Eitt mikilvægasta skjal tuttugustu aldarinnar og undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna

Auglýsing

Í dag er Alþjóð­legi mann­rétt­inda­dag­ur­inn. Til ham­ingju með­ dag­inn. Fyrir 70 árum síðan þann 10. des­em­ber 1948 klukkan þrjú að nóttu sam­þykkt­u ­Sam­ein­uðu þjóð­irnar á alls­herja­þingi í París Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­u ­Sam­ein­uðu þjóð­anna. Enn í dag er þessi yfir­lýs­ing mesta við­urk­enda ­yf­ir­lýs­ing um mann­rétt­indi og und­ir­staðan í alþjóð­legum mann­rétt­inda­kerfum og und­an­fari alþjóð­legra mann­rétt­inda­sátt­mála.

Það gerð­ist eitt­hvað þetta kvöld á alls­herja­þingi sam­ein­uð­u ­þjóð­anna sem ekki hafði gerst áður­.  Allir full­trúar þings­ins risu á fættur og fögn­uðu  kven­kyns full­trúa þings­ins, frú Eleanor Roos­evelt.  Hún var kona sem barð­is­t ­fyrir þessum rétt­indum og barð­ist fyrir mann­rétt­indi og jafn­rétti næstum allt sitt líf þrátt fyrir því að vera hvít kona frá hátt­settri fjöl­skylda í Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing

Að mínu mati var frú Eleanor Roos­el­velt ein mik­il­vægasta ­kona sem hefur verið til og leidd­i  vinn­una sem skil­aði okkur þess­ari merki­legu yfir­lýs­ingu, ef hennar hefð­i ekki notið við er óvíst hvenær þessi yfir­lýs­ing hefði komið til. Það var ekki auð­velt að leiða saman ólík við­horf  og ­kröfu vegna skil­grein­ingu á mann­rétt­ind­um. Frú Roos­evelt var drif­kraftur bak­við þessa miklu vinnu. Við gerð samn­ings­ins var nefndin  keyrð áfram og á 14 dögum vann nefndin 16 tíma á dag til að klára samn­ing­inn. Það er sagt að sum þeirra fóru með bænir til hins látna Frank­lin D. Roos­evelt „O Lord, make El­eanor tired!“

Mann­rétt­inda­yf­ir­lýsin Sam­ein­aða þjóð­anna er ekki bara stefna heldur einnig gildi, hvatn­ing og ákall gegn órétt­læti og grund­vall­ar­for­senda frels­is­bylt­ingu svo sem hjá Dr. Martin Luther King í banda­ríkj­un­um, Lech Wa­lesa  á Pólandi og  Nel­son Mand­ela í Suður Afr­íku. í dag er ­yf­ir­lýs­ingin grunn­vallar atriði um rétt­indi meðal mann­kyns og er notuð sem ein­hvers konar mæli­kvarði hjá Sam­ein­aðu þjóð­un­um, rík­is­stjórnum víða um heim og ­fé­lags­sam­tökum í þeirra rétt­inda­bar­áttu. Hér á Íslandi er það for­senda fyr­ir­ bestu breyt­ingu sem var gerð í okkar eigin gild­andi stjórn­ar­skrá, að mínu mati.

Inni­hald Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sam­ein­aða þjóð­anna hef­ur ­jafn mikið gildi í dag og árið 1948. Þá voru menn að leita leiða til að vinna úr af­leið­ingum seinni heim­styrj­aldar í Evr­ópu og norður Afr­íku, bar­áttu fyrir jafn­rétt­i og borga­legum rétt­inda í banda­ríkj­an­um, aðlögun og sjálf­stæði nýlend­anna í Asíu, upp­gang komm­ún­isma í austur Evr­ópu. Heim­ur­inn þurfti leið­sögn og skýr­ar ­leik­reglur um hvernig ætti að varð­veita rétt­indi hvers og eins.

