Lenging fæðingarorlofs mikilvægt samfélagsmál

Auglýsing

Leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs er í senn risa­stórt hags­muna­mál barna og for­eldra en ekki síður mik­il­væg aðgerð fyrir sam­fé­lagið allt. Það er mik­il­vægt fyrir þroska barns­ins að fá tæki­færi til að njóta fyrsta árs ævi sinnar fyrst og fremst í faðmi for­eldra sinna. Á sama tíma er mik­il­vægt fyrir báða for­eldra að geta notið þessa mik­il­væga tíma án þess að það skerði tæki­færi þeirra á vinnu­mark­aði. Ísland var leið­andi í fæð­ing­ar­or­lofs­mál­um, sér­stak­lega þegar kemur að því að báðir for­eldrar eigi sjálf­stæðan rétt til töku fæð­ing­ar­or­lofs. Sá þáttur er ekki síður risa­stór aðgerð til að jafna tæki­færi og kjör kynj­anna. Mik­ill árangur náð­ist þegar nýja lög­gjöfin var tekin upp og feður fóru í auknum mæli að taka fæð­ing­ar­or­lof. Það fór að vera eðli­legt að feður væru í orlofi og gengju um með barna­vagna, færu með börnin til læknis og sinntu öllum þörfum þeirra. Þörfum sem á árum áður var yfirleitt sinnt af mæðr­um. Í kjöl­far hruns­ins var dregið úr fjár­magni út úr sjóðnum með því að lækka veru­lega hámarks­greiðslur sem greiddar voru út. Sú aðgerð dró veru­lega úr því að feður tækju fæð­ing­ar­or­lof, vegna þess að því miður er það enn svo að karl­menn hafa oftar hærri laun en kon­ur. Áherslur stjórn­valda á síð­ustu árum hafa verið að hækka hámarks­greiðslur aftur og á árinu 2018 var hámarkið komið í 600.000 kr. á mán­uði, en nú er komið að því að lengja orlofið úr 9 mán­uðum í 12 mán­uði.

Mark­mið er að bjóða upp á kerfi sem hvetur og tryggir báðum for­eldrum jafna mögu­leika á að ann­ast barn sitt í fæð­ing­ar­or­lofi, þangað til barn­inu býðst dag­vist­un. Án þess að það hafi í för með sér veru­lega röskun hvað varðar þátt­töku hvors for­eldris um sig á vinnu­mark­aði. Á sama tíma er mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lögin tryggi dag­vistun þegar fæð­ing­ar­or­lof­inu slepp­ir. Flest sveit­ar­fé­lög hafa það á sinni stefnu­skrá og sum eru að sinna því vel, önnur þurfa að taka sig á til að tryggja þá mik­il­vægu þjón­ustu.

Lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni, öldrun þjóð­ar­innar

Fæð­ing­ar­tíðni hefur lækkað veru­lega á síð­ustu ára­tugum þó Ísland skeri sig enn úr með hærri tíðni en víða á Vest­ur­lönd­um. Árið 2016 átti hver kona að með­al­tali 1,75 börn sem er það minnsta sem mælst hefur frá því að mæl­ingar hófust árið 1853. Árið 2017 lækk­aði talan enn frekar og var þá 1,71 barn á hverja konu. Almennt er miðað við að hver kona þurfi að eign­ast 2,1 barn að með­al­tali til að við­halda mann­fjöld­anum til lengri tíma lit­ið. Það er því ljóst að við þurf­um, til að við­halda mann­fjöld­an­um, að bjóða fleira fólk vel­komið í okkar sam­fé­lag og lík­lega verður eng­inn hörgull á fólki sem vill flytja til okkar á okkar fal­legu og frið­sam­legu eyju.

Auglýsing

Þjóðin eld­ist hratt eins og víð­ast hvar í vest­rænum heimi. Bæði er það vegna lægri fæð­ing­ar­tíðni en líka vegna þess að við lifum leng­ur. Með öldrun þjóð­ar­innar fækkar vinn­andi höndum á hvern elli­líf­eyr­is­þega. Árið 2018 voru 4,7 ein­stak­lingar á vinnu­aldri fyrir hvern ein­stak­ling 65 ára eða eldri. Árið 2050 verða þessi tala komin niður í 2,7 sam­kvæmt mann­fjölda­spám. Allar aðgerðir okkar þurfa að miða að því að bregð­ast við þess­ari breyttu sam­fé­lags­mynd og hafa vissu­lega verið að gera það m.a. með öfl­ugri upp­bygg­ingu líf­eyr­is­sjóðs­kerf­is­ins, áherslu á heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mál en ekki síður með áherslu á nýsköp­un, rann­sóknir og þró­un. En það er líka mik­il­vægt að hvetja frekar en letja til barn­eigna. Við eigum að halda áfram að byggja fjöl­skyldu­vænt og gott sam­fé­lag þar sem ein­stak­lingar fá jöfn tæki­færi á vinnu­mark­aði og geta sam­ræmt skyldur sínar þar við skyldur og lang­anir til að njóta sam­vista með fjöl­skyldu sinni.

Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Mikil olíuverðshækkun á skömmum tíma
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um 30 prósent á tveimur mánuðum.
Kjarninn 19. apríl 2019
Herbergjanýting var best í Reykjavík
Nýting versnar en herbergjum fjölgar
Á sama tíma og nýting hótelherbergja versnar hefur herbergjunum fjölgað. Herbergjanýting á Suðurnesjum minnkar mikið.
Kjarninn 19. apríl 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir kynnti fjölmiðlafrumvarpið 31. janúar 2019.
Það helsta hingað til: Frumvarp um ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Þar á meðal er fjölmiðlafrumvarpið, sem verður líklegast lagt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamót.
Kjarninn 19. apríl 2019
Kaupfélag Skagfirðinga lagði Morgunblaðinu til fé í upphafi árs
Upplýsingar um eignarhald á eiganda Morgunblaðsins sem birtar eru á heimasíðu fjölmiðlanefndar eru ekki í samræmi við upplýsingar sem komu fram í viðtali við forsvarsmann eins hluthafans í viðtali við blaðið á miðvikudag.
Kjarninn 19. apríl 2019
Fór með afsagnarbréf í vasanum á alla fundi í Hvíta húsinu
Birting á 448 síðna skýrslu saksóknarans Rupert Mueller er mál málanna í bandarískum fjölmiðlum í dag. Ekki er um neitt annað talað í sjónvarpsfréttum. Er þetta góð eða slæm skýrsla fyrir Bandaríkjaforseta?
Kjarninn 19. apríl 2019
Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira eftir höfundinnBryndís Haraldsdóttir