Misskipting, ójöfnuður og óréttlæti eru engin náttúrulögmál

Auglýsing

Eigum við að berj­ast fyrir okkar veik­ustu bræður og syst­ur? Við hugsum oft lítið um lífs­kjör ann­arra ef við höfum það gott sjálf. Því miður er það svo að þó við höfum sjálf verið hepp­in, heilsu­hraust og notið allra tæki­færa sem lífið býður upp á, er fátt sem bendir til þess að börnin okkar geri það. Alveg sama hvort þau nái að mennta sig eða ekki.

Er okkar staða eins traust og örugg og við höld­um? Við erum ein­ungis þremur launa­seðlum frá alvar­legum fjár­hags­vand­ræð­um, þremur afborg­unum frá því að missa þak yfir höf­uðið og alvar­legum veik­indum frá sárri fátækt. Við gerum okkur ekki grein fyrir því hvernig kerfin okkar og örygg­is­netið virka fyrr en við lendum í þeim og þá er oft erfitt að breyta. Þá veik­ist rödd okkar í sam­fé­lag­inu.

Við fest­umst oft í sjálf­hverfri hugsun þegar kemur að kröfum og hags­munum launa­fólks og lítum á hvort annað sem and­stæð­inga eða óvini vegna tekna eða mennt­unar þegar við erum svo sann­ar­lega sam­herj­ar. Við erum öll í vondum málum ef eitt­hvað kemur upp á.

Auglýsing

Þetta sáum við þegar bera fór á úrsögnum úr stétt­ar­fé­lögum fyrir kjara­samn­ing­ana 2015 þegar kröf­urnar höfð­uðu ekki til ein­stakra hópa eða fólk sá ekki per­sónu­legan hag af því að fara í vinnu­deil­ur. Þetta sjáum við þegar atvinnu­rek­endur hvetja starfs­fólk sem er á mark­aðs­launum til að segja sig úr stétt­ar­fé­lögum eða tala niður bar­áttu ólíkra hópa.

Lífs­kjara­bar­áttan snýst um að þétta örygg­is­net­ið. Þétta það á öllum svið­um. Líta á styrk okkar sam­fé­lags út frá stöðu okkar veik­ustu bræðra og systra. Sýna for­feðrum okk­ar, sem náðu fram öllum þeim rétt­indum sem við teljum sjálf­sögð í dag, þá virð­ingu að tapa þeim ekki aft­ur. Og sjá til þess að afkom­endur okkar hafi sögu að segja þegar okkar lífs­verki lýk­ur.

Sam­kennd og sam­heldni ólíkra stétta og hópa er mæli­kvarði á styrk heild­ar­inn­ar. Ef við lyftum gólf­inu þá lyft­ist allt annað með. Sam­taka­máttur er afl sem ekk­ert bítur á.

Langvar­andi fram­færslu­vandi, hús­næðisó­ör­yggi og aukin mis­skipt­ing hefur skelfi­legar félags­legar afleið­ingar og getur leitt af sér óbæt­an­legt sam­fé­lags­legt tjón. Þetta vitum við en erum samt til­búin að taka undir orð­ræðu þeirra sem telja nauð­syn­legt að skatt­leggja fátækt og frá­leitt, jafn­vel sturl­að, að verka­lýðs­hreyf­ingin berj­ist fyrir kjörum sem duga til að lifa með mann­legri reisn?

Það er mik­ill lang­tíma ávinn­ingur fyrir sam­fé­lagið að öllum líði vel. Við eigum ekki að tala um kostnað þegar ávinn­ing­ur­inn er aug­ljós. Þess vegna er svo mik­il­vægt að ala ekki á sundr­ung eða setja sig í hópa með eða á móti þegar kemur að lífs­kjörum þeirra sem eru fyrir neðan okkur í tekju­stig­an­um. Okkur ber sam­fé­lags­leg skylda að snúa bökum saman í stað þess að lepja upp áróður hags­muna­afla. Það er aldrei að vita hvort við eign­umst ekki mik­il­væga banda­menn, halli ein­hvern tíma undan fæti hjá okkur sjálf­um.

Mis­skipt­ing, ójöfn­uður og órétt­læti eru mann­anna verk og engin nátt­úru­lög­mál. Allt sem þarf er sam­staða, kjarkur og þor til þess að breyta.

Virði Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum
Icelandair Group er eina félagið í Kauphöllinni sem hækkar í virði í fyrstu viðskiptum dagsins. Arion banki, helsti lánardrottinn WOW air, lækkar mest.
Kjarninn 22. mars 2019
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.
Stundin vann lögbannsmálið í Hæstarétti – Málinu endanlega lokið
Lögbannsmálinu sem hófst nokkrum dögum fyrir kosningar haustið 2017, og snerist um fréttaskrif um fjármál þáverandi forsætisráðherra, er endalega lokið með dómi Hæstaréttar.
Kjarninn 22. mars 2019
Silja Bára Ómarsdóttir
Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Forsætisráðherra, hefur skipað Dr. Silju Báru Ómarsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem formann Jafnréttisráðs. Hún tekur við af Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.
Kjarninn 22. mars 2019
Upprisa hins illa
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands hefur tekist á við myrkasta tíma í sögu landsins með því að reyna að setja sig í spor fórnarlamba mannskæðustu skotárásar í sögu landsins.
Kjarninn 22. mars 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir
Yfir 2.000 manns hófu verkföll í nótt
Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti í nótt, en það nær til ríflega 2.000 starfsmanna á tilteknum hótelum og rútufyrirtækjum á starfssvæði félaganna.
Kjarninn 22. mars 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Pólitíkin, peningarnir og forgangsröðunin
Kjarninn 22. mars 2019
Ríkisstjórnin bindur vonir við farsæla niðurstöðu
Í tilkynningu Icelandair til kauphallar kemur fram að viðræður félagsins við WOW air fari fram í samráði við stjórnvöld.
Kjarninn 21. mars 2019
Indigo slítur viðræðum við WOW – Viðræður hafnar við Icelandair
Tilkynnt var um það í kvöld að Indigo Partners hafi slitið viðræðum sínum um aðkomu að rekstri WOW air. Viðræður eru hafnar við Icelandair í staðinn.
Kjarninn 21. mars 2019
Meira eftir höfundinnRagnar Þór Ingólfsson