Rammaáætlun – eiginhagsmunir núlifandi kynslóða

Auglýsing

Þessi grein er sú fyrsta í röð fjög­urra greina á Kjarn­anum sem unnar eru upp úr umsögn grein­ar­höf­undar við 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sem liggur nú fyrir Alþingi.

Eins furðu­legt og það hljómar þá virð­ast fáir kveða sér hljóðs sem efast um grund­völl ramma­á­ætl­unar eða spyrja grund­vall­ar­spurn­inga eins og „af hverju erum við að þessu?“, eða „hver er raun­veru­legur til­gangur ramma­á­ætl­un­ar?“ Þessum spurn­ingum er að ein­hverju leyti svarað í lögum um ramma­á­ætlun (lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un, nr. 48/2011), og und­ir­bún­ingur lag­anna á sínum tíma leiðir greini­lega í ljós að þeim var fyrst og fremst ætlað að greiða götu virkj­ana­fram­kvæmda, eins og ég rek síð­ar. Mark­miðin í sjálfum lög­unum eru hins vegar óheppi­lega loðin og óljós, svo ekki sé meira sagt.

Skoðum eitt af grund­vall­ar­mark­miðum ramma­á­ætl­un­ar. Í 1. gr. lag­anna seg­ir:

Auglýsing

„Mark­mið laga þess­ara er að tryggja að nýt­ing land­svæða þar sem er að finna virkj­un­ar­kosti bygg­ist á lang­tíma­sjón­ar­miðum og heild­stæðu hags­muna­mati þar sem tekið er til­lit til vernd­ar­gildis nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legra minja, hag­kvæmni og arð­semi ólíkra nýt­ing­ar­kosta og ann­arra gilda sem varða þjóð­ar­hag, svo og hags­muna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálf­bæra þróun að leið­ar­ljósi.“

Í grein­ar­gerð með frum­varpi að lög­un­um  stendur um þetta mark­mið:

„Er við það miðað að litið sé til langs tíma við mat á þessum hags­munum og að allir þessir þættir séu vegnir og metnir saman og að þannig verði stuðlað að því að hags­munir bæði núlif­andi og kom­andi kyn­slóða verði hafðir að leið­ar­ljósi við ákvörðun um nýt­ingu land­svæða til orku­vinnslu.“

Lang­tíma­sjón­ar­mið?

Við skulum staldra við tvö hug­tak­anna hér að ofan sem und­ir­rit­aður hefur skáletrað: „lang­tíma­sjón­ar­mið“ og „hags­munir kom­andi kyn­slóða“. Því miður eru þessi hug­tök ekki skil­greind frekar í frum­varp­inu, grein­ar­gerð­inni eða yfir höfuð ann­ars stað­ar, en þau þekkj­ast auð­vitað víða í sam­fé­lags­um­ræð­unni. Með notkun þess­ara hug­taka er greini­lega verið að vísa til þess að horfa skuli til langs tíma þegar teknar eru ákvarð­anir um vernd og virkj­an­ir. En hvað er yfir höfuð langur tími í þessu sam­hengi?

