Auglýsing

Það morgn­aði fal­lega, sólin gerði sig lík­lega til að varpa geislum sínum yfir þá hálu skurn sem hafði mynd­ast kvöldið áður. Það yrði vara­samt að vera á ferli þótt dag­ur­inn yrði eflaust fag­ur. Og nú var kaffið að verða til­búið og ég gerði mig lík­legan til að fá mér aðra brauð­sneið, núna með mar­melaði og osti. Ég seild­ist í sím­ann, athug­aði jarð­skjálfta­síðu veð­ur­stof­unn­ar, síðan helstu frétt­ir, opn­aði því næst face­book til að vita hvort vinir mín­ir, nánir eða ekki, væru ekki líka að byrja enn einn dýrð­ar­dag­inn. Þá blasir við mér þessi mynd.

Ólétt kona á flótta

Undir mynd­inni stend­ur: „Í kvöld um 18:00 mætti lög­reglan í lokað úrræði ÚTL fyrir fjöl­skyld­ur, konur og fylgd­ar­laus ung­menni og ætl­aði að hand­taka unga fjöl­skyldu frá Alban­íu. Fjöl­skyldan sam­anstendur af ungu pari og 2 ára barni, en konan er einnig kasól­étt, komin á 35-36 viku.
Parið hefur ekki fengið svar frá kæru­nefnd Útlend­inga­mála í hend­urnar og því gæti verið að máli þeirra sé ekki lok­ið.“

Þetta var aug­ljós­lega ekki það sem ég vildi lesa á þessum fal­lega morgni. Samt las ég áfram. Þótt nóg sé af hörm­ung­ar­frétt­um, og ég sé sum­part orð­inn dof­inn yfir sárs­auka ann­arra, þá vildi ég vita hvernig þessu máli myndi ljúka. Ég fann fyrir barns­legri sann­fær­ingu um að þetta færi vel. „Konan er komin á steypir­inn, það fer eng­inn að þvinga hana upp í flug­vél og senda úr land­i,“ hugs­aði ég.

Auglýsing

Ég las áfram, klukkan 1:30 var færslan upp­færð og bætt við: „­Konan er komin út af mæðra­deild þar sem hún fékk vott­orð með upp­lýs­ingum um hversu langt hún væri gengin og að ekki væri mælt með að hún myndi fljúga. Venju­lega þegar óléttar konur fljúga þurfa þær að fá svo­kallað „fit to fly“-vott­orð en engin for­dæmi voru hins vegar fyrir að gefa „not fit to fly“-vott­orð þar sem eng­inn lækn­anna hafði upp­lifað það áður að verið væri að neyða ólétta konu í flug gegn vilja henn­ar. Von­ast er til að þetta vott­orð hafi eitt­hvað að segja, en nú er hún á leið heim til sín þar sem lög­reglan bíð­ur.“

Þegar ég las þetta var mér létt. Ég hugs­aði sem svo að úr því að við lifum í sið­uðu sam­fé­lagi, þá væri konan og barnið hólp­in. Fréttin var aftur upp­færð klukkan þrjú, þá var sagt frá því að mat lækn­anna og ljós­mæðr­anna á Land­spít­al­anum skipti engu máli og að ein­hver annar lækn­ir, sem hafði ekki hitt hana, hefði gefið út yfir­lýs­ingu um að konan væri „fit to fly“. Loks var fréttin upp­færð klukkan 5, þá hafði lög­reglan komið og sótt fjöl­skyld­una til að fara með hana út á flug­völl.

Við vitum ekki hvers vegna þau komu hing­að, alla þessa leið í kuld­ann og myrkrið, af því að við – þessi íslenska þjóð sem mættum þeim – vildum ekki spyrja. Af hverju mátti ekki spyrja? Kannski af því að það er ekki skil­virkt að heyra sögu fólks. Það truflar þegar óvel­komnir gest­ir, sem knýja dyra í okkar huggu­lega heimi, fá and­lit, eign­ast jafn­vel sögu. Nafn­leysi þeirra er okkar vörn.

Kaffið kóln­aði í boll­anum og ég hafði naum­ast lyst á brauð­sneið­inni sem hafði verið svo lystug skömmu áður. Mér varð lík­am­lega illt af því að lesa lýs­ing­una á þessum atburð­um. Ég spurði sjálfan mig: „Hvernig get ég sagst vera Íslend­ing­ur?“ Ég er kannski ekki sekur í þessu máli, en ég ber ábyrgð á þessu. Hvernig get ég horfst í augu við sjálfan mig frammi fyrir svona til­gangs­lausu grimmd­ar­verki?

Ég er kannski ekki sekur í þessu máli – ég átti ekki frum­kvæði að þessu ódæði og tók ekki beinan þátt í því – en þetta er gert í nafni Íslands og ég er hluti af því. Ég er einn af þeim sem mynda þessa íslensku þjóð sem ákvað að ganga svona fram gegn verð­andi móður – og ver­andi móð­ur, því ungu hjónin eiga líka tveggja ára barn. Tveggja ára; þegar okkar börn ná þeim aldri viljum við að þau séu komin á leik­skóla, meðal ann­ars af því að það er svo gott fyrir félags­þroska þeirra. En hvar er okkar sið­ferð­is­þroski?

Sem faðir og eig­in­maður hugsa ég dag­lega um að reyna að mæta þessum heimi sem heil­steypt mann­eskja. Gagn­vart vinum reyni ég að vera ærleg­ur; hlusta, leggja gott til, finna tæki­færi til að hlæja og brosa. Á dag­inn vinn ég við að kenna verð­andi kenn­ur­um, þroska­þjálf­um, og fleira fólki sem vinnur við að rækta mennsku þess fólks sem á vegi þess verð­ur. Og þessa vinnu mína reyni ég að vinna í sam­ræmi við marg­vís­leg lög og námskrár sem leið­beina mér um að leggja lóð mín á vog­ar­skálar lýð­ræð­is, rétt­læt­is, mann­rétt­inda, jafn­rétt­is, sjálf­bærni, heil­brigð­is, vel­ferðar ... Og svo þetta! Um miðja nótt er kona, komin á steypir­inn, ásamt eig­in­manni sínum og tveggja ára, barni sótt af lög­reglu svo hægt sé að losna við þau. Kon­an, eig­in­mað­ur­inn, tveggja ára barn­ið, og fóstrið sem kannski brýst inn í þennan heim áður en vikan er lið­in, örugg­lega fyrir jól, eru óvel­kom­in. Á sama tíma á ég að segja nem­endum mínum að umfram allt verði þau að sjá mann­eskj­una í hverju barni, að leggja lóð sín á vog­ar­skálar mennsk­unn­ar.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
„Lágmarkskrafa að Eyþór Arnalds og Samherji geri hreint fyrir sínum dyrum“
Borgarstjóri segir að birting Samherjaskjalanna sýni viðskipti Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, við Samherja um hlut í Morgunblaðinu í nýju ljósi. Hann segir að það gangi ekki að enn sé ótal spurningum ósvarað um þau viðskipti.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Svavar Guðmundsson
Þoþfbsoemssoh
Kjarninn 19. nóvember 2019
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum
Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÓlafur Páll Jónsson