Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Eiga allar konur á Íslandi, óháð uppruna að njóta sama raunverulegs jafnræðis á vinnumarkaði?

Auglýsing

Í dag 24. októ­ber eru 45 ár liðin frá því að kon­ur ­fjöl­menntu á Lækj­ar­torg á sjálfan Kvenna­frí­dag­inn 24. októ­ber 1975. Um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf sín til að sýna fram á mik­il­vægi kvenna á vinnu­mark­aði og til að krefj­ast sömu rétt­inda og launa­kjara og karlar höfðu í sam­bæri­legri vinnu.

Árið 2003 voru Sam­tök kvenna af erlendum upp­runa form­lega ­stofn­uð. Hlut­verk Sam­tak­anna er að sam­eina, takast á við og ljá hags­muna- og á­huga­málum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Mark­mið Sam­tak­anna er að vinna að jafn­rétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum upp­runa á öllum svið­u­m ­þjóð­lífs­ins.

Árið er 2020 og Ísland mælist aft­ur, ásamt hin­um Norð­ur­lönd­un­um, með minnsta kynja­bil í heimi í skýrslu World Economic Forum (WEF) sem út kom nýlega. WEF mælir kynja­bilið á fjórum mæli­kvörð­u­m: efna­hags­legri þátt­töku og tæki­færum, mennt­un, póli­tískri þátt­töku og heilsu. Efna­hags­leg þátt­taka og tæki­færi fela í sér atvinnu­þátt­töku, jöfn laun fyr­ir­ ­sam­bæri­leg störf, heild­ar­at­vinnu­tekjur og hlut­fall kynja meðal stjórn­enda og ­sér­fræð­inga. Sem sagt raun­ver­legt jafn­ræði er byggt á þessum grunn­vall­ar­at­rið­u­m.

Auglýsing

Leyfum okkur að staldra við hér til að spyrja; eiga all­ar ­konur á Íslandi, óháð upp­runa að njóta sama raun­veru­legs jafn­ræðis á vinnu­mark­aði? Okkar til­finn­ing hjá Sam­tökum kvenna af erlendum upp­runa á Ís­landi er að kon­ur, sem við erum tals­menn fyr­ir, erum ekki að njóta sama raun­veru­legs jafn­ræðis og íslenskar kyn­systur okk­ar.

Ég vil ræða aðeins um stað­reyndir sem konur af erlend­um ­upp­runa mæta hér á Íslandi. Rann­sóknir bæði hér­lendis og víða hafa ­sýnt að konur af erlendum upp­runa eru lík­legri til þess að búa við tvö­falda mis­munun á vinnu­mark­aði bæði vegna kyns og stöðu sinnar sem inn­flytj­end­ur.

Sam­kvæmt skýrslu sem unnin var fyrir félags­mála­ráðu­neyt­ið árið 2019 Konur af erlendum upp­runa Hvar kreppir að?“  af Unni Dís Skapta­dóttur og Krist­ínu Lofts­dótt­ur, ­pró­fess­orum í mann­fræði við Háskóla Íslands, eru konur af erlendum upp­runa mjög ­virkar á vinnu­mark­aði. Í skýrsl­unni kom fram að  kon­ur af erlendum upp­runa:

  •       vinna oft­ast ein­hæf lág­launa­störf
  •       eru oftar en karlar ofmennt­aðar fyrir þau störf ­sem þær sinna
  •        eiga erf­ið­ara með að fá fram­gang í starfi
  •       vinna oftar en inn­lendar konur í vakta­vinnu
  •       vinna oft langan vinnu­dag
  •       vinna oft að mestu með öðru fólki af erlend­um ­upp­runa
  •       að atvinnu­leysi er hærra meðal þeirra en með­al­ inn­lendra kvenna
  •       að sumir hópar kvenna hafa litlar eða eng­ar ­upp­lýs­ingar um stétt­ar­fé­lög og mik­il­vægi þeirra í íslensku sam­fé­lagi

Setjum þessa nið­ur­stöður í sam­hengi við efna­hags­lega ­upp­bygg­ingu hér­lendis eftir hrun­ið, sem var að miklu leiti unnið af inn­flytj­end­um, þar á meðal hátt hlut­fall kvenna af erlendum upp­runa. Við vitum hverj­ir ­störf­uðu í öllum þessum lága­launa þjón­ustu­störfum við túristana. En vorum við ­jafn með­vituð um hvernig jafn­rétti kvenna af erlendum upp­runa var gætt í þess­ari ­mik­il­vægu atvinnu­grein?

Hlut­fall inn­flytj­enda í  ferða­þjón­ust­unni óx úr 15% árið 2010 í 36% árið 2019 (Hag­stof­a Ís­lands, 2020).  Í fyrra kom út  skýrsla um „Aðstæður erlends starfs­fólks í ferða­þjón­ustu: Sjón­ar­horn stétt­ar­fé­laga og starfs­fólks“ sem var unnin af Írisi Hrund Hall­dórs­dóttur og Magn­fríði Júl­í­us­dóttur fyrir Rann­sókna­mið­stöð ferða­mála 2020.

