Auglýsing

List og menn­ing skapa ómet­an­legt hlut­verk í dag­legu lífi okkar allra. Þannig er list af ýmsum toga til þess gerð að auka lífs­gæði okk­ar, auka fjöl­breyti­leika mann­lífs og brjóta upp hvers­dags­leik­ann. Listir og menn­ing geta líka spilað hlut­verk í atvinnu­líf okk­ar, þannig eru ýmsar skap­andi greinar orðnar stoð í íslensku atvinnu­líf. Með skap­andi greinum er átt við starf­semi sem sprettur úr sköp­un­ar­gleði, þekk­ingu og hæfi­leikum fólks og sem eflir vel­ferð og eykur atvinnu­tæki­færi með því að skapa og nýta þekk­ing­ar­legan auð. Hér undir getur t.d. fallið mynd­list, tón­list, rit­list, kvik­mynd­ir, tölvu­leikir og ýmis­konar hönn­un.

Mik­il­vægt er að auka enn frekar fjöl­breytni í íslensku atvinnu­lífi og styrkja stoðir efna­hags­legrar vel­ferðar lands og þjóð­ar. Þar geta skap­andi greinar svo sanna­lega spilað stórt hlut­verk enda um að ræða atvinnu­greinar sem ekki ganga á nátt­úru­auð­lindir heldur nýta hið óþrjót­andi hug­vit.

Hug­verk og skap­andi greinar spila stækk­andi hlut­verk í íslensku atvinnu­lífi og mik­il­vægt að svo verði áfram. Þannig má búast við að Ísland muni á næstu ára­tugum auka vægi atvinnu­greina sem ekki eru jafn háðar nátt­úru­auð­lindum og okkar helstu atvinnu­vegir í dag eru.

Auglýsing

Skatta­lækkun á sköpun

Nýverið sam­þykkti Alþingi lög sem lækka skatta á höf­und­ar­rétt­ar­greiðsl­ur. Þannig munu síð­ari afnot af höf­und­ar­rétt­ar­vörðu efni vera skatt­lagt eins og um fjár­magnstekjur sé að ræða.

Til­efni frum­varps­ins má m.a. rekja til sátt­mála stjórn­ar­flokk­anna þar sem fram kemur að hugað verði að breyt­ingum á skatt­lagn­ingu á tón­list, íslensku rit­máli og fjöl­miðl­um. Hug­mynd um skatta­lækkun á höf­und­ar­rétt­ar­greiðslur er ekki ný af nál­inni enda hafa hags­muna­sam­tök höf­unda­rétt­ar­var­ins efnis margoft rætt það ósann­girni sem fellst í að með­höndla ekki hug­verk og tré­verk með sama hætti þegar að skatt­lagn­ingu kem­ur.

Með breyt­ingu er verið að auka sann­girn­ina og við­ur­kenna að hug­verka­varið efni sé eins og önnur pen­inga­leg verð­mæti t.d. fast­eign­ir, fjár­muni og hluta­bréf. Þannig er sann­gjarnt að síð­ari afnot að slíku efni, hvort sem um er að ræða bæk­ur, tón­list, mynd­list eða ann­að, sé skatt­lagt eins og um húsa­leigu eða fjár­magnstekjur sé að ræða.

Með þess­ari breyt­ingu er verið að auka vægi skap­andi greina og byggja undir þær mik­il­vægu atvinnu­greinar sem skap­andi greinar eru.

Með þess­ari skatta­lækkun er líka verið að bæta sam­keppn­is­stöðu Íslands þegar kemur að skap­andi grein­um.

Því þó orkan okkar sé mik­il­væg auð­lind þá er hug­vitið án efa okkar allra mik­il­væg­asta auð­lind.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
„Lágmarkskrafa að Eyþór Arnalds og Samherji geri hreint fyrir sínum dyrum“
Borgarstjóri segir að birting Samherjaskjalanna sýni viðskipti Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, við Samherja um hlut í Morgunblaðinu í nýju ljósi. Hann segir að það gangi ekki að enn sé ótal spurningum ósvarað um þau viðskipti.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Svavar Guðmundsson
Þoþfbsoemssoh
Kjarninn 19. nóvember 2019
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum
Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBryndís Haraldsdóttir