Myndlist og jafnrétti

Nokkur orð um konur í Seðlabanka Íslands

Auglýsing

Fár vik­unnar snýst um myndir Gunn­laugs Blön­dals í Seðla­bank­anum og með­ferð­ina á þeim. Þær voru settar í geymslu enda höfðu þær stuðað ein­hvern starfs­mann­inn. 

List er ekki bara skraut og feg­urð. Hlut­verk list­ar­innar er bein­línis að hreyfa við okk­ur. Það sem er svo dásam­lega fal­legt en um leið sorg­legt við þetta mál er að þessi gömlu og borg­ara­legu verk geta enn hneyksl­að. Og við öll erum að ræða þetta, sem er í sjálfu sér gott - og það án þess að hafa séð verkin því Seðla­bank­inn leyfir ekki mynda­tökur fjöl­miðla á þeim. 

List getur sann­ar­lega stuðað svo mikið að fólk á erfitt með að sinna starfi sínu. Ég er dæmi um það enda ætti ég að vera að gera eitt­hvað allt annað en að skrifa þessa grein en get ekki hætt að hugsa um þetta. Ýmis lista­verk geta líka verið stuð­andi. Ég held t.d. að ég gæti ekki unnið mikið ef "Almar í kass­anum" væri hérna á skrif­stof­unni hjá mér. Hugs­an­lega myndi hann samt venj­ast. 

Auglýsing

Það er heldur ekk­ert að því í sjálfu sér að færa lista­verk til. Eig­in­lega er það nauð­syn­legt svo við höldum áfram að sjá þau og skynja á nýjan leik því við verðum gjarna samdauna umhverfi okkar og hættum að taka eftir því. Dæmi um vel­heppn­aðar til­færslur verka í opin­beru rými eru t.d. "Vatns­ber­inn" eftir Ásmund Sveins­son sem færður var af holt­inu við Veð­ur­stof­una niður í miðbæ þar sem upp­runa­legu vatns­ber­arnir unnu sín störf og "Óþekkti emb­ætt­is­mað­ur­inn" eftir Magnús Tóm­as­son sem nú er ekki fal­inn í sundi heldur skundar í átt að ráð­hús­inu. Þessi verk öðl­uð­ust nýtt sam­hengi við til­færsl­una en þau voru heldur ekki sett í geymslu. 

Í Kast­ljósi gær­kvölds­ins var rætt við Ólöfu Krist­ínu Sig­urð­ar­dóttur safn­stjóra Lista­safns Reykja­víkur og Hug­rúnu Hjalta­dóttur sér­fræð­ing hjá jafn­rétt­is­stofu. Það var um margt athygl­is­vert spjall og sumt var bein­línis óþægi­legt fyrir list­unn­anda og -áhuga­mann­eskju sem jafn­framt er femínisti að hlusta á. Verst fannst mér að heyra Hug­rúnu tala um list sem skraut því þótt mörg verk, jafn­vel þau sem hér eru til umræðu, séu fal­legt er fag­ur­fræði ein­ungis eitt hlut­verk list­ar­innar og sum verk eru alls ekki fal­leg og eiga ekki heldur að vera það.  

Í Kast­ljós­þætt­inum kom líka fram að verkin sem hafa verið fjar­lægð eru tvö. Annað var á skrif­stofu yfir­manns en hitt var með öðrum verk­um, por­trettum af jakka­fata­klæddum körlum sem allir höfðu verið banka­stjórar Seðla­banka Íslands og því vænt­an­lega allir meira og minna borið ábyrgð á rússi­ban­areið  ís­lensku krón­unn­ar. Hvort það verð­skuldar eilíft líf á striga er spurn­ing.

Í við­tal­inu sagði Hug­rún að mik­il­vægt væri að stjórn­endur velti fyrir sér vinnu­staða­menn­ingu og ímynd. Gott og vel. Einu sinni fór ég á fund í Fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Þá hafði engin kona enn gegnt stöðu fjár­mála­ráð­herra. Á vegg í fund­ar­her­berg­inu voru myndir af öllum þeim körlum sem þá höfðu verið fjár­mála­ráð­herrar á Íslandi. Mynd­irnar þökktu vegg­inn og tugir karla störðu á mann - stelpu sem var að þykj­ast vera stjórn­mála­mað­ur. Það var ansi yfir­þyrm­and­i. 

Engar konur hafa enn verið seðla­banka­stjórar á Íslandi þótt nú sé árið 2019. Það er eitt­hvað sem þeir karlar sem stýra þeirra stofnun ættu að hug­leiða og hvað það þýðir fyrir bæði ímynd og vinnu­staða­menn­ing­una á þeim bæ. 

Það sem mér er fyr­ir­munað að skilja í þessu máli er ansi margt. Eitt er t.d. það hvernig borg­ara­legt verk eftir Gunn­laug Blön­dal getur stuðað ein­hvern en það er nú samt galdur list­ar­innar - hún talar við okkur á til­finn­ingaplan­inu. Annað sem ég skil alls ekki er hvers vegna Jafn­rétt­is­stofa virð­ist hafa lagt það til við Seðla­bank­ann, eftir að til hennar var leit­að, að til þess að leysa vanda­málið - bæta vinnu­staða­menn­ingu og ímynd SÍ - væri rétt­ast að fjar­lægja kon­urnar af veggj­unum en ekki jakka­fata­klæddu karl­ana. Hvernig í ósköp­unum getur það verið í þágu jafn­réttis að minna alla starfs­menn Seðla­bank­ans á það á hverjum degi þegar þeir labba fram hjá öllum jakka­fata­klæddu körlunum að þeir séu staddir í karla­heimi?

Er ekki frekar kom­inn tími til að pakka jakka­fata­klæddu feðra­veld­inu niður í geymslu?Hjördís

Myndin "Hjör­dís" (2007) eftir Lindu Ólafs­dótt­ur. Birt með góð­fús­legu leyfi lista­manns­ins. Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira eftir höfundinnMargrét Tryggvadóttir