Í  skýrsl­unni kem­ur fram að algeng­ustu brotin í ferða­þjón­ust­unni voru þau að fólk fékk van­greidd ­laun miðað við ákvæði kjara­samn­inga um skipu­lag vakta og álags­greiðslna í vakta­vinn­u, þ.e. skipt­ingu launa í dag­vinnu og eft­ir­vinnu. Það sem var gert var að fólk ­fékk greitt jafn­að­ar­laun en var látið vinna tví­skiptar vakt­ir, sem er bein­lín­is brot á kjara­samn­ing­um. Í skýrslu  var hægt að finna dæmi um brot á reglum um 11 tíma hvíld­ar­tíma og frí­daga eða „rauð­ir dag­ar“ og brot á rétti fólks til að fá styttri vaktir eða lengra frí vegna und­ir­mönn­un­ar. Einnig voru dæmi um fólk sem var að starfa launa­laust eða með­ ­laun langt undir lág­marks­launum og fólk sem var að vinna án trygg­inga og/eða ann­arra rétt­inda. 

Verst voru dæmin um erlenda starfs­menn sem störf­uðu sem ­sjálf­boða­liðar (sem oft­ast tengd­ust við hesta­leig­ur,  minni gisti­staði og starfs­nema á hót­el­u­m). Það kom einnig fram af við­mæl­enda í skýrsl­unni sé minnst á söfn og til­raun­ir sveit­ar­fé­laga til að taka upp fyr­ir­komu­lag með sjálf­boða­lið­um. Ég mæli með því að þið gefið ykkur tíma til að lesa frás­gön frá „Míu“ (bls.29 -31) í skýrsl­unn­i og huga vel að bar­áttu um jafn­rétti kvenna á vinnu­mark­aði. Er rétt­mætt gagn­vart okkur að not­færa feg­urð Íslands sem aðdrag­anda­afl í að fá kven­fólk af erlend­um ­upp­runa í launa­lausa vinnu, án rétt­inda og öryggis sem hver ein­stök íslensk ­kona myndi hafa greiðan aðgang að?

Ég hef oft áður vitnað í grein­ing sem var gerð á vegum Reykja­vík­ur­borgar árið 2016 um launa­mun milli starf­sam­anna af erlendum upp­runa og Íslend­inga, þar sem kom fram að erlent starfs­fólk var ­með 23,7% lægri grunn­laun en starfs­fólk með íslenskt rík­is­fang og 24,7% lægri heild­ar­laun. Sem segir okkur að erlendir starfs­menn eru ekki að starfa í stjórn­unar eða sér­fræði­stöðu hjá stærsta vinnu­veit­anda lands­ins.

Grein­ing á launa­mun sem var gerður á vegum Hag­stof­a Ís­lands í sam­vinnu við Inn­flytj­enda­ráð sem gefin var út í mars 2019 kom fram að „inn­flytj­endur bera að jafn­aði minna úr býtum fyrir menntun sína en inn­lend­ir. Áætlað er að um 11% til 15% skil­yrtur launa­munur sé á laun­um inn­flytj­enda og inn­lendra með sömu mennt­un.“ Einnig kom fram að  fólk sem starfar í ræst­ingu og sem að­stoð­ar­fólk í mötu­neyt­um, færi­banda­vinnu eða í aðstoð­ar­störfum á stofn­unum og lækna­stof­um, voru meðal algeng­ustu starfa inn­flytj­enda.

Áhyggj­ur okkar í dag, á deg­inum sem við minn­umst á jafn­stöðu kynja á vinnu­mark­aði, er ­með þeim verstu þar sem  fjöl­margar kon­ur af erlendum upp­runa hafa misst vinnu vegna hruns í ferða­mála­grein­inni (að mest­u ­leiti) í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Sam­kvæmt nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu frá Vinnu­mála­stofnun þar sem almennt atvinnu­leysi var 9,0% og af því var at­vinnu­leysi inn­flytj­enda  41,5% eða heild­ar­at­vinnu­leysi erlendra rík­is­borg­ara u.þ.b. 22,7%.

Ef við vorum ekki að standa vörð um jafn­ræði á vinnu­mark­að­i hvað varðar konur af erlendum upp­runa á meðan góð­ærið gekk yfir okkur hér á Ís­landi, hvernig mun það þá ganga við að koma okkur upp úr núver­andi stöðu? Er það ekki hlut­verk okkar allra að tryggja þess að við njótum öll sömu rétt­ind­i og mögu­leika til sann­gjarna launa fyrir sam­bæri­leg störf,  og mögu­leika til fram­ganga í starfi? Eitt er víst að Sam­tök kvenna af erlendum upp­runa munu halda áfram að sinna hags­muna­bárátt­u um jafn­rétti kvenna af erlendum upp­runa.

Fyrir hönd sam­tak­anna viljum við í stjórn óska  félags­konum til ham­ingju með dag­inn og  hvetjum til áfram­hald­andi sam­stöðu í  bar­áttu fyrir jafn­rétt­i allra kvenna á Íslandi.

 

 

Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Segir „skrúðgöngur þjóðernispopúlista á atkvæðaveiðum“ lélega nýtingu á tíma og peningum
Þingmaður Pírata gagnrýnir Miðflokkinn harðlega fyrir að hafa „sóað rúmlega 12 klukkutímum af tíma þingsins í forsendulaust og beinlínis heimskulegt málþóf“.
Kjarninn 6. maí 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira eftir höfundinnNichole Leigh Mosty