„... hafið þið ekki skilning á því?“

Af hverju ættu öryrkjar að bera byrðarnar?

Auglýsing

Félags­mála­ráð­herra hefur nú lagt fram frum­varp sem miðar að því að draga úr skerð­ingum á líf­eyr­is­greiðslum frá Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins. Þetta er stórt mál og flókið og ég get ekki annað en velt fyrir mér hvort það sé ekki svo að ráð­herr­ann sé bara að viðra málið og hafi aldrei ætlað að ná því í gegn á þessu þingi. Af hverju? Nú, til dæmis vegna þess að ráð­herr­ann leggur málið fram 31. maí þeg­ar, sam­kvæmt starfs­á­ætlun sem nú hefur reyndar verið numin út gildi, aðeins þrír dagar áttu að vera eftir að þing­inu. Aug­ljós­lega þarf þetta stóra mál - sem sann­ar­lega hefur verið beðið eftir - mun lengri og dýpri þing­lega með­ferð en mögu­leg er á þremur dög­um.

Frum­varpið var til umfjöll­unar í kvöld­fréttum RÚV í gær, 3. júní. Þar sagði ráð­herr­ann að til­gangur frum­varps­ins væri ­meðal ann­ar­s að auka atvinnu­þátt­töku öryrkja. Ein­hvern veg­inn efast ég um að sú leið sem hér er lögð fram sé væn­leg til þess en meira um það síð­ar. Frétta­mað­ur­inn, Hólm­fríður Dagný Frið­jóns­dótt­ir, tók við­tal við ráð­herrann, starf­andi for­mann kjara­hóps ÖBÍ og svo Ingu Sæland þing­mann Flokks fólks­ins en eins og kunn­ugt er þekkja báðir þeir þing­menn sem enn starfa fyrir flokk­inn veru­leika öryrkja á eigin skinni. Við­talið við Ingu fannst mér svo athygl­is­vert að ég ákvað að skrifað það hér upp öðrum til glöggv­un­ar: 

Auglýsing

HDF: Ja Inga, félags­mála­ráð­herra sagði í frétt­inni hér á undan að þetta væri jákvætt skref. Ertu sam­mála því?

IS: Öll skref eru jákvæð, að vísu en í þessu til­viki ætla ég nú að gera orð vara­for­manns Flokks fólks­ins að mínum og segja að í stað þess að sparka þrisvar í öyrkj­ann þá er verið að gera það tvisvar núna. Þetta er í raun­inni pínu­lítið skref og það sem við höfum verið að berj­ast fyrir er að afnema algjör­lega krónu á móti krónu. Það er nú það sem var boðað í síð­ustu kosn­inga­bar­áttu held ég af flestum ef ekki öllum en nú sjáum við fram á það að það er alls ekki í boð­inu og 65 aurar á móti krónu í skerð­ing­ar, ég veit ekki ... Það eina sem ég sé að er veru­lega jákvætt sem ég hef séð að er að koma fram í þess­ari þings­á­lyktun (svo) frá ráð­herra er að nú skuli í raun­inni vera sam­tíma­reikn­ingur þannig að skerð­inga­dag­ur­inn mikli sem var einu sinni á ári gagn­vart almanna­trygg­inga­þeg­um, sem við höfum nú kallað sko skelf­inga­dag­inn mikla, nú verður þetta gert jafn­óðum mán­að­ar­lega, þannig að það er jákvætt en það lítur að þessu og þá er það vitað að fátæk­asti hóp­ur­inn eru öryrkjar, það eru ein­ungis þeir sem eru vinn­andi sem koma til með að nýta sér þessa örlitlu hung­ur­lús í þessu fjár­hags­lega ofbeldi sem öryrkjar eru beitt­ir, og aðeins, pínu­lít­ið, eitt enn: Allir hinir sem eru ekki að hafa mögu­leika á því að fara út á vinnu­mark­að­inn, þeir fá ekki eina ein­ustu krónu í kjara­bót og eru á 212.000 krónum útborgað eftir skatta. 

HDF: En nú er við­snún­ingur í hag­kerf­inu, hafið þið ekki skiln­ing á því?

IS: Við höfum fullan skiln­ing á því en við höfum gjarna boðað það að for­gangs­röðun fjár­muna hér, í nákvæm­lega því sem lítur að okkar fjár­mál­um, okkur þykir sú for­gangs­röðun alröng og bitna á þeim sem síst skyld­i. 

(Let­ur­breyt­ingar mín­ar).