Lang­tíma­sjón­ar­mið eru eðli­lega mis­mun­andi eftir við­fangs­efni en það liggur þó í augum uppi að lang­tíma­sjón­ar­mið sem snúa að nátt­úr­unni og þróun hennar horfa að minnsta kosti til nokk­urra næstu kyn­slóða. Breyt­ingar á nátt­úru­fari á okkar tímum eru hraðar og eru horfur mjög slæmar með marg­þætta umhverf­is­vá, breyt­ingum í veð­ur­fari, rýrnun jökla, hækk­andi sjáv­ar­borði, hnignun vist­kerfa, hruni líf­fræði­legrar fjöl­breytni og eyð­ingu lítt eða ósnort­innar nátt­úru og víð­erna. Þessi vanda­mál skýr­ast af gegnd­ar­lausri ásókn í auð­lindir nátt­úr­unnar og snúa að allri jörð­inni. Íslend­ingum ber að taka þau alvar­lega og leggja sitt af mörkum við að leysa þau, eða í það minnsta dempa afleið­ing­arnar eins og mögu­legt er. Þegar horft er til stöðu þess­ara mála er yfir allan vafa hafið að athafnir núlif­andi Íslend­inga (sem og allra jarð­ar­búa) munu snerta ófædda Íslend­inga um langa tíð, mögu­lega margar ald­ir. Það eru miklar líkur á því að við, sem nú byggjum Ísland, sjáum alls ekki fyrir hags­muni kom­andi kyn­slóða. Að öllum lík­indum munu hags­munir Íslend­inga eftir 30, 50, 100 eða jafn­vel 200 ár verða allt aðrir heldur en okk­ar, hvað þá þeirra sem gengið hafa á undan okk­ur. Með þetta í huga verður að túlka hug­tök eins og „lang­tíma­sjón­ar­mið“ og „sjálf­bæra þró­un“, sem líka kemur fyrir í mark­miðum lag­anna, af mik­illi aðgát. Jafn­vel hug­takið „hags­mun­ir“ í mark­mið­unum er var­huga­vert því það er iðu­lega smættað niður í „fjár­hags­lega hags­muni“ í umræð­unni en það er alls­endis óvíst hvort afkom­endur okkar muni yfir höfuð hugsa á þeim nót­um.

Tvær kyn­slóðir íslenskra stór­virkj­ana­fram­kvæmda

Hags­munir síð­ustu tveggja til þriggja kyn­slóða Íslend­inga hafa nefni­lega breyst hratt. Ef stór­virkj­ana­saga Íslands er tekin gróf­lega saman má segja að aðeins tvær kyn­slóðir Íslend­inga hafi staðið fyrir nær öllum stór­virkj­ana­fram­kvæmdum Íslands.

Búrfellsvirkjun (Wikimedia Commons)Fyrri kyn­slóð stór­virkj­ana­fram­kvæmda var skipuð fólki fæddu snemma á 20. öld­inni. Hún stofn­aði Lands­virkjun árið 1965 og kom að stór­virkj­ana­fram­kvæmdum hennar fram til um 1991 þegar Blöndu­virkjun var tekin í notk­un. Þetta fyrra tíma­bil stór­virkj­un­ar­fram­kvæmda hófst á tíma í Íslands­sög­unni sem var afar ólíkur þeim sem við lifum núna. Raf­væð­ingu lands­ins var enn vart lok­ið, raf­orku­fram­leiðslan var lítil og atvinnu­starf­semi van­þró­uð. Sú kyn­slóð sem mark­aði sín spor í upp­hafi stór­virkj­ana­væð­ing­ar­innar var bók­staf­lega rekin áfram af nútíma­væð­ingu sam­fé­lags sem var enn að takast á við eft­ir­köst heim­styrj­ald­ar­innar síð­ari. Mars­hall-að­stoð Banda­ríkja­manna hafði runnið sitt skeið og það þurfti að horfa fram veg­inn. Stór­virkj­anir og stór­iðja voru eðli­legt skref í nýt­ingu auð­linda sem var að opn­ast fyrir uppi á hálend­inu, einkum á Þjórs­ár-Tungna­ár­svæð­inu. Margar af virkj­ana­hug­myndum þessa tíma voru vissulega mjög stór­karla­legar en sem betur fer tókst að koma í veg fyrir þær allra­hörmu­leg­ustu eins og veitu Skjálf­anda­fljóts yfir í Mývatn og miðl­un­ar­lón sem gjör­sökkt hefði Þjórs­ár­ver­um. Virkja­na­upp­bygg­ing þess­arar kyn­slóðar er skilj­an­leg í ljósi aðstæðna.

