Auglýsing

Frá því að fjölda­fram­leiðsla hófst á plasti um miðja tutt­ug­ustu öld­ina hefur plast heldur betur rutt sér til rúms í lífi okkar og finn­ast nú plast­agnir m.a. í sjó, landi, lofti, fæðu og í vefj­u­m ­dýra og manna. Fram­leiðslan á plasti hefur auk­ist mikið á síð­ustu ára­tugum þar ­sem efnið er ódýrt, létt og auð­velt í fram­leiðslu. Jafn­framt er plast slitsterkt og end­ing­ar­tím­inn lang­ur. Þessi aukna fram­leiðsla og notk­un heims­byggð­ar­innar á plasti hefur leitt til þess að efnið er nú að finna í hverjum krók og kima jarð­ar­inn­ar. Meira en 8 milljón tonn af plasti endar í sjónum á hverju ári og hafa nú heilu plast­eyj­urnar mynd­ast m.a. í Kyrra­hafi, Atlands­hafi og Ind­lands­hafi. Plast er efni sem eyð­ist ekki í nátt­úr­unni heldur brotnar það niður í smærri ein­ingar þ.e. örplast. Örplast hefur fund­ist í fisknum sem við borð­um, krana­vatn­inu sem við drekkum og í loft­inu sem við öndum að okk­ur. Örplast er bók­staf­lega all­staðar í kring­um okkur en þar sem rann­sóknir eru komnar stutt á veg er erfitt að vita hversu ­mikil áhrif örplast hefur á heilsu manna. Það er þó ljóst að ýmsum skað­leg­um efnum er bætt út í plast við fram­leiðsl­una og við notkun á plasti geta þessi eit­ur­efni losnað úr læð­ingi og haft skað­leg áhrif á heilsu manna, dýra og um­hverfi.

Plast er efni sem end­ist í um þús­und ár en ein­hvern veg­inn hefur sóun­ar-­neyslu­menn­ing und­an­far­inna kyn­slóða þróað með­ ­sér það við­horf að líta á þetta end­ing­ar­góða efni sem einnota. Notk­unin er orðin svo óhemju mikil að plast er nú orðið að einu stærsta umhverf­is­vanda­máli sam­tím­ans.

Sam­kvæmt skýrslu Umhverf­is­stofn­un­ar ­Sam­ein­uðu Þjóð­anna (2018) hafa um 60 lönd lagt á bann eða ákveðið gjald til að ­draga úr notkun á einnota plasti og hafa þessar stjórn­valds­að­gerðir að mestu leyt­i snúið að plast­pokum og frauð­plasti. Ísland er ekki eitt af þessum lönd­um.

Auglýsing

Plast­poka­notkun hefur verið mikið í um­ræð­unni und­an­farið og ákveðin vit­und­ar­vakn­ing orðið varð­andi skað­semi „einnota“ plast­poka. Talið er að um einn til fimm trilljón plast­pokar séu not­aðir í heim­inum á hverju ári. Fimm trilljónir plast­pokar á ári sam­svara tíu milljón plast­pokum á mín­útu. Ef við myndum binda þessa plast­poka saman myndu þeir þekja land­svæði tvisvar sinnum stærra en Frakk­land. Ein­ungis um 9% af því plasti sem fram­leitt hefur verið í heim­inum hefur ver­ið end­ur­unnið en flest plast endar í urðun eða nátt­úr­unn­i. Plast, ólíkt gleri og áli, er ekki hægt að end­ur­vinna enda­laust heldur er ein­ungis hægt að end­ur­vinna það í ann­að plast af lélegri gæð­um. Eftir nokkrar umferðir af end­ur­vinnslu þarf því að fleygja plast­inu þar sem það mun taka margar aldir að brotna nið­ur. Ein plast­flaska mun t.d. lifa í ein­hverju formi á jörð­inni í að minnsta kosti 450 ár. Það er aug­ljóst að plast­far­ald­ur­inn er vandamál sem við munum ekki  flokka okkur í gegnum heldur þarf neyslan á einnota plasti að snar­minnka eða hrein­lega hætta. Til að raun­veru­leg­ar breyt­ingar á neyslu­mynstri geti átt sér stað þurfa stjórn­völd að taka af skar­ið. Stjórn­völd nota nú þeg­ar ým­iss stjórn­valds­tæki til að hafa áhrif á neyt­enda­hegðun og má þar nefna skatt á áfengi og tóbak. Þetta er talið rétt­læt­an­legt til að vernda heilsu okkar en ekki ­síður vegna sam­fé­lags­kostn­aðar af notk­un­inni.

Mörg lönd hafa sett reglu­gerðir varð­and­i plast­poka sem hefur skilað sér í bættri neyslu­hegð­un. Írland lagði t.d. skatt á plast­poka árið 2002, betur þekkt sem „PlasTax“. Skatt­ur­inn var lagður á í von um breytta neyslu­hegðun og auk­innar notk­unar á fjöl­nota burð­ar­pok­um. Aðgerð­in hafði þau áhrif að plast­poka­neysla Íra drógst saman um 90% á einu ári og enn­fremur varð aukin vit­und­ar­vakn­ing á fleiri umhverf­is­vanda­mál­um. For­dæmi Íra ­sýnir tví­mæla­laust fram á að nægi­lega há ­gjöld geta haft áhrif á neyslu­hegð­un.

Ísland hefur enn ekki sett neinar álög­ur eða bann á einnota plast­um­búðir en starfs­hópur sem skip­aður var af um­hverf­is­ráð­herra hefur lagt til að ýmsar einnota plast­vörur og inn­flutn­ingur á snyrti­vörum sem inni­halda örplast verði bann­að­ur. Jafn­framt stefnir Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, á að leggja fram frum­varp varð­and­i ­bann á einnota burð­ar­plast­pok­um.

Vert er að taka fram að plast­pok­inn skipt­ir að sjálf­sögðu ekki meg­in­máli í stóra sam­heng­inu þar sem fjöl­margar og í raun all­flestar ­neyslu­vör­ur, sem fara ofan í pokann, eru óum­hverf­is­væn­ar. Draga þarf úr all­ri ­neyslu ef vel á að vera. Hins vegar höfum við hvorki tíma né efni á að „for­gangs­raða“ þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Ef við getum minnkað neyslu á einnota, óþarfa plast­pok­um, þá eigum við að gera það. Enn­fremur gæti aðgerð af þessu tagi leitt til vit­und­ar­vakn­ingar á fleiri umhverf­is­vanda­málum sem við virð­umst vera blind­ari ­fyr­ir. Ef rúm­lega 60 önnur lönd í heim­inum hafa með ein­hverjum hætti bann­að ­notkun á plasti þá hljótum við á Íslandi að geta gert það sama.

Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Meira eftir höfundinnRakel Guðmundsdóttir