Tvennt finnst mér ástæða til að gera að sér­stöku umfjöll­un­ar­efni í þessu stutta við­tali. Í fyrsta lagi spurn­ing frétta­manns­ins, Hólm­fríðar Dag­nýjar Frið­jóns­dótt­ur, um hvort öryrkjar hafi ekki skiln­ing á því að það sé við­snún­ingur í hag­kerf­inu. Í henni virð­ist það við­horf falið að eðli­legt sé að öryrkjar lifi undir fátækt­ar­mörkum og að þeir séu baggi á sam­fé­lag­inu sem eigi ekki að gera of miklar kröf­ur. Hvor­ugt er sann­gjarnt né rétt. Sam­kvæmt frum­varpi ráð­herra eru greiðslur Trygg­ing­ar­stofn­unar til öryrkja nú 310.800 kr. hjá þeim sem fá greidda heim­il­is­upp­bót og 247.183 kr. fyrir þá sem ekki fá greidda heim­il­is­upp­bót. Skatt­leys­is­mörk líf­eyr­is­tekna eru hins vegar 152.807 og því greiða öryrkjar ekki bara tekju­skatt eins og aðr­ir, þeir greiða auð­vitað líka virð­is­auka­skatt af vörum og þjón­ust­u. 

Það er hins vegar rétt hjá frétta­manni að nú eru blikur á lofti í hag­kerf­inu. Fjár­mála­ráð­herra seg­ist enn stefna að halla­lausum rík­is­rekstri þótt nú sé búið að finna upp eitt­hvað sem heitir "óvissu­svig­rúm" og ráð­herr­anum finnst hljóma betur en halla­rekst­ur. Hugs­an­lega mætti benda ráð­herr­anum á að gúggla John Mayn­ard Key­nes en senni­lega myndi það ekki breyta nein­u. 

Þegar kreppir að halda þeir sem gjarna eiga pen­inga að sér hönd­un­um (og já, þeir eru svo sann­ar­lega til á Ísland­i). Tekjur ann­arra skerð­ast og eyðsla þeirra minnkar sömu­leið­is. Staða öryrkja er hins vegar sú að tekjur þeirra eru alltaf rýrar og duga vart fyrir fram­færslu. Þegar stjórn­völd afnema auð­legð­ar­skatt eða lækka veiði­gjöldin sem kvóta­kóng­arnir greiða fyrir afnot að sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­innar fara auð­menn­irnir ekki oftar í Bón­us, klipp­ingu eða til tann­lækn­is. Þeir eiga bara meiri pen­inga, verða enn rík­ari og eins og dæmin sanna hafa sumir þeirra reynt að koma fjár­munum sínum undan í hin ýmsu skatta­skjól. 

Þegar tekjur öryrkja og ann­ars fátæks fólks aukast fer aukn­ingin hins vegar að mestu í dag­lega neyslu og í að borga fyrir hluti sem þeir hafa til þessa þurft að neita sér um. Það þýðir að ríkið fær virð­is­auka­skatt af hverri krónu sem fer til hár­sker­ans, tann­lækn­is­ins eða er varðið til mat­ar­inn­kaupa. Það þýðir líka að pen­ing­arnir halda ferð sinni um hag­kerfið áfram og skapa veltu og þar með störf og það er mik­il­vægt, sér­stak­lega á sam­drátt­ar­tím­um. Þeir stoppa ekki inni á feitum banka­reikn­ingum ríka fólks­ins. Það er því skyn­sam­legt að hækka greiðslur til þeirra sem minnst hafa, ekki bara af því að það er blettur á okkar ágæta sam­fé­lagi að halda fólki í fátækt­ar­gildrum, heldur vegna þess að einmitt núna þurfum við meiri velt­u. 

Hitt sem mér fannst sér­lega athygl­is­vert er sú full­yrð­ing Ingu um að allir flokkar hafi fyrir síð­ustu kosn­ingar barist fyrir algjöru afnámi skerð­inga í líf­eyr­is­kerf­inu. Nú var ég fram­bjóð­andi fyrir síð­ustu kosn­ingar og við í Sam­fylk­ing­unni lof­uðum aldrei að afnema allar skerð­ingar á líf­eyr­is­greiðsl­um, hvorki til aldr­að­ara né öryrkja. Við lof­uðum hins vegar sann­gjarn­ara kerfi og tekju­tengdum skerð­ing­um. Yrðu allar skerð­ingar afnumdar myndu t.d. Inga Sæland sjálf, sem sam­kvæmt vef Alþingis er með kr. 1.651.791  í mán­að­ar­laun sem þing­maður og for­maður stjórn­mála­flokks líka fá líf­eyrir frá Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins. Mitt mat er að hún þurfi ekki á þeim líf­eyri að halda á meðan hún situr á þingi og ekki heldur hinn þing­maður Flokks fólks­ins Guð­mundur Ingi Krist­ins­son sem er með kr. 1.101.194 í mán­að­ar­laun. Mér finnst það nefni­lega alveg nóg laun og að greiða þeim líf­eyri umfram þau væri óskyn­sam­legt bruðl af hálfu rík­is­ins. 