Kárahnjúkastífla byggð (Christian Bickel)Seinni kyn­slóð stór­iðju- og stór­virkj­ana­fram­kvæmda, skipuð fólki fæddu um og eftir miðja öld­ina, tók við af hinni skömmu fyrir alda­mót og tók ákvarð­anir um  Kára­hnjúka­virkjun og Hell­is­heið­ar­virkj­un. Stór­virkj­ana­stefna hennar var hins vegar rekin áfram af allt öðrum hvötum en nútíma­væð­ingu sam­fé­lags­ins. Hún var mörkuð af afar lágu orku­verði sem átti að laða stór­iðn­að­ar­fyr­ir­tæki til lands­ins, og andi stefn­unnar virt­ist hafa verið að virkja sem mest án nokk­urs til­lits til nátt­úr­unn­ar; nátt­úran var einskis virði, föl fyrir slikk. Nán­ast hvaða nátt­úru­verð­mætum sem var mátti fórna í ein­beru hagn­að­ar­skyni. Þessi stór­virkj­ana-/stór­iðju­bóla átti ýmsar ræt­ur, póli­tískar sem og tækni­leg­ar, og birt­ist t.d. í umfangs­miklu riti árið 1994, sem nefnd­ist „Inn­lendar orku­lindir til vinnslu raf­orku“. Þar var hvatt til stór­felldrar upp­bygg­ingar og fram­kvæmda í raf­orku­geir­an­um, sem leiddi svo til gríð­ar­stórra fram­kvæmda með hörmu­legum afleið­ingum fyrir nátt­úr­una.

Núver­andi orku­stefna

Þótt raf­orku­mark­að­ur­inn hafi breyst hratt á síð­ustu ára­tugum virð­ist sú stefna enn vera ríkj­andi að það þurfi að koma raf­orku­auð­lindum í verð, til­tölu­lega óháð afleið­ingum fyrir nátt­úr­una eða umhverfi manns­ins. Þetta sést til að mynda á öllum þeim ara­grúa virkj­ana­hug­mynda sem lagðar hafa verið fyrir verk­efn­is­stjórnir ramma­á­ætl­unar síð­ustu árin, en mik­ill meiri­hluti þeirra hug­mynda er gjör­sam­lega glóru­laus þegar kemur að umhverf­is­á­hrif­um.

Raforkuframleiðsla tíu mestu raforkuþjóða heims, miðað við fólksfjöldaOg töl­urnar tala fyrir sig: Þær tvær kyn­slóðir Íslend­inga sem hafa stjórnað upp­bygg­ingu stór­virkj­ana hingað til hafa komið því til leiðar að Íslend­ingar eru nú lang­mestu raf­orku­fram­leið­endur í heim­inum miðað við mann­fjölda. Lang­mest af raf­orkunni fer til stór­iðju en heim­ili, land­bún­aður og öll önnur atvinnu­starf­semi tekur aðeins lít­inn hluta til sín. Ef allri þess­ari raf­orku er deilt á íbúa lands­ins þá er hún um 57 MWst á mann á ári. Það er ríf­lega tvö­falt meira en hjá Norð­mönnum sem sitja í öðru sæti og nota 25 MWst á mann á ári. Þjóð­irnar sem sitja í 3.-10. sæti list­ans nota um 12-18 MWst á ári á mann, sem er gríð­ar­mikið miðað við flest lönd heims en þó aðeins um 20-30% af því sem Íslend­ingar nota.

Með allt þetta í huga liggur það skýrt fyrir að núver­andi kyn­slóðir hafa gengið mjög hart fram við beislun orku­auð­linda lands­ins. Ætla mætti að Íslend­ingar hefðu nú þegar virkjað miklu meira en nóg, en það virð­ist alls ekki vera við­horfið þegar litið er til ramma­á­ætl­un­ar. Þar eru fjöl­margir risa­stórir virkj­ana­kostir í nýt­ing­ar­flokki. Kannski hefur ein­hver ein­hvern tím­ann hugsað sem svo að nýt­ing­ar­flokkur ramma­á­ætl­unar væri ætl­aður til langrar fram­tíðar en sú hugsun er eins fjarri orku­fyr­ir­tækjum dags­ins í dag og verið get­ur. Saga orku­nýt­ingar gefur ekki annað til kynna en að orku­fyr­ir­tæki horfi á nýt­ing­ar­flokk sem taf­ar­laus veiði­leyfi á virkj­un­ar­kosti, bæði Lands­virkjun og einka­fyr­ir­tæki. Nán­ast um leið og virkj­ana­kostir hafa farið í nýt­ing­ar­flokk í ramma­á­ætlun eða verið sam­þykktir á annan hátt fer und­ir­bún­ingur á fullt, umhverf­is­mati troðið í gegn í flýti og helst reynt að virkja sem allra­fyrst. Þar er alls ekki horft til fram­tíðar eða lang­tíma­sjón­ar­miða. Er yfir höfuð þörf á allri þess­ari raf­orku?

