Auglýsing

Ísland er lítið eyland í miðju Atl­ants­hafi. Í því fel­ast bæði ógn­anir og tæki­færi. Utan­rík­is­við­skipti eru minni löndum mik­il­væg­ari en þeim stóru og þannig byggja lífs­gæði okkar að stórum hluta á utan­rík­is­við­skipt­um. Alþjóða­við­skipti hafa aukið fram­leiðslu­mögu­leika á Íslandi og sú aukna fram­leiðsla og verð­mæta­sköpun eykur kaup­mátt þeirra sem landið byggja.

Á síð­ustu 25 árum hefur verg lands­fram­leiðsla á mann u.þ.b. tvö­fald­ast. Á síð­ustu 25 árum hefur kaup­máttur heim­il­anna nærri því tvö­fald­ast. Á síð­ustu 25 árum hefur verð­mæti útflutn­ings á mann þre­fald­ast á föstu verð­lagi. Það er óhætt að full­yrða að hag­vöxtur og vel­sæld hafa auk­ist til muna á síð­ustu 25 árum. En af hverju nota ég við­miðið 25 ár? Jú, það er vegna þess að Ísland varð aðili að Evr­ópska efna­hags­svæð­inu fyrir 25 árum síð­an. Þrátt fyrir að ég trúi því að við hefðum vel lifað af án þess að vera aðili að EES trúi ég því líka að vel­sæld okkar litla eyríkis sé fyrst og fremst því að þakka að við stundum frjáls og óháð við­skipti við önnur lönd.

Aðild okkar að EES gerir fyr­ir­tækjum okkar kleift að hafa 500 millj­óna markað sem heima­mark­að. Full­trúar atvinnu­lífs­ins ræða um EES samn­ing­inn sem líf­línu íslensk atvinnu­lífs og ég er þeim sam­mála.

Auglýsing

Fjór­frelsið og eins­leitni mark­aðar

EES gengur auð­vitað út á meira en við­skipti. Frjálst flæði vöru, þjón­ustu, fólks og fjár­magns, svo­kallað fjór­frelsi sem samn­ing­ur­inn grund­vall­ast á. Við getum þannig án mik­illa vand­kvæða ferð­ast og flutt búferlum milli landa innan EES og sömu­leiðis sækir fólk hing­að. Fólks­flutn­ingar til og frá land­inu jafna sveiflur sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt efna­hags­líf. Þannig fluttu margir burt þegar atvinnu­leysi jókst hér en á sama tíma sækir fólk hingað þegar næga vinnu er að fá.

Á 25 ára afmæli EES-­samn­ings­ins er full ástæða til að ræða um samn­ing­inn og mik­il­vægi hans fyrir Ísland. Samn­ing­ur­inn hefur mikla kosti, án efa líka ein­hverja galla. Mik­il­vægt er að vinna með gall­ana og gæta að hags­munum Íslands á öllum stig­um. Þá er sér­stak­lega mik­il­vægt að öflug hags­muna­gæsla eigi sér stað á fyrstu stigum laga­setn­ingar með öfl­ugri við­veru sér­fræð­inga í Brus­sel og öfl­ugu og góðu sam­ráði við þing­ið.

Hluti af fjór­frels­inu og aðgangur okkar að EES-­mark­aðnum skap­ast vegna sam­ræmdra reglna með vöru og þjón­ustu á mark­aðn­um. Stundum er það þannig að reglur sem skipta miklu máli á meg­in­land­inu hafa minna eða ekk­ert vægi hér. Það á við um þriðja orku­pakk­ann. Bara hluti af því sem hann hefur fram að færa snertir eyj­una okk­ar. Orkan okkar er ein af okkar helstu auð­lindum og því er nauð­syn­legt að vanda vel til verka. Það var gert og fjöldi sér­fræð­inga fengnir að því að leita lausna til að tryggja allar helstu áhyggjur sem við höfð­um. Þannig stendur nú til að inn­leiða 3. orku­pakk­ann með laga­legum fyr­ir­vara sem ítrekar að Ísland er ekki tengt orku­mark­aði Evr­ópu og að ákvörðun um slíkt getur aldrei orðið nema með sam­þykki Alþing­is. Þannig tryggjum við til hlítar hags­muni okkar og höldum óhikað áfram inn í fram­tíð­ina, því að þar eru tæki­fær­in.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira eftir höfundinnBryndís Haraldsdóttir