Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu

Fögur fyrirheit og kaldur raunveruleikinn

Auglýsing

Stundum líður mér eins og áhorf­anda í absúr­dleik­hús­i. 

Sam­fé­lagið okkar er um margt gott. Og raunar held ég að flest fólk sé gott, alla­vega í innsta kjarna sín­um. Ég held líka að flestir reyni að bæta sig, vanda sig í störfum sínum og leggja gott til sam­fé­lags­ins. 

En svo kemur "kerfið", eitt­hvert óskil­greint afl, sem við erum þó öll þátt­tak­endur í og berum ábyrgð á, og gerir eitt­hvað þver­öf­ugt. Og manni líður eins og verið sé að hafa okkur að fíflum eða að við séum að heyra fréttir frá ein­hverjum hlið­stæðum heimi sem er í tómu rugli. En svo erum það við sem erum í rugl­in­u. 

Auglýsing

Síð­ustu dagar hafa kannski ekki verið verri en margir aðrir en þó hafa minnst þrjú dæmi um þetta birst mér. Mál sem fá mig til að skamm­ast mín fyrir sam­fé­lag mitt en líka til að reyna að leggja gott til og gera bet­ur. 

Eitt:

Í vik­unni var hér haldin alþjóð­leg ráð­stefna um #Metoo-­bylt­ing­una. Ég átti þess ekki kost að sitja hana en skilst að hún hafi farið að mestu vel fram og mikið hafi verið á henni að græða. Á sama tíma birt­ust fréttir á mbl.is um að kona hafi fallið fram af svöl­um. Önnur frétt var birt um að hún hefði slasast alvar­lega við "fallið". 

Screenshot 2019-09-17 at 11.52.11.png

Eðli­legt er að sýna nær­gætni við fyrstu fréttir af hörmu­legum atburðum en þegar nákvæm­ari vitn­is­burður um atburða­rás­ina liggur fyrir er eðli­legt að upp­færa frétt­ir. Og það gerðu aðrir fjöl­miðlar sem greindu frá þessu einmitt. Þeir breyttu sínum fyr­ir­sögnum um leið og ljóst var að konan féll ekki. Henni var hrint fram af svöl­un­um. Slíkt ger­ist ekki sjálf­krafa. Það var ein­hver sem hrinti henni, sem sagt ger­andi. Samt kemur hann hvergi fram og er með öllu ósýni­legur í frétta­flutn­ingi mbl.is

Tvö:

Nú í byrjun sum­ars sam­þykkti Alþingi ný lög um kyn­rænt sjálf­ræði. Þessi lög eru mikil rétt­ar­bót fyrir trans­fólk eða ættu alla­vega að vera það. Mark­mið lag­anna er skýrt: "Lög þessi kveða á um rétt ein­stak­linga til þess að skil­greina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kyn­vit­und þeirra njóti við­ur­kenn­ing­ar. Einnig er lög­unum ætlað að standa vörð um rétt ein­stak­linga til lík­am­legrar frið­helgi."

Engu að síður ber­ast nú fréttir um að rík­is­stofnun sem á að þjóna okkur borg­ur­unum og fara að lögum neiti íslenskri konu um að leið­rétta kyn­skrán­ingu sína og nafn sitt í þjóð­skrá. Upp­gefin ástæða er að konan eigi lög­heim­ili í útlönd­um. Ekk­ert í lög­unum kveður þó á um að búseta á Íslandi sé skil­yrði eða að þessi íslenska lög­gjöf gildi ekki um alla íslenska rík­is­borg­ara. Þetta virð­ist geð­þótta­á­kvörðun kerf­is­ins, þrátt fyrir spá­nýja lög­gjöf sem ég held að vandað hafi verið til. 

Þrjú:

Mig setti hljóða þegar ég sá for­síðu Frétta­blaðs­ins í morg­un. Þrátt fyrir að Hæsti­réttur hafi, eftir ára­tuga­bar­áttu sak­born­inga og ann­arra, sýknað sak­born­inga í Guð­mund­ar- og Geir­finns­málum og for­sæt­is­ráð­herra Íslands beðið þá afsök­unar fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­innar á því rang­læti sem þeir hafa mátt þola, hefur ríkið hafnað bóta­kröfu eins þeirra með væg­ast sagt and­styggi­legum rök­stuðn­ingi. Rök­stuðn­ingi sem er hrein­lega eins og úr hlið­stæðum heimi þar sem engin mann­rétt­inda­bar­átta hefur átt sér stað, eng­inn hæsta­rétt­ar­dómur fallið og for­sæt­is­ráð­herra ekki beðið neinn afsök­unar á neinu. Þar sem segir meðal ann­ar­s: "Af hálfu íslenska rík­is­ins er öllum ávirð­ingum gagn­vart lög­reglu og dóm­stól­um, svo og ásök­unum um meinta refsi­verða hátt­semi, lög­reglu, ákæru­valds og dóm­stóla hafnað enda ósann­aðar með öllu". Svona getur ríkið ekki hagað sér, bara alls ekki. 

Hin fögru fyr­ir­heit eru eins og stjörnur á spor­baug sem svífa yfir okkur án þess að rekast nokkurn tím­ann á hinn kalda veru­leika kerf­is­ins. Hvernig getur maður hætt í þessu fárán­lega leik­riti?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMargrét Tryggvadóttir