Nokkur orð um mistök og hugrekki

Auglýsing

Hver kann­ast ekki við skammar­til­finn­ing­una ofar­lega í kviðnum sem nístir mann þegar bent er á að maður hafi gert mis­tök?

Ég giska á að flest okkar þekki ágæt­lega þennan frum­stæða verk, ein­fald­lega vegna þess að við gerum öll mis­tök og okkur finnst það óþægi­legt því – eðli máls sam­kvæmt – ger­ast þau gegn vilja okk­ar.

Í gær var ég svo heppin að fá í fjórða sinn á einu ári að kenna nemum í heil­brigð­is­vís­indum í Háskóla Íslands um mann­rétt­indi. Í þetta sinn var þetta í Háskóla­bíó og um 400 fyrsta árs nemar sátu fyr­ir­lest­ur­inn varn­ar­lausir eldsnemma á mánu­dags­morgni, aug­ljós­lega komnir mis­langt í því ferli að snúa við sól­ar­hringnum eftir jóla­frí­ið.

Auglýsing

Mér fannst þau svo fal­leg svona saman komin – þessar sifj­uðu ungu mann­eskjur sem sumar munu hvítslopp­aðar ann­ast okkur í fram­tíð­inni á okkar varn­ar­laus­ustu stund­um.

Ég var með eina glæru í lokin sem bar fyr­ir­sögn­ina Trúnó og fjall­aði um mis­tök sem gerð eru í heil­brigð­is­kerf­inu. Ég deildi með nem­endum þeirri reynslu minni að sem lög­maður hefðu slík mis­taka­mál verið með þeim allra erf­ið­ustu sem ég fékkst við, ekki síst vegna þess að kerfið varð­ist svo hat­ramm­lega gegn við­ur­kenn­ingu mis­taka á allan hátt sem er afar kostn­að­ar­samt (bæði fjár­hags­lega og til­finn­inga­lega) fyrir þann borg­ara sem brotið er á.

Ég kastaði því fram þeirri hug­mynd að þau, sem heil­brigð­is­starfs­fólk fram­tíð­ar­inn­ar, myndu þróa nýja afstöðu sem væri sú að gang­ast við og læra af aug­ljósum mis­tökum frekar en hafna þeim og verj­ast fram í rauðan dauð­ann. Með þessum hætti væru meiri líkur á að allir lærðu af mis­tökum og að ein­stak­lingar þyrftu ekki að burð­ast með sekt­ar­til­finn­ingu vegna yfir­klórs og afneit­un­ar.

Ég fékk því miður stað­fest­ingu á því hversu langt við eigum í land þegar ein hug­rökk ung kona kall­aði yfir allan sal­inn í Háskóla­bíó: „Fyr­ir­gefðu, en okkur var kennt í hjúkr­un­ar­fræð­inni nýlega að við ættum aldrei að játa mis­tök!”

Ég svar­aði með þeim eina hætti sem ég gat út frá minni sam­visku: „Það er sið­ferði­lega út í hött.“

Eftir fyr­ir­lest­ur­inn spjall­aði ég við pró­fessor í lyfja­fræði sem benti á að hugs­an­lega þyrfti að lag­færa reglu­verkið svo heil­brigð­is­starfs­menn yrðu ekki gerðir per­sónu­lega ábyrgir fyrir dómi á mann­legum mis­tök­um. Ég held að það sé mjög góð hug­mynd upp að því marki að ekki hafi verið um víta­vert gáleysi að ræða (eins og t.d. ef ein­hver gerir mis­tök vegna ölv­unar í starfi eða eitt­hvað slíkt).

Ástæðan fyrir því að lög­reglu­of­beldi og lækna­mis­tök eru mun alvar­legri en ann­ars konar brot í starfi er sú að fólkið sem fyrir verður missir traust á því kerfi sem á að vernda það. Það eru engin önnur sam­bæri­leg kerfi sem geta gripið fólk í til­teknum aðstæð­um. Af minni reynslu að dæma upp­lifa þeir ein­stak­lingar sem lenda í svona málum hálf­gert auka­á­fall yfir þeim ofsa­kenndu varn­ar­við­brögðum sem kerfin sýna í stað þess að gang­ast við mis­tökum sín­um. Þá heggur gjarnan sá er hlífa skyldi. Fólk sem ber ótta gagn­vart heil­brigð­is­kerfi og lög­reglu er alger­lega ber­skjaldað á þeim ögur­stundum þegar örygg­is­nets er mest þörf.

