Auglýsing

List og menn­ing skapa ómet­an­legt hlut­verk í dag­legu lífi okkar allra. Þannig er list af ýmsum toga til þess gerð að auka lífs­gæði okk­ar, auka fjöl­breyti­leika mann­lífs og brjóta upp hvers­dags­leik­ann. Listir og menn­ing geta líka spilað hlut­verk í atvinnu­líf okk­ar, þannig eru ýmsar skap­andi greinar orðnar stoð í íslensku atvinnu­líf. Með skap­andi greinum er átt við starf­semi sem sprettur úr sköp­un­ar­gleði, þekk­ingu og hæfi­leikum fólks og sem eflir vel­ferð og eykur atvinnu­tæki­færi með því að skapa og nýta þekk­ing­ar­legan auð. Hér undir getur t.d. fallið mynd­list, tón­list, rit­list, kvik­mynd­ir, tölvu­leikir og ýmis­konar hönn­un.

Mik­il­vægt er að auka enn frekar fjöl­breytni í íslensku atvinnu­lífi og styrkja stoðir efna­hags­legrar vel­ferðar lands og þjóð­ar. Þar geta skap­andi greinar svo sanna­lega spilað stórt hlut­verk enda um að ræða atvinnu­greinar sem ekki ganga á nátt­úru­auð­lindir heldur nýta hið óþrjót­andi hug­vit.

Hug­verk og skap­andi greinar spila stækk­andi hlut­verk í íslensku atvinnu­lífi og mik­il­vægt að svo verði áfram. Þannig má búast við að Ísland muni á næstu ára­tugum auka vægi atvinnu­greina sem ekki eru jafn háðar nátt­úru­auð­lindum og okkar helstu atvinnu­vegir í dag eru.

Auglýsing

Skatta­lækkun á sköpun

Nýverið sam­þykkti Alþingi lög sem lækka skatta á höf­und­ar­rétt­ar­greiðsl­ur. Þannig munu síð­ari afnot af höf­und­ar­rétt­ar­vörðu efni vera skatt­lagt eins og um fjár­magnstekjur sé að ræða.

Til­efni frum­varps­ins má m.a. rekja til sátt­mála stjórn­ar­flokk­anna þar sem fram kemur að hugað verði að breyt­ingum á skatt­lagn­ingu á tón­list, íslensku rit­máli og fjöl­miðl­um. Hug­mynd um skatta­lækkun á höf­und­ar­rétt­ar­greiðslur er ekki ný af nál­inni enda hafa hags­muna­sam­tök höf­unda­rétt­ar­var­ins efnis margoft rætt það ósann­girni sem fellst í að með­höndla ekki hug­verk og tré­verk með sama hætti þegar að skatt­lagn­ingu kem­ur.

Með breyt­ingu er verið að auka sann­girn­ina og við­ur­kenna að hug­verka­varið efni sé eins og önnur pen­inga­leg verð­mæti t.d. fast­eign­ir, fjár­muni og hluta­bréf. Þannig er sann­gjarnt að síð­ari afnot að slíku efni, hvort sem um er að ræða bæk­ur, tón­list, mynd­list eða ann­að, sé skatt­lagt eins og um húsa­leigu eða fjár­magnstekjur sé að ræða.

Með þess­ari breyt­ingu er verið að auka vægi skap­andi greina og byggja undir þær mik­il­vægu atvinnu­greinar sem skap­andi greinar eru.

Með þess­ari skatta­lækkun er líka verið að bæta sam­keppn­is­stöðu Íslands þegar kemur að skap­andi grein­um.

Því þó orkan okkar sé mik­il­væg auð­lind þá er hug­vitið án efa okkar allra mik­il­væg­asta auð­lind.

Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnBryndís Haraldsdóttir