Hugleiðingar um hamingjuna sem markmið

Auglýsing

Hver er til­gangur lífs­ins? Flestir myndu glotta og svara með hæðni „góð spurn­ing“ eða „þegar stórt er spurt…“ og gefa þannig til kynna að auð­vitað er ekki hægt að svara slíku „rugli“. Það er þó þannig að flest erum við að glíma við þessa spurn­ingu á hverjum degi, án þess að vera endi­lega með­vituð um það.

Það er rétt að ef spurt er um eig­in­legan til­gang lífs­ins þá er fátt um svör (nema kannski talan 42). Margir telja sig finna vís­bend­ingar í Bibl­í­unni eða öðrum trú­ar­ritum en sem trú­leys­ingi og/eða níhílisti myndi maður halda því fram að til­gang­ur­inn væri eng­inn; að lífið væri til­viljun og þ.a.l. til­gangs­laust.

Ef ég er spurður um til­gang míns eigin lífs þyrfti ég lík­lega að staldra aðeins við því þar gæti mögu­lega leynst svar. En ég nenni auð­vitað ekki að dvelja lengi við slíkar vanga­veltur og varpa fram þeirri hressu stað­hæf­ingu að til­gangur lífs­ins er ein­fald­lega að njóta þess, að „haffa kamman og liffa líf­inu“ eins og góður maður sagði eitt sinn. Málið dautt og hitt­umst á „happy“ eftir vinnu. Það skondna er að það er margt sem bendir til þess að þetta sé rétta svar­ið; til­gangur lífs­ins er ein­fald­lega að njóta þess. En þá kviknar önnur og mun erf­ið­ari spurn­ing; hvað er að njóta?

Auglýsing

Það hlýtur þá að vera ham­ingj­an. Er ekki aðal málið að vera ham­ingju­söm/­sam­ur? Varla er hægt að njóta lífs­ins án henn­ar? Eða hvað? En hvað er ham­ingja og hvað gerir okkur ham­ingju­söm? Ást­in? Börn­in? Eru það skil­yrði fyrir ham­ingju? En hvað með pen­inga? Þarf mann­eskja ekki að vera rík og/eða far­sæl (helst fal­leg líka) til að öðl­ast ham­ingj­una? Eða er nóg að vera bara hress?

Miðað við hvað við erum almennt upp­tekin af ham­ingj­unni – en einnig óham­ingj­unni; þung­lynd­inu og kvíð­anum – er merki­legt hvað við virð­umst oft illa tengd grund­vall­ar­merk­ingu henn­ar. Allt sem er gam­an, gott, skemmti­legt og veitir okkur ánægju gerir okkur ham­ingju­söm, er það ekki?

Til að geta talað um ham­ingj­una þarf hug­takið að hafa skýra merk­ingu og því er oft gerður grein­ar­munur á „ham­ingju“ (e. happiness) og „ánægju“ (e. plea­sure). Skoðum þetta aðeins.

Ham­ingja er ein­hvers­konar vellíð­an­ar-á­stand sem dvelur djúpt í sál­ar­lífi okkar og ein­kenn­ist m.a. af ást, ein­lægni, óeig­ingirni, sátt og stöð­ug­leika. Það er athygli­vert að þótt ham­ingjan geti sjálf verið mikil og mátt­ugt fyr­ir­bæri er upp­lifun hennar sjaldn­ast sterk eða til­finn­inga­rík; þ.e. við erum ekki endi­lega að springa úr gleði á hverri stundu þótt við séum mjög ham­ingju­söm. Ham­ingjan er ekki (á ekki að vera) mark­mið í sjálfu sér með inn­byggðum on/off takka. Það tekur tíma að öðl­ast sanna ham­ingju og hún er ein­hvern vegin alltaf í stöðugri vinnslu. Henni má frekar líkja við ferða­lagið heldur en áfanga­stað­inn.

Ánægjan er hins vegar öfl­ugri lífs­reynsla. Hún er nær því að vera eins­konar vellíð­an­ar-­til­finn­ing sem við upp­lifum sem ákafa og taf­ar­lausa gleð­i(vímu). Ánægjan er ekki lang­vinn enda sækj­umst við eftir henni aftur og aftur og hún er mark­mið í sjálfu sér. Það væru e.t.v. ýkjur að flokka þessa ánægju undir nars­isíska nautn­ar­hyggju en þeir sem „njóta lífs­ins“ með þessum hætti finna „ham­ingj­una“ í þess­ari skyn­miklu en skamm­vinnu ánægju sem yfir­leitt birt­ist okkur í hvers­dags­legri neyslu s.s. að borða góðan mat, kaupa sér ný föt/síma, drekka áfengi, spila tölvu­leiki eða horfa á Fri­ends.

Auð­vitað gerum við okkur (flest) full­kom­lega grein fyrir því að sumt er gott fyrir okkur og annað er bara gott. Aristóteles var alveg með þetta. Til að öðl­ast sanna ham­ingju þarf maður að rækta garð­inn sinn en ekki bara háma í sig súkkulað­irús­ínur allan dag­inn. En erum við á góðu róli á hinum gullna með­al­vegi? Nennum við að eyða tíma í að rækta sanna ham­ingju þegar nautn­in/á­nægju­víman er rétt handan við horn­ið?

