„En aðalatriðið er að hún sést“

Innsýn og skilning á því lífi og samfélagi sem ég vil tilheyra.

Auglýsing

Upp­á­halds­tími dags­ins hjá mér er þeg­ar við börnin mín tvö skríðum saman upp í rúm með bók. Við liggjum saman und­ir­ ­sæng­inni, þau bæði með höf­uðið á öxl­unum mínum og við leyfum okkur svífa út í þann heim sem við lesum um þetta kvöld. Það er ekki hægt annað en að segja að þar ­sæki ég og end­ur­nýja ork­una mína, dag­lega.

Fyrir nokkrum kvöldum var ­ferða­lagið okkar til Múmíndals, með aðstoð Tove Jans­son og Sög­unnar um ó­sýni­lega barn­ið.  Ég hef lesið sög­una áður og finnst hún mjög góð. En í þetta sinn vakti hún eitt­hvað nýtt í mér og okk­ur. Við áttum eitt fal­leg­asta sam­tal sem ég hef upp­lif­að. Sam­tal okkar var um sjálfs­mynd, umburð­ar­lyndi, sam­kennd, kær­leika, sam­lyndi, kald­hæðni, mein­fýsni og dulda for­dóma. Dóttir mín er níu ára og strák­ur­inn minn tíu, og vitið þið þetta sam­tal gaf mér meiri inn­sýn og skiln­ing á því lífi og sam­fé­lagi sem ég vil til­heyra en nokk­urt sam­tal sem ég hef átt við full­orðið fólk.

Við, full­orðna fólk­ið, erum svo vafin í okkar eigin vanda­mál, okkar bar­áttu, okkar skoðun eða okkar „húmor“.  Og við gleymum stundum að hugsa um það hvaða þýð­ingu og merk­ingu þessi orð hafa í lífi ann­arra.  

Auglýsing

Sagan er um Ninnu, lítið ósýni­leg­t ­barn sem Múmín­fjöl­skyldan er beðin um að gera sýni­legt aft­ur. Eftir lest­ur­inn hef ég hugsað mikið um ósýni­legt fólk og velt því fyrir mér af hverju í ósköp­unum slíkt skuli vera til. Best er að ég deili hér örlitlu broti úr sög­unni sjálfri svo að ­þið eigið auð­veld­ara með að skilja hug­leið­ingar mín­ar.

„Þið vitið að fólk getur auð­veld­lega orðið ósýni­legt ef maður hræð­ir það nógu oft,“­sagði Tikka-tú….

…“Jæja. Frænkan sem tók þessa Ninnu að sér, þótt henni lík­aði ekki við hana, var alltaf að hræða hana. Ég hitti frænk­una og hún er hræði­leg. Ekki reið, skiljið þið, svo­leiðis getur maður skil­ið. Hún var bara kulda­leg og ­mein­fýs­in.“

„Hvað er mein­fýs­in?“ spurði múmínsnáð­inn.

„Nú, ímynd­aðu þér að þú rynnir á rot­svepp og lentir í miðjun haug af hreins­uðum svepp­um,“ sagði Tikka-tú. „Eðli­leg­ast væri að mamma þín yrði reið. En nei nei nei, það verður hún ekki. Í stað­inn segir hún kalt og fyr­ir­lit­lega: „Mér skilst að þetta sé það sem þú kallar að dansa, en ég væri þakk­lát ef þú ­gerðir það ekki í matn­um.“ Svona er hún til dæm­is.“

„Oj, en ömur­leg­t,“ sagði múmínsáð­inn.

„Já finnst þér ekki?“ sam­þykkti Tikka-tú. „Það var einmitt svona sem frænkan gerði. Hún var mein­fýsin frá morgni til kvölds og á end­anum byrj­uð­u út­línur barns­ins að hverfa og verða ósýni­leg­ar. Á föstu­dag­inn sást hún alls ekki. Frænkan gaf mér hana og sagði að hún gæti alls ekki ann­ast ætt­ingja sem hún sæi ekki einu sinn­i.“

„Og hvað gerð­irðu við frænk­una?“ spurði Mía og augun stóðu á stilk­um. „Lumbrað­irð­u ekki á henn­i?“

„Það borgar sig ekki við þá sem eru svona kald­hæðn­ir,“ sagð­i Tikka-tú.  „Ég tók Ninnu með mér heim. Og núna er ég komin með hana hing­að, til að þið getið gert hana sýni­lega aft­ur.“(Jans­son.1962,bls. 102-3)

Ef við stöldrum hér aðeins við, get­u­m við ekki hugsað um ein­hvern sem þarf aðstoð við að vera sýni­legur aft­ur? ......Við höfum ekki svig­rúm hér á Íslandi til að leyfa ein­stak­lingum að hverfa. Það er svo oft sem við sundrumst hér vegna það sem er ólíkt með okkur þó að við ætl­u­m ekki að vera mein­fýs­in. 

