Nei, Steingrímur

Opið bréf til forseta Alþingis

Auglýsing

Sæll Stein­grím­ur,

Við lifum áhuga­verða tíma. Agn­dofa fylgj­umst við flest með því hvernig heim­ur­inn hefur stöðvast, það er hinn mann­gerði heim­ur, vegna veiru sem við höfum enga stjórn á. Að óreyndu hefði ég, þér að segja, ekki trúað því að sátt myndi ríkja um það í okkar kap­ít­al­ísku ver­öld að víkja efna­hags­legum hags­munum frá til að vernda líf og heilsu fólks. Mér hefur nefni­lega oft sýnst það ekki koma til greina, sér­stak­lega þegar fólkið sem um ræðir er jað­ar­sett, fatl­að, býr í fátæk­ari löndum heims eða er okkur ekki nátengt. Eða ef um er að ræða fram­tíð­ar­kyn­slóð­ir. En nú er það allt í einu gert og það er gott. 

En hvað ger­ist svo? 

Auglýsing

Það vitum við ekki. Það sem vís­inda­menn virð­ast sam­mála um er að veiran er ekk­ert að fara og það mun taka marga mán­uði og jafn­vel ár að þróa bólu­efni og bólu­setja heims­byggð­ina. Og svo gæti kór­ónu­skratt­inn komið aftur í breyttri mynd. Það verður því ekki allt orðið gott 4. maí og við verðum að hugsa lengra. Og við sem fylgj­umst með alþjóða­póli­tík­inni sjáum að víða er að mynd­ast þrýst­ing­ur, jafn­vel frá vald­höf­um, um að breyta út af þeirri stefnu sem farin hefur verið víða; að loka sam­fé­lag­inu. Fólk vill út, í klipp­ingu, fljúga landa á milli og "koma hjólum efna­hags­lífs­ins af stað" eins og það er kall­að. Ann­ars staðar hefur lýð­ræðið verið svo gott sem afnu­mið, sums staðar með tíma­bundnum heim­ild­um, ann­ars staðar var­an­lega. 

Stein­grím­ur, við hljótum að vera sam­mála um að í þessu fel­ast bæði ótal hættur en líka tæki­færi. Nú þarf að standa í lapp­irnar og standa vörð um allt sem er ein­hvers virði. Ekki bara við­kvæma fólkið okkar sem gæti dáið úr veirunn­i,  ­loftið sem allt í einu er orðið hreint um heim allan, lífs­við­ur­væri fólks, mat­væla­ör­yggi og sam­göngu­leið­ir. Við þurfum líka að standa vörð um lýð­ræðið sem á undir högg að sækja víða um heim. Við ráðum ekki yfir öllum heim­inum en við getum ýmsu ráðið á Íslandi, sér­stak­lega þú. 

Síð­ustu daga hef ég fylgst með þing­fundum sem hafa ekki allir staðið lengi.  Einn þeirra var mjög stutt­ur. Upp­nám varð vegna þess að á dag­skrá var mál sem ekki var sátt um. Og þá vilja þing­menn tala en geta það ekki vegna sam­komu­banns. Lagt hefur verið til aðflytja Alþingi tíma­bundið í hent­ugra hús­næði, til dæmis Hörpuna. Það voru mér von­brigði að sjá að þú slóst þá hug­mynd strax út af borð­inu

Þar væri nefni­lega mun auð­veld­ara að stúka af ákveðna hluta og tryggja að öllum kröfum um sótt­varnir sé mætt í rýmra hús­næði. Slíkt væri auð­velt að gera í stórum sal, t.d. í Eld­borg­ar­sal Hörpu, þar sem eru margir inn­gangar og og hægt að setja skil­rúm á milli hluta þannig að þing­menn utan við 20 manna hópa hitt­ust aldrei í raun­heim­um, not­uðu ólík sal­erni og sætu á afmörk­uðu svæði með tveggja metra milli­bili. Þetta er mun ein­fald­ara að gera í stórum sal en í Alþing­is­hús­inu. Þar er það þó alls ekki ómögu­legt. Þing­menn eru bara 63 en einnig koma starfs­menn Alþingis að þing­haldi. Hægt væri að skipta þing­mönnum og starfs­fólki í fjóra ólíka hópa sem væru í sitt­hvorum saln­um. Einn hópur gæti notað þingsal­inn, annar mat­sal­inn en hinir verið á nefnd­ar­svið­inu eða ann­ars staðar þar sem eru stór fund­ar­her­bergi. Hægt væri að tengja sal­ina saman með ein­földum og ókeypis fjar­fund­ar­bún­aði eins og millj­ónir jarð­ar­búa reiða sig á þessa dag­ana. Eins væri hægt að færa þing­hald í Háskóla­bíó, ýmist með því að stúka af stóra sal­inn eða skipta mann­skapnum niður í minni sali og tengja þá með fjar­funda­bún­aði sem er þegar til staðar þar. Í Reykja­vík eru líka fjöl­mörg ráð­stefnu­hótel þar sem allt er til alls og eng­inn að nota nú um stund­ir. Ódýr­ast fyrir ríkið væri auð­vitað að nota eitt­hvert þeirra húsa sem það á og er ekki í notkun núna en fyrst rík­is­sjóður er hvort sem er að styrkja fyr­ir­tæki er allt eins hægt að gera það með leig­u. 

