VG má núna fara í ríkið. En hvert er förinni svo heitið?

Auglýsing

Nú um þessar mundir fagnar Vinstri­hreyf­ingin - Grænt fram­boð 20 ára afmæli sínu með pomp og prakt. Væri VG mann­eskja af holdi og blóði væri hán spennt yfir því að mega fara í rík­ið. Af þessu til­efni veltir hreyf­ing­in/­flokk­ur­inn sér upp úr stöðu vinstr­is­ins á heims­vísu í bland við að rifja upp hvernig þjóð­fé­lagið hefur breyst á þessum 20 árum. Þannig hefur for­maður hreyf­ing­ar­inn­ar/­flokks­ins, Katrín Jak­obs­dótt­ir, verið dug­leg að benda á að mál sem þótti hlægi­leg séu nú meg­in­straum­s­mál. Það er líka rétt: Ég man eftir því þegar við umhverf­is­vernd­ar­sinnar voru sífellt spurðir út í það hvort við ætl­uðum að lifa á fjalla­grös­um. Aðal­brand­ar­inn var sá að VG var á móti öllu en í dag sjá álits­gjafar sumir vart grein­ar­mun á VG og Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem er mið­ur. Ljóst er engu að síður að VG 1999-2009 hefur upp­skorið það sem hán sáði og fengið að sjá sín hjart­ans mál skjóta rótum á Íslandi. En hvað með VG 2009-2019? 
 

Þessi seinni ára­tugur VG byrj­aði vissu­lega á þátt­töku í rík­is­stjórn í aðstæðum sem sner­ust ein­fald­lega um skaða­minnkun, já og kannski aðild að ESB, og nýja stjórn­ar­skrá, og von­andi hækka veiði­gjöld. Nei allt í lagi förum ekki fram úr okk­ur, líkt og vinstri­st­jórnin senni­lega gerði. Hvað um það, skaða­minnkun og rústa­björgun var það eina sem gat raun­veru­lega verið á dag­skrá og óhjá­kvæmi­lega myndi þýða fórnir fyrir VG og Sam­fylk­ing­una, enda var Árni Páll mjög fljótur að aftengja sig þeirri rík­is­stjórn eftir að hafa verið kjör­inn for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Vinstri stjórnin gerði það sem þurfti að gera, mögu­lega hefði hún getað gert betur og mögu­lega verr. Óhjá­kvæmi­legt var hins vegar að Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur kæmust til valda eftir kosn­ing­arnar 2013 því ekki var mögu­leiki á að fram­kvæma það sem flokk­arn­ir/hreyf­ing­arnar stóðu fyr­ir. Að kjör­tíma­bili vinstri­st­jórn­ar­innar loknu var hins vegar kom­inn jarð­vegur fyrir að færa Ísland í sama gamla horf­ið, í átt að frjáls­hyggju og frænd­hygli, þegar raun­veru­lega gafst rúm til að færa sam­fé­lagið meira í átt að félags­hyggju. Ísland færð­ist í sama horfið nema að erf­ið­ara reyn­ist nú að öðl­ast hús­næði.

Auglýsing

Engu að síður hafa hlægi­legu málin lifað og dafn­að, orðið meg­in­straums og erfitt er að sjá að VG standi þar framar öðrum hreyf­ing­um/­flokkum í til­heyr­andi mála­flokk­um. Þannig er til staðar breið­ari grunnur fyrir VG til að byggja á heldur en árið 1999. Hins vegar má segja að verka­lýðs­mál hafi skot­ist út á jað­ar­inn með til­heyr­andi tóma­rúmi þar til Sós­í­alista­flokk­ur­inn var stofn­aður og rót­tæk öfl tóku yfir verka­lýðs­hreyf­ing­una. Það er senni­lega í kringum kosn­ing­arnar 2013 að VG byrjar að staðna - flokk­ur­inn/hreyf­ingin hafði komið sér þægi­lega fyrir í stjórn­mála­kerfi Íslands. Hreyf­ing­in/­flokk­ur­inn byrj­aði að verja þau stjórn­mál sem þau þekktu og nýjar aðferðir og nálg­anir voru skotnar niður því fyrst þurfti jú að ræða mál­efn­in! (Hvenær mál­efnin hafa ekki verið rædd innan VG er að vísu stór spurn­ing því styrk­leiki VG felst einmitt í öfl­ugri og vand­aðri mál­efna­vinnu)

Þetta er ástæðan fyrir því að VG end­aði í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Vissu­lega áhætta (jafn­vel fífldirfska) en þó ekki meiri en svo að auð­velt væri að sjá fyrir sér flokk­inn/hreyf­ing­una í þeim aðstæðum og hvernig hægt væri að koma örfáum af sjón­ar­miðum sínum á fram­færi í stað ein­skins. And­spænis því hefði hreyf­ingin getað tekið öðru­vísi áhættu og til­einkað sér nýjar leiðir og tekið rótækum hug­myndum eins og slembivali opnum örmum í stað þess að skjóta þær niður strax á þeim for­sendum að ræða þurfi málin betur og kom­ast svo upp með að þurfa ekki að taka afstöðu. Sömu­leiðis hafði flokk­ur­inn/hreyf­ingin getað tekið sér skýr­ari stöðu með nýju stjórn­ar­skránni.

