Gömul valdapólitík bankar á dyrnar

Auglýsing

Árið er 2018. Tíu ár eru síðan efna­hags­kerfið hrundi og kröfur um ný stjórn­mál, nýja stjórn­ar­skrá og nýtt Ísland eru hávær­ar. Tvö ár eru frá því for­sæt­is­ráð­herra hrökkl­að­ist undan völdum eftir að hafa verið grip­inn glóð­volgur við að koma sér undan því að greiða skatta. Eitt ár er síðan önnur rík­is­stjórn hrökkl­að­ist frá völdum eftir að ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins reyndu að leyna því fyrir sam­starfs­flokkum sínum að pabbi for­manns­ins kvitt­aði undir að barna­perri fengi upp­reist æru og gæti starfað sem lög­mað­ur. Við Íslend­ingar fögnum 100 ára afmæli full­veld­is.

Það ber í bakka­fullan læk­inn þegar ég for­dæmi hegðun klaust­ur­sex­menn­ing­anna en læk­ur­inn verður þó senn tómur og fyrr en varir hefur aur­mælgi sex­menn­ing­anna fallið í gleymsk­unnar dá, ekki síst þegar við hristum haus­inn á ný yfir ein­hverju óskyldu hneyksl­is­máli. Við töldum botn­inum náð eftir hrun­ið. Síðan töldum við honum náð eftir birt­ingu Panama­skjal­anna. Enn og aftur töldum við botn­inum náð þegar ráð­herrar reyndu að hylma yfir þátt skyldra í upp­reist-æru mál­inu og nú teljum við botn­inum náð þegar umræddir sex­menn­ingar opin­bera sig á bar þar sem stjórn Mið­flokks­ins eins og hún leggur sig reyndi að tæla hálfan þing­flokk Fólks­ins yfir til sín og lét fúk­yrði falla um ýmsa kollega sína. Valdapóli­tík af gamla skól­anum með stæka man(n)­fyr­ir­litn­ingu. Er botn­inum þá loks­ins núna náð?

Það veltur allt á við­brögð­unum í fram­hald­inu. Þessi ummæli kom fólki í opna skjöldu en fæstum ætti þau að koma á óvart. Svona orð­ræða kemur bara ekki upp úr þurru, ekki einu sinni á svona fyll­er­íi. Þessi orð­ræða er ógeðs­felld birt­ing­ar­mynd íslenskrar stjórn­mála­menn­ing­ar. Hinnar sömu og við höfum nú í tíu ár reynt að upp­ræta en við­gengst enn á meðan óskrif­aðar reglur íslenskra stjórn­mála hafa ekki breyst. Ein­hvers staðar hafa þessir menn fyr­ir­myndir sínar og ein­hvern tím­ann virk­aði svona valda­taktík. Eini mun­ur­inn er að í dag eru menn gripnir og almenn­ingur umber ekki svona tal.

Auglýsing

Klaust­ur­sex­menn­ing­arnir hafa sagst ætla að læra af atviki þessu. Hins vegar gagn­ast lítið að læra fyrir prófið þegar þú er þegar fall­inn. Við munum eftir #metoo bylt­ing­unni. Hún var ein­ungis fyrir ári síð­an. Við sem fylgd­umst með drógum þann lær­dóm að konur hafa kerf­is­bundið þurft að þola áreiti og niðr­andi tal kyns síns vegna. Reynsla sem er okkur karl­mönnum fram­andi á margan hátt. Þetta fólk heldur hins vegar áfram svona tali í þeirri trú að það kom­ist upp með það. Lær­dóm­ur­inn átti hins vegar að vera sá að svona talar fólk ekki um náung­ann og svona hugsar fólk ekki um náung­ann. Sex­menn­ingar féllu allir á próf­inu og nú verða þeir ein­fald­lega að segja af sér þing­mennsku, allir sem einn.

En það er þó ekki bara prófið sem við þurfum að huga að, námskráin er mein­göll­uð. Því miður búum við enn við stjórn­mála­kerfi sem býður upp á svona leiki. Kerfi þar sem flokk­ur­inn er lyk­ill­inn að völd­um, leiðin liggur í gegnum ein­hvers konar ref­skák í kjöl­far alþing­is­kosn­inga og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn endar iðu­lega í rík­is­stjórn. Kerfi sem bíður upp á að etja stjórn­mála­mönnum og stjórn­mála­flokkum saman um annað en mál­efni og kerfi þar sem ráð­herrar kom­ast upp með vald­níðslu því stjórn­ar­þing­menn bíta ein­fald­lega á jaxl­inn til að missa ekki sín litlu áhrif með rík­is­stjórn­ar­að­ild­inni. Pýramídakerfi þar sem almenn­ingur fær völd einu sinni á fjög­urra ára fresti og á milli þess hugsa margir stjórn­mála­menn: “Ég má gera hvað sem ég vil því ég hef umboð og þið getið ekk­ert sagt því þið kusuð mig.” Þeir sem standa sig eru svo leystir út með sendi­herra­stöðu.

Það er ekki nóg að fár­ast yfir svona við­burði því á meðan stjórn­mála­kerfið og stjórn­mála­menn­ingin er hin sama mun hann end­ur­taka sig. Við getum fagnað 100 ára full­veldi en brýnna er hins vegar að kunna að fara með full völd. Núver­andi kerfi býður upp á sam­þjöppun valds. Stjórn­ar­skráin nýja bauð upp á valda­til­færslu til almenn­ings og #metoo var leið­rétt­ing á margra alda kyn­bund­inni valda­skekkju.

Hvaða leið viljum við fara og hvernig ætlum við að haga okkur á annarri öld full­veld­is­ins?

Cohen: Trump vissi vel að þetta var rangt
Lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi, meðal annar fyrir að beita sér fyrir ólöglegum greiðslum til að þagga niður umræðu um framhjáhald Trumps.
Kjarninn 14. desember 2018
Forsætisráðherra: Klaustursmálið hefur haft verulega mikil áhrif innan þingsins
Það skiptir máli að þingmenn geti tekist á pólitísk mál en samt borið virðingu fyrir fólki, segir forsætisráðherra.
Kjarninn 14. desember 2018
WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða
Enn er unnið að því að ná samningum við Indigo Partners um fjárfestingu í félaginu.
Kjarninn 14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
Kjarninn 14. desember 2018
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent vegna viðskiptaþvingana
Rúm þrjú ár eru síðan Rússland svaraði viðskiptaþvingunum íslenska ríkisins með innflutningsbanni á nær öll matvæli frá Íslandi. Í kjölfar innflutningsbannsins hefur útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent og tugi milljarða króna.
Kjarninn 14. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór pantar sér gult vesti
Formaður VR segir að ekkert sé að marka kosningaloforð stjórnmálamanna því þeir virðist eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á fjögurra ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga.
Kjarninn 14. desember 2018
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Meira eftir höfundinnBjörn Reynir Halldórsson