Mjúk lending, ferðaþjónusta í vörn

Auglýsing

Eftir sögu­legt hag­vaxt­ar­skeið íslensku þjóð­ar­innar er hag­kerfið okkar að lenda og stóra áskor­unin er, eins og áskorun allra flug­stjóra, mjúk lend­ing. Allt virð­ist benda til þess að við séum að ná einmitt því, mjúkri lend­ingu. Óhætt er að segja að gjald­þrot WOW hafi ollið tölu­verðri hræðslu og ótta hjá mörg­um. Hvaða áhrif hefur það þegar stórt félag, sam­fé­lags­lega mik­il­vægt, fer í þrot? Starfs­menn missa vinnu sína og ruðn­ings­á­hrifin sem orðið geta. Hvað með öll hót­el­in, afþrey­ing­ar­fyr­ir­tæk­in, veit­inga­stað­ina, kaffi­hús­in, bíl­stjór­ana, lands­byggð­ina og svo mætti lengi telja? Nú er næsta öruggt að gjald­þrot WOW hefur áhrif á alla þessa aðila og fleiri til, spurn­ingin er samt hversu mikil áhrif og hvernig tekst þessum aðilum að snúa vörn í sókn.

Mikið hefur verið fjallað um sam­drátt í ferða­þjón­ustu og nýverið birt­ust upp­lýs­ingar um hagnað Bláa lóns­ins. For­stjór­inn sagði að fyrir mörgum árum hefði Bláa lónið breytt stefnu sinni og væri núna fyrst og fremst að vinna með að auka „virði“ hvers ferða­manns í stað þess að ein­blína á fjölda þeirra. En það er einmitt það sem Ísland á að gera og hefði kannski alltaf átt að leggja áherslu á í stað þess að kepp­ast við að fá sem flesta.

Kannski er það að takast núna en sam­kvæmt nýj­ustu grein­ingu Arion banka á ferða­þjón­ust­unni þá er íslenska ferða­þjón­ustan að vinna varn­ar­sig­ur. Þrátt fyrir miklar fréttir um ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki í kröggum þá virð­ast tölur um korta­veltu benda til þess að ferða­mað­ur­inn eyði meira en áður og róð­ur­inn kannski ekki jafn þungur og margir ótt­uð­ust. Korta­velta eykst sem skýrist lík­lega af lengri dval­ar­tíma. Þannig dróst heild­ar­korta­velta erlendra ferða­manna aðeins saman um 0,7% í maí en ferða­mönnum fækk­aði um 23,6% á sama tíma.­Tölur apr­íl­mán­aðar benda til hins sama. Að því gefnu að þetta séu áreið­an­legar tölur virð­ist ferða­þjón­ustan vera að taka við sér og auka fram­boð sitt þannig að ferða­mað­ur­inn kýs að dvelja lengur og eða eyða meiru, sem er frá­bært.

Auglýsing

Næsti ferða­maður sem syndir inn í land­helg­ina

Eftir banka­hrun er óhætt að segja að straumur fólks og nýrra fiski­teg­unda hafi hjálpað til við að ná þeim ótrú­lega árangri sem íslenskt atvinnu­líf og efna­hags­líf hefur upp­lifað á síð­ustu árum. Þarna á ég auð­vitað við fádæma vöxt í ferða­þjón­ustu og mak­ríl­veið­ar. Það er þó ekki svo að þetta hafi bara komið upp í hend­urnar á okk­ur. Heldur er sá ótrú­legi efna­hags­bati til kom­inn vegna þess að tæki­færin voru nýtt. Frum­kvöðla­kraftur Íslend­inga var þess vald­andi að fólk og fyr­ir­tæki gripu tæki­færin - stofn­uðu ný fyr­ir­tæki, veiddu nýja stofna, þró­uðu nýja þjón­ustu, byggðu ný hót­el, keyptu skip o.s.frv. Umhverfið var þannig að þetta var hægt, lög, reglur og stjórn­valds­að­gerðir ýttu undir mögu­leik­ana sem varð þess vald­andi að við upp­lifðum ein­stakt hag­vaxt­ar­skeið.

Tæki­færin eru víða, það er ein­stak­ling­anna að finna þau og nota en stjórn­valda að sjá til þess að það sé ger­legt, stuðla að og hjálpa til við að láta tæki­færin verða að auknum lífs­gæð­um. Sögu­lega hefur Ísland verið auð­linda­drifið hag­kerfi. Það er ekki alslæmt en á því verður ekki byggt til allrar fram­tíð­ar. Verk­efni næstu ára er að hvetja til og byggja upp hug­vits­drifið hag­kerfi. Eldri atvinnu­greinar okkar sem byggja á auð­lindum eiga að sjálf­sögðu að fá að blómstra áfram með áherslu á nýsköpun og sjálf­bæra auð­linda­nýt­ingu en vöxt­ur­inn þarf að vera í hug­vits­drifnum atvinnu­grein­um.

Fram­tíðin eða fram­tíð­irnar verða til með nýsköp­un.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira eftir höfundinnBryndís Haraldsdóttir