Að auka tekjur öryrkja með minni áhrifum skerð­inga er það hins vegar ekki. Frum­varp ráð­herr­ans er hins vegar hand­ó­nýtt drasl, van­hugsað og ekki lík­legt til að auka atvinnu­þátt­töku líf­eyr­is­þega hæt­is­hót. Öryrki sem myndi afla sér auka­lega kr. 100.000 á mán­uði umfram það frí­tekju­mark sem nú er fengi kr. 35.000 af þeirri upp­hæð. Lægsta tíma­kaup Efl­ingar er nú kr. 1.658. Væri 100.000 kall­inn afrakstur slíkrar tíma­vinnu hefði við­kom­andi þurft að vinna í um 60 tíma í mán­uð­in­um. Eftir skerð­ing­una er tíma­kaup við­kom­andi kr. 583. Hér væri ágætt að hver og einn les­andi þess­arar færslu veltu fyrir sér hvers konar starf þeir væru til í að vinna fyrir kr. 583 á tím­ann. Laun 10. bekk­inga í ung­linga­vinn­unni í Reykja­vík eru kr. 838. 

Af þeim tekjum sem standa eftir hjá öryrkj­anum eftir 65% skerð­ingu þarf hann svo að greiða skatt. Af kr. 35.000 þarf hann að borga kr. 12.929 í skatt. Eftir standa því bara kr. 22.071. Er sú upp­hæð lík­lega til að auka atvinnu­þátt­töku öryrkja veru­lega í því kerfi sem við búum við núna? Ég held ekki. 

Auglýsing

Virkni er öllum nauð­syn­leg. Við erum svo miklu betri og auð­ugri ef við högum sam­fé­lag­inu þannig að allir fái notið sín. Atvinnu­þátt­taka öryrkja mun ekki aukast við þetta frum­varp, ekki bara vegna þess að fjár­hags­legur ávinn­ingur af auk­inni vinnu er nán­ast eng­inn, heldur líka vegna þess að sam­fé­lagið býður ekki upp á næg atvinnu­tæki­færi fyrir þá sem eru ein­hverra hluta vegna með skerta starfs­getu. Ástæður örorku eru alls­kon­ar. Það sem hentar einum virkar ekki endi­lega fyrir þann næsta. Sveigj­an­leik­inn á vinnu­mark­aði þarf að vera svo miklu, miklu meiri og hvat­inn til að láta til sín taka sömu­leið­is. 

Í mínum huga er það aug­ljóst að sé mark­miðið raun­veru­lega að auka atvinnu­þátt­töku öryrkja þarf þetta frum­varp að vera allt öðru­vísi. Eins og starf­andi for­maður kjara­hóps ÖBÍ, Berg­þór Heimir Þórð­ar­son, bendir á hefði verið skyn­sam­legt að hafa hærra frí­tekju­mark. Þá gætu öryrkjað aflað auk­inna tekna án nokk­urra skerð­inga. Berg­þór segir auk þess að  lág­mark hefði verið að miða við 50% skerð­ing­ar­hlut­fall. Ég er sam­mála honum um að það hefði verið skárra. Eðli­legra hefði mér þó þótt að hafa skerð­ing­ar­hlut­fallið tekju­tengt. Þannig væri hægt að hafa það lágt af fyrstu tekjum umfram frí­tekju­mark en hækka það svo með auknum tekjum þar til líf­eyr­is­greiðsl­urnar eru skertar að fullu. Tekju­háir öryrkjar, eins og Inga Sæland og Guð­mundur Ingi, þurfa ekki greiðslur frá Trygg­ing­ar­stofnun rík­is­ins. 

Aukin virkni skilar sér líka í meiri lífs­gæð­um, betri heilsu og fjöl­breytt­ara sam­fé­lagi. Allt er það dýr­mætt fyrir okkur og - merki­legt nokk - líka fyrir fjár­hag rík­is­ins. Það kostar okkur fárán­lega mikið að halda fólki í fátækt­ar­gildru. Ég efa ekki að mun ódýr­ara er fyrir fjár­hag rík­is­ins að hjálpa fólki upp úr henni. Þetta frum­varp gerir heldur ekki neitt fyrir þá sem ekki geta aflað auka­tekna þótt þeir vildu.

Þótt ráð­herr­ann sýn­ist brattur og mæli nú fyrir mál­inu sínu þá er (hugs­an­lega) stutt í þing­lok. Ég hvet þing­heim til að láta ráð­herr­ann ekki kom­ast upp með að rétt svo viðra þetta frum­varp korter í þing­lok heldur taka við mál­inu, laga það og sam­þykkja svo sómi sé að. Það er ekki bara mann­rétt­inda­mál heldur líka efna­hags­lega skyn­sam­leg­t. 

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira eftir höfundinnMargrét Tryggvadóttir