Opið bréf til Sigmundar Davíðs

Auglýsing

Sæll Sig­mund­ur.

Upp­takan frá Klaustri Bar í nóv­em­ber hefur legið þungt á mér und­an­farna daga, líkt og við á um stóran hluta þjóð­ar­inn­ar. Hinn 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn, heyrði ég þig svara blaða­mönnum sem spurðu þig hvort þú íhug­aðir afsögn. Þú sagð­ist ekki gera það og rökin sem þú gafst fyrir því voru þau að við störf þín sem þing­maður hefðir þú í gegnum árin orðið vitni að mörgum sam­bæri­lega rætnum umræðum á meðal þing­manna og jafn­vel enn verri. Þú sagðir að ef sam­ræmis ætti að gæta og þú þyrftir að víkja þá yrðu: „svo margir þing­menn sem þyrftu að fara í leyfi að ég held að þingið væri óstarf­hæft.“

Um þennan rök­stuðn­ing langar mig að fjalla í þessu bréfi mínu og nota tæki­færið og beina til þín þremur spurn­ingum í lokin sem ég yrði afar þakk­lát ef þú myndir svara með skrif­legum hætt­i. 

Auglýsing

Sé það rétt sem þú segir að Alþingi Íslend­inga yrði „óstarf­hæft“ ef orð þing­manna okkar yrðu gerð opin­ber má gefa sér að á þing­inu hafi safn­ast ein­hvers konar „sori þjóð­ar­inn­ar“. Nýjar skoð­ana­kann­anir gefa til kynna að yfir­gnæf­andi meiri­hluti þjóð­ar­inn­ar, eða u.þ.b. 90%, vill að þið sem voruð þátt­tak­endur í þessu sam­tali segið af ykkur þing­mennsku. Ástæða þess­arar óvana­legu afger­andi nið­ur­stöðu er ein­föld: Sam­talið sam­ræm­ist ekki almennri sið­ferð­is­vit­und fólks­ins í land­inu. Mér þykir sú töl­fræði, að nær allir á þingi til­heyri þeim 10-15% lands­manna sem telja að slíkt tal eigi ekki að valda afsögn – í sann­leika sagt – afar ólík­leg og held að lang­flest­ir, sem slíkar full­yrð­ingar heyra, hafni þeim sem bæði röngum og ósönn­uð­um. Það hefur svo einnig komið fram með skýrum hætti af hálfu sam­starfs­fólks þíns á Alþingi sem hefur sagt opin­ber­lega að þessi full­yrð­ing þín eigi ekki við rök að styðj­ast.

Ein af meg­in­reglum rétt­ar­rík­is­ins er sak­leysi uns sekt er sönn­uð. Í ljósi þess að þing­menn hafa svarið af sér slíkt orð­færi, verðum við að fá að trúa því Sig­mundur að fólkið á þing­inu (sem margt hvert hefur eflaust látið mis­gáfu­leg og mis­fögur orð falla í gegnum tíð­ina eins og við flest) sé ekki almennt talandi klukku­tímum saman með þeim óbæri­lega hætti sem þú og vinir þínir gerðu þetta kvöld. Sú stað­reynd þýðir hins vegar að skýr­ing þín á því hvers vegna þú vilt ekki víkja bygg­ist á til­bún­ingi. Þá má velta fyrir sér hver til­gang­ur­inn með þessum til­bún­ingi þínum sé. Mér sýn­ist í fljótu bragði tveir mögu­leikar vera þar á:

  • Í fyrsta lagi er mögu­legur til­gangur að drepa mál­inu á dreif. Beina athygli annað en að sjálfum þér, líkt og þú gerðir á fés­bók­ar­síðu þinni þegar fyrstu fréttir bár­ust af upp­tök­unni þar sem þú sagð­ist vona að farið yrði í „að­gerð­ir“ gegn fjöl­miðlum vegna máls­ins. Þá afstöðu hefur þú reyndar ekki dregið til baka að mér vit­an­lega. 

