Auglýsing

Nú er það stað­fest, Bára Hall­dórs­dóttir fór yfir strikið þegar hún tók upp sam­töl og drykkju­raus sex þing­manna. Það er líka stað­fest að Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir fór yfir strikið þegar hún sagði að uppi væri rök­studdur grunur um að Ásmundur Frið­riks­son hefði dregið sér fé með því að rukka óhóf­lega fyrir not af eigin bíl. Hat­ari fór líka yfir strikið þegar liðs­menn sveit­ar­innar drógu upp Palest­ínska fán­ann á loka­kvöldi Eurovision. Fleiri dæmi mætti tína til um fólk sem hefur farið yfir strik­ið, sum nýleg önnur eldri. Nokkur dæmi hafa orðið fræg. Rósa Parks fór til dæmis ræki­lega yfir strikið árið 1955 þegar hún neit­aði að standa upp fyrir hvítum far­þega í strætó. Ghandi fór vita­skuld marg­fald­lega yfir strikið í bar­áttu sinni geng breskum yfir­ráðum í Ind­landi. Þann 24. októ­ber árið 1975 fóru um 25.000 konur á Íslandi yfir strikið þegar þær lögðu niður vinnu. Og nú nýlega hefur ung stelpa frá Sví­þjóð, Greta Thun­berg, þrá­fald­lega farið yfir strikið með því að skrópa í skól­an­um, og hvetja aðra nem­endur til að gera hið sama, af því að henni ofbýður aðgerða­leysið í lofts­lags­mál­um.

Þegar ein­hver fer yfir strikið líður yfir­leitt ekki á löngu áður en sá dómur er upp kveð­inn að hegð­unin hafi verið óvið­eig­andi, ef ekki hrein­lega brot á regl­um. En hvaða strik eru þetta sem farið er yfir? Hver dregur þessi strik? Og hvaða hags­munum þjóna þau?

Við gætum líka spurt hvar við værum stödd ef þetta fólk hefði ekki farið yfir strik­ið. Á íslensku heitir það að fara ekki yfir strikið að halda sig á mott­unni. Hvernig væru Banda­ríkin ef blökku­menn hefðu haldið sig á mott­unni? Hvernig væri nýlendu­stefnan ef íbúar nýlendn­anna hefðu haldið sig á mott­unni? Hver væri staða kvenna ef konur um víða ver­öld hefðu alltaf haldið sig á mott­unni?

Auglýsing

Strikin sem farið var yfir í þeim dæmum sem ég nefndi hér að framan voru strik í kringum for­rétt­indi hinna ríku, hinna hvítu, karl­anna, eða hinna full­orðnu. Þeir sem draga strikið eru þeir sem hafa völdin og þeir sem hafa völdin kæra sig ekki um að láta þau af hendi. Strikið er tákn um rétt­læti – en ekki rétt­læti eins og það birt­ist í brjóstum rétt­sýnna mann­eskja heldur rétt­læti sem end­ur­spegl­ast í stofn­un­um, hefðum og venjum sam­fé­lags sem oft er langt frá því að vera rétt­látt. Þetta rétt­læti striks­ins er oft og tíðum meira í ætt við hina fornu kenn­ingu sem Þrasýmakkos lýsti svo skor­in­ort í Rík­inu eftir Platon: Rétt­læti er það sem kemur hinum sterka vel.

Í orði hafa fáir tekið undir þessa kenn­ingu Þrasýmakkosar, frekar kinkað kolli til Sókratesar sem and­mælti honum með ærinni fyr­ir­höfn og sagði að rétt­læti byggð­ist á sam­hljómi eða sam­ræmi í rík­inu, þar sem hver strengur hljóm­aði eins og honum væri ætl­að. En á borði er lítið spurt um hvernig strengirnir hljómi – eða svo við höldum áfram með þetta lík­inga­mál, hver sjái um að stilla hljóð­fær­ið. Kenn­ing Þrasýmakkosar er leið­ar­ljós­ið.

Í vor þegar samn­ingar verka­fólks voru lausir og lítið gekk í við­ræð­um, efndu hót­el­þernur til verk­falls. Þegar Félags­dómur komst að þeirri nið­ur­stöðu að lög­lega væri boðað til verk­falls­ins sagði Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, að hún hlakk­aði til:

„Við erum að fara í verk­fall á morgun ... Þetta er kvenna­verk­fall. Haldið á alþjóð­legum bar­áttu­degi verka- og lág­launa­kvenna. Þetta er sögu­leg stað­reynd og ég hlakka afskap­lega mikið til á morg­un.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, var ekki sáttur við þessi orð og sagði: „Mér finnst ekki við hæfi að for­ystu­fólk hlakki til verk­falla“ Sól­veig Anna, sem hafði aug­ljós­lega farið yfir strik­ið, útskýrði hvers vegna hún sá .verk­fallið sem gleði­efn­i: „Ég er glöð af því að loks­ins fá raddir lág­launa­kvenna í íslensku sam­fé­lagi að heyr­ast hátt og skýrt. Þrátt fyrir að Ísland mælist hæst á listum um kynja-­jafn­rétti er stað­reyndin sú að lág­launa­konan hefur ekki fengið neitt pláss eða nein völd. Að okkur hafi tek­ist að troða okkur í sviðs­ljósið, að við skulum allt í einu vera orðnar „hættu­leg­ar“ er sögu­legt; eigna­laus­ar, valda­laus­ar, pen­inga­lausar konur eru allt í einu orðnar afl í íslensku sam­fé­lagi, afl sem mögu­lega þarf að taka til­lit til og hlusta á! Er ekki við hæfi að gleðj­ast yfir því?

