Vegatollar og höfuðborgarsvæðið

Auglýsing

Síð­ustu daga hef ég mikið spáð í hvernig toll­arnir eiga að vera fram­kvæmdir og hvernig ráð­stafa á því fjár­magni sem kemur úr þeim. Þetta hefur verið í umræð­unni síð­ustu daga eftir að yfir­lýs­ing kom um mik­inn stuðn­ing flokk­ana við þessa hug­mynd. Þetta er í sjálfu sér ekki ný umræða og mjög mikið til af gögnum og umræðum frá því að hún kom upp fyrst. Mask­ína gerði könnun sem fór fram dag­ana 24. febr­úar til 6. mars 2017 sem er með nokkrum lyk­il­tölum sem gott er að horfa á án þess að farið sé mjög djúpt í mál­efn­ið. Hægt er að finna heild­ar­skjalið hér.

Til að taka fyrir vega­toll­ana eru nokkrir hlutir sem áhuga­vert er að horfa á. Ætla ég því að skipta þessu upp í nokkur mis­mun­andi sjón­ar­horn og taka hvert fyrir sig. Fyrsta sjón­ar­hornið er hvernig kostn­að­ur­inn dreif­ist milli lands­manna. Jú það á að loka höf­uð­borg­ar­svæð­inu af með tollum sem þýðir að allir ferða­menn þurfa að greiða tölu­verða tolla en einnig þeir sem sækja sér atvinnu í borg­inni, eða heil­brigð­is­þjón­ustu, eða já mjög margir aðrir sem sækja þurfa sér­hæfða þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Enda þegar skoðað er hverjir eru á móti toll­unum eftir búsetu kemur skýrt fram að þeir sem eru búsettir á Suð­ur­landi og Reykja­nesi eru flestir á móti þeim eða miðað við þessa könnun tæp 75%. 

Það eru göng víðs vegar um landið sem fólk myndi þurfa að greiða fyrir að fara í gegnum og mögu­lega undir svip­uðum skil­yrð­um. Mun­ur­inn liggur þó í því að verið sé að greiða fyrir not á dýrum göngum á móti venju­legum veg. Þegar við horfum til hversu margir munu keyra í gegnum toll­ana sem verið er að ræða um að setja í kringum höf­uð­borg­ar­svæðið á móti lands­byggð­inni vakn­aði ein spurn­ing hjá mér. Mun fjár­magnið sem kemur inn á hverju toll­svæði vera varið í fram­kvæmdir innan þess? Sem sagt þeir sem greiða fyrir að keyra inn til Reykja­vík­ur, verður sá pen­ingur not­aður í að bæta Hell­is­heið­ina, brú yfir Ölf­us, klára tvö­földun á Reykja­nes­braut, Sunda­braut. Hitt er að minnst af þessum gjöldum verða greidd af þeim sem eru búsettir í Reykja­vík og þar af leið­andi ætti að tak­marka hversu mikið af þessu fé fer í upp­bygg­ingu þar. Hver vega­tollur hlýtur af vera hugs­aður fyrir visst svæði, líkt og að fara í gegnum göng­in, og verið að rukka fyrir að fara Hell­is­heið­ina. Þar af leið­andi er hvergi verið að borga tolla fyrir að keyra inní Reykja­vík.

Auglýsing

Næsta sjón­ar­horn sem kemur upp er hvort ég hafi val­kost um eitt­hvað ann­að? Ef ég er neyddur til að keyra í gegnum toll­ana þá er þetta ein­föld skatt­lögn en ekki vega­toll­ar. Hérna er ég ekki ein­göngu að ræða að hafa aðra vegi sem hægt er að keyra heldur hvernig eru almenn­ings­sam­göng­ur. Núna vinnur mak­inn minn í bænum og ég ein­hverja daga en búum við á Sel­fossi og keyrum við því á milli. Þegar ég fór að skoða hvar toll­arnir yrðu settir er ekki annar val­kostur fyrir okkur en að keyra í gegnum hann og greiða. Til að kom­ast inn til Reykja­víkur án þess að borga til þar ann­að­hvort að keyra Suð­ur­standa­veg­inn og fram hjá Kleif­ar­vatni og inn í Hafn­ar­fjörð eða gegnum Þórs­mörk (ef toll­ur­inn verður þeim megin við) og inn í Hafn­ar­fjörð­inn. Hvor­ugt af þessu er raun­veru­legur val­kostur þar sem þessir vegir eru ekki í for­gangi með mokstur og ófærir þegar það er snjór, fyrir utan hversu mikið þetta bætir við ferð­ina. Þá fór ég að skoða almenn­ings­sam­göng­ur. Eini val­kost­ur­inn okkar er að taka rútu frá Sel­fossi og inn til Reykja­vík­ur, þar sem konan vinnur niður á Granda og ég á oft­ast erindi mið­svæðis horfði ég til þess að enda ein­hvers staðar þar. Fyrst tók ég fyrir hvernig hún kæm­ist til vinnu. Hún vinnur 10:00 – 18:00 virka daga líkt og margir ef þú ert í versl­un. Til að hún nái að mæta klukkan 10:00 þyrfti hún að taka strætó frá Sel­fossi 7:23 og yrði komin þá 8:45 niður í vinnu sem er ekki ásætt­an­legt þar sem hún þyrfti að bíða í rúman klukku­tíma áður en vinnan myndi hefj­ast. Þá var heim­leiðin eft­ir. Hún myndi þurfa að vera komin út í strætó skýli fyrir 18:09, sem sagt 9 mín­útu eftir lokum á versl­un­inni, til að ná strætó heim og þá tæki 1 klukku­tíma og 45 mín­útur að kom­ast. Ef hún missir af þeim þá er ekki næsti sem hún getur tekið fyrr en 21:15!. Nið­ur­staðan var fljót­lega sú að fara fram hjá þeim tvöfaldar næstum vega­lengd­ina og strætó tvö­faldar ferða­tím­ann (miðað við að minnka við sig vinnu og vera aldrei sein út), hvor­ugt af þessu er því raun­veru­legur val­kost­ur.

