Manndómsvígsla dómsmálaráðherra

Af ógeðsdrykkjum, flóttabörnum og (ó)mennsku

Auglýsing

Það er alþekkt í allskyns klíkum að fólk sem vill inn­göngu í hóp­inn þarf að sanna sig. Klík­urnar hleypa ekki hverjum sem er inn og stundum eru skil­yrðin sem þarf að upp­fylla fremur und­ar­leg og jafn­vel ógeðs­leg. Hver man ekki eftir breska for­sæt­is­ráð­herr­anum sem átti að hafa þurft að setja við­kvæm­asta hluta lík­ama síns upp í kjaft­inn á dauðu svíni til að fá inn­göngu í fíni­manna­klúbb á háskóla­árum sínum? Oftar en ekki eru þó skil­yrðin óskráð og breyti­leg og aðeins sýni­leg kunn­ug­um. 

Ein helsta valda­klíka íslenska lýð­veld­is­ins heitir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Flokk­ur­inn og for­verar hans hafa ráðið næstum öllu á þessu skeri síðan elstu menn muna, oft­ast þó í sam­starfi við aðra sem hafa verið til­kippi­legir á hverjum tíma. Og einu hefur flokk­ur­inn gætt að missa helst aldrei völdin yfir, síð­ustu ára­tugi þegar hann hefur verið í rík­is­stjórn á annað borð (sem er næstum alltaf), og það er ráðu­neyti dóms­mála. 

Dóms­mála­ráðu­neytið er í raun bara pínu­lítið ráðu­neyti og alla jafna, þegar ekki er verið að klúðrað því að setja á stofn milli­dóms­stig, þá held ég að það sé fremur rólegt þar. Það er nefni­lega sjaldn­ast verið að breyta neinu í dóms­kerf­inu okk­ar. Sann­ar­lega eru und­an­tekn­ingar á því, t.d. eftir hrun þegar ýmis­legu var breytt í lög­gjöf um gjald­þrot og úrvinnslu þeirra mála og svo auð­vitað núna, eftir að frú Sig­ríði Á And­er­sen tókst að rústa Lands­dómi. Ráðu­neytið er raunar svo lítið að þegar aðrir réðu þar þótti upp­lagt að sam­eina það öðrum ráðu­neytum í svo­kallað inn­an­rík­is­ráðu­neyt­i. 

Auglýsing

En þarna eru nátt­úru­lega spottar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur viljað halda í og því miður tek­ist alltof oft. Það er dóms­mála­ráð­herra sem hefur ráðið dóm­ara og í slíku vali fel­ast mikil völd eins og raunar er mun greini­legra í öðrum ríkj­um, t.d. í hæsta­rétti Banda­ríkj­anna þar sem breytt skipun dóm­ara gæti til að mynda breytt rétti kvenna til þung­un­ar­rofs eða sam­kyn­hneigðra til að gift­ast þeim sem þeir elska. Og svo heyra mál­efni hæl­is­leit­enda og Útlend­inga­stofnun undir dóms­mála­ráð­herra. 

Við erum mörg sem höfum velt fyrir okkur hvers vegna fram­ganga Útlend­inga­stofn­unar er með þeim hætti sem raun bera vitni. Jafn­vel þegar yfir­lýst mark­mið nýrrar lög­gjafar er mann­úð­legri nálgun á mála­flokk­inn virð­ist fram­kvæmdin enn harka­legri og ljót­ari. Og við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þessi stofnun hefur orðið til og þró­ast með þeim hætti sem raun ber vitni undir ásjónu þeirra fjöl­mörgu ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem hafa vermt þá skrif­stofu síð­ustu ára­tugi. Mér hefur stundum dottið í hug að seta þar og sam­þykkt á ýmsu sem gerst hefur í mál­efnum útlend­inga sé eins konar ógeðs­drykkur sem ráð­herr­ann hverju sinni hefur þurft að kyngja til að sanna sig fyrir hópn­um. Sanna að hann sé sko laus við alla til­finn­inga­semi og geti tekið erf­iðar ákvarð­anir ef honum sýn­ist svo. Sanna að hann sé karl í krap­inu, áræð­inn og óhagg­an­leg­ur, jafn­vel þegar hags­munir ein­stak­linga í veikri stöðu eru í húfi, áður en honum er treyst í önnur verk­efni.

En nú er ný kona í brúnni og ég var örugg­lega ekki ein um að binda vonir við að hún væri sæmi­leg mann­eskja. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir ber sann­ar­lega af sér góðan þokka. Og nú reynir á hana á ýmsum víg­stöðv­um. 

