Þessar hugmyndir um borgarlínu eins og hún hefur verið að þróast er mikil framfara hugsun að öllu leiti og hlýtur að hafa mikil áhrif á
allt skipulag til framtíðar. En hefur einnig mikil áhrif á lífskjör almennings ef vel tekst til.
En það sem mér finnst vanta í þessa kynningu og
umræðuna til þessa eru skipulagðar samgöngur í hverfunum sjálfum. Einnig kynning á því hvernig búið verður um farþeganna. Einnig hvernig farþegar komast á sína t.d. vinnustaði og eða heimili.
Í mínum huga verður að kom til slíkt mjög þéttriðið samgöngukerfi
sem flytur fólk frá heimilum sínum á minni bílum að borgarlínunni og frá henni. Svona rétt eins sjá má
t.d. í Kaupmannahöfn í kringum lestakerfið. Líklega er reiknað með að stoppistöðvar borgarlínu verði
tiltölulega fáar og væntanlega gert ráð fyrir að þar geti þróast
þjónustufyrirtæki og hverfisverslanir, ásamt þægilegum biðstöðum.
Stæði eða geymslusvæði fyrir umhverfisvæn farartæki
hverfisfarartæki er geta t.d. verið reiðhjól og fyrir ýmis smærri
rafmagnsfarartæki, við stoppistöðvar. Til að leiða hugmyndir almennings tímalega að hverju er
stefnt og getur gert ýmis búsetusvæði fólks eftirsóknarverð. Er nauðsynlegt að fara ögn lengra í hugmyndavinnunni.
Það hefur ýmsa kosti fyrir fjölskyldur að búa utan við
miðborgina. T.d. nær óspjallaðri náttúru og þar sem er betra andrúmsloft en í miðborginni. Í framtíðinni
er ekki ólíklegt að fólk vilji búa þar sem það hefur kost á að hafa nytjagarðrækt
við heimili sín og möguleikum á einhverju húsdýrahaldi.
Gott væri að slíkar skipulagshugmyndir fari að fæðast sem fyrst, það er dagljóst að það verður alltaf mikill fjöldi fólks sem vill búa í eitthvað dreifðari byggð en þeim byggðum sem eru víða að rísa þar í gríðarlegu þéttbýli þar sem fólk er hvað ofaní öðru.