Skvísubörnin

Fróðleiksmolar um hvernig má stuðla að því að börn borði fjölbreytta fæðu.

Auglýsing

Í ljósi frétta gær­dags­ins og umræðu í kjöl­farið um skvísu­börnin svoköll­uðu langar mig að leggja orð í belg þar sem ­stór hluti af mínu starfi sem tal­meina­fræð­ingur á Barna­spít­ala Hrings­ins snýst um að sinna börnum sem gengur illa að borða og/eða drekka – af ýmsum ástæð­um. Mér­ fannst nefni­lega alveg vanta hag­nýt ráð til for­eldra og umönn­un­ar­að­ila, bæði um eðli­leg við­brögð barna þegar þau fá fyrst að borða og leiðir til að hvetja til­ og ýta undir að börn borði fjöl­breyttan mat.

Eft­ir­far­andi ráð­legg­ingar miða við börn sem eru í „eðli­legu“ þroska­ferli  en ekki með þekkt und­ir­liggj­andi vanda­mál og erf­ið­leika í tengslum við fæðu­inn­töku eða kyng­ing­u. ­Stundum þarf að laga fæð­una að börnum sem glíma við ein­hver vanda­mál, ­tíma­bundið eða í lengri tíma. Sum þurfa meira svig­rúm en  önnur til að æfa sig og ná upp færni á hverju ­tíma­bili.