Það á að vísa tveimur barna­fjöl­skyldum úr landi og fólk er almennt brjálað yfir því. Ráða­menn kalla gjarna eftir "auk­inni skil­virkni" í mál­efnum hæl­is­leit­enda sem er fag­mál yfir að vísa fólki úr landi án þess að við hin tökum mikið eftir því. Það klikk­aði algjör­lega núna. Okk­ur, almennum borg­ur­um, þykir nefni­lega orðið svo und­ur­vænt um þessa krakka. Hana Za­inab Safari sem sam­nem­endur hennar í Haga­skóla hafa haldið svo fal­lega utan um og bróðir hennar og Sawari-bræð­urna sem þjást af kvíða vegna yfir­vof­andi brott­vís­un­ar. Okkur "góða fólk­inu" finnst sjálf­sagt mál að þau og for­eldrar þeirra fái að vera hérna áfram. Í þetta sinn eru heldur ekki bara örfáir akti­vistar að berj­ast fyrir nafn­laust fólk. Nú hefur mynd­ast almenn sam­staða um að verja þessar fjöl­skyldur eins og mikil þátt­taka í mót­mæla­göngu í gær sýndi. Við viljum leyfa þeim að vera og við viljum ekki að börnum sé vísað út í óviss­una. Almenni­legt fólk skilur nefni­lega ekki svo­leiðis mann­vonsku.

Á sama tíma er sótt að Þór­dísi Kol­brúnu ráð­herra úr hörðum kjarna í hennar eigin flokki. Við sem lesum stundum Mogg­ann fylgj­umst hissa með árásum gam­allar valda­klíku flokks­ins og leið­toga á þessa stjórn­mála­konu sem ætti að geta átt fram­tíð­ina fyrir sér og látið gott af sér leiða. Hún er kölluð "skjáta", "fagri ferða­mála­ráð­herr­ann með mörgu nöfn­in“, sögð óskýr í hugs­un, ung og óreynd. Þessi kona er þó vara­for­maður flokks­ins. Sú umræða hefur að tölu­verðu leyti snú­ist um orku­pakka en ekki hæl­is­leit­endur og til­heyra þessi mál sitt­hvoru ráðu­neyt­inu. Á þeim er þó snerti­flötur sem snýr að því hvort Ísland eigi að vera frjáls­lyndur og virkur þátt­tak­andi í alþjóða­sam­starfi eða ekki. 

Við­horf og vænt­ingar þess­ara tveggja hópa sem nú banka á dyrnar hjá Þór­dísi Kol­brúnu eru ósam­rým­an­legir pólar og hún mun aldrei geta gert báðum þessum hópum til geðs. Hún er að vinna annað málið með skýrum og stað­reynda­mið­uðum mál­flutn­ingi og upp­lýs­inga­gjöf um alla heims­ins orku­pakka en hún er að skíttapa í málum fjöl­skyldn­anna tveggja. Það var ljóst dag­inn sem krakk­arnir í Haga­skóla fjöl­menntu með skóla­systur sinni niður í ráðu­neyti í vor

Þór­dís Kol­brún hefur um tvennt að velja. Hún getur gert ekki neitt og ekki látið ná í sig næstu daga þar til fjöl­skyld­unum tveimur hefur verið vísað úr landi eða hún getur kippt í ein­hvern þeirra fjöl­mörgu spotta sem liggja úr dóms­mála­ráðu­neyt­inu í Útlend­inga­stofnun og stöðvað brott­fluttn­ing­inn. Fyrir það mun hún örugg­lega verða kölluð niðr­andi nöfnum á síðum Mogg­ans en hún ætti að vera orðin vön því. Ef hún fer fyrri leið­ina missir hún hins vegar til­trú almenn­ings. Það verður ógjörn­ingur fyrir okkur sem vildum trúa að hún væri almenni­leg mann­eskju að halda það áfram. Velji hún að líta undan á meðan börn­unum er vísað úr landi getur vel verið að harði kjarn­inn hætti að kalla hana "skjátu" og taki það jafn­vel upp hjá sjálfum sér að læra nafnið hennar og nota það og treysti henni fyrir frek­ari emb­ætt­um. Leyfi hún hjart­anu að ráða (sem ég vona enn að leyn­ist ein­hvers staðar þarna innan í henni) og fúlsi við mann­dóms­vígsluó­geðs­drykknum og tryggi að Safari- og Sawari-­fjöl­skyld­urnar fái að vera áfram á Íslandi þar sem börnin hafa eign­ast vini, gengið í skóla og lifað því sem við köllum eðli­legu lífi í fyrsta sinn á æfinni, gæti vel verið að hún þyrfti jafn­vel að fylgja dæmi fyrrum vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fara í Við­reisn. 

En er það ekki skárri félags­skapur hvort sem er?  

Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Smitum fjölgar um eitt á milli daga.
Tuttugu og eitt smit og átta utan sóttkvíar
Tuttugu og einn einstaklingur greindist með COVID-19 hérlendis í gær. Minnihluti þeirra, eða átta manns, voru utan sóttkvíar við greiningu.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Ástandið kallar á að við setjum okkur í spor annarra – og er prófsteinn á siðferði okkar
Sjaldan hefur verið mikilvægara að staldra við og íhuga aðgerðir stjórnvalda vegna þerrar heilsuvár sem vofir yfir. Við það vaknar fjöldi siðferðislegra spurninga og ræddi Kjarninn við Vilhjálm Árnason til þess að komast nær svörum í flóknum aðstæðum.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Eiríkur Ragnarsson
Að hanga heima hefur aldrei verið betra
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnMargrét Tryggvadóttir