  • Í öðru lagi sýn­ist mér að til­gangur þessa rök­stuðn­ings gæti verið að hóta með óbeinum hætti sam­starfs­fólki þínu að þú munir upp­lýsa um eitt­hvað sem þú vilt meina að það hafi í gegnum tíð­ina sagt. Þessi mögu­leiki fær stoð í spurn­ingu sem þú varpar fram í fyrr­greindu við­tali við frétta­stofu Rúv þar sem þú segir orð­rétt: „Er það núna orðin skylda mín að rekja það hvað til­teknir þing­menn hafa sagt um aðra þing­menn, sem sumt hvert, því mið­ur, er jafn­vel tölu­vert gróf­ara en það sem við höfum heyrt á þessum upp­tök­um.“ Ef slíkar und­ir­liggj­andi hót­anir eru til­gangur full­yrð­inga þinna má velta fyrir sér hvort þú sért með þeim hætti að gera til­raun til að kúga til­tekna þing­menn til þagnar í því máli sem snýr að því hvort þér sjálfum sé stætt á áfram­hald­andi þing­setu.

Það sem mér finnst allra verst við ofan­greindan rök­stuðn­ing þinn er hins vegar það sem ég vil nú koma að og felur í sér hyl­djúpa hugs­ana­villu. Þú virð­ist telja (og ég hef heyrt þig nota svipuð rök áður) að ef ein­hver aðili í sam­bæri­legri stöðu og þú sjálfur hefur áður hegðað sér með hætti sem er ámæl­is­verður þá verði það til þess að þér sé sjálfum heim­ilt að gera slíkt hið sama. Ef þetta er raun­veru­leg ástæða þess að þú hefur ekki svo mikið sem íhugað að stíga til hliðar sem þing­mað­ur, þá hef ég veru­legar áhyggjur af því að þér sé yfir höfuð falið opin­bert vald. Þetta segi ég í allri ein­lægni.

Þú hefur barist eins og ljón fyrir því að halda starfi þínu sem alþing­is­maður og þér hefur heppn­ast það vel. Þar með ert þú af gríð­ar­lega ein­beittum ásetn­ingi að velja þér vinnu­stað sem þú segir að sé fljót­andi í orð­færi á borð við það sem þið við­höfðuð á barn­um, á vinnu­tíma. Það er hins vegar þitt per­sónu­lega val og auð­vitað mátt þú velja þér atvinnu­að­stæður eftir smekk. En ekki gleyma því að í hvert sinn sem þú býður þig fram ert þú að sækj­ast eftir hluta af lög­gjaf­ar­valdi íslensku þjóð­ar­inn­ar. Þó hefur þú á sama tíma sýnt af þér hegðun sem gefur sterk­lega til kynna að þú berir ekki mikla virð­ingu fyrir lög­unum sem frá Alþingi kom­a. 

Hér nefni ég í fyrsta lagi sem dæmi þá stað­reynd að þú hefur í gegnum tíð­ina gerst upp­vís að því að mæta afar illa í vinn­una sem þing­maður þrátt fyrir að þing­skap­ar­lög kveði skýrt á um að það sé þín lög­bundna skylda. Í öðru lagi skráðir þú lög­heim­ili þitt í öðru kjör­dæmi en þú hafðir fast aðsetur í, sem er brot á lög­heim­il­is­lög­um. Þú gafst, í þriðja lagi, ekki upp þá hags­muni sem fólust í helm­ings­eign á Wintris aflands­fé­lag­inu, sem þú hafðir með mála­mynda­gern­ingi fært yfir á eig­in­konu þína. Þú sagðir auk þess ósatt um tengsl þín við félagið í fjöl­miðla­við­tali, kannski vegna þess að með eign ykkar hjóna í félag­inu hafðir þú í raun setið báðum megin borðs­ins í samn­inga­við­ræðum sem vörð­uðu þjóð­ina afar miklu. Þetta eru bara dæmi af handa­hófi sem mér duttu í hug í dag. 

Auð­vitað sækir ótti á venju­legan borg­ara, eins og mig, um það að fyrst þetta sé afstaða þín til þess­ara til­teknu laga þá sé afstaða þín svipuð til ýmissa ann­arra laga. Raunar benda orð þín til að svo sé því í hinni marg­nefndu upp­töku frá Klaustur bar stað­festir þú að það sem Gunnar Bragi Sveins­son hafi sagt um sendi­herra­spill­ing­una sé satt. Þetta gefur til­efni til að ætla að þú hafir verið vit­orðs­maður í fjórða lög­brot­inu sem felst í mis­notkun opin­bers valds.