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, telur það alls ekki. Hann hefur ítrekað komið í við­töl í fjöl­miðlum og bent á að engin nauð­syn sé á auk­inni raf­orku­öflun í land­inu. Síð­ast gerði hann það í sept­em­ber 2020 þar sem hann sagði að næstu tíu árin þurfi hvorki að virkja á Íslandi til að raf­magn­s­væða sam­göngur né þurfi að styrkja flutn­ings­kerfi Lands­nets stór­fellt. Jafn­framt sagði hann að hættan á skyndi­legu offram­boði á raf­magni væri fyrir hendi en að það sé engin hætta á raf­magns­skorti, það sé mis­skiln­ing­ur. Í þessu ljósi hljóta spurn­ingar að vakna – af hverju þurfum við að mati margra yfir höfuð að virkja meira? Hvaða hvatar liggja að baki hinni sífelldu virkj­ana­á­kefð? Ef for­stjóri eins stærsta orku­fyr­ir­tækis lands­ins segir að út frá tölu­legum stað­reyndum sé engin þörf á auk­inni raf­orku­fram­leiðslu næstu árin, af hverju er það þá sótt svona hart af öðrum orku­fyr­ir­tækj­um, stórum og smá­um, sem og verk­fræði­stofum lands­ins? Er ef til vill aðeins verið að afla verk­efna án þess að litið sé til heild­ar­hags­muna nátt­úr­unnar og kom­andi kyn­slóða?

Hvar eru þá hags­munir kom­andi kyn­slóða?

Hvergi. Lög um ram­m­á­ætlun kveða sér­stak­lega á um að það beri að horfa til langs tíma og til hags­muna kom­andi kyn­slóða þegar virkj­ana­kostum er raðað í flokka, þar með talið í nýt­ing­ar­flokk. Ein­hverra hluta vegna hefur þessi hugsun snú­ist algjör­lega upp í and­hverfu sína hjá mörg­um, eins og fyrr­ver­andi orku­mála­stjóri, Guðni Jóhann­es­son, benti (lík­leg­ast óvilj­andi) á í jóla­er­indi sínu núna um ára­mót­in: „Frið­lýs­ing án tíma­marka er í raun alvar­leg skerð­ing á rétti kom­andi kyn­slóða til þess að taka lýð­ræð­is­legar ákvarð­anir um sín mál á hverjum tíma.“ Þarna komst hann vissu­lega að kjarna máls­ins en frá kol­rangri hlið.

Með frið­lýs­ingu er nefni­lega verið að við­halda óbreyttu ástandi. Ekki er verið að taka end­an­lega óaft­ur­kræfa ákvörðun um nokkurn hlut; frið­lýs­ing eyði­leggur ekki virkj­ana­kost og henni má aflétta hvenær sem er í fram­tíð­inni ef bráð nauð­syn kref­ur. Með virkjun er hins vegar búið að loka end­an­lega á val kom­andi kyn­slóða til að hafa nokkuð um þann virkj­ana­kost að segja, virkjun er óaft­ur­kræf loka­nið­ur­staða. Frið­lýs­ing lokar ekki á síð­ari tíma virkj­un, en virkjun lokar á síð­ari tíma frið­lýs­ingu. Eins og kemur fram hér að ofan er hug­takið „lang­tíma­sjón­ar­mið“ merk­ing­ar­laust í ramma­á­ætlun hvað varðar nýt­ing­ar­flokk eins og flestir líta á hann. Ef við virki­lega viljum hafa lang­tíma­sjón­ar­mið og hags­muni kom­andi kyn­slóða í huga, eins og lögin kveða á um, þá þurfum við að sætta okkur við eft­ir­far­andi:

