Dónakallar ganga í Klaustur

Af halelújahoppandi apaköttum og af hverju þeir verða að segja af sér.

Auglýsing

Um dag­inn var ég þing­maður í viku í fyrsta sinn í ríf­lega fimm ár. Það var ansi gaman en líka for­vitni­legt. Það var margt breytt og að mér fannst flest til batn­að­ar. Sam­skipti þing­manna og almenns starfs­fólks þings­ins voru t.d. mun frjáls­legri en á árunum 2009-13 - og hafði þá þó víst slaknað á form­leg­heit­un­um. Hluti af því ánægju­lega var líka að í þetta skiptið var þing­mennskan bara tíma­bund­in. Ég vissi að ég slyppi út aftur eftir nokkra daga. Því þótt ég hafa ólækn­andi áhuga á stjórn­málum þá yfir­tekur þing­mennskan allt manns líf og maður afsalar sér vissum rétt­ind­um, t.d. til að skipu­leggja tíma sinn og segja það sem manni sýn­ist hvar sem er og hvenær sem er. Þótt þetta væri bara vika og eig­in­lega ekki alvöru þing­mennska þá fór lífið engu að síður úr skorð­um. Samt varði ég engum tíma í að tala við almenn­ing, sækja mál­þing úti í bæ eða lesa þykkar skýrslur eins og góðir alvöru­þingmenn þurfa að ger­a. 

En ég varð líka vör við breyt­ingu á þing­lið­inu og aðrar áherslur í þing­stör­f­unum en þegar við vorum í hrein­gern­ingu og rústa­björgun eftir hrun­ið. Það vakti t.d. athygli mína að tölu­verðar umræð­ur, í formi atkvæða­skýr­inga, urðu um skýrslu­beiðni. Um slíkar beiðnir gildir að níu þing­menn (sami fjöldi og situr í hverri þing­nefnd) getur óskað eftir skýrslu. For­sætis­nefnd og sér­fræð­ingar þings­ins rýna orða­lag og meta hvort beiðnin sé tæk og hvort verkið sé vinn­an­legt. Eftir það eru greidd atkvæði um hvort leyfa skuli skýrslu­gerð­ina. Ekki minn­ist ég þess að nokkurn tím­ann hafi verið gert veður út af skýrslu­beiðni 2009-13 (en kannski mis­minnir mig). Nú var hins vegar vesen en beðið var um skýrslu um stöðu þjóð­kirkj­unnar og tengsl hennar við rík­is­valdið umfram önnur trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Og það mátti greini­lega ekki skoða! Þing­menn fóru í ræður til að útskýra af hverju þetta væri hættu­legt og aðför að þjóð­kirkj­unni. Meðal þeirra sem tjáðu sig voru Ólafur Ísleifs­son og  Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son en alls sam­þykktu 19 þing­menn ekki þessa beiðni, 24 sögðu já, aðrir voru fjar­ver­andi. Engir Mið­flokks­menn sam­þykktu skýrslu­beiðn­ina né þing­menn Flokks fólks­ins, auk þess sem nokkrir Fram­sókn­ar-, Sjálf­stæð­is­menn og Vinstri grænir voru sama sinn­is. Þetta fannst mér merki­legt. Var að skap­ast þéttur hópur sann­krist­inna þing­manna á Alþingi? Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að sjálf er ég trú­laus en virði öll trú­ar­brögð. Mér finnst ekk­ert að því að taka saman þessar upp­lýs­ing­ar. 

Í ljósi þessa áhuga þing­manna á krist­inni trú var kannski ekki skrítið að þeir hafi gengið í klaustur þótt Klaustrið sem um ræðir sé bara pöbb. Í þessu sam­hengi er er rétt að benda á að orðið pöbb er íslenskun á enska orð­inu pub sem er stytt­ing á public hou­se, þ.e. staður þar sem allur almenn­ingur getur gert sig heima­kom­inn. Það er því ekki undir neinum kring­um­stæðum hægt að líta á pöbba sem prí­vat­rými.

Auglýsing

Til er mál­tækið "Öl er innri mað­ur". Þegar fólk drekkur áfengi verður það málglað­ara og það losnar um höml­ur. Það breytir hins vegar ekki um per­sónu­leika eða skiptir um skoð­anir en hugs­an­lega  brýst ýmis­legt upp á yfir­borðið sem ann­ars væri vel falið. Það sem fékk að flakka á Klaust­ur­barnum hjá þeim sex þing­mönnum sem þar sátu var hrein við­ur­styggð og ég ætla ekki að hafa það eft­ir. Við­brögðin hafa líka verið ömur­legt yfir­klór hjá flestum þeirra. Þeir hafi í raun ekk­ert gert að sér, kannski drekki þeir ekki nóg, þeir meintu aunt en ekki cunt og hafi bara verið að ljúga. Þeir segja að í raun hafi þeir ekki valdið neinum skaða og að orðin sem þarna hafi verið notuð séu þeim fram­andi eins og þeir séu börn á mál­töku­skeiði sem séu bara enn að læra ný orð eða ein­hverjir aðrir hafi sagt þau. Og svo séu þeir búnir að biðj­ast afsök­un­ar. 

En það sem þarna fór fram er óaf­sak­an­legt eins og t.d. ráð­herra mennta- og menn­ing­ar­mála hefur bent á. Og skað­inn sem þetta fólk hefur valdið með orðum sínum er óbæt­an­leg­ur. Það er ógjörn­ingur að bera virð­ingu fyrir Alþingi við þessar aðstæð­ur. Það sem þarna fór fram er ekki einka­mál þing­manna og það verður að hafa afleið­ing­ar. 

Alþing­is­menn eru ein­göngu bundnir við sann­fær­ingu sína og eigi við neinar reglur frá kjós­endum sín­um, eins og segir í stjórn­ar­skránni, bæði þeirri nýju og gömlu. Það sjálf­stæði er mik­il­vægt í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi. Í þessu til­felli stang­ast það hins vegar á við rétt ann­arra þing­manna til vinnu­um­hverfis sem er laust við ofbeldi, rétt ann­ars starfs­fólks Alþingis til þess sama, rétt þeirra sem eru kall­aðir fyrir nefndir Alþing­is, þing­inu til ráð­gjafar til að þurfa ekki að mæta þessum sora­kjöftum í hús­næði þings­ins eða jafn­vel á nefnd­ar­fundum eins og stóð til í dag. Og síð­ast en ekki síst rétt almennra borg­ara til þess að þeir kjörnu full­trúar sem eiga að gæta hags­muna þeirra séu ekki apa­k­ett­ir, svo notuð séu þeirra eigin orð. 

Við erum sem þjóð enn og aftur í vanda. Það er óhugs­andi að þetta fólk segi ekki af sér og sitji áfram sem þing­menn. Þau verða að víkja, öll sex. Ann­ars er full­veldið sem við ætlum að fagna á morgun bara brand­ari. Hér þurfum við öll að taka höndum saman og ákveða að vinna ekki með þessu fólki sem hefur sýnt af sér eins ótrú­lega mann­fyr­ir­litn­ingu og við höfum lesið um í fjöl­miðlum síð­ustu daga.  Það er eina leiðin út úr þessu. 

Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Sigríður segist hafa rætt við regluvörð og formann bankaráðs
Sigríður Benediktsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbankans, segir það ekki rétt að hún hafi sam­þykkt að sitja í nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra án þess að bera það undir for­mann banka­ráðs eða reglu­vörð Landsbank­ans.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira eftir höfundinnMargrét Tryggvadóttir