Öll mann­leg kerfi byggj­ast á trausti. Þar er rétt­ar­ríkið ekki und­an­tekn­ing. Án trausts þá hrein­lega leys­ist sam­fé­lagið okkar upp. Sé það nið­ur­staðan að þing­maður geti framið lög­brot og sagt sið­ferði­lega skelfi­lega hluti, en skákað svo í skjóli þess að aðrir hafi gert sam­bæri­lega eða verri hluti en hann sjálf­ur, þá rofnar aug­ljós­lega alfarið traustið sem hægt er að bera til lög­gjaf­ar­sam­kund­unnar sem hann til­heyr­ir. Þar með raknar upp grunn­ur­inn að trausti gagn­vart öllum þeim sam­fé­lags­legu kerfum sem eru grund­völluð á íslenskum lög­um. Til að varpa ljósi á hversu alvar­leg sú nið­ur­staða er má taka dæmi úr umferð­inni. Við förum út í hana á hverjum degi hvort sem er keyr­andi, hjólandi eða gang­andi í þeirri blindu trú að við getum treyst hvort öðru. Ef mál þró­ast með þeim hætti að bara sumir stoppa á rauðu ljósi en aðrir ekki verður það fyrst til þess að sak­lausar mann­eskjur hljóta tjón af og að lokum til þess að kerfið hryn­ur. Allt stopp­ar.

Rök­stuðn­ing­ur­inn sem þú not­ast við er því hættu­legur og rangur sé hann skoð­aður út frá sið­ferð­is­legum mæli­kvörðum en hann er einnig rangur í lög­fræði­legum skiln­ingi. Dóm­stólar hafa margoft kveðið á um það að hafa beri að engu varnir í dóms­málum sem byggj­ast á því að sýkna skuli aðila á grund­velli þess að fjöl­margir aðrir aðilar hafi við­haft sam­bæri­lega hátt­semi og ákært er fyr­ir. Það þarf ekk­ert próf í rök­fræði til að skilja að ef þessi rök­stuðn­ingur er hald­bær væri aldrei hægt að ná fram­förum í sam­fé­lag­inu, því í honum felst að til þess að ámæl­is­verð hegðun hafi afleið­ingar þurfi að refsa öllum þeim sem mögu­lega hafa gerst sekir um slíka hegð­un. Þannig virkar rétt­ar­kerfið auð­vitað ekki, heldur sæta þeir refs­ingu sem hægt er að sanna að hafi fram­kvæmt ámæl­is­verða hluti. Líkt og við á um þig og vini þína á barn­um.

Í ljósi þess að þú telur þennan rök­stuðn­ing vera nægi­legan til að þú íhugir ekki einu sinni afsögn hef ég veru­legar áhyggjur af með­ferð þinni á lög­gjaf­ar­valdi. Til þess að skilja betur hvort áhyggjur mínar séu rétt­mætar bið ég þig að svara þremur spurn­ing­um:

  1. Varstu að ljúga þegar þú tókst undir orð Gunn­ars Braga um að til­tekin skipun sendi­herra myndi þýða að hann ætti inni greiða hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um?
  2. Hvað meintir þú nákvæm­lega þegar þú sagðir um Lilju Alfreðs­dótt­ur: „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karl­menn eins og kven­fólk kann“?
  3. Í sím­tali þínu til Freyju Har­alds­dótt­ur, bar­áttu­konu fyrir mann­rétt­ind­um, útskýrðir þú að það sem þú meintir þegar þú sagðir að Gunnar Bragi hefði sér­stakan áhuga á Freyju væri sú stað­reynd að póli­tískar skoð­anir Freyju færu mjög í taug­arnar á Gunn­ari. Hvaða skoð­anir Freyju eru það sem þér er kunn­ugt um að fari í taug­arnar á Gunn­ari?

Með von um við­brögð, 

Katrín Odds­dótt­ir, mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur og for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins.

Alþingi hefur ekki tekist að endurheimta það traust sem hefur tapast frá byrjun árs 2018.
Almenningur treystir síst Alþingi, borgarstjórn og bankakerfinu
Eitt af markmiðum sitjandi ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmála var að efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu. Í dag er traust á Alþingi sex prósentustigum minna en það var í upphafi kjörtímabils, þótt að hafi aukist umtalsvert frá því í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnKatrín Oddsdóttir