Ef marka má umræðu og rann­sóknir um aukna van­líðan í hinum vest­rænu vel­ferð­ar­sam­fé­lögum (sér­stak­lega hjá börnum og ungu fólki) er vissu­lega áhuga­vert að hug­leiða aðeins um ham­ingj­una. Höfum við e.t.v. of grunnan skiln­ing á þetta fyr­ir­bæri? Er ekki lík­legt að við séum að rugla saman ham­ingju og ánægju? Orð­ræða okkar virð­ist benda til þess. Við erum rosa­lega ham­ingju­söm með nýja sím­ann okk­ar, þegar við fáum útborgað eða þegar ein­hver vin­sæll „lækar“ tístið okk­ar. Við erum ham­ingju­söm þegar það er frí í skól­anum og hvað þá þegar kemur ný sería af River­dale.

Ham­ingjan spilar einnig stórt hlut­verk í aug­lýs­ingum og mark­aðs­hyggju. Nyt­semi hluta er ekki lengur mik­il­væg­asti kost­ur­inn þegar kemur að því að aug­lýsa vörur heldur upp­lifunin og statusinn; hvernig varan lætur okkur líða með okkur sjálf. Allir gang­hæfir bílar geta komið okkur frá A til B á svip­uðum tíma en splúnku­nýr Range Rover gefur manni bara eitt­hvað extra – kannski ham­ingj­una?

Auð­vitað er margt annað sem veitir okkur „ham­ingju“ en þetta gæti verið ein skýr­ing á van­líðan okk­ar: Við sækj­umst öll eftir ham­ingj­unni en þegar við loks­ins teljum okkur finna hana (á þessum grunna „ánægju“ vett­vangi) þá upp­lifum við samt ekki raun­veru­lega ham­ingju. Við áttum okkur ekki á að við höfum gild­is­fallið ham­ingj­una. Það er nefni­lega eitt sem gleym­ist að fattast: Ham­ingjan og gild­is­matið eru hlið­stæð fyr­ir­bæri.

Önnur skýr­ing gæti verið sú að án þess að vera endi­lega með­vituð um það þá erum við í stöðugri og mis­kunn­ar­lausri sam­keppni um ham­ingj­una. Þetta er betur þekkt sem lífs­gæða­kapp­hlaup­ið. Það er að vísu ekki hægt að vinna þessa keppni en það er sann­ar­lega hægt að tapa. Við tökum flest öll ósjálf­viljug þátt í þessu und­ar­lega kapp­hlaupi án þess að hafa nokkuð að segja um reglur eða mark­mið. Kap­ít­al­ism­inn sér um það: Árangur og vel­gengni eru þar grund­vall­ar­for­sendur ham­ingj­unnar því án vel­gengni er varla hægt að njóta lífs­ins og vera ham­ingju­sam­ur; hafa það gott og geta leyft sér hitt og þetta. Hið „góða líf“ birt­ist okkur sem sjálfa á úlf­alda í Marra­kesh þar sem yoga- og hug­leiðslu­nám­skeið veitir manni inn­blást­ur, eykur ein­beit­ingu og árangur til að verða besta útgáfan af sjálfum sér.

En það er ein brenglun sem vert er að benda á í þessu sam­hengi. Í sam­fé­lagi sem er gegnum sýrt af kap­ít­al­ísku gild­is­mati er það við­tek­inn „sann­leik­ur“ – í anda amer­íska draumsinns – að allir eigi mögu­leika á frama og vel­gengni en reglur hins frjálsa sam­keppn­is­mark­aðar eru þó með þeim hætti að maður upp­sker eins og maður sáir. Þannig birt­ist okkur rétt­læt­ing hins efna­hags­lega ójöfn­uð­ar: Ríkt fólk verð­skuldar nefni­lega ríki­dæmi sitt og efna­hags­lega vel­megun vegna fram­lags síns, dugn­aðar eða ann­arra yfir­burða: Það hefur (hlýtur að hafa) lagt sig meira fram en aðrir og náð þannig rétt­mætum árangri.

Þótt vissu­lega finn­ist dæmi um sjálf­skap­aða efna­hags­lega vel­gengni vitum við flest að þessi stað­hæf­ing er bara bull og að ekki er hægt að alhæfa með slíkum hætti. Flestir millj­arð­ar­mær­ingar verða ríkir eftir allt öðrum leiðum t.d. með því að erfa auð­ævi, svind­la, arð­ræna eða fá gef­ins aðgang að auð­lindum þjóða. En þessi glap­sýn gefur engu að síður tón­inn: Ríkir eiga skilið að vera ríkir og fátækir eru bara fátæk­ir. Ef maður nýtur ekki vel­gengni í líf­inu – er alger lúser skv. reglum lífs­gæða­kapp­hlaups­ins – er ekk­ert óeðli­legt að við­kom­andi finni ekki ham­ingj­una og þ.a.l. ein­hvern til­gang með líf­inu. Ef þú ert ósátt(­ur) við hlut­skipti þín og slök lífs­gæði ertu minnt(­ur) á að ábyrgðin liggur alfarið hjá þér: Það er ekki kap­ít­al­ism­anum að kenna ef þig skortir metn­að, aga og vilja til að ná árangri og „sigra“ í líf­inu.

