„En aðalatriðið er að hún sést“

Innsýn og skilning á því lífi og samfélagi sem ég vil tilheyra.

Auglýsing

Upp­á­halds­tími dags­ins hjá mér er þeg­ar við börnin mín tvö skríðum saman upp í rúm með bók. Við liggjum saman und­ir­ ­sæng­inni, þau bæði með höf­uðið á öxl­unum mínum og við leyfum okkur svífa út í þann heim sem við lesum um þetta kvöld. Það er ekki hægt annað en að segja að þar ­sæki ég og end­ur­nýja ork­una mína, dag­lega.

Fyrir nokkrum kvöldum var ­ferða­lagið okkar til Múmíndals, með aðstoð Tove Jans­son og Sög­unnar um ó­sýni­lega barn­ið.  Ég hef lesið sög­una áður og finnst hún mjög góð. En í þetta sinn vakti hún eitt­hvað nýtt í mér og okk­ur. Við áttum eitt fal­leg­asta sam­tal sem ég hef upp­lif­að. Sam­tal okkar var um sjálfs­mynd, umburð­ar­lyndi, sam­kennd, kær­leika, sam­lyndi, kald­hæðni, mein­fýsni og dulda for­dóma. Dóttir mín er níu ára og strák­ur­inn minn tíu, og vitið þið þetta sam­tal gaf mér meiri inn­sýn og skiln­ing á því lífi og sam­fé­lagi sem ég vil til­heyra en nokk­urt sam­tal sem ég hef átt við full­orðið fólk.

Við, full­orðna fólk­ið, erum svo vafin í okkar eigin vanda­mál, okkar bar­áttu, okkar skoðun eða okkar „húmor“.  Og við gleymum stundum að hugsa um það hvaða þýð­ingu og merk­ingu þessi orð hafa í lífi ann­arra.  

Auglýsing

Sagan er um Ninnu, lítið ósýni­leg­t ­barn sem Múmín­fjöl­skyldan er beðin um að gera sýni­legt aft­ur. Eftir lest­ur­inn hef ég hugsað mikið um ósýni­legt fólk og velt því fyrir mér af hverju í ósköp­unum slíkt skuli vera til. Best er að ég deili hér örlitlu broti úr sög­unni sjálfri svo að ­þið eigið auð­veld­ara með að skilja hug­leið­ingar mín­ar.

„Þið vitið að fólk getur auð­veld­lega orðið ósýni­legt ef maður hræð­ir það nógu oft,“­sagði Tikka-tú….

…“Jæja. Frænkan sem tók þessa Ninnu að sér, þótt henni lík­aði ekki við hana, var alltaf að hræða hana. Ég hitti frænk­una og hún er hræði­leg. Ekki reið, skiljið þið, svo­leiðis getur maður skil­ið. Hún var bara kulda­leg og ­mein­fýs­in.“

„Hvað er mein­fýs­in?“ spurði múmínsnáð­inn.

„Nú, ímynd­aðu þér að þú rynnir á rot­svepp og lentir í miðjun haug af hreins­uðum svepp­um,“ sagði Tikka-tú. „Eðli­leg­ast væri að mamma þín yrði reið. En nei nei nei, það verður hún ekki. Í stað­inn segir hún kalt og fyr­ir­lit­lega: „Mér skilst að þetta sé það sem þú kallar að dansa, en ég væri þakk­lát ef þú ­gerðir það ekki í matn­um.“ Svona er hún til dæm­is.“

„Oj, en ömur­leg­t,“ sagði múmínsáð­inn.

„Já finnst þér ekki?“ sam­þykkti Tikka-tú. „Það var einmitt svona sem frænkan gerði. Hún var mein­fýsin frá morgni til kvölds og á end­anum byrj­uð­u út­línur barns­ins að hverfa og verða ósýni­leg­ar. Á föstu­dag­inn sást hún alls ekki. Frænkan gaf mér hana og sagði að hún gæti alls ekki ann­ast ætt­ingja sem hún sæi ekki einu sinn­i.“

„Og hvað gerð­irðu við frænk­una?“ spurði Mía og augun stóðu á stilk­um. „Lumbrað­irð­u ekki á henn­i?“

„Það borgar sig ekki við þá sem eru svona kald­hæðn­ir,“ sagð­i Tikka-tú.  „Ég tók Ninnu með mér heim. Og núna er ég komin með hana hing­að, til að þið getið gert hana sýni­lega aft­ur.“(Jans­son.1962,bls. 102-3)

Ef við stöldrum hér aðeins við, get­u­m við ekki hugsað um ein­hvern sem þarf aðstoð við að vera sýni­legur aft­ur? ......Við höfum ekki svig­rúm hér á Íslandi til að leyfa ein­stak­lingum að hverfa. Það er svo oft sem við sundrumst hér vegna það sem er ólíkt með okkur þó að við ætl­u­m ekki að vera mein­fýs­in. 

Ég man til dæmis ekki fyrir löngu þegar sagt var við mig „Nichole þú ættir ekki setja inn til­kynn­ingu á face­book, þú talar svo vit­laust, þú veist mál­farið hjá þér er ekki svo gott .“ Við­kom­andi „meinti ekki illa“ og stað­reyndin er jú sú að mál­farið hjá mér er ekki full­kom­ið. En er ­nauð­syn­legt að segja svona við fólk? Til er margt fólk af erlendum upp­runa, ­börn og jafn­vel fatlað fólk, sem myndi  taka þessi orð þannig að best væri að tjá sig ekki og vera bara ósýni­leg. Þetta snýst ekki um mig eða minn upp­runa en þið náið punkt­inum hér, er það ekki?