Ég man til dæmis ekki fyrir löngu þegar sagt var við mig „Nichole þú ættir ekki setja inn til­kynn­ingu á face­book, þú talar svo vit­laust, þú veist mál­farið hjá þér er ekki svo gott .“ Við­kom­andi „meinti ekki illa“ og stað­reyndin er jú sú að mál­farið hjá mér er ekki full­kom­ið. En er ­nauð­syn­legt að segja svona við fólk? Til er margt fólk af erlendum upp­runa, ­börn og jafn­vel fatlað fólk, sem myndi  taka þessi orð þannig að best væri að tjá sig ekki og vera bara ósýni­leg. Þetta snýst ekki um mig eða minn upp­runa en þið náið punkt­inum hér, er það ekki?

Það er kannski óþarfi að telja ­upp atriði og fólk sem hefur upp­lifað sig sem ósýni­legt. Nóg er að líta aðeins á umræður um geð­heil­brigð­is­mál, fátækt, vímu­efna- og áfeng­is­neyslu, ofbeld­i,  áreitn­i, ein­elti í skóla og á vinnu­stöð­um, for­dóma, hvort sem er dulda eða beina, til að ­sjá hversu margir eru ósýni­legir í tengslum við þá umræðu.

Ég gekk til dæmis inn á sam­tal ­fyrir nokkrum dög­um, þar sem fólk var að tala illa um fatl­aða mann­eskja sem var ein­fald­lega að sækj­ast eftir rétt­indum sín­um. Hér sat sama fólk og var yfir sig hneykslað yfir sam­tali sem fór fram á Klaust­ur­bar ekki fyrir löngu. Þar var sem betur fer á ferð ósýni­leg kona sem tók upp sam­tal sem hlaðið var mein­fýsni. Nú er hin ósýni­lega Bára til­nefnd til manns árs­ins, og við höfum tæki­færi til  að ræða hvernig við viljum tala um og kom­a fram hvert við ann­að.

Nú er 2019 handan við hornið og ­fullt af ósýni­legu fólki sem á fullan rétt á að þurfa ekki að líða fyrir kyn sitt, upp­runa, kyn­þátt, kyn­hneigð, kynein­kenni, fötl­un, ald­ur, búsetu, lífs­skoð­un, trú, ­fé­lags­lega stöðu eða efna­hag. Vitið þið hvað Múmín­mama gerði? Það var nefni­lega mjög ein­falt. Hún hlúði vel að Ninnu, sýndi henni athygli, gaf henni bæði hrós og tæki­færi til að vera með og njóta sín.

Sagan um ósýni­lega barnið end­ar svona:

„Hún sest, hún sést!“ hróp­aði múmínsnáð­inn,“ Hún er bara sæt!“....

… „Ó“, hróp­aði Ninna. En fynd­ið! Nei en ­skemmti­leg­t!“ Og hún hló svo mikið að bryggjan hrist­ist öll.

„Hún hefur víst aldrei hlegið áður,“ sagð­i Tikka-tú undr­andi. „Mér sýn­ist þið hafa breytt henni þannig að hún sé verri en Mía litla. En aðal­at­riðið er að hún sést.“ (Jans­son. 1962 116-17)

 Við getum öll gert þetta sama fyr­ir­ ­fólk sem er í kringum okk­ur, hvort sem það er mann­eskja sem við störfum með­, býr í göt­unni okkar eða sem við mætum ein­fald­lega í strætó eða í búð­inni. Við höfum öll til­hneig­ingu og vilja til að hlæja og vera sýni­leg. Þó ekk­ert okk­ar sé full­komið og höfum kannski öll agnar lítið bragð af Míu litlu í okk­ur, get­u­m við öll stutt við ham­ingju og vellíðan hvert ann­ars eins og Múmín­fjöl­skyld­an ­gerði fyrir Ninnu.

Með þessu vil ég óska öll­u­m ­gleði­legs nýárs og vona að ykkur gangi vel að vera sýni­leg á nýja árinu.

 

Jans­son, T. (1962) Ósýni­lega ­barnið og aðrar sög­ur. Þýdd eftir Guð­rún Jar­þrúður Bald­vins­dótt­ir, 1998. Reykja­vík: Mál og ­Menn­ing

 

 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira eftir höfundinnNichole Leigh Mosty