Þegar þessu er stillt svona upp þá er ekk­ert skrýtið að ungt fólk upp­lifir þung­lyndi og kvíða; að fólk flýi raun­veru­leik­ann með afþr­ey­ingu og vímu­efnum þrátt fyrir allan þennan hag­vöxt og enda­lausu vel­ferð. Álagið er gíf­ur­legt. Ef við erum ekki ham­ingju­söm þá er til­gang­ur­inn eng­inn; lífið ónýtt. Krafan um ham­ingj­una er alger. Eitt sinn var algengt að spyrja hvort pen­ingar veiti okkur ham­ingj­una en í dag er spurn­ingin hvernig ham­ingjan geti veitt okkur pen­inga. Hún er for­senda vel­gengn­innar og vel­gengnin for­senda ham­ingj­unn­ar. Þess vegna verðum við alltaf að vera ham­ingju­söm. Við erum alltaf í lífs­gæða­kapp­hlaup­inu. Ef eitt­hvað er að þá bara „feik­um“ við ham­ingj­una. Er ekki allt gott að frétta? Ert ´ekki bara hress?

En hvað getum við gert? Viljum við hætta þessu rugli og upp­lifa sanna ham­ingju? Þá þurfum við breyt­ing­ar. Það góða er að við þurfum ekki að hætta öllu eða úti­loka allt sem okkur finnst gaman og gott. Við þurfum bara að upp­færa nýtt gild­is­mats-­stýri­kerfi og end­ur­ræsa harða diskinn.

Við þurfum að öðl­ast raun­veru­legt frelsi. Til þess þurfum við að losa okkur skil­yrða­laust undan oki nýfrjáls­hyggj­unn­ar; hinnar kap­ít­al­ísku stýr­ing­ar. Ein­stak­lings­frelsið sem þar er talið for­senda vel­gengni og ham­ingju er alls ekki raun­veru­legt frelsi heldur blekk­ing; eins­konar lyf­leysa (e. place­bo): Við erum alls ekki frjáls til að vaxa og dafna á eigin for­send­um. Auk þess veitir slíkt frelsi okkur ekki sanna ham­ingju vegna þess að því fylgir engin ábyrgð. Það er nefni­lega ekki frelsið sem veitir okkur ham­ingju heldur ábyrgðin sem frels­inu fylg­ir.

Sama gildir um lífs­gæða­kapp­hlaup­ið. Við verðum að sætta okkur við að eina leiðin til að sigra er að sleppa tak­inu; að játa okkur sigruð. Ham­ingjan felst nefni­lega einnig í því að upp­lifa von­brigði, sárs­auka og van­líð­an. Upp­lifum allt til­finn­inga­svið ham­ingj­unn­ar. Lærum að lifa upp á nýtt (það er ekk­ert nýtt). Það er kom­inn tími á nýja Upp­lýs­ingu. Við þurfum að vakna, rífa okkur upp úr doð­anum og afþr­ey­ing­unni og stíga inn í raun­veru­leik­ann. Við þurfum að velja rauðu pill­una.

En við getum líka farið inn á jákvæðsál­fræð­i.is, skráð okkur á masterklassa í ham­ingju­hæfni þar sem við lærum að kyssa pen­inga.

Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Mikil olíuverðshækkun á skömmum tíma
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um 30 prósent á tveimur mánuðum.
Kjarninn 19. apríl 2019
Herbergjanýting var best í Reykjavík
Nýting versnar en herbergjum fjölgar
Á sama tíma og nýting hótelherbergja versnar hefur herbergjunum fjölgað. Herbergjanýting á Suðurnesjum minnkar mikið.
Kjarninn 19. apríl 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir kynnti fjölmiðlafrumvarpið 31. janúar 2019.
Það helsta hingað til: Frumvarp um ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Þar á meðal er fjölmiðlafrumvarpið, sem verður líklegast lagt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamót.
Kjarninn 19. apríl 2019
Kaupfélag Skagfirðinga lagði Morgunblaðinu til fé í upphafi árs
Upplýsingar um eignarhald á eiganda Morgunblaðsins sem birtar eru á heimasíðu fjölmiðlanefndar eru ekki í samræmi við upplýsingar sem komu fram í viðtali við forsvarsmann eins hluthafans í viðtali við blaðið á miðvikudag.
Kjarninn 19. apríl 2019
Fór með afsagnarbréf í vasanum á alla fundi í Hvíta húsinu
Birting á 448 síðna skýrslu saksóknarans Rupert Mueller er mál málanna í bandarískum fjölmiðlum í dag. Ekki er um neitt annað talað í sjónvarpsfréttum. Er þetta góð eða slæm skýrsla fyrir Bandaríkjaforseta?
Kjarninn 19. apríl 2019
Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira eftir höfundinnOttó Tynes