Ríkidæmið og hið sítengda samfélag

Auglýsing

Það er mik­il­vægt að vera maður með mönnum og vekja athygli. Þó við séum ein­ungis örfáar hræður á þessu landi að þá er hæg­ara sagt en gert að standa upp úr. Nú er hægt að auð­velda sér það mark­mið með notkun sam­fé­lags­miðla.Sam­fé­lags­miðlar eru upp­spretta tæki­færanna, þar er hægt að öðl­ast frægð, frama og vel­vild með ein­ungis auð­veldum strokum á snjall­síma. Ein mynd, pósta, safna fjölda fylgj­enda.  Hins­vegar skal gæta þess að það virð­ist þó vera bein teng­ing á milli þess að fólk vilji fylgj­ast með manni og þess að eiga mjög marga flotta hluti. Með öðrum orð­um, vera ríkur og helst nokkuð fal­legur líka.

Ég, ver­andi mik­ill áhuga­maður um sam­fé­lags­miðla, því þeir eru jú spenn­andi og til margs nyt­sam­leg­ir, ákvað að safna í lista yfir góð ráð sem allir ættu að geta nýtt sér til að sýn­ast vera ríkir á miðl­un­um. Þetta ætti að hjálpa öllum til þess að stíga skrefið og verða ein­hvers virði í sam­fé­lag­inu.Auglýsing
1. Farðu í mjög dýra tísku­vöru­verslun og fáðu að kaupa ein­ungis inn­kaupa­poka frá þeim, taktu síðan mynd af þér í bestu gæðum og frá bestu mögu­legu sjón­ar­hornum að flagga pok­unum eins og þú hafir verið að versla. Gott er að hafa marga poka og að þeir séu frá merkjum á borð við Gucci, Chanel og Ver­sace. Eitt­hvað sem hvaða hálf­viti sem er veit að selur vörur á okur­verði.2. Kauptu fylgj­end­ur. Allir vita það að ímynd þín á sam­fé­lags­miðlum er aðal­merki þess að þú sért ein­hvers virði. Helst ef það er hægt að kaupa fylgj­endur sem setja læk á mynd­irnar líka. Orðið of aug­ljóst í dag ef að fylgj­enda­fjöldi stenst ekki við fjölda hjarta á mynd­um.

3. Splæstu einu sinni í Joe and the Juice og geymdu glas­ið. Gerðu alltaf boost heima og settu hann í Joe glasið þitt. Þannig munu allir halda að þú lítir á pen­inga sem áhyggju­laust fyr­ir­bæri sem hægt er að eyða í einnota óþarfa.4. Semdu rapp­lag um hversu mik­inn pen­ing þú færð fyrir gigg. Athugið þó að þetta ráð hentar ein­ungis ef þú ert karl­mað­ur.5. Kauptu þér drasl úti í búð og taktu flottar myndir af þér að nota draslið. Birtu mynd­irnar á sam­fé­lags­miðlum og ljúgðu því bara að þetta sé fyr­ir­tækja­spons. Fólk mun þá halda að þú sért merki­legri en aðrir því þú ert gang­andi aug­lýs­ing fyrir fyr­ir­tæki.

Ríki­dæmi hefur lengi vel verið æðsti draumur manns­ins og ímynd er ekk­ert eitt­hvað sem var fundið upp með til­komu sam­fé­lags­miðla. Við höfum ávallt upp­hafið ákveðnar sam­fé­lags­stöð­ur, ákveðna hluti og ákveðin íkon. Við setjum eitt­hvað á stall og til­biðjum það, verðum fúl ef við náum bara að vera eitt­hvað aðeins minna en meiri­hátt­ar. Öllu er stillt upp í full­komn­un; sjá feg­urð mína. Sjá allt þetta dót sem ég keypti eða keypti ekki. Sjá þessi dýru klæði úr hía­líni skreytt demönt­um, ein­ungis á færi örfárra að eign­ast. Sjá hið sjald­gæfa og hið almenna sem allir virð­ast vilja ná höndum á eftir smá.

Að vissu leyti er þetta spurn­ing um frelsi, við þráum frelsið og hin alda­gróna hug­mynd er að pen­ingar veiti okkur það frelsi. Að öðru leyti er þetta sam­fé­lags­lega mótuð þrá, það er sífellt verið að miðla til okkar að við ættum að vilja ákveðna hluti og að við ættum einnig að vilja líta út á ákveð­inn hátt. Nýj­ustu fréttir um hvaða lík­ams­form er í tísku núna eru síná­lægar og varla hægt að anda nema að það sé troðið upp í kokið á manni hvernig sé æski­legt að vera í nútíma­sam­fé­lagi. Ég bíð bara eftir til­kynn­ing­unni um að nú sé í  tísku að vera með sívaln­ings­laga oln­boga. Eða virki­lega stóra kálfa, hvernig væri það?

