Ó, hin tandurhreina þjóð

Auglýsing

„Ber er hver að baki nema bróðir eig­i.“ Þessi orð komu óneit­an­lega upp í hug­ann þegar ég sá mynd­ina og las frétt­ina af tveim öldruðum kembum sem héldu fund á Spáni um skað­semi þess að flytja hrátt kjöt til Íslands (í frétt­inni var kyrfi­lega tekið fram að um væri að ræða hrátt kjöt en ekki ferskt). Þarna birt­ust þessar öldnu hetjur sól­brúnir og vel mar­íneraðir af öllum þeim guða­veigum bæði í föstu og fljót­andi formi sem hægt var að fá í þessu sól­bak­aða landi og vör­uðu sauð­heimska landa sína við að flytja inn hrátt kjöt að utan.

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa frétt um þá félaga var hvort að þeir borð­uðu ekk­ert á meðan þeir dveldu þarna eða hvort þeir væru með íslenskar land­bún­að­ar­af­urð­ir. En svo rann það upp fyrir mér að auð­vitað væri málið ekki þannig vax­ið. Þarna var ein­fald­lega um að ræða tvær hetjur á eft­ir­launum sem hefðu tekið þá með­vit­uðu ákvörðun að reyna það á eigin skinni hvernig það væri að lifa á pest­ar­kjöti og taka þá áhættu að drep­ast. Sem sagt þessir menn lögðu allt í söl­urnar fyrir hina tand­ur­hreinu íslensku þjóð og komu sér fyrir í gini ljóns­ins. Hugsið ykkur fórn­fýs­ina. Þeir leggja það á sig að dvelja lang­dvölum í því landi þar sem notkun á sýkla­lyfjum í búfé er hvað mest og þar sem eitr­aða kjötið er helst að finna, ein­göngu til þess að geta varað hina tand­ur­hreinu íslensku þjóð við. Þetta er ekki ólíkt því þegar stríðs­frétta­menn hætta lífi sínu á vígvell­inum til þess að upp­lýsa sauð­heimskan almúg­ann.

En þótt varn­irnar séu í topp­standi þar sem þessar öldr­uðu hetjur eru til staðar þá er víða sem hættur geta leynst þegar um er að ræða bakt­er­íur sem eru ónæmar fyrir sýkla­lyfj­um. Öll vitum við um þær örygg­is­ráð­staf­anir sem gerðar eru þegar íslenskir hesta­menn taka þátt í hesta­mótum erlend­is. Þá eru skýrar reglur sem gilda; bæði um þá hesta sem fluttir eru út og eins um þann búnað sem menn hafa með­ferðis eins og reið­tygi og fatn­að. Hesta má ekki flytja aftur til lands­ins og reið­tygi og fatn­aður skal sótt­hreins­aður eða skil­inn eft­ir. Þarna eru örygg­is­málin greini­lega í topp­lagi og við getum öll sofið róleg hvað þetta varð­ar.

Auglýsing

En þá kemur ósjálfrátt upp í hug­ann þegar minnst er á þessar örygg­is­ráð­staf­anir í sam­bandi við hesta­menn­ina. Hvað með alla ferða­menn­ina sem heim­sækja Ísland? Eru þeir ekki flestallir á leð­ur­skóm? Og ef fjöldi ferða­manna eru tvær millj­ónir þá gerir það fjórar millj­ónir af leð­ur­skóm (ég geri ráð fyrir að flestallir hafi tvo fæt­ur). Og allur þessi skófatn­aður flæðir hér óhindrað og er ekki sótt­hreins­aður um allar koppa­grund­ir, ekki síst í sveit­unum þar sem hinn tand­ur­hreini íslenski bústofn á heima.