Því Stein­grím­ur, þetta eru svo mik­il­vægir tím­ar. Það sem við gerum núna og á næstu vikum og mán­uðum skiptir sköp­um. Núna er tæki­færið til að byrja með hreint borð og það er mik­il­vægt að lýð­ræðið virki. Slík tæki­færi gef­ast ekki oft. Og ræðupúlt Alþingis er sá vett­vangur sem þjóðin getur fylgst með. Þar á hin lýð­ræð­is­lega umræða að fara fram. Þess vegna er ótækt að bara "sam­komu­lags­mál" fari á dag­skrá þings­ins því til þess að kom­ast að sam­komu­lagi þarf að fara fram umræða. Sú umræða á að fara fram í heyranda hljóði þar sem öll þjóðin getur fylgst með. Hún á að fara fram á þing­fundi en sá þing­fundur þarf ekki að vera í Alþing­is­hús­inu. Hann gæti allt eins farið fram á Þing­völl­um. Hann þarf bara að geta farið fram og allir þing­menn að geta tekið þátt í hon­um. Til þess eru þeir kjörn­ir. Og það þarf ekki raf­rænan búnað til að greiða atkvæði, frekar en hann þurfti fyrir nokkrum ára­tug­um. Þú veist eins vel og ég að til eru aðrar leið­ir. Reglu­lega fara atkvæða­greiðslur á Alþingi fram með nafna­kalli eða, ef bún­aður bil­ar, með handa­upp­rétt­ingum eins og í gamla daga. 

Kæri Stein­grím­ur. Nú standa stjórn­völd frammi fyrir for­dæma­lausum vanda sem krefst for­dæma­lauss fjár­aust­urs úr rík­is­sjóði. Alþingi hefur fjár­veit­inga­valdið og það verður að geta fundað og rætt það sem þarf að ræða. Auk þess er það ekki svo að öll önnur mál gufi upp þótt þessi veira leiki lausum hala. Þau þarf líka að ræða. Allir 63 alþing­is­menn­irnir voru kjörnir til að vinna að mál­efnum þjóð­ar­inn­ar. Við erum kannski ekki sam­mála þeim öllum en þeir voru kosnir og þannig virkar lýð­ræð­ið. Það er þitt hlut­verk, sem for­seta Alþing­is, að tryggja að þeir geti unnið vinn­una sína. Nú hefur allt þjóð­fé­lagið aðlag­ast breyttum aðstæðum á undra­skömmum tíma. Sveit­ar­fé­lögin hafa gjör­breytt félags­þjón­ust­unni. Nemar á öllum aldri læra heima í gegnum fjar­fund­ar­bún­að. Fólk vinnur heima með mis­ergi­lega krakka í kringum sig en nær samt að skila sínu. Land­spít­al­inn tvö­fald­aði gjör­gæslu­deild­ina á tveimur vik­um. Það er ein­fald­lega óboð­legt að þú segir þjóð­inni að það sé stór­mál að færa ríf­lega sex­tíu­manna fund í annað hús­næði. Fyrst gamla fólkið á öldr­un­ar­stofn­unum getur lært á fjar­fund­ar­búnað til að tala við fólkið sitt hljóta þing­menn að geta það líka.  Það þarf ekki einu sinni sér­staka lýs­ingu. Því skora ég á þig að sjá til þess að þing­menn geti tekið þátt í þing­störfum og rætt þau mál sem þarf að ræða. Lýð­ræðið og fram­tíðin er nefni­lega í húfi. 

Bestu kveðj­ur, 

Mar­grét

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMargrét Tryggvadóttir