Við gætum farið alla leið í kenn­ingar um það hvernig pen­ingar eru upp­bygg­ing sam­fé­lags­ins og hvernig þeir séu ein­ungis ein­hvers virði vegna þess að við í sam­ein­ingu gáfum þeim eitt­hvert virði. Við gerum það sama með hluti og með ímynd­ir.

Það sem sam­fé­lags­miðl­arnir gera er að gefa okkur nýja veitu fyrir þessa org­andi þrá okkar að byggja upp eigin ímynd. Að fá að vera á stall­in­um. Þó þráin kemur auð­vitað frá fyr­ir­fram­gefnum stöðlum um hvernig hún skal vera hverju sinni. Það er einmitt fyndið að um leið og feg­urð­ar­sam­keppnin er úthrópuð tíma­skekkja í nútíma­legu og með­vit­uðu sam­fé­lagi og gerð nán­ast útlæg, að við tökum ekki eftir því að við höfum skapað okkur ramma með nákvæm­lega sömu hug­mynda­fræði bara inni á öðrum vett­vangi. Við segjum okkur í sífellu að inni á hinum nýja leik­vangi séu það við sem semjum leik­regl­urnar sjálf -  en er það svo? Erum við ekki bara föst í eilífri feg­urð­ar­sam­keppni, núna höfum við bara filt­era og for­rit til að hjálpa okk­ur. Það mætti mögu­lega líta á þetta sem lýð­ræð­is­legra umhverfi, hér inni fá allir jafnt rými til að taka þátt. Hins­vegar erum við stöðugt föst í þeim leik að hampa bara vissum þátt­um. Við öll sjálf­skip­aðir dóm­ar­arn­ir. Eru þeir sem ná ekki þessum gæða­stimpli, sem stað­fest­ist nú með fjölda læka, þá ekki sjálf­krafa úr leik?

Ég er ekki að skamm­ast út í sam­fé­lags­miðla, mér finnst þeir frá­bær­ir. Þeir opna umræð­ur, sýna fjöl­breyti­leika og gefa í grunn­inn öllum jafnt tæki­færi. Það sem ég er að reyna segja er að annað gildir þó um sam­fé­lagið sjálft. Og ég er heldur ekki að segja að við hættum að hverfa aftur í gamla tíma, af því að þá í raun giltu sömu regl­ur, það var bara öðru­vísi umgjörð utan um þær. Við þurfum hins vegar að vera með­vituð um hvað er verið að miðla til okkar og hvaða afstöðu við viljum taka til þess. Nú eru snapp­arar og grammarar mikið í sviðs­ljós­inu og okkur finnst gaman að fylgj­ast með þeim. Þar kemur blússandi gægju­þörf okkar allra inn í þetta. Sam­fé­lags­miðla­stjarna; þetta er svo nýr starfs­tit­ill að það er ekki einu sinni til almenni­leg reglu­gerð um laun þeirra. Miðl­arnir virka á svip­aðan hátt eins og aðrir miðl­ar, jú vissu­lega erum við með venju­legt fólk sem stjórnar þeim og þeir eru mjög per­sónu­legir en hvernig við stillum upp og skrá­setjum á mjög skylt við tíma­rit og aug­lýs­ingar stórrisanna. Það er auð­vitað ekk­ert skrít­ið, við höfum lært af miðlaum­hverfi æsku okk­ar.Það hefur vissu­lega verið mikil vakn­ing í sam­fé­lag­inu okkar um þetta en ég ótt­ast að hið rétta týn­ist samt stundum í und­ir­með­vit­und og áhrifagirni sál­ar­inn­ar. Sann­leik­ur­inn um að þetta sé allt bara sjón­hverf­ing. Hviss bamm búmm. Hér sé sjón­ar­spil.Ég sjálf stend mig stundum að því að drukkna í hring­iðunni. Líða illa og vilja upp­hefja sjálfið með læki. Nei fyr­ir­gefðu, læk­um. Vilja vera ein af þeim sem njóta vel­vild­ar. Þá er vert að horfa aðeins á þetta frá öðrum sjón­ar­horn­um, anda djúpt, sam­þykkja leik­ritið og hafa gaman af - en vera allan tím­ann með­vituð um að þetta sé bara ein önnur upp­setn­ing­in.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnDíana Sjöfn Jóhannsdóttir