Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar

Ekki liggur fyrir hvernig sú ákvörðun var tekin að fá Kviku banka til að annast sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum. Tengsl bæjarstjórans og eiginmanns hennar við lykilmenn í Kviku gætu varpað ljósi á málið.

Auglýsing

Bæj­ar­full­trúum og almennum Hafn­firð­ingum kross­brá þegar aug­lýs­ing frá Kviku banka um sölu á hlut Hafn­firð­inga í HS Veitum birt­ist í Frétta­blað­inu þann 7. maí síð­ast­lið­inn. Bæj­ar­full­trúar minni­hlut­ans voru hvorki upp­lýstir um að sölu­ferli væri hafið né heldur að Kviku banka hefði verið falið að sjá um það ferli enda hafði málið ekki verið tekið til umfjöll­unar á vett­vangi bæj­ar­ráðs, né heldur bæj­ar­stjórn­ar. Þessar upp­lýs­ingar fengu bæj­ar­full­trúar minni­hlut­ans því fyrst að lesa um í fjöl­miðl­um.

Margir hafa velt vöngum yfir því hvernig og af hverjum sú ákvörðun var tekin að fá Kviku banka til að ann­ast söl­una fyrir Hafn­ar­fjörð. Á fundi bæj­ar­ráðs þann 20. maí lagði Adda María Jóhanns­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fram fyr­ir­spurn um hvernig sú ákvörðun hafi verið tekin og hvaða for­sendur hafi legið þar að baki. Svörin eru vænt­an­leg á næsta fundi bæj­ar­ráðs á fimmtu­dag og verður áhuga­vert að sjá hvað kemur fram í þeim.

Þangað til­ hljótum við að spyrja okk­ur hvort tengsl Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra, og eig­in­manns hennar við lyk­il­menn í ­Kviku banka kunni að hafa leikið hlut­verk í þeirri skringi­legu atburð­ar­rás sem spil­ast hefur út í Hafn­ar­firði í tengslum við fyr­ir­hug­aða sölu á hlut bæj­ar­ins í HS Veit­um.

Auglýsing

BF-­út­gáfa, RNH og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn

Rósa Guð­bjarts­dóttir og eig­in­maður henn­ar, Jónas Sig­ur­geirs­son, tengj­ast tveimur lyk­il­starfs­mönnum Kviku banka á a.m.k. þrjá vegu. Jónas starfar sem fram­kvæmda­stjóri bóka­út­gáf­unnar BF-­út­gáfu sem gefur út undir heit­unum Bóka­fé­lag­ið, Almenna bóka­fé­lag­ið, Bóka­út­gáfan Björk og Unga ástin mín. Einn af eig­endum BF-­út­gáfu er Ármann nokkur Þor­valds­son, en Ármann er aðstoð­ar­for­stjóri Kviku banka. Aðrir eig­endur BF-­út­gáfu eru Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, stjórn­mála­fræði­pró­fess­or, Kjartan Gunn­ars­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Baldur Guð­laugs­son, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu sem dæmdur var í Hæsta­rétti árið 2012 fyrir inn­herja­svik og brot í opin­beru starfi. Auk þess að tengj­ast í gegnum BF-­út­gáfu voru þeir Ármann og Jónas einnig sam­starfs­fé­lagar í Kaup­þingi á árunum fyrir hrun.

Þræðir Kviku banka og Jónasar Sig­ur­geirs­son­ar liggja einnig saman í Rann­sókn­ar­setri um nýsköpun og hag­vöxt. Á vef ­rann­sókn­ar­set­urs­ins er Jónas titl­aður fram­kvæmda­stjóri auk þess sem hann situr í stjórn þess. Með Jónasi í stjórn RNH sit­ur Gísli Hauks­son, for­maður fjár­mála­ráðs Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­stjóri GAMMA. Gísli var sam­starfs­fé­lagi þeirra Jónasar og Ármanns Þor­valds­sonar í Kaup­þingi en hann seldi Kviku allt hluta­féð sitt í GAMMA í lok árs­ins 2018. Í stjórn­inni sitja einnig þeir Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­víkur og eig­andi Íslenskrar vatns­orku hf, Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Jón­mundur Guð­mars­son, for­stöðu­maður sölu og við­skipta­tengsla hjá Kviku banka. 

Auk þess að tengj­ast Jónasi í gegnum RNH teng­ist Jón­mundur einnig Rósu í gegnum Sjálf­stæð­is­flokk­inn, en Jón­mundur var bæj­ar­stjóri á Sel­tjarn­ar­nesi árin 2002 til 2009 og fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá 2009 til 2014. Rósa var kjörin í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar árið 2006 og hefur verið odd­viti flokks­ins frá árinu 2010. Því hafa þau Rósa og Jón­mund­ur, sem nú starfar hjá Kviku banka, verið sam­verka­menn í flokknum í dágóðan tíma.

Sporin hræða

Spill­ing­ar­saga Sjálf­stæð­is­flokks­ins í tengslum við einka­væð­ing­u á eignum almenn­ings­ verður ekki rakin hér, þó af mörgu sé að taka. Hjá Sjálf­stæð­is­flokknum virð­ist vera regla frekar en und­an­tekn­ing að ­eignum almenn­ings sé ráð­stafað til vild­ar­vina í reyk­fylltum bak­her­bergjum í stað þess að reynt sé að fá ­fyrir þær ­sem hæst verð í opnu sölu­ferli. Ég ætla ekki að halda því fram að sú sé raunin nú og að ein­hvers staðar bíði vel tengdur aðili eftir því að fá hlut Hafn­firð­inga í HS Veit­u­m á vild­ar­kjör­um. Hins vegar hræða sporin í þessum efnum og ógagnsæ vinnu­brögð meiri­hluta bæj­ar­stjórnar í mál­inu vekja upp spurn­ingar um hvort ann­ar­legir hags­munir búi að baki áformum um einka­væð­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Með þessum skrifum er ég heldur ekki að halda því fram að Kvika banki sé rangur aðili til að ann­ast sölu á hlut Hafn­firð­inga í HS Veit­um, sé það á annað borð vilji Hafn­firð­inga að selja hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu. Bæj­ar­stjóri hlýtur hins vegar að átta sig á því að tengsl hennar við lyk­il­menn í Kviku kunni að vekja upp spurn­ingar og ­gera málið tor­tryggi­leg­t, ­sér­stak­lega þar sem á­kvarð­anir hafa verið teknar með jafn ógagn­sæjum hætti og raun ber vitni.Kallað hefur verið eftir gögn­um ­sem sýna að ákvörð­unin um að fela Kviku banka verk­efnið hafi verið tekin með fag­legum hætt­i. Von­and­i ­sýna þau með afger­andi hætti að hvorki flokks­tengsl bæj­ar­stjór­ans né við­skipta­tengsl eig­in­manns­ins hafi ráðið för. 

Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Betra er fyrir alla bóluefnum sé dreift jafnt um allan heiminn, samkvæmt rannsókninni
Iðnríkin myndu tapa á því að hamstra bóluefni
Ný rannsókn sýnir að heimsbúskapurinn gæti orðið fyrir miklu framleiðslutapi ef þróunarlönd verða ekki bólusett fyrir COVID-19 á sama tíma og ríkari lönd. Hér á landi gæti tapið numið allt að 3,7 prósentum af landsframleiðslu.
Kjarninn 25. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÓskar Steinn Jónínuson Ómarsson