Myndlist og jafnrétti

Nokkur orð um konur í Seðlabanka Íslands

Auglýsing

Fár vik­unnar snýst um myndir Gunn­laugs Blön­dals í Seðla­bank­anum og með­ferð­ina á þeim. Þær voru settar í geymslu enda höfðu þær stuðað ein­hvern starfs­mann­inn. 

List er ekki bara skraut og feg­urð. Hlut­verk list­ar­innar er bein­línis að hreyfa við okk­ur. Það sem er svo dásam­lega fal­legt en um leið sorg­legt við þetta mál er að þessi gömlu og borg­ara­legu verk geta enn hneyksl­að. Og við öll erum að ræða þetta, sem er í sjálfu sér gott - og það án þess að hafa séð verkin því Seðla­bank­inn leyfir ekki mynda­tökur fjöl­miðla á þeim. 

List getur sann­ar­lega stuðað svo mikið að fólk á erfitt með að sinna starfi sínu. Ég er dæmi um það enda ætti ég að vera að gera eitt­hvað allt annað en að skrifa þessa grein en get ekki hætt að hugsa um þetta. Ýmis lista­verk geta líka verið stuð­andi. Ég held t.d. að ég gæti ekki unnið mikið ef "Almar í kass­anum" væri hérna á skrif­stof­unni hjá mér. Hugs­an­lega myndi hann samt venj­ast. 

Auglýsing

Það er heldur ekk­ert að því í sjálfu sér að færa lista­verk til. Eig­in­lega er það nauð­syn­legt svo við höldum áfram að sjá þau og skynja á nýjan leik því við verðum gjarna samdauna umhverfi okkar og hættum að taka eftir því. Dæmi um vel­heppn­aðar til­færslur verka í opin­beru rými eru t.d. "Vatns­ber­inn" eftir Ásmund Sveins­son sem færður var af holt­inu við Veð­ur­stof­una niður í miðbæ þar sem upp­runa­legu vatns­ber­arnir unnu sín störf og "Óþekkti emb­ætt­is­mað­ur­inn" eftir Magnús Tóm­as­son sem nú er ekki fal­inn í sundi heldur skundar í átt að ráð­hús­inu. Þessi verk öðl­uð­ust nýtt sam­hengi við til­færsl­una en þau voru heldur ekki sett í geymslu. 

Í Kast­ljósi gær­kvölds­ins var rætt við Ólöfu Krist­ínu Sig­urð­ar­dóttur safn­stjóra Lista­safns Reykja­víkur og Hug­rúnu Hjalta­dóttur sér­fræð­ing hjá jafn­rétt­is­stofu. Það var um margt athygl­is­vert spjall og sumt var bein­línis óþægi­legt fyrir list­unn­anda og -áhuga­mann­eskju sem jafn­framt er femínisti að hlusta á. Verst fannst mér að heyra Hug­rúnu tala um list sem skraut því þótt mörg verk, jafn­vel þau sem hér eru til umræðu, séu fal­legt er fag­ur­fræði ein­ungis eitt hlut­verk list­ar­innar og sum verk eru alls ekki fal­leg og eiga ekki heldur að vera það.  

Í Kast­ljós­þætt­inum kom líka fram að verkin sem hafa verið fjar­lægð eru tvö. Annað var á skrif­stofu yfir­manns en hitt var með öðrum verk­um, por­trettum af jakka­fata­klæddum körlum sem allir höfðu verið banka­stjórar Seðla­banka Íslands og því vænt­an­lega allir meira og minna borið ábyrgð á rússi­ban­areið  ís­lensku krón­unn­ar. Hvort það verð­skuldar eilíft líf á striga er spurn­ing.

Í við­tal­inu sagði Hug­rún að mik­il­vægt væri að stjórn­endur velti fyrir sér vinnu­staða­menn­ingu og ímynd. Gott og vel. Einu sinni fór ég á fund í Fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Þá hafði engin kona enn gegnt stöðu fjár­mála­ráð­herra. Á vegg í fund­ar­her­berg­inu voru myndir af öllum þeim körlum sem þá höfðu verið fjár­mála­ráð­herrar á Íslandi. Mynd­irnar þökktu vegg­inn og tugir karla störðu á mann - stelpu sem var að þykj­ast vera stjórn­mála­mað­ur. Það var ansi yfir­þyrm­and­i. 

Engar konur hafa enn verið seðla­banka­stjórar á Íslandi þótt nú sé árið 2019. Það er eitt­hvað sem þeir karlar sem stýra þeirra stofnun ættu að hug­leiða og hvað það þýðir fyrir bæði ímynd og vinnu­staða­menn­ing­una á þeim bæ. 

Það sem mér er fyr­ir­munað að skilja í þessu máli er ansi margt. Eitt er t.d. það hvernig borg­ara­legt verk eftir Gunn­laug Blön­dal getur stuðað ein­hvern en það er nú samt galdur list­ar­innar - hún talar við okkur á til­finn­ingaplan­inu. Annað sem ég skil alls ekki er hvers vegna Jafn­rétt­is­stofa virð­ist hafa lagt það til við Seðla­bank­ann, eftir að til hennar var leit­að, að til þess að leysa vanda­málið - bæta vinnu­staða­menn­ingu og ímynd SÍ - væri rétt­ast að fjar­lægja kon­urnar af veggj­unum en ekki jakka­fata­klæddu karl­ana. Hvernig í ósköp­unum getur það verið í þágu jafn­réttis að minna alla starfs­menn Seðla­bank­ans á það á hverjum degi þegar þeir labba fram hjá öllum jakka­fata­klæddu körlunum að þeir séu staddir í karla­heimi?

Er ekki frekar kom­inn tími til að pakka jakka­fata­klæddu feðra­veld­inu niður í geymslu?Hjördís

Myndin "Hjör­dís" (2007) eftir Lindu Ólafs­dótt­ur. Birt með góð­fús­legu leyfi lista­manns­ins. Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnMargrét Tryggvadóttir