Þegar vald­inu er ögrað, hvort sem það er hið lúmska feðra­veldi sem gengur prúð­búið fram í mynd hins umhyggju­sama og betur vit­andi föður – jafn­vel lands­föður – eða með grimmi­leg­ustu og háþró­uð­ustu kúg­un­ar­tækjum heims, eins og Ísra­els­ríki gegn her­numinni Palest­ínu, þá er vörnin gjarnan þessi: „Ég skil vel að þið séuð ekki alveg sátt en við höfum komið okkur upp til­teknum leik­regl­um, ákveðnum leiðum til að gagn­rýna, til að eiga í sam­ræðu, og ef þið viljið koma gagn­rýni ykkar á fram­færi þá verðið þið að fylgja þessum regl­u­m.“ Regl­urnar eru kenndar við lýð­ræði, stundum sagðar mik­il­vægur þáttur í að við­halda stöð­ug­leika og friði, jafn­vel sagðar efla virð­ingu Alþingis (sbr. umsögn siða­nefndar um ummæli Þór­hildar Sunn­u). Einmitt þessar reglur eru strikin sem stundum er farið yfir. Og þess vegna er svo mik­il­vægt að spyrja: Hver setur þessar regl­ur? Og hvaða hags­munum þjóna þær?

Hefð­ir, venj­ur, stofn­anir og siðir eru ævin­lega barn síns tíma. En tím­arnir breyt­ast og hversu langt sem sam­fé­lag­inu hefur miðað á veg­ferð sinni í átt að rétt­læti, þá er mark­inu aldrei náð. Sér­hver áfangi er ein­ungis brott­far­ar­staður á nýrri veg­ferð í leit að nýju rétt­læti. Á hverjum tíma – okkar eigin tíma ekki síður en liðnum tíma – eru útlínur rétt­læt­is­ins dregnar af þeim sem fengið hafa umboð til þess. Styrkur sam­fé­lags­ins – eða ætti ég kannski að segja, styrkur lýð­ræð­is­ins – felst ekki í því hversu réttir þessir drættir eru, heldur hveru mót­tæki­legt sam­fé­lagið sé fyrir því að þessum reglum sé ögrað. Rétt­nefnt lýð­ræði amast ekki við því að farið sé yfir strik­ið, þvert á móti hvetur það borg­ar­ana til að fara yfir strik­ið, ef svo ber und­ir. Ein­ungis með því að fara yfir strik­ið, er hægt að kom­ast að því hvar það er og hvort það hafi verið dregið á ásætt­an­legum stað.

Þegar Rósa Parks fór yfir strik­ið, þá var það til að láta í ljósi þá skoð­un, sem var ekki bara hennar heldur fjöl­margra ann­arra, að það strik sem mark­aði kyn­þátta­að­skilnað í Banda­ríkj­unum væri dregið á kol­röngum stað. Þegar Bára Hall­dórs­dóttir ýtti á REC á sím­anum og sendi svo upp­tök­urnar til fjöl­miðla, var það vegna þess að henni fannst að það væri eitt­hvað mjög athuga­vert við það hvernig menn sem gegndu æðstu trún­að­ar­störfum fyrir þjóð­ina töl­uðu um sam­starfs­fólks sitt, kon­ur, fatlað fólk og eig­in­lega alla sem ekki voru þeirra eigin aðhlæj­end­ur. Þegar Þór­hildur Sunna sagði að það væri rök­studdur grunur um að Ásmundur Frið­riks­son hefði dregið sér fé, þegar hann rukk­aði end­ur­greiðslur fyrir akstur sem sam­svar­aði því að hann keyrði 130 km á dag hvern ein­asta dag árs­ins, þá var hún ekki að hugsa um að halda sig innan þess striks sem mark­aði prúð­mennsku þing­manns. Henni fannst rétt­lætið og virð­ing þings­ins í húfi. Og þegar Sól­veig Anna sagði að hún hlakk­aði til verk­falls, þá var það vegna þess að hún gladd­ist yfir því að lág­launa­fólk hefði tekið til sín frum­kvæði og ögrað því valdi sem um ára­tuga­skeið hafði kúgað það, hundsað og lít­ils­virt.

Lýð­ræði er ekki stjórn­ar­far prúð­mennsku. Það er stjórn­ar­far sem ein­kenn­ist af gagn­rýni, ögrun við vald í öllum sínum mynd­um, en vita­skuld líka við­ur­kenn­ingu á rétt­mætu yfir­valdi. En hið rétt­mæta yfir­vald er ekki rétt­læti hins sterka. Hið rétt­mæta yfir­vald er end­ur­ómur þeirrar raddar sem hljómar veikast og af mestri hóg­værð í mergð­inni.

Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Meira eftir höfundinnÓlafur Páll Jónsson