Lenging fæðingarorlofs mikilvægt samfélagsmál

Auglýsing

Leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs er í senn risa­stórt hags­muna­mál barna og for­eldra en ekki síður mik­il­væg aðgerð fyrir sam­fé­lagið allt. Það er mik­il­vægt fyrir þroska barns­ins að fá tæki­færi til að njóta fyrsta árs ævi sinnar fyrst og fremst í faðmi for­eldra sinna. Á sama tíma er mik­il­vægt fyrir báða for­eldra að geta notið þessa mik­il­væga tíma án þess að það skerði tæki­færi þeirra á vinnu­mark­aði. Ísland var leið­andi í fæð­ing­ar­or­lofs­mál­um, sér­stak­lega þegar kemur að því að báðir for­eldrar eigi sjálf­stæðan rétt til töku fæð­ing­ar­or­lofs. Sá þáttur er ekki síður risa­stór aðgerð til að jafna tæki­færi og kjör kynj­anna. Mik­ill árangur náð­ist þegar nýja lög­gjöfin var tekin upp og feður fóru í auknum mæli að taka fæð­ing­ar­or­lof. Það fór að vera eðli­legt að feður væru í orlofi og gengju um með barna­vagna, færu með börnin til læknis og sinntu öllum þörfum þeirra. Þörfum sem á árum áður var yfirleitt sinnt af mæðr­um. Í kjöl­far hruns­ins var dregið úr fjár­magni út úr sjóðnum með því að lækka veru­lega hámarks­greiðslur sem greiddar voru út. Sú aðgerð dró veru­lega úr því að feður tækju fæð­ing­ar­or­lof, vegna þess að því miður er það enn svo að karl­menn hafa oftar hærri laun en kon­ur. Áherslur stjórn­valda á síð­ustu árum hafa verið að hækka hámarks­greiðslur aftur og á árinu 2018 var hámarkið komið í 600.000 kr. á mán­uði, en nú er komið að því að lengja orlofið úr 9 mán­uðum í 12 mán­uði.

Mark­mið er að bjóða upp á kerfi sem hvetur og tryggir báðum for­eldrum jafna mögu­leika á að ann­ast barn sitt í fæð­ing­ar­or­lofi, þangað til barn­inu býðst dag­vist­un. Án þess að það hafi í för með sér veru­lega röskun hvað varðar þátt­töku hvors for­eldris um sig á vinnu­mark­aði. Á sama tíma er mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lögin tryggi dag­vistun þegar fæð­ing­ar­or­lof­inu slepp­ir. Flest sveit­ar­fé­lög hafa það á sinni stefnu­skrá og sum eru að sinna því vel, önnur þurfa að taka sig á til að tryggja þá mik­il­vægu þjón­ustu.

Lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni, öldrun þjóð­ar­innar

Fæð­ing­ar­tíðni hefur lækkað veru­lega á síð­ustu ára­tugum þó Ísland skeri sig enn úr með hærri tíðni en víða á Vest­ur­lönd­um. Árið 2016 átti hver kona að með­al­tali 1,75 börn sem er það minnsta sem mælst hefur frá því að mæl­ingar hófust árið 1853. Árið 2017 lækk­aði talan enn frekar og var þá 1,71 barn á hverja konu. Almennt er miðað við að hver kona þurfi að eign­ast 2,1 barn að með­al­tali til að við­halda mann­fjöld­anum til lengri tíma lit­ið. Það er því ljóst að við þurf­um, til að við­halda mann­fjöld­an­um, að bjóða fleira fólk vel­komið í okkar sam­fé­lag og lík­lega verður eng­inn hörgull á fólki sem vill flytja til okkar á okkar fal­legu og frið­sam­legu eyju.

Auglýsing

Þjóðin eld­ist hratt eins og víð­ast hvar í vest­rænum heimi. Bæði er það vegna lægri fæð­ing­ar­tíðni en líka vegna þess að við lifum leng­ur. Með öldrun þjóð­ar­innar fækkar vinn­andi höndum á hvern elli­líf­eyr­is­þega. Árið 2018 voru 4,7 ein­stak­lingar á vinnu­aldri fyrir hvern ein­stak­ling 65 ára eða eldri. Árið 2050 verða þessi tala komin niður í 2,7 sam­kvæmt mann­fjölda­spám. Allar aðgerðir okkar þurfa að miða að því að bregð­ast við þess­ari breyttu sam­fé­lags­mynd og hafa vissu­lega verið að gera það m.a. með öfl­ugri upp­bygg­ingu líf­eyr­is­sjóðs­kerf­is­ins, áherslu á heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mál en ekki síður með áherslu á nýsköp­un, rann­sóknir og þró­un. En það er líka mik­il­vægt að hvetja frekar en letja til barn­eigna. Við eigum að halda áfram að byggja fjöl­skyldu­vænt og gott sam­fé­lag þar sem ein­stak­lingar fá jöfn tæki­færi á vinnu­mark­aði og geta sam­ræmt skyldur sínar þar við skyldur og lang­anir til að njóta sam­vista með fjöl­skyldu sinni.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira eftir höfundinnBryndís Haraldsdóttir