Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar

Ekki liggur fyrir hvernig sú ákvörðun var tekin að fá Kviku banka til að annast sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum. Tengsl bæjarstjórans og eiginmanns hennar við lykilmenn í Kviku gætu varpað ljósi á málið.

Auglýsing

Bæj­ar­full­trúum og almennum Hafn­firð­ingum kross­brá þegar aug­lýs­ing frá Kviku banka um sölu á hlut Hafn­firð­inga í HS Veitum birt­ist í Frétta­blað­inu þann 7. maí síð­ast­lið­inn. Bæj­ar­full­trúar minni­hlut­ans voru hvorki upp­lýstir um að sölu­ferli væri hafið né heldur að Kviku banka hefði verið falið að sjá um það ferli enda hafði málið ekki verið tekið til umfjöll­unar á vett­vangi bæj­ar­ráðs, né heldur bæj­ar­stjórn­ar. Þessar upp­lýs­ingar fengu bæj­ar­full­trúar minni­hlut­ans því fyrst að lesa um í fjöl­miðl­um.

Margir hafa velt vöngum yfir því hvernig og af hverjum sú ákvörðun var tekin að fá Kviku banka til að ann­ast söl­una fyrir Hafn­ar­fjörð. Á fundi bæj­ar­ráðs þann 20. maí lagði Adda María Jóhanns­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fram fyr­ir­spurn um hvernig sú ákvörðun hafi verið tekin og hvaða for­sendur hafi legið þar að baki. Svörin eru vænt­an­leg á næsta fundi bæj­ar­ráðs á fimmtu­dag og verður áhuga­vert að sjá hvað kemur fram í þeim.

Þangað til­ hljótum við að spyrja okk­ur hvort tengsl Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra, og eig­in­manns hennar við lyk­il­menn í ­Kviku banka kunni að hafa leikið hlut­verk í þeirri skringi­legu atburð­ar­rás sem spil­ast hefur út í Hafn­ar­firði í tengslum við fyr­ir­hug­aða sölu á hlut bæj­ar­ins í HS Veit­um.

Auglýsing

BF-­út­gáfa, RNH og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn

Rósa Guð­bjarts­dóttir og eig­in­maður henn­ar, Jónas Sig­ur­geirs­son, tengj­ast tveimur lyk­il­starfs­mönnum Kviku banka á a.m.k. þrjá vegu. Jónas starfar sem fram­kvæmda­stjóri bóka­út­gáf­unnar BF-­út­gáfu sem gefur út undir heit­unum Bóka­fé­lag­ið, Almenna bóka­fé­lag­ið, Bóka­út­gáfan Björk og Unga ástin mín. Einn af eig­endum BF-­út­gáfu er Ármann nokkur Þor­valds­son, en Ármann er aðstoð­ar­for­stjóri Kviku banka. Aðrir eig­endur BF-­út­gáfu eru Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, stjórn­mála­fræði­pró­fess­or, Kjartan Gunn­ars­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Baldur Guð­laugs­son, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu sem dæmdur var í Hæsta­rétti árið 2012 fyrir inn­herja­svik og brot í opin­beru starfi. Auk þess að tengj­ast í gegnum BF-­út­gáfu voru þeir Ármann og Jónas einnig sam­starfs­fé­lagar í Kaup­þingi á árunum fyrir hrun.

Þræðir Kviku banka og Jónasar Sig­ur­geirs­son­ar liggja einnig saman í Rann­sókn­ar­setri um nýsköpun og hag­vöxt. Á vef ­rann­sókn­ar­set­urs­ins er Jónas titl­aður fram­kvæmda­stjóri auk þess sem hann situr í stjórn þess. Með Jónasi í stjórn RNH sit­ur Gísli Hauks­son, for­maður fjár­mála­ráðs Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­stjóri GAMMA. Gísli var sam­starfs­fé­lagi þeirra Jónasar og Ármanns Þor­valds­sonar í Kaup­þingi en hann seldi Kviku allt hluta­féð sitt í GAMMA í lok árs­ins 2018. Í stjórn­inni sitja einnig þeir Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­víkur og eig­andi Íslenskrar vatns­orku hf, Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Jón­mundur Guð­mars­son, for­stöðu­maður sölu og við­skipta­tengsla hjá Kviku banka. 

Auk þess að tengj­ast Jónasi í gegnum RNH teng­ist Jón­mundur einnig Rósu í gegnum Sjálf­stæð­is­flokk­inn, en Jón­mundur var bæj­ar­stjóri á Sel­tjarn­ar­nesi árin 2002 til 2009 og fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá 2009 til 2014. Rósa var kjörin í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar árið 2006 og hefur verið odd­viti flokks­ins frá árinu 2010. Því hafa þau Rósa og Jón­mund­ur, sem nú starfar hjá Kviku banka, verið sam­verka­menn í flokknum í dágóðan tíma.

Sporin hræða

Spill­ing­ar­saga Sjálf­stæð­is­flokks­ins í tengslum við einka­væð­ing­u á eignum almenn­ings­ verður ekki rakin hér, þó af mörgu sé að taka. Hjá Sjálf­stæð­is­flokknum virð­ist vera regla frekar en und­an­tekn­ing að ­eignum almenn­ings sé ráð­stafað til vild­ar­vina í reyk­fylltum bak­her­bergjum í stað þess að reynt sé að fá ­fyrir þær ­sem hæst verð í opnu sölu­ferli. Ég ætla ekki að halda því fram að sú sé raunin nú og að ein­hvers staðar bíði vel tengdur aðili eftir því að fá hlut Hafn­firð­inga í HS Veit­u­m á vild­ar­kjör­um. Hins vegar hræða sporin í þessum efnum og ógagnsæ vinnu­brögð meiri­hluta bæj­ar­stjórnar í mál­inu vekja upp spurn­ingar um hvort ann­ar­legir hags­munir búi að baki áformum um einka­væð­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Með þessum skrifum er ég heldur ekki að halda því fram að Kvika banki sé rangur aðili til að ann­ast sölu á hlut Hafn­firð­inga í HS Veit­um, sé það á annað borð vilji Hafn­firð­inga að selja hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu. Bæj­ar­stjóri hlýtur hins vegar að átta sig á því að tengsl hennar við lyk­il­menn í Kviku kunni að vekja upp spurn­ingar og ­gera málið tor­tryggi­leg­t, ­sér­stak­lega þar sem á­kvarð­anir hafa verið teknar með jafn ógagn­sæjum hætti og raun ber vitni.Kallað hefur verið eftir gögn­um ­sem sýna að ákvörð­unin um að fela Kviku banka verk­efnið hafi verið tekin með fag­legum hætt­i. Von­and­i ­sýna þau með afger­andi hætti að hvorki flokks­tengsl bæj­ar­stjór­ans né við­skipta­tengsl eig­in­manns­ins hafi ráðið för. 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÓskar Steinn Jónínuson Ómarsson