Þriðji og síð­asta sjón­ar­hornið er hvernig ætlum við að sjá upp­bygg­ing­una á nágranna­byggðum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Staðan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er mjög ein­föld þegar kemur að búsetu­mál­um, ekki nægi­lega góð. Það er ekki verið að byggja næg hús­næði miðað við fólks­fjölg­un, inn­viðin í öllum rekstri sveit­ar­fé­lag­anna þarf að ná að aðlaga sig að þessum stækk­un­um, sam­göng­ur, almenn­ings­sam­göng­ur, inn­viðin svo eitt­hvað sé nefnt. Sveit­ar­fé­lögin í kring hafa tekið við sér í upp­bygg­ingu til að bjóða ódýr­ari hús­næði fyrir utan höf­uð­borg­ar­svæðið og fólk geti þá sótt vinnu í borg­inni. Þetta tekur visst álag af upp­bygg­ing­unni sem þarf að eiga sér stað í borg­inni og er í sam­ræmi við þá þróun sem hefur gerst ann­ars staðar í heim­in­um. Fjöl­skyldu­fólk býr í úthverfum sem eru 30-45 mín­útna keyrslu frá mið­bæn­um, sem vill svo til að er svipuð keyrsla og til nágranna sveit­ar­fé­lag­anna við borg­ina. Það hækkar alltaf verðið að búa í borgum og sér­stak­lega mið­svæðis í þeim. Þeir sem vilja stærri hús, garð, minna áreiti og annað álíka leita því í úthverfin eða nágranna sveit­ar­fé­lög­in. Vega­tollar er bein skatt­lögn til við­bótar fyrir þessa hópa, hópa sem skil­grein­ast í mörgum til­vikum sem barna­fjöl­skyld­ur, eða jafn­vel þeir sem hafa ekki efni á eigin hús­næði í Reykja­vík og flytja því á þessi svæði. Tel ég að frekar en að setja upp tolla til að skatt­leggja auka­lega þá sem ákveða að flytja frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu að hvetja þurfi til þess. Þetta myndi létta á hús­næð­is­vand­anum sem á sér stað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Síð­asta sem eng­inn virð­ist benda á. Þetta er skatt­lögn sem mun nán­ast ein­göngu leggj­ast á þá sem ekki búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu! Engir toll­ar, gjöld eða álíka mun koma þar né verið að leggja meira í það að draga úr umferð á því svæði. Ein­göngu til að kom­ast inn og út úr borg­inni.

Virði Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum
Icelandair Group er eina félagið í Kauphöllinni sem hækkar í virði í fyrstu viðskiptum dagsins. Arion banki, helsti lánardrottinn WOW air, lækkar mest.
Kjarninn 22. mars 2019
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.
Stundin vann lögbannsmálið í Hæstarétti – Málinu endanlega lokið
Lögbannsmálinu sem hófst nokkrum dögum fyrir kosningar haustið 2017, og snerist um fréttaskrif um fjármál þáverandi forsætisráðherra, er endalega lokið með dómi Hæstaréttar.
Kjarninn 22. mars 2019
Silja Bára Ómarsdóttir
Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Forsætisráðherra, hefur skipað Dr. Silju Báru Ómarsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem formann Jafnréttisráðs. Hún tekur við af Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.
Kjarninn 22. mars 2019
Upprisa hins illa
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands hefur tekist á við myrkasta tíma í sögu landsins með því að reyna að setja sig í spor fórnarlamba mannskæðustu skotárásar í sögu landsins.
Kjarninn 22. mars 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir
Yfir 2.000 manns hófu verkföll í nótt
Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti í nótt, en það nær til ríflega 2.000 starfsmanna á tilteknum hótelum og rútufyrirtækjum á starfssvæði félaganna.
Kjarninn 22. mars 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Pólitíkin, peningarnir og forgangsröðunin
Kjarninn 22. mars 2019
Ríkisstjórnin bindur vonir við farsæla niðurstöðu
Í tilkynningu Icelandair til kauphallar kemur fram að viðræður félagsins við WOW air fari fram í samráði við stjórnvöld.
Kjarninn 21. mars 2019
Indigo slítur viðræðum við WOW – Viðræður hafnar við Icelandair
Tilkynnt var um það í kvöld að Indigo Partners hafi slitið viðræðum sínum um aðkomu að rekstri WOW air. Viðræður eru hafnar við Icelandair í staðinn.
Kjarninn 21. mars 2019
Meira eftir höfundinnJón Hjörtur Sigurðarson