Með óaft­ur­kræfum breyt­ingum á nátt­t­úru lands­ins og umhverfi okk­ar, líkt og virkj­un­ar­fram­kvæmdir eru nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust, erum við að svipta kom­andi kyn­slóðir rétti sínum til að hafa val til að taka sjálf­stæðar ákvarð­anir um nátt­úru og umhverfi miðað við sam­fé­lag og nátt­úru­við­horf síns tíma. Við getum vissu­lega bent á að hags­munir núlif­andi kyn­slóða eigi að vega jafn­þungt og kom­andi kyn­slóða, en núlif­andi kyn­slóðir eru þegar búnar að virkja miklu meira en nóg fyrir sig. Við verðum að sýna fram á að frek­ari virkj­ana­fram­kvæmdir séu óum­deil­an­lega lífs­nauð­syn­legar fyrir afkomu okkar ef við ætlum að halda áfram að virkja og þrengja val og rétt kom­andi kyn­slóða. Ann­ars höfum við bein­línis tekið þrönga fjár­hags­lega hags­muni okkar (eða mögu­lega ein­ungis fárra orku­fyr­ir­tækja og land­eig­enda?) á græðg­is­legan hátt fram yfir hags­muni kom­andi kyn­slóða. Slíkt er sið­ferði­lega óverj­andi.

Alvöru lang­tíma­sjón­ar­mið

Lausnin á þessu vanda­máli blasir við, við þurfum að setja stærstan hluta virkj­ana­kost­anna sem nú sitja í nýt­ing­ar- og bið­flokki ramma­á­ætl­unar í raun­veru­legan lang­tíma bið­flokk, sem gilda ætti til nokk­urra ára­tuga hið minnsta. Þannig væri mark­mið lag­anna um að horft sé til lang­tíma­sjón­ar­miða upp­fyllt af alvöru. Með því myndum við tryggja að kom­andi kyn­slóðir fái að hafa sitt um þessi mál að segja. Svæði sem þegar hafa verið virkjuð mætti nýta til að auka raf­orku­fram­leiðslu, ef á því þyrfti að halda í bráð sem er óvíst. Þar væri t.d. stækkun virkj­ana á Þjórs­ár- og Tungna­ár­svæð­inu, virkj­anir á veitu­leið Blöndu og aðrir álíka vatns­afls­kost­ir. Þessir kostir myndu fram­leiða sam­an­lagt um 240 GWst á ári, sem er um 30% af raf­orku­notkun allra heim­ila lands­ins. Þá mætti á sama tíma horfa til lít­illa virkj­ana­kosta, með lítil umhverf­is­á­hrif og upp­sett afl undir örfáum MW, og smárra vind­orku­vera. Ef brýna nauðsyn bæri til, sem er aftur algjör­lega óljóst, væri svo hægt að setja upp örfáa vind­orku­garða á úthugs­uðum stöð­um, þar sem þeir hefðu lág­marks­á­hrif á víð­erni, dýra- og fugla­líf og upp­lifun íbúa og ferða­manna.

Að öðru leyti höfum við þegar virkjað miklu meira en við þurfum til okkar dag­legu nota. Það að hægt sé að virkja er ekki jafn­gilt því að það sé rétt­læt­an­legt eða nauð­syn­legt. Við getum auð­veld­lega sett t.d. allar hug­myndir um nýjar virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár, á hálendis­víð­ernum Vest­fjarða og Aust­ur­lands, og á háhita­svæðum Reykja­nesskag­ans á ís í 40-50 ár. Með því myndu núlif­andi kyn­slóðir af fullri alvöru koma á móts við mark­mið laga um vernd­ar- og orku­nýt­ingu sem kveður skýrt á um að nýt­ing virkj­un­ar­kosta bygg­ist á lang­tíma­sjón­ar­mið­um. Verði hins vegar haldið áfram á sömu braut og gert hefur verið und­an­farna ára­tugi munum við skerða á sið­ferði­lega óverj­andi hátt mögu­leika fram­tíð­ar­kyn­slóða lands­ins til að hafa eitt­hvað að segja um nýt­ingu verð­mæta lands­ins.

Ef við sem núna byggjum þetta land viljum skilja eitt­hvað eftir af auð­lindum lands­ins fyrir börn okk­ar, barna­börn og kyn­slóðir eftir þær, verðum við að stoppa strax og stöðva áfram­hald­andi auð­lindarányrkju á nátt­úru lands­ins.

Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnSnæbjörn Guðmundsson