Af þessu öllu saman leiðir óneit­an­lega sú stóra spurn­ing hvernig hreyf­ing/­flokkur VG vill vera og hvert Katrín Jak­obs­dóttir vill leiða hán. Þetta á ekki síst við þegar nýr veru­leiki blasir við flokkn­um/hreyf­ing­unni eftir mesta lagi tvö og hálft ár, þegar rík­is­stjórnin fellur en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur sínu og lætur VG um sleikja sár sín. Svo horfir við í það minnsta við ef að sjálf­stæð­is­menn fá að haga sér áfram líkt og þeir hafa alltaf gert án þess að skeyta um álit sam­starfs­fólks síns í þing­meiri­hlut­anum á sama tíma og þing­menn VG kjósa að fara var­lega og jafn­vel halda Krýsu­vík­ur­leið­ina til þess að rétt­læta afstöðu í málum sem öllu jöfnu á að heita að sé þeim illa að skapi. Þegar VG gengur til kosn­inga mun spurt hverju flokk­ur­inn/hreyf­ingin hefur áorkað og hver verða langvar­andi áhrif háns.

Mögu­lega heldur VG fylgi sínu með því að höfða til nýrra kjós­enda­hópa líkt og Katrín Jak­obs­dóttir nefndi í ára­móta­við­tali Kast­ljóss, þegar hún tal­aði um að nýir kjós­endur kæmu í staðin fyrir þá sem hyrfi á braut. Þar með ætti VG mögu­leika á þátt­töku í vinstri stjórn á næsta kjör­tíma­bili. Ummælin benda hins vegar til þess að VG sé að ein­hverju leyti farið að elta kjós­enda­hópa sem er var­huga­verð þró­un. Í fyrsta lagi vegna þess að það getur leitt til þess að sið­ferð­is­leg álita­mál verði að auka­at­riðum í eyrum kjós­enda þegar íhalds­söm öfl ná valdi á umræð­unni og VG stendur ekki nógu vel á sínum mál­efn­um. Í öðru lagi því VG mun veigra VG sér við frek­ari rót­tækni og jafn­vel enda í hlut­verki með­hlæj­anda og sjá eftir því þegar hin nýju “hlægi­legu” mál verða meg­in­straums. Þá stendur eftir stærsta spurn­ingin af öll­um: Hvert er erindi flokks­ins/hreyf­ing­ar­innar í stjórn­mál­um? 
 


Þróun VG hin síð­ari tíu ár valda mér áhyggjum en góðu frétt­irnar eru þó þær að nýr vinstri flokkur mælist inn á þing þessa dag­ana og fær því hreyf­ing­in/­flokk­ur­inn heil­mikið aðhald frá vinstri. Dvíni áhrif VG tekur annað við kyndl­in­um. Fólk sem lagt hefur undir orku sína og til­finn­ingar vilja þó skilj­an­lega sjá VG sem fram­vörð umhverf­is­vernd­ar, jöfn­uð­ar, jafn­réttis og frið­ar. Tölu­verð reynsla og þekk­ing hefur eftir allt saman skap­ast á þessum vett­vangi. Því vil ég ljúka þessum pistli á að óska minni gömlu hreyf­ingu til ham­ingju með 20 ára afmælið og sendi eft­ir­far­andi bar­áttu­kveðj­ur:

  • Gangið enn lengra í bar­átt­unni gegn loft­lags­mál­u­m; 

  • Leyfið ykkur að taka afstöðu með verka­lýðs­hreyf­ing­unni, hvað sem Bjarna Beni­dikts­syni kann að finna; 

  • Leyfið ykkur smá pönk á Alþingi, forms­at­riðin geta leitt gott fólk í gön­ur; 

  • Ekki leyfa sjálf­stæð­is­mönnum að skipa í emb­ætti á geð­þótta einum sam­an; 

  • Ekki leyfa sjálf­stæð­is­mönnum að kom­ast upp með slungnar leik­fléttur með klaust­ur­þorp­ur­unum og alls ekki taka þátt í þeim; 

  • Berj­ist fyrir ykkar málum innan rík­is­stjórn­ar­innar og setið fót­inn nið­ur, jafn­vel þó Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hóti stjórn­ar­slit­u­m; 

  • Takið nýjum hug­myndum opnum örm­um; 

  • Hlustið á sam­visku ykk­ar!


Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira eftir höfundinnBjörn Reynir Halldórsson