Óþarfi að vera svona „pirruð“ – Íslenskan kemur með þolinmæði og velvild

Samskiptin eru mikilvægur vettvangur til að læra íslensku auk þess má búast við því að þau minnki fordóma og auki gagnkvæman skilning í fjölþjóðlegu samfélagi á Íslandi.

Auglýsing

Kæru við­skipta­vin­ir, vin­sam­leg­ast sýn­ið er­lendum starfs­mönnum okkar þol­in­mæði og vel­vild. Við vitum að þau leggja sig fram við að veita góða þjón­ust­u.“  Mikið er það fal­lega gert af N1 og Olís og löngu orðið tíma­bært. Fólki hefur lengi vel verið gefið frjálst skot­leyf­i ­yfir því að vera pirrað og dóna­legt varð­andi fólk sem talar enga eða litla ­ís­lensku við komu til lands­ins. Að læra nýtt tungu­mál á full­orð­ins­árum er ekki auð­velt og hvað þá þegar þú mætir gagn­rýni og dóna­skap á meðan lær­dómi stend­ur ­yf­ir?

Þegar ég ­flutti til Íslands fyrir tæp­lega 20 árum síðan voru tvær hindr­anir við að læra ­ís­lensku. Það fyrsta var ég sjálf. Ég hugs­aði með mér að ég væri nú orðin svo ­gömul (27 ára!) og við ætl­uðum ekki að vera hér lengi, kannski tvö ár, þrjú í mesta lagi. Af hverju að leggja svona rosa­lega mikið á sig að læra þetta tungu­mál sem Íslend­ingar sjálfir segja að sé eitt erf­ið­asta tungu­mál í heim­i til að læra? Ég vissi að ég myndi læra eitt­hvað og var fljót að ná orðum og ein­földum setn­ingum en sjálfs­traustið við að tjá mig var lengur að koma. Og þá var það næsta hindr­un, Íslend­ing­ar. Fyr­ir­gefið en þetta verður að koma fram, þið ­getið oft á tíðum kennt sjálfum ykkur um að sum okkar eru lengi að læra íslensku.

Aldrei var ­vanda­mál hjá sjálfri mér að læra íslensku, ég var ekki hrædd við að segja eitt­hvað rangt, heldur vegna þess að fólk brást oft illa við og var dóna­legt við mig þegar ég sagði eitt­hvað rangt eða um leið og fólk heyrði hreim­inn skipti það ­yfir í að tala ófull­komna ensku við mig. Að auki vildi fólk oft deila því með­ mér hversu vel þau töl­uðu ensku, segja mér af hverju þau töl­uðu svona góða ensku eða jafn­vel spyrja mig hvort ég þekkti Bob frá Ala­bama eða veit­inga­stað í New York sem var svo geggj­að­ur. Fólk átti það til að hlæja til dæmis að mér eða ­segja á hræði­legri ensku með óskilj­an­legum hreim: “hvað varstu að reyna að ­segja? ég skildi þig ekki.“ Sem betur fer voru ekki allir svona og ég æfði mig vel og lengi með þeim sem sýndu mér þol­in­mæði og vel­vild.

Auglýsing

Dæmi sem ég hef oft deilt með fólki er þegar ég þorði í fyrsta skipti að fara ein með­ ­strætó alla leið niður í bæ til að rölta um Reykja­vík. Það þýddi að ég þurfti að ­skipta um vagn og fá skipti­m­iða. Eig­in­maður minn, hann Garðar (það tók mig tæp 2 ár að læra að segja nafnið hans rétt og rúlla „R-ið“) kenndi mér að biðja ­k­urt­eis­is­lega um skipti­m­iða og skrif­aði það niður á blað fyrir mig. Ég stóð ein í strætó­skýli og æfði mig „vin­sam­leg­ast má ég fá skipti­m­iða… takk fyr­ir­…vin­sam­leg­ast má ég fá skipti­m­iða…takk fyr­ir…“ Svo loks­ins kom strætó. Við­mótið sem ég fékk var fyrir neðan allar hell­ur. Um leið og hurðin opn­að­ist hreytti strætó­bíl­stjór­inn ein­hverju í mig, ég reyndi að opna munn­inn til að tjá mig en hann horfði á mig, rang­hvolfdi augum og sagði „HVAÐ VILT­U??“ Ég lok­aði munn­inum og rétti hon­um ­blaðið sem ég var með til að æfa mig og pen­inga. Ég fékk skipti­m­iða, laum­að­ist aftur í vagn­inn, sett­ist í sæti og dauð­skamm­að­ist mín fyrir að vera full­orð­in, ­klár, sjálf­stæð kona sem gat ekki einu sinni fengið fokk­ing skipti­m­iða í strætó á Íslandi!

Ég náði að kom­ast alla leið niður á Lækj­ar­torg, eyddi deg­inum þar ein að rölta um og meira að segja náði að kaupa eitt­hvað smott­erí. Mér leið vel. Svo var það önn­ur ­stræt­ó­ferð heim aftur upp í Breið­holt. Ég tók aftur upp blaðið frá Garð­ari og æfð­i mig, ég var ákveðin að ég myndi ná þessu óháð þeim mót­t­tökum sem ég fengi frá­ ­strætó­bíl­stjór­an­um. Ég varð að gera þetta…­fyrir mig. Strætó kom, hurðin opn­að­ist og þar sat kona sem bauð  mér góðan dag­inn og meira að segja brosti til mín. Ég gleymi því aldrei. Blaðið fór aftur í vas­ann og ég ­fékk skipti­m­iða með því að spyrja. Við­mótið þann dag­inn skipti máli varð­and­i hversu vel það tókst að læra íslensku.