Svo er annað smá­ræði sem vert er að minn­ast á. Veit ein­hver hvort allar þær bakt­er­íur sem ferða­menn bera með sér í iðrum sínum séu skað­lausar fyrir íslenska jörð. En ég er nokkuð viss um að þetta fólk þarf að ganga örna sinna nokkuð reglu­lega eins og aðr­ir. Þá er eins gott að frá­rennsl­is­málin séu í góðu lagi hvort sem sveit­ar­fé­lagið heitir Árborg eða eitt­hvað ann­að. En sam­kvæmt áliti veiru­sér­fræð­inga er meiri hætta á að ferða­menn bæði íslenskir og erlendir beri með sér óæski­legar bakt­er­íur til lands­ins heldur en ferskt kjöt sem fer í versl­anir (nema auð­vitað ef fræð­ing­ur­inn er félags­maður í Heim­sýn. Þá er auð­vitað inn­flutn­ingur á hráu kjöti frá ESB það ver­sta).

Nú er ég jafn ráða­laus eins og flestir aðrir um hvernig helst mætti var­ast að ferða­menn beri óæski­lega sýkla til lands­ins. En þó mætti láta sér detta í hug að ein­hvers­konar útbún­aður yrði á vegi þeirra í flug­stöð­inni sem virk­aði eins og sjálf­virk sótt­hreins­un. Til dæmis gæti einn gang­ur­inn verið þannig útbú­inn að á gólf­inu væri tíu til tutt­ugu senti­metra sótt­hreinsi­vökvi sem ferða­menn­irnir þyrftu að vaða til þess að kom­ast á leið­ar­enda. Auð­vitað yrðu ein­hverjir fúlir yfir því að blotna í fæt­urna, en þeir hinir sömu yrðu þá upp­lýstir um að þetta væri það gjald sem þeir þyrftu að greiða til þess að kom­ast til hins tand­ur­hreina lands.

Síðan mætti hugsa sér ein­hvers­konar enda­hreinsun í orðs­ins fyllstu merk­ingu þar sem ferða­mað­ur­inn gengur í gegn um. En þar væri um að ræða sal fyrir enda sótt­hreins­un­ar­gangs­ins þar sem fram færi stól­pípu­gjöf. Þar væru starfs­menn heil­brigð­is­eft­ir­lits­ins vel græj­aðir í gúmmí­hönskum með svuntur – svona eins og starfs­menn í fisk­vinnslu – og gæfu hverjum og einum ferða­manni góða inn­spýt­ingu upp í aft­ur­end­ann til hreins­un­ar. Til hag­ræðis væri auð­vitað gott að fólk væri komið úr að neðan og biði rólegt og berrassað eftir að röðin kæmi að því. Og loka­nið­ur­staðan yrði svo sú að út úr Leifs­stöð streymdu útspúlaðir og tand­ur­hreinir Kín­verjar með fullar hendur fjár. Mér finnst þessi hug­mynd vera gott inn­legg fyrir næsta fund þeirra félaga á Spáni og falla fylli­lega að því gáfu­lega efni sem þar eru rædd.

Og fyrst ég er farin að leggja til fund­ar­efni fyrir þá félaga er fleira á sveimi yfir okkar tand­ur­hreina landi í orðs­ins fyllstu merk­ingu sem ber að var­ast. Þarna er ég auð­vitað að tala um þessar þús­undir eða jafn­vel millj­ónir af fiðruðum kvik­indum sem fljúga til Íslands á hverju vori og hafa aldrei heyrt talað um ferða­passa eða búsetu­leyfi. En fyrir stuttu var skýrt frá því að þrest­ir, sem er ein af þessum teg­und­um, hafi borið með sér í stórum stíl skor­kvik­indi sem kall­ast skóg­armít­ill. Það kvik­indi er vel sýni­legt með berum augum sem leiðir hug­ann að því hvort eitt­hvað meira sé þar að finna sem ekki sést með berum aug­um. Þessi fið­ur­fén­aður ryðst svo hér inn í okkar hreina land eftir að hafa dvalist lang­dvölum á túnum eða engjum Evr­ópu og finnst ekk­ert sjálf­sagð­ara. Ég er auk þess nokkuð viss um að þessi kvik­indi hafi fundið sína fæðu í þeim úrgangi sem hús­dýrin á þessu svæði hafa skilað frá sér, án þess að velta því nokkuð fyrir sér hvort ein­hverjar bakt­er­íur væri þar að finna. Síðan kemur þetta í stórum hópum og dreifir sér á hin tand­ur­hreinu tún á Íslandi þar sem nýfæddu lömbin leika sér. Virð­ing­ar­leysið er algjört, þetta drullar bara á grænu stráin sem eru að kvikna á tún­unum og segir dírr­in­dý. Og þótt ég sé gjör­sam­lega ráða­laus um varnir á sýkla­ber­andi far­fuglum þá efast ég ekki um að þeir félagar á Spáni taki málin föstum tökum og haldi fund. Þeir gætu í leið­inni gætt sér á spænsku nauta­kjöti og skolað því niður með þar­lendum bjór.