Það er kannski óþarfi að telja ­upp atriði og fólk sem hefur upp­lifað sig sem ósýni­legt. Nóg er að líta aðeins á umræður um geð­heil­brigð­is­mál, fátækt, vímu­efna- og áfeng­is­neyslu, ofbeld­i,  áreitn­i, ein­elti í skóla og á vinnu­stöð­um, for­dóma, hvort sem er dulda eða beina, til að ­sjá hversu margir eru ósýni­legir í tengslum við þá umræðu.

Ég gekk til dæmis inn á sam­tal ­fyrir nokkrum dög­um, þar sem fólk var að tala illa um fatl­aða mann­eskja sem var ein­fald­lega að sækj­ast eftir rétt­indum sín­um. Hér sat sama fólk og var yfir sig hneykslað yfir sam­tali sem fór fram á Klaust­ur­bar ekki fyrir löngu. Þar var sem betur fer á ferð ósýni­leg kona sem tók upp sam­tal sem hlaðið var mein­fýsni. Nú er hin ósýni­lega Bára til­nefnd til manns árs­ins, og við höfum tæki­færi til  að ræða hvernig við viljum tala um og kom­a fram hvert við ann­að.

Nú er 2019 handan við hornið og ­fullt af ósýni­legu fólki sem á fullan rétt á að þurfa ekki að líða fyrir kyn sitt, upp­runa, kyn­þátt, kyn­hneigð, kynein­kenni, fötl­un, ald­ur, búsetu, lífs­skoð­un, trú, ­fé­lags­lega stöðu eða efna­hag. Vitið þið hvað Múmín­mama gerði? Það var nefni­lega mjög ein­falt. Hún hlúði vel að Ninnu, sýndi henni athygli, gaf henni bæði hrós og tæki­færi til að vera með og njóta sín.

Sagan um ósýni­lega barnið end­ar svona:

„Hún sest, hún sést!“ hróp­aði múmínsnáð­inn,“ Hún er bara sæt!“....

… „Ó“, hróp­aði Ninna. En fynd­ið! Nei en ­skemmti­leg­t!“ Og hún hló svo mikið að bryggjan hrist­ist öll.

„Hún hefur víst aldrei hlegið áður,“ sagð­i Tikka-tú undr­andi. „Mér sýn­ist þið hafa breytt henni þannig að hún sé verri en Mía litla. En aðal­at­riðið er að hún sést.“ (Jans­son. 1962 116-17)

 Við getum öll gert þetta sama fyr­ir­ ­fólk sem er í kringum okk­ur, hvort sem það er mann­eskja sem við störfum með­, býr í göt­unni okkar eða sem við mætum ein­fald­lega í strætó eða í búð­inni. Við höfum öll til­hneig­ingu og vilja til að hlæja og vera sýni­leg. Þó ekk­ert okk­ar sé full­komið og höfum kannski öll agnar lítið bragð af Míu litlu í okk­ur, get­u­m við öll stutt við ham­ingju og vellíðan hvert ann­ars eins og Múmín­fjöl­skyld­an ­gerði fyrir Ninnu.

Með þessu vil ég óska öll­u­m ­gleði­legs nýárs og vona að ykkur gangi vel að vera sýni­leg á nýja árinu.

 

Jans­son, T. (1962) Ósýni­lega ­barnið og aðrar sög­ur. Þýdd eftir Guð­rún Jar­þrúður Bald­vins­dótt­ir, 1998. Reykja­vík: Mál og ­Menn­ing

 

 

Virði Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum
Icelandair Group er eina félagið í Kauphöllinni sem hækkar í virði í fyrstu viðskiptum dagsins. Arion banki, helsti lánardrottinn WOW air, lækkar mest.
Kjarninn 22. mars 2019
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.
Stundin vann lögbannsmálið í Hæstarétti – Málinu endanlega lokið
Lögbannsmálinu sem hófst nokkrum dögum fyrir kosningar haustið 2017, og snerist um fréttaskrif um fjármál þáverandi forsætisráðherra, er endalega lokið með dómi Hæstaréttar.
Kjarninn 22. mars 2019
Silja Bára Ómarsdóttir
Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Forsætisráðherra, hefur skipað Dr. Silju Báru Ómarsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem formann Jafnréttisráðs. Hún tekur við af Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.
Kjarninn 22. mars 2019
Upprisa hins illa
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands hefur tekist á við myrkasta tíma í sögu landsins með því að reyna að setja sig í spor fórnarlamba mannskæðustu skotárásar í sögu landsins.
Kjarninn 22. mars 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir
Yfir 2.000 manns hófu verkföll í nótt
Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti í nótt, en það nær til ríflega 2.000 starfsmanna á tilteknum hótelum og rútufyrirtækjum á starfssvæði félaganna.
Kjarninn 22. mars 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Pólitíkin, peningarnir og forgangsröðunin
Kjarninn 22. mars 2019
Ríkisstjórnin bindur vonir við farsæla niðurstöðu
Í tilkynningu Icelandair til kauphallar kemur fram að viðræður félagsins við WOW air fari fram í samráði við stjórnvöld.
Kjarninn 21. mars 2019
Indigo slítur viðræðum við WOW – Viðræður hafnar við Icelandair
Tilkynnt var um það í kvöld að Indigo Partners hafi slitið viðræðum sínum um aðkomu að rekstri WOW air. Viðræður eru hafnar við Icelandair í staðinn.
Kjarninn 21. mars 2019
Meira eftir höfundinnNichole Leigh Mosty