Auglýsing

Ísland er lítið eyland í miðju Atl­ants­hafi. Í því fel­ast bæði ógn­anir og tæki­færi. Utan­rík­is­við­skipti eru minni löndum mik­il­væg­ari en þeim stóru og þannig byggja lífs­gæði okkar að stórum hluta á utan­rík­is­við­skipt­um. Alþjóða­við­skipti hafa aukið fram­leiðslu­mögu­leika á Íslandi og sú aukna fram­leiðsla og verð­mæta­sköpun eykur kaup­mátt þeirra sem landið byggja.

Á síð­ustu 25 árum hefur verg lands­fram­leiðsla á mann u.þ.b. tvö­fald­ast. Á síð­ustu 25 árum hefur kaup­máttur heim­il­anna nærri því tvö­fald­ast. Á síð­ustu 25 árum hefur verð­mæti útflutn­ings á mann þre­fald­ast á föstu verð­lagi. Það er óhætt að full­yrða að hag­vöxtur og vel­sæld hafa auk­ist til muna á síð­ustu 25 árum. En af hverju nota ég við­miðið 25 ár? Jú, það er vegna þess að Ísland varð aðili að Evr­ópska efna­hags­svæð­inu fyrir 25 árum síð­an. Þrátt fyrir að ég trúi því að við hefðum vel lifað af án þess að vera aðili að EES trúi ég því líka að vel­sæld okkar litla eyríkis sé fyrst og fremst því að þakka að við stundum frjáls og óháð við­skipti við önnur lönd.

Aðild okkar að EES gerir fyr­ir­tækjum okkar kleift að hafa 500 millj­óna markað sem heima­mark­að. Full­trúar atvinnu­lífs­ins ræða um EES samn­ing­inn sem líf­línu íslensk atvinnu­lífs og ég er þeim sam­mála.

Auglýsing

Fjór­frelsið og eins­leitni mark­aðar

EES gengur auð­vitað út á meira en við­skipti. Frjálst flæði vöru, þjón­ustu, fólks og fjár­magns, svo­kallað fjór­frelsi sem samn­ing­ur­inn grund­vall­ast á. Við getum þannig án mik­illa vand­kvæða ferð­ast og flutt búferlum milli landa innan EES og sömu­leiðis sækir fólk hing­að. Fólks­flutn­ingar til og frá land­inu jafna sveiflur sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt efna­hags­líf. Þannig fluttu margir burt þegar atvinnu­leysi jókst hér en á sama tíma sækir fólk hingað þegar næga vinnu er að fá.

Á 25 ára afmæli EES-­samn­ings­ins er full ástæða til að ræða um samn­ing­inn og mik­il­vægi hans fyrir Ísland. Samn­ing­ur­inn hefur mikla kosti, án efa líka ein­hverja galla. Mik­il­vægt er að vinna með gall­ana og gæta að hags­munum Íslands á öllum stig­um. Þá er sér­stak­lega mik­il­vægt að öflug hags­muna­gæsla eigi sér stað á fyrstu stigum laga­setn­ingar með öfl­ugri við­veru sér­fræð­inga í Brus­sel og öfl­ugu og góðu sam­ráði við þing­ið.

Hluti af fjór­frels­inu og aðgangur okkar að EES-­mark­aðnum skap­ast vegna sam­ræmdra reglna með vöru og þjón­ustu á mark­aðn­um. Stundum er það þannig að reglur sem skipta miklu máli á meg­in­land­inu hafa minna eða ekk­ert vægi hér. Það á við um þriðja orku­pakk­ann. Bara hluti af því sem hann hefur fram að færa snertir eyj­una okk­ar. Orkan okkar er ein af okkar helstu auð­lindum og því er nauð­syn­legt að vanda vel til verka. Það var gert og fjöldi sér­fræð­inga fengnir að því að leita lausna til að tryggja allar helstu áhyggjur sem við höfð­um. Þannig stendur nú til að inn­leiða 3. orku­pakk­ann með laga­legum fyr­ir­vara sem ítrekar að Ísland er ekki tengt orku­mark­aði Evr­ópu og að ákvörðun um slíkt getur aldrei orðið nema með sam­þykki Alþing­is. Þannig tryggjum við til hlítar hags­muni okkar og höldum óhikað áfram inn í fram­tíð­ina, því að þar eru tæki­fær­in.

Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Mikil olíuverðshækkun á skömmum tíma
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um 30 prósent á tveimur mánuðum.
Kjarninn 19. apríl 2019
Herbergjanýting var best í Reykjavík
Nýting versnar en herbergjum fjölgar
Á sama tíma og nýting hótelherbergja versnar hefur herbergjunum fjölgað. Herbergjanýting á Suðurnesjum minnkar mikið.
Kjarninn 19. apríl 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir kynnti fjölmiðlafrumvarpið 31. janúar 2019.
Það helsta hingað til: Frumvarp um ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Þar á meðal er fjölmiðlafrumvarpið, sem verður líklegast lagt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamót.
Kjarninn 19. apríl 2019
Kaupfélag Skagfirðinga lagði Morgunblaðinu til fé í upphafi árs
Upplýsingar um eignarhald á eiganda Morgunblaðsins sem birtar eru á heimasíðu fjölmiðlanefndar eru ekki í samræmi við upplýsingar sem komu fram í viðtali við forsvarsmann eins hluthafans í viðtali við blaðið á miðvikudag.
Kjarninn 19. apríl 2019
Fór með afsagnarbréf í vasanum á alla fundi í Hvíta húsinu
Birting á 448 síðna skýrslu saksóknarans Rupert Mueller er mál málanna í bandarískum fjölmiðlum í dag. Ekki er um neitt annað talað í sjónvarpsfréttum. Er þetta góð eða slæm skýrsla fyrir Bandaríkjaforseta?
Kjarninn 19. apríl 2019
Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira eftir höfundinnBryndís Haraldsdóttir