aðferðum sem sumir myndu kalla hindranir. Þar sem kjör fyrirtækja og launafólks eru varin fyrir aðgangi óeðlilegrar framleiðslu frá þjóðum þar sem ofríki gagnvart almenningi ríkir og náttúruauðlindir þjóðanna eru misnotaðar í þágu fárra. Einatt eru það fjölþjóðafyrirtæki er hirða illa fenginn arðinn. Þar sem fólki er haldið í fátækt og ánauð.
Það er einmitt það sem Ragnar bendir á, að sé nauðsynlegt í íslensku samfélagi. Þá rís upp á aftur fæturnar Þórólfur prófessor í hagfræði sem ég hef ætíð haft miklar mætur á sem slíkum. Nú fer hann í vörn fyrir frjálshyggjukreddurnar sem kenndar eru í unglingaskóla vesturbæjar þar sem hann ber ábyrgð á kennslu í hagfræði.
Hann fer í vörn fyrir innflutnings öflin sem hugsa fyrst um þann skyndi-gróða sem má hafa af þrælavinnu fátæks fólks í heiminum, þar sem fólk býr við ævilanga þrælkun, litla sem enga skólagöngu og lítil félagsleg réttindi. Þórólfur leyfir sér að nota ofnotaða orðaleikfimi en engin rök. Slíkt kann að vera hægt nota þarna í unglingaskólanum, en ekki í lífinu sjálfu.