Lenging fæðingarorlofs mikilvægt samfélagsmál

Auglýsing

Leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs er í senn risa­stórt hags­muna­mál barna og for­eldra en ekki síður mik­il­væg aðgerð fyrir sam­fé­lagið allt. Það er mik­il­vægt fyrir þroska barns­ins að fá tæki­færi til að njóta fyrsta árs ævi sinnar fyrst og fremst í faðmi for­eldra sinna. Á sama tíma er mik­il­vægt fyrir báða for­eldra að geta notið þessa mik­il­væga tíma án þess að það skerði tæki­færi þeirra á vinnu­mark­aði. Ísland var leið­andi í fæð­ing­ar­or­lofs­mál­um, sér­stak­lega þegar kemur að því að báðir for­eldrar eigi sjálf­stæðan rétt til töku fæð­ing­ar­or­lofs. Sá þáttur er ekki síður risa­stór aðgerð til að jafna tæki­færi og kjör kynj­anna. Mik­ill árangur náð­ist þegar nýja lög­gjöfin var tekin upp og feður fóru í auknum mæli að taka fæð­ing­ar­or­lof. Það fór að vera eðli­legt að feður væru í orlofi og gengju um með barna­vagna, færu með börnin til læknis og sinntu öllum þörfum þeirra. Þörfum sem á árum áður var yfirleitt sinnt af mæðr­um. Í kjöl­far hruns­ins var dregið úr fjár­magni út úr sjóðnum með því að lækka veru­lega hámarks­greiðslur sem greiddar voru út. Sú aðgerð dró veru­lega úr því að feður tækju fæð­ing­ar­or­lof, vegna þess að því miður er það enn svo að karl­menn hafa oftar hærri laun en kon­ur. Áherslur stjórn­valda á síð­ustu árum hafa verið að hækka hámarks­greiðslur aftur og á árinu 2018 var hámarkið komið í 600.000 kr. á mán­uði, en nú er komið að því að lengja orlofið úr 9 mán­uðum í 12 mán­uði.

Mark­mið er að bjóða upp á kerfi sem hvetur og tryggir báðum for­eldrum jafna mögu­leika á að ann­ast barn sitt í fæð­ing­ar­or­lofi, þangað til barn­inu býðst dag­vist­un. Án þess að það hafi í för með sér veru­lega röskun hvað varðar þátt­töku hvors for­eldris um sig á vinnu­mark­aði. Á sama tíma er mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lögin tryggi dag­vistun þegar fæð­ing­ar­or­lof­inu slepp­ir. Flest sveit­ar­fé­lög hafa það á sinni stefnu­skrá og sum eru að sinna því vel, önnur þurfa að taka sig á til að tryggja þá mik­il­vægu þjón­ustu.

Lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni, öldrun þjóð­ar­innar

Fæð­ing­ar­tíðni hefur lækkað veru­lega á síð­ustu ára­tugum þó Ísland skeri sig enn úr með hærri tíðni en víða á Vest­ur­lönd­um. Árið 2016 átti hver kona að með­al­tali 1,75 börn sem er það minnsta sem mælst hefur frá því að mæl­ingar hófust árið 1853. Árið 2017 lækk­aði talan enn frekar og var þá 1,71 barn á hverja konu. Almennt er miðað við að hver kona þurfi að eign­ast 2,1 barn að með­al­tali til að við­halda mann­fjöld­anum til lengri tíma lit­ið. Það er því ljóst að við þurf­um, til að við­halda mann­fjöld­an­um, að bjóða fleira fólk vel­komið í okkar sam­fé­lag og lík­lega verður eng­inn hörgull á fólki sem vill flytja til okkar á okkar fal­legu og frið­sam­legu eyju.

Auglýsing

Þjóðin eld­ist hratt eins og víð­ast hvar í vest­rænum heimi. Bæði er það vegna lægri fæð­ing­ar­tíðni en líka vegna þess að við lifum leng­ur. Með öldrun þjóð­ar­innar fækkar vinn­andi höndum á hvern elli­líf­eyr­is­þega. Árið 2018 voru 4,7 ein­stak­lingar á vinnu­aldri fyrir hvern ein­stak­ling 65 ára eða eldri. Árið 2050 verða þessi tala komin niður í 2,7 sam­kvæmt mann­fjölda­spám. Allar aðgerðir okkar þurfa að miða að því að bregð­ast við þess­ari breyttu sam­fé­lags­mynd og hafa vissu­lega verið að gera það m.a. með öfl­ugri upp­bygg­ingu líf­eyr­is­sjóðs­kerf­is­ins, áherslu á heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mál en ekki síður með áherslu á nýsköp­un, rann­sóknir og þró­un. En það er líka mik­il­vægt að hvetja frekar en letja til barn­eigna. Við eigum að halda áfram að byggja fjöl­skyldu­vænt og gott sam­fé­lag þar sem ein­stak­lingar fá jöfn tæki­færi á vinnu­mark­aði og geta sam­ræmt skyldur sínar þar við skyldur og lang­anir til að njóta sam­vista með fjöl­skyldu sinni.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira eftir höfundinnBryndís Haraldsdóttir