Auglýsing
 • Fyrsti punkt­ur­inn er þessi: Það að læra að borða mat er lær­dóms­ferli. Alveg eins og barn þarf að æfa sig til að læra að ganga eða skríða, þarf barn að æfa sig til að læra að borða allan mat.
 • Helstu tíma­bilin þar sem upp kom­a erf­ið­leikar hjá börnum í fæðu­inn­tök­unni er ann­ars vegar þegar þau fær­ast af vökva (brjóst­i/pela) yfir í mauk og svo af mauki yfir í gróf­ara mauk eða bita.
 • Þegar börn borða skiptir miklu ­máli að þau hafi góðan stuðn­ing við lík­amann. Ef þau upp­lifa að þau séu ekki al­veg stöðug eða örugg í sæt­inu eiga þau oft erf­ið­ara með að ein­beita sér að mat­ar­tím­anum og það getur því gengið erf­iðar að borða.
 • Áður en börn eru farin að sitja alveg sjálf án ­stuðn­ings er best að gefa þeim að borða í ömmustól eða öðrum stól með góð­u­m ­stuðn­ingi við bak, háls og höf­uð. Til dæmis eru svo­kall­aðir bumbo stólar ekki endi­lega góðir fyrir þennan hóp því þar er ekki stuðn­ingur við efra bak, háls og höf­uð. Orka barna fer þá oft að miklu leyti í að halda þeim upp­rétt­um.
 • Þegar börn  eru farin að halda höfð­inu vel og sitja nokkurn veg­inn sjálf er samt mik­il­vægt að horfa á stöðu þeirra í stólnum og passa að styðja við þau ef þarf. Til dæmis með því að hafa pall eða ein­hvern ­stuðn­ing undir fótum þeirra.
 • Einnig þarf að ítreka mik­il­væg­i þess að kenna börnum að nota áhöld. Það er mik­il­væg færni fólgin í því að kunna að taka við mat úr skeið eða af gaffli, bæði með því að borða sjálf en líka með­ því að láta mata sig. Að sjúga mauk úr skvísu er ekki full­nægj­andi færni til að ­byggja ofan á með það að mark­miði að geta borðað allan mat. Ef börn hafa nánast ein­göngu sogið mauk úr skvísu er ekki hægt að ætl­ast til að þau geti allt í einu einn dag­inn borðað bita, það vantar mörg færniskref þarna á milli.
 • Þegar börn fá mauk í fyrsta skipt­i er eðli­legt að það gangi ekki alveg vand­ræða­laust. Í fyrstu ulla börnin mauk­in­u/grautnum út úr sér af því þau kunna ekki ennþá að gera það sem þarf – færnin er ekki kom­in. Svo með æfing­unni þá læra þau að opna munn­inn, taka við skeið­inni með matnum og kyngja.
 • Um leið og börn geta haldið höfð­i og setið sjálf í stól er tíma­bært að leyfa þeim að taka þátt í mál­tíð­inni. Já, það MÁ og Á að leika sér með mat­inn. Þ.e.a.s. leyfið börn­unum að snerta, sulla, klína, skvetta. Finna lykt­ina, finna á­ferð­ina. Það eru til rann­sóknir sem sýna að þegar börn fá tæki­færi til að snerta mat­inn og upp­lifa hann á annan hátt en beint í munn­inn lík­legra að þau ­fá­ist til að borða hann.
 • Það gildir eins með erf­ið­ar­i á­ferð. Í fyrstu vantar þau færni til að takast á við bita eða gróf­ara mauk. En þau þurfa æfingu og með því að gefa þeim tæki­færi til að æfa sig og leyfa þeim að prófa sjálf, hræra, sleikja, pota og kremja verða þau viljugri að taka við matnum í munn­inn og setja upp í sig sjálf.
 • Þó börn kúg­ist eða setji upp­ grettu þegar þau fá ein­hvern mat í fyrsta skipti þýðir það ekki að þeim finnist sá matur vondur og það þýði ekk­ert að gefa þann mat. Prófið aftur dag­inn eft­ir eða þarnæsta dag. Börn þurfa að smakka mat 10-15 sinnum að minnsta kosti til að vita hvað þeim raun­veru­lega finnst (og það á ekki bara við um að smakka 10 bita í sama mat­máls­tíma, heldur í 10 mis­mun­andi skipt­i).
 • Hafið fæð­una alltaf fjöl­breytta. Frá fyrsta grautnum og fram eftir öllu. Það þarf í fyrstu að passa upp á að á­ferð og bitar séu við hæfi ald­urs barn­anna en hafið fjöl­breytni í bragði, lykt og lit. Notið heima­gert mauk og keypt mauk í bland. Þannig fæst mun ­fjöl­breytt­ari bragð, áferð og lykt en ef ein­göngu er notað búð­ar­keypt mauk.
 • Ekki plata börn­in. Ekki blanda græn­met­inu saman við annað og segja þeim að það sé ekki græn­meti í matn­um. Kynnið þau fyrir öllu mögu­legu frá upp­hafi.
 • Leyfið börn­unum alltaf að fá allt á diskinn sinn (ef það passar fyrir þeirra ald­ur). Ekki ákveða fyr­ir­fram að þeim f­inn­ist eitt­hvað ekki gott. Hafið fjöl­breytni alltaf í fyr­ir­rúmi.
 • Ef það er eitt­hvað í mat­inn sem ­þið eruð óviss um að börnin borði, hafið þá alltaf eitt­hvað með sem þið vit­ið að þeim líkar við.
 • Bjóðið allar sort­ir. Talið um eig­in­leika mat­ar­ins, lykt­ina, lit­inn, hvað heyr­ist þegar við bítum í þenn­an mat, heyr­ist eins þegar við bítum í hinn mat­inn? Talið um hvað ykkur finnst um mat­inn og hvers vegna.
 • Ekki pressa. Ekki tala um hversu marga bita á að borða. Reynið eins og þið getið að halda mat­máls­tím­um stress­laus­um. Eigið jákvæð sam­skipti og ræðið um allt milli him­ins og jarð­ar.
 • Treystið því að börnin finni sín eigin svengd­ar- og seddu­mörk. Lærið á merki barn­anna og takið mark á þeim. ­Stoppið þegar börn sýna merki um að þau séu södd, ekki suða um „einn bita í við­bót fyrir þennan eða hinn“ – börn eiga ekki að borða af því ein­hver ann­ar vill það heldur af því þau eru svöng.
 • Síð­ast en ekki síst. Haldið öllum skjá­tækjum og öðru sem dreg­ur ­at­hygl­ina frá matnum utan við mat­máls­tíma.

Það gildir það sama í þessu og öllu öðru. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Ef þið bjóðið upp á fjöl­breytta fæðu frá­ ­upp­hafi, hafið jákvæðni, gleði, traust og jafn­vel smá ævin­týra­mennsku að ­leið­ar­ljósi í tengslum við mat­máls­tíma eru allar líkur á að börnin borði fjöl­breytta ­fæðu og nái góðum tökum á þeirri færni sem til þarf – án nokk­urra inn­gripa.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira eftir höfundinnHeiða Sigurjónsdóttir