Loftslagsbreytingar og þjóðaröryggi

Sókn stórvelda og olíufyrirtækja í nýtingu jarðefnaeldsneytis á Norðurslóðum stríðir gegn heilbrigðri skynsemi og ógnar þjóðaröryggishagsmunum Íslendinga.

Auglýsing

Rick Perry, orku­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, ávarp­aði setn­ing­ar­at­höfn Arctic Circle í Hörpu á fimmtu­dag­inn. Þar sagði hann að Norð­ur­slóðir væru barma­fullar af orku­auð­lindum og hvatti til þess að þær verði nýttar „íbúum þar og heims­byggð­inni til hags­bóta“. Perry er ekki einn um þessa skoð­un, en á dag­skrá ráð­stefn­unnar var heilt mál­þing um nýt­ingu jarð­efna­elds­neytis á Norð­ur­slóð­um.Það er mik­ill mis­skil­ingur að nýt­ing jarð­efna­elds­neytis geti orðið til hags­bóta fyrir íbúa Norð­ur­slóða. Þvert á móti stafar íbúum þessa heims­hluta, sem og jarð­ar­innar allr­ar, alvar­leg ógn af nýt­ingu jarð­efna­elds­neytis vegna stað­bund­inna og hnatt­rænna áhrifa lofts­lags­breyt­inga.Lofts­lags­bomba sem má ekki springa

Auglýsing


Í jarð­lögum undir hafs­botni Norð­ur­slóða má finna gríð­ar­legt magn olíu og jarð­gass. Umhverf­is­vernd­ar­sam­tök skil­greina svæðið sem eina af „kolefn­is­bombum“ jarðar vegna þeirra afleið­inga sem það gæti haft fyrir lofts­lagið að brenna jarð­efna­elds­neytið sem þar má finna. Það væri eins og að sprengja kolefn­is­bombu út í and­rúms­loft­ið.Stað­reyndin er þessi: Ef allt jarð­efna­elds­neyti sem vitað er um í heim­inum yrði sótt upp úr jörð­inni og brennt myndi það losa um 2795 gígatonn af koltví­sýr­ingi. Til þess að ná mark­miði Par­ís­ar­sátt­mál­ans um að hlýnun jarðar hald­ist innan tveggja gráðna megum við hins vegar ekki losa meira en 565 gígatonn, eða einn fimmta þess magns. Þetta þýðir að 80% alls jarð­efna­elds­neytis sem vitað er um í heim­inum verður að liggja ósnert ofan í jörð­inni ef við ætlum að eiga mögu­leika á að ná mark­miðum Par­ís­ar­sátt­mál­ans. Það er óðs manns æði og ætti hrein­lega að vera glæpur gegn mann­kyni að leita að nýjum olíu- og gaslindum á Norð­ur­slóðum þegar við vitum nú þegar um fimm­falt meira magn jarð­efna­elds­neytis en við megum brenna. Lofts­lags­breyt­ingar ógna hags­munum Íslend­ingaÁhrif lofts­lags­breyt­inga á Norð­ur­slóðir verða gríð­ar­leg og við Íslend­ingar förum ekki var­hluta af þeim. Tíðni ofsa­veðra mun aukast hér eins og ann­ars stað­ar. Bráðnun jökla mun ógna mögu­leikum okkar til raf­orku­fram­leiðslu og gæti einnig aukið tíðni eld­gosa. Hlýnun og súrnun sjávar hafa áhrif á fiski­stofna við land­ið. Bráðnun Græn­lands­jök­uls gæti hægt á Golfstraumn­um, en slíkar breyt­ingar hefðu alvar­leg áhrif á búsetu­skil­yrði á Íslandi. Þá eru ófyr­ir­séðar þær afleið­ingar sem auð­linda­þurrð og auk­inn fólks­flótti af völdum lofts­lags­breyt­inga gæti haft fyrir félags­legan og efna­hags­legan stöð­ug­leika í heim­inum öll­um.Það er í þessu sam­hengi sem við verðum að ræða sókn olíu­fram­leið­enda í nýjar olíu- og gaslindir á Norð­ur­slóð­um. Opnun Norð­ur­slóða fyrir nýt­ingu jarð­efna­elds­neytis verður engum til hags­bóta. Í reynd ógnar hún þjóðar­ör­yggi okkar Íslend­inga og ann­arra þjóða á Norð­ur­slóð­um. Íslensk stjórn­völd ættu því taf­ar­laust að setja bann við nýt­ingu jarð­efna­elds­neytis í lög­sögu Íslands og hvetja til þess á alþjóð­legum vett­vangi að allar slíkar auð­lindir á Norð­ur­slóðum verði látnar liggja undir hafs­botn­in­um.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
„Lágmarkskrafa að Eyþór Arnalds og Samherji geri hreint fyrir sínum dyrum“
Borgarstjóri segir að birting Samherjaskjalanna sýni viðskipti Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, við Samherja um hlut í Morgunblaðinu í nýju ljósi. Hann segir að það gangi ekki að enn sé ótal spurningum ósvarað um þau viðskipti.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Svavar Guðmundsson
Þoþfbsoemssoh
Kjarninn 19. nóvember 2019
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum
Forseti Íslands segir að Íslendingar verði að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst þau sem hafi notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÓskar Steinn Jónínuson Ómarsson