Nú á tímum höfum við aldrei séð eins margt fólk á flótta og ­sam­hliða því er upp­reisn meðal þjóð­ernis poppu­lista einnig að fjölga. Við heyr­um ­sögur um þræla­hald og mannsal,  frelsi ­fjöl­miðla og tján­ing­ar­frelsi á víða undir högg að sækja þrátt fyrir komu Inter­nets­ins.  Hinsegin fólk eru víða ófsótt , stríð og inn­rás erlendra hera, til­raunir til þjóð­ar­morðs meðal íbúa Rohingjya í Mían­mar, Yem­eni  af Sádum og Palest­ínum af Ís­rel­um. Þá höfum við séð að #Metoo hefur ekki skilað okkur því kynja jafn­rétt­i ­sem við viljum hafa.  

Leið­togar eins og Don­ald Trump, Valdi­mar Putin og Vikt­or Orban virð­ast  snið­ganga ­mann­rétt­indi  á mörgum sviðum í þágu eig­in á­gæti og þjóð­ern­is­hyggju. Frið­söm her­laus lönd eins og Ísland á að vera fremst í röð meðal þjóð­anna þegar um er að ræða mann­rétt­indi. Á mörgum sviðum erum við að standa okkur mjög vel en við megum ekki sofna á verð­in­um. Við þurfum ekki að horfa lengra en umræður í tengslum við  stóra klaust­ur­mál­ið, frá­sagn­ir kvenna af erlendum upp­runa í tengslum við #Metoo bylt­ingu, les­a ­sögur frá Fólk­inu í Efl­ingu eða hlusta á mál­flutn­ing hjá vara­þing­manni Mið­flokks­ins Jón Þór Þor­valds­syni  þann 3. des­em­ber til að sjá að hér lifa ekki allir með reisn og ekki allir sem virða rétt ann­ara til að lifa með reisn.

Nú höfum við fengið tæki­færi, þar sem Ísland hefur nýlega ­tekið við emb­ætti vara­for­seta Mann­réttinda­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna. Við eigum að vera stolt af þeim mann­rétt­inda­bar­áttum sem við höfum sigrað og við­ur­kennum að  þökk sé Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sam­ein­að­u ­þjóð­anna.

Eleanor Roos­evelt var mjög stolt af hlut­verki sínu við að móta ­Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­una, en hún var alltaf mjög jarð­bundin kona. Hún vissi að orð á blaði væri ekki nóg til að tryggja mann­rétt­indi, að alvöru áskor­unin lá hjá þeim sem báru ábyrgð á að fylgja eftir inni­haldi yfir­lýs­ing­ar­inn­ar. Hún var þekkt fyrir að minna full­trúa sam­ein­aða þjóð­anna á ábyrgð­inni við að blása líf í þeim orðum og gildum sem þau sam­þykktu. Hún sagði að ábyrgð allra lægi í „að lifa og vinna að frelsi og rétt­læti fyrir hvern mann barn í okkar eig­in lönd­um“. Hún lifði eftir þessi áskorun og lagði sig fram við að vera fyr­ir­mynd ­sem ég tel  á geti verið inn­blást­ur margra í dag.

Ég hvet alla að gefa sér örfáar mín­útur til að lesa inn­gangs­orð og 30 stutt og inni­halds­ríkar greinar í Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ing­unni og njótið dags­ins vit­andi að þessi yfir­lýs­ingu er for­senda fyrir að varð­veita þín rétt­indi.

 

 

 

 

 

 

 

Þórður Snær Júlíusson
Afsakaðu ónæðið ... en við þurfum á þér að halda
Kjarninn 9. apríl 2020
Lúxusfrí á lystiskipi breyttist í margra vikna martröð
„Því miður þá eru fjórir farþegar okkar látnir,“ heyrist skipstjórinn segja í hátalarakerfi skipsins. „Einn í nótt, tveir í gær og einn fyrir nokkrum dögum.“ Farþegar sitja hljóðir, lokaðir inni í klefum sínum. Það er farsótt um borð.
Kjarninn 9. apríl 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
„Algjörlega ótækt“ af Arion banka að greiða arð við þessar aðstæður
Seðlabankastjóri segir að bankinn yrði „mjög brúnaþungur“ ef að Arion banki myndi halda í yfirlýsta stefnu sína og greiða hluthöfum sínum út tíu milljarða króna í arð í maí.
Kjarninn 9. apríl 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira eftir höfundinnNichole Leigh Mosty