Það að við­ur­kenna mis­tök, biðj­ast á þeim auð­mjúk­lega afsök­unar og sýna fram á að þau hafi verið notuð til að fyr­ir­byggja önnur sam­bæri­leg mis­tök, er að mínu mati, eina ábyrga leiðin til að fást við þá stað­reynd að mis­tök munu ávallt eiga sér stað í öllum okkar sam­eig­in­legum kerf­um.

Ég held að flestum þyki mjög vænt um heil­brigð­is­kerfið okkar og við værum mjög mörg til í að sjá hug­ar­fars­breyt­ingu í þessa átt. En slík hug­ar­fars­breyt­ing krefst að sjálf­sögðu hug­rekk­is. Hins vegar er það nú svo að með því að leggja niður varnir öðl­umst við gjarnan bæði styrk og kjark. Við þetta bæt­ist að hug­rakkar gjörðir ala af sér aukið hug­rekki. Út frá sömu for­sendum held ég að kerfi sem hrekkur í sjálf­virka og hat­ramma varn­ar­stöðu, þegar mann­leg mis­tök koma upp, grafi með slíkum við­brögðum undan sínum eigin stoð­um.

Við eigum að kenna ungu fólki ábyrgð, gagn­rýna hugsun og að standa með sjálfu sér.

Það að við­ur­kenna aldrei mis­tök heitir í mínum bókum aum­ingja­skapur og er eitruð afstaða í stóra sam­heng­inu.

Bára Halldórsdóttir
Kröfu Miðflokksmanna í Klaustursmáli hafnað
Bára Halldórsdóttir hafði betur í Landsrétti eins og í hún hafði í héraði, þegar krafa um gagnaöflunarvitnaleiðslur var umfjöllunar.
Kjarninn 16. janúar 2019
Vilhelm Már Þorsteinsson nýr forstjóri Eimskips
Formaður stjórnar er Baldvin Þorsteinsson, en hann er náfrændi nýja forstjórans. Eimskip er skráð á aðallista kauphallar Íslands, en Samherji er stærsti eigandi félagsins.
Kjarninn 16. janúar 2019
Magnús Halldórsson
Að gera hlutina vel
Kjarninn 16. janúar 2019
Vísitala leiguverðs lækkar milli mánaða
Leiguverð lækkaði milli mánaða, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár.
Kjarninn 16. janúar 2019
May telur allur líkur á að ríkisstjórn hennar standi af sér vantrauststillöguna
Í kvöld munu bresk­ir þing­menn greiða at­kvæði um van­traust á rík­is­stjórn Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, aðeins sól­ar­hring eft­ir að þingið hafnaði Brex­it-samn­ingi stjórn­ar­inn­ar og Evr­ópu­sam­bands­ins.
Kjarninn 16. janúar 2019
Auður Jónsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Bára Huld Beck samankomnar þegar Þjáningarfrelsið var tilnefnt til verðlaunanna.
Bók um fjölmiðla hlýtur Fjöruverðlaunin
Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlauna kvenna 2019 voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag klukkan 15.
Kjarninn 16. janúar 2019
Helga Vala Helgadóttir stýrði fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
Hefur verið rætt óformlega að skipa rannsóknarnefnd vegna sendiherramálsins
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segist telja að það verði að skoða hvort að skipa þurfi rannsóknarnefnd um sendiherramálið svokallaða, sem snýst um meint pólitísk hrossakaup um sendiherrastöður. Þetta kemur fram í sjónvarpsþættinum 21 á Hring
Kjarninn 16. janúar 2019
Leikskólagjöld lægst í Reykjavík
Mikill munur er á leikskólagjöldum á milli sveitarfélaga, munurinn á almennu leikskólagjaldi er mest 53 prósent á milli sveitarfélaga eða rúm 150 þúsund á ári. Leikskólagjöld hækka hja 80 prósent sveitarfélaga á þessu ári.
Kjarninn 16. janúar 2019
Meira eftir höfundinnKatrín Oddsdóttir