Spólum nú fram til árs­ins 2016. Nichole Leigh Mosty er sú fyrsta af fyrstu kyn­slóð kvenna af erlendum upp­runa til að sitja sem vara­for­seti í for­seta­stól á Alþingi. Á ég að segja ykk­ur, ég var líka með blað þá þó ég kunni auð­vitað að tala íslensku, en ég var að læra að tala hátíð­lega og nota forms­bundnar setn­ingar þar sem hæst­virtu og hátt­virtu fólki þurfti að vera sýnd sú virð­ing sem þau átt­u skil­ið. Í hrein­skilni sagt, hver man úr hvaða kjör­dæmi og í hvaða sæti allir 63 ­þing­menn vor­u?  Nún­a var það ekki Garðar sem vann með mér í að und­ir­búa mig heldur voru það heimsklassa ­starfs­menn á Alþingi og for­seti Alþingis sjálf­ur, Stein­grímur J. Sig­fús­son. Þau ­sýndu mér þol­in­mæði og vel­vild. Ég var auð­vitað stressuð, en það tók­st! Ég gerð­i það, við inn­flytj­endur gerðum það, við náðum að sýna hversu verðug við erum. ­Nema hvað, skila­boð sem biðu mín í tölvu­pósti þegar ég sett­ist aftur í venju­leg­t ­þing­sæti voru ekki fal­leg, sem dæmi „við viljum ekki að þú óhreinkir ­for­sæt­is­stól­inn á þjóð­þingi okk­ar!“ eða þessi hér sér­lega fal­lega kveðja „NÚ ÞARF AÐ TAL­SETJA ALÞINGI! ÉG SKILDI EKKI ORÐ SEM ÞÚ SAGÐIR FRÚ MOSTY!“ Já það var allt skrifað í hástöf­um.

Ég skal ­deila með ykkur hér smá leynd­ar­máli. Þegar ég felldi tár í ræðu­stól á Alþingi á eld­hús­deg­inum fyrir tveimur árum var það ekki vegna þess að ég var í svo miklu til­finn­inga­leg­u ­upp­námi yfir ræð­unni minni, heldur var það vegna þess að ég var stressuð yfir íslensk­unni. Það kom í ljós að ég var með eina setn­ingu í ræð­unni minn­i ­sem var nákvæm­lega eins og setn­ing sem var sögð af annarri þing­konu í mín­u ­flokki í hennar ræðu. Ég var full­viss um að ég myndi fá gagn­rýni fyrir að ­skrifa ekki mína eigin ræðu þó að ég gerði það. Ég var búin að lesa svo mörg skila­boð um íslensk­una mína og var svo oft tekin fyrir í virkum athuga­semdum að ­meira að segja voru sumir í fjöl­miðlum sem leit­uðu eftir því að ég mynd­i mis­mæla mig.

Ég skrif­að­i ræð­una mína af ein­lægni og var að reyna að þakka Íslend­ingum fyrir tæki­færi sem ég fékk þó að það var vissu­lega erfitt á köfl­um. Ég sagði við sam­flokks­menn mína og starfs­menn þing­flokks­ins að aðrir þing­menn myndu kom­ast upp með það að hafa eins setn­ing og annar þing­mað­ur, en það yrði hellt yfir mig og ég myndi fá að heyra það vegna íslensku­kunn­áttu og bak­grunns. Þeim fannst ég vera aðeins að oftúlka þetta. En hér erum við að ræða um sama fólk sem töl­uðu af ein­lægni við mig um það að við ættum að hugsa hvort við í Bjartri Fram­tíð þyrftum að rit­skoða allt sem ég myndi segja og skrifa og passa betur upp á íslensk­una mína. Við ákváðum að gera það ekki, ég mætti tjá mig frjáls­lega á sam­fé­lags­miðlum og í við­töl­u­m. 

Þing­menn og starfs­menn þings­ins sýndu mér alltaf þol­in­mæði og vel­vild, aldrei mætti ég pirr­ing eða dóna­skap vegna íslensku­kunn­átt­u m­innar og þar leið mér vel, innan veggja þings­ins og þar lærði ég mál­fræði og hell­ing af nýjum íslenskum orð­um. Það voru virkir aðilar  í athuga­semdum bæði í fjöl­miðlum og ­net­sam­skiptum sem voru dóna­leg­ir, sú fjar­lægð gefur fólki skot­leyf­i. Sama má ­segja um fólk í þjón­ustu­störf­um. Myndi fólk áreita mann­eskju sem það væri vis­s um að hitta dag­lega eða myndi fólk frekar sýna þol­in­mæði og jafn­vel aðstoða þau við að læra íslensku? Þá með því að tala hægt, leið­rétta á kurt­eis­is­legan hátt, ­jafn­vel brúa bilið á milli tungu­mála með því að kenna þeim aðila sem er að glíma við að læra íslensku hvernig þýða á orðið yfir á íslensku. Til­ ­dæmis „ga­soline is called bensín in Iceland­ic“ eða „má ég fá kaffi is may I have a cof­fee in Iceland­ic.“ Það hjálp­aði mér mikið að fá orð að gjöf frekar en pirr­ing frá fólki. 

Þó að ég hafi náð mik­illi fram­för og er oft­ast örugg við að tala og skrifa íslensku eftir 20 ára dvöl hér þá getið þið treyst því að ég er enn að læra, rit­skoða, breyta og eyða færslum á sam­fé­lags­miðlum vegna ­ís­lensku­kunn­áttu minn­ar. Ég leita ennþá til þeirra sem sýna mér þol­in­mæði og vel­vild við að læra íslensku og legg mig fram við að koma eins fram við þá sem eru nýbyrj­aðir að læra.

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira eftir höfundinnNichole Leigh Mosty