Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar

Ekki liggur fyrir hvernig sú ákvörðun var tekin að fá Kviku banka til að annast sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum. Tengsl bæjarstjórans og eiginmanns hennar við lykilmenn í Kviku gætu varpað ljósi á málið.

Auglýsing

Bæj­ar­full­trúum og almennum Hafn­firð­ingum kross­brá þegar aug­lýs­ing frá Kviku banka um sölu á hlut Hafn­firð­inga í HS Veitum birt­ist í Frétta­blað­inu þann 7. maí síð­ast­lið­inn. Bæj­ar­full­trúar minni­hlut­ans voru hvorki upp­lýstir um að sölu­ferli væri hafið né heldur að Kviku banka hefði verið falið að sjá um það ferli enda hafði málið ekki verið tekið til umfjöll­unar á vett­vangi bæj­ar­ráðs, né heldur bæj­ar­stjórn­ar. Þessar upp­lýs­ingar fengu bæj­ar­full­trúar minni­hlut­ans því fyrst að lesa um í fjöl­miðl­um.

Margir hafa velt vöngum yfir því hvernig og af hverjum sú ákvörðun var tekin að fá Kviku banka til að ann­ast söl­una fyrir Hafn­ar­fjörð. Á fundi bæj­ar­ráðs þann 20. maí lagði Adda María Jóhanns­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fram fyr­ir­spurn um hvernig sú ákvörðun hafi verið tekin og hvaða for­sendur hafi legið þar að baki. Svörin eru vænt­an­leg á næsta fundi bæj­ar­ráðs á fimmtu­dag og verður áhuga­vert að sjá hvað kemur fram í þeim.

Þangað til­ hljótum við að spyrja okk­ur hvort tengsl Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra, og eig­in­manns hennar við lyk­il­menn í ­Kviku banka kunni að hafa leikið hlut­verk í þeirri skringi­legu atburð­ar­rás sem spil­ast hefur út í Hafn­ar­firði í tengslum við fyr­ir­hug­aða sölu á hlut bæj­ar­ins í HS Veit­um.

Auglýsing

BF-­út­gáfa, RNH og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn

Rósa Guð­bjarts­dóttir og eig­in­maður henn­ar, Jónas Sig­ur­geirs­son, tengj­ast tveimur lyk­il­starfs­mönnum Kviku banka á a.m.k. þrjá vegu. Jónas starfar sem fram­kvæmda­stjóri bóka­út­gáf­unnar BF-­út­gáfu sem gefur út undir heit­unum Bóka­fé­lag­ið, Almenna bóka­fé­lag­ið, Bóka­út­gáfan Björk og Unga ástin mín. Einn af eig­endum BF-­út­gáfu er Ármann nokkur Þor­valds­son, en Ármann er aðstoð­ar­for­stjóri Kviku banka. Aðrir eig­endur BF-­út­gáfu eru Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, stjórn­mála­fræði­pró­fess­or, Kjartan Gunn­ars­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Baldur Guð­laugs­son, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu sem dæmdur var í Hæsta­rétti árið 2012 fyrir inn­herja­svik og brot í opin­beru starfi. Auk þess að tengj­ast í gegnum BF-­út­gáfu voru þeir Ármann og Jónas einnig sam­starfs­fé­lagar í Kaup­þingi á árunum fyrir hrun.

Þræðir Kviku banka og Jónasar Sig­ur­geirs­son­ar liggja einnig saman í Rann­sókn­ar­setri um nýsköpun og hag­vöxt. Á vef ­rann­sókn­ar­set­urs­ins er Jónas titl­aður fram­kvæmda­stjóri auk þess sem hann situr í stjórn þess. Með Jónasi í stjórn RNH sit­ur Gísli Hauks­son, for­maður fjár­mála­ráðs Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­stjóri GAMMA. Gísli var sam­starfs­fé­lagi þeirra Jónasar og Ármanns Þor­valds­sonar í Kaup­þingi en hann seldi Kviku allt hluta­féð sitt í GAMMA í lok árs­ins 2018. Í stjórn­inni sitja einnig þeir Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­víkur og eig­andi Íslenskrar vatns­orku hf, Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Jón­mundur Guð­mars­son, for­stöðu­maður sölu og við­skipta­tengsla hjá Kviku banka. 

Auk þess að tengj­ast Jónasi í gegnum RNH teng­ist Jón­mundur einnig Rósu í gegnum Sjálf­stæð­is­flokk­inn, en Jón­mundur var bæj­ar­stjóri á Sel­tjarn­ar­nesi árin 2002 til 2009 og fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá 2009 til 2014. Rósa var kjörin í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar árið 2006 og hefur verið odd­viti flokks­ins frá árinu 2010. Því hafa þau Rósa og Jón­mund­ur, sem nú starfar hjá Kviku banka, verið sam­verka­menn í flokknum í dágóðan tíma.

Sporin hræða

Spill­ing­ar­saga Sjálf­stæð­is­flokks­ins í tengslum við einka­væð­ing­u á eignum almenn­ings­ verður ekki rakin hér, þó af mörgu sé að taka. Hjá Sjálf­stæð­is­flokknum virð­ist vera regla frekar en und­an­tekn­ing að ­eignum almenn­ings sé ráð­stafað til vild­ar­vina í reyk­fylltum bak­her­bergjum í stað þess að reynt sé að fá ­fyrir þær ­sem hæst verð í opnu sölu­ferli. Ég ætla ekki að halda því fram að sú sé raunin nú og að ein­hvers staðar bíði vel tengdur aðili eftir því að fá hlut Hafn­firð­inga í HS Veit­u­m á vild­ar­kjör­um. Hins vegar hræða sporin í þessum efnum og ógagnsæ vinnu­brögð meiri­hluta bæj­ar­stjórnar í mál­inu vekja upp spurn­ingar um hvort ann­ar­legir hags­munir búi að baki áformum um einka­væð­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Með þessum skrifum er ég heldur ekki að halda því fram að Kvika banki sé rangur aðili til að ann­ast sölu á hlut Hafn­firð­inga í HS Veit­um, sé það á annað borð vilji Hafn­firð­inga að selja hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu. Bæj­ar­stjóri hlýtur hins vegar að átta sig á því að tengsl hennar við lyk­il­menn í Kviku kunni að vekja upp spurn­ingar og ­gera málið tor­tryggi­leg­t, ­sér­stak­lega þar sem á­kvarð­anir hafa verið teknar með jafn ógagn­sæjum hætti og raun ber vitni.Kallað hefur verið eftir gögn­um ­sem sýna að ákvörð­unin um að fela Kviku banka verk­efnið hafi verið tekin með fag­legum hætt­i. Von­and­i ­sýna þau með afger­andi hætti að hvorki flokks­tengsl bæj­ar­stjór­ans né við­skipta­tengsl eig­in­manns­ins hafi ráðið för. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÓskar Steinn Jónínuson Ómarsson