En svo ég víki aftur að þeim tíma sem ég sá frétt­ina af þeim félögum og fund­inum á Spáni um hráa kjötið þá má ég til með að segja frá kunn­ingja mínum sem sat við hlið­ina á mér og sá frétt­ina líka. Fyrst þarf ég að taka það fram að þessi kunn­ingi minn er dálítið óheflaður og liggur ekki á sínum sterku skoð­un­um. Hann getur jafn­vel stundum verið hálf­gerður ruddi í orða­lagi sem er auð­vitað and­stætt við þá kurt­eisi sem ég sýni af mér svona dags­dag­lega. En akkúrat þarna þegar ég virti mynd­ina fyrir mér af þeim félögum á fund­inum á Spáni og hugs­aði með mér hvað við Íslend­ingar ættum gott að eiga svona hetjur á erlendri grundu, þá heyrði ég við hlið­ina á mér þar sem þessi kunn­ingi minn dró djúpt and­ann og benti með fingri á mynd­ina og var greini­lega reið­ur. „Þarna sérðu gott dæmi um hvað hægt er að kalla æðsta stig af þjóð­rembu. Þarna eru tveir yfir­stéttap­lebbar frá Íslandi, sem nota bene eru líka þekktir fyrir hatur á Evr­ópu­sam­band­inu, búnir hreiðra um sig í því ágæta sam­bandi og vara við neyslu á mat­vörum sem þaðan kem­ur. Hvernig heldur þú að Íslend­ingar myndu taka því ef það frétt­ist að hópur af breskum ferða­mönnum myndi funda á Hótel Borg til þess að vara landa sína við neyslu á íslenskum fiski? Og ekki nóg með það, heldur væri í hópnum fyrr­ver­andi ráð­herra úr bresku rík­is­stjórn­inni. Ég er nokkuð viss um að íslenska pressan færi á hlið­ina og virkir í athuga­semdum myndu heimta að þetta hel­vítis pakk yrði rekið úr landi hið snarasta.“

Og þessi kunn­ingi minn var ekki aldeilis hættur heldur færð­ist frekar í aukanna við hverja gusu sem valt upp úr hon­um. Og hann tal­aði líka um fávita sem tækju eitt­hvert mark á þess­ari froðu sem kæmi frá þessum fund­ar­höldum þarna á Spáni. Hann meira að segja líkti þeim sem tryðu þessu við ein­hverja sögu­per­sónu úr gam­alli spænskri sögu en þar segir frá ein­hverjum guf­urugl­uðum kalli sem berst við vind­myllur og þjón­inum hans sem var bjáni.

Þegar hér var komið sögu var þessi kunn­ingi minn orðin svo æstur og orð­ljótur að ég sá mig knú­inn til þess að stoppa hann af með ein­hverju móti. Ég klapp­aði honum sef­andi á hand­legg­inn og spurði rólega hvort við ættum ekki að tala um eitt­hvað ann­að, til dæmis þriðja orku­pakk­ann. Eftir á að hyggja voru þetta mikil mis­tök, því það sem á eftir kom er alls ekki prent­hæft. Þess vegna verð ég að hætta þessum skrifum snar­lega.

Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Meira eftir höfundinnEinar Helgason