Auglýsing
Þegar femínistar og aðrir hópar sem berj­ast fyrir jafn­rétti á Íslandi benda á að víða sé pottur brot­inn í íslensku sam­fé­lagi, þá eru and-­femínistar fljótir að benda á að konur og jað­ar­hópar á Íslandi hafi það nú bara alveg ágætt miðað við önnur lönd. Reglu­lega er bent á að Ísland hafi trónað á toppi jafn­rétt­is­skala World Economics Forum níu ár í röð og ár hvert er Íslandi fagnað fyrir upp­runa og áfram­hald­andi mót­mæli kvenna á Kvenna­frídeg­in­um. Bent er á konur hafi nú þegar greiðan aðgang að valda­stöð­um, og má þar dæmi nefna að for­sæt­is­ráð­herra er kona og sömu­leiðis biskup Íslands. Merkir stærð­fræð­ingar og aðrir sjálf­skip­aðir sér­fræð­ingar um launa­mun segja þetta vera allt saman hyster­ískan upp­spuna og það sé nú ekki verið að stjórna eftir réttu breyt­unum í rann­sóknum – karlar vinna ein­fald­lega bara meira og lengur en kon­ur. Það er ekki þeim að kenna að konur séu svona latar eða þurfi að sækja barnið á leik­skóla, kaupa í mat­inn og sjá um heim­il­ið.

En fyrir fólk sem er til­búið í að horfast í augu við stað­reyndir og hefur verið að fylgj­ast með umræð­unni í sam­fé­lag­inu und­an­farna daga, þá er aug­ljóst að for­dóm­ar, kven­fyr­ir­litn­ing og spill­ing hefur gegn­um­sýrt íslenskt sam­fé­lag. Konur eru í miklum minni­hluta þeirra sem gegna ábyrgðar og áhrifa stöðum í íslensku sam­fé­lagi og er það fyrst núna á und­an­förnum árum þar sem konur hafa fyrst í sögu Íslands brotið ákveðin gler­þök og kom­ist í stöður þar sem þær geta látið til sín taka. Slíkt er samt langt frá því að vera nóg, enda geta ekki einu sinni kosnir þing­menn Alþing­is, elstu og æðstu stofnun lands­ins, borið lág­marks­virð­ingu fyrir sam­starfs­konum sínum og láta út úr sér subbu­leg og ógeð­felld ummæli.

Auglýsing

Hegðun „hátt­virtra“ þing­manna létu út úr sér á almanna­færi minna meira á ung­linga á koju­fyll­eríi frekar en kosna full­trúa lýð­veld­is­ins. Afsak­anir sem bár­ust virt­ust flestar inni­stæðu­lausar og lítið annað en lélegt yfir­klór. Sjálf hef ég oft verið full, en aldrei hef ég kallað sam­starfs­fólk mitt kuntur á almanna­færi, hvað þá talað um að ríða þeim eða byrjað að ræða hvað feg­urð þeirra hafi nú fölnað und­an­farið ár.

Gunnar Bragi stóð sér­stak­lega í því að reyna að fjar­lægja sig aðstæðum og tal­aði oft eins og þetta væri nú bara leið­inda­mál sem hefði komið upp þrátt fyrir að hann væri bók­staf­lega ger­andi í þessu máli, á meðal Sig­mundur Davíð beindi sjónum sínum að meintum sam­sær­is­kenn­ingum um hler­un­ar­bún­að. En þetta er allt í lagi því vegna þess að hann Gunnar Bragi á vini sem eru hommar og meira að segja eina vin­konu sem „skipti um kyn“. Þá er hann nú aug­ljós­lega ekk­ert for­dóma­full­ur.

Eina mann­eskjan sem íhug­aði sína stöðu var vita­skuld eina konan á svæð­inu og meira að segja sagði ein kona sig úr sinni stöðu hjá Seðla­bank­anum vegna þessa máls. Eiga konur bara enda­laust að taka ábyrgð á mis­gjörðum karla?

En auð­vitað er það bara ein­skær til­viljun að talað var um þing­konur á þennan hátt og á ekk­ert með kyn þeirra að gera. Sjáum við ekki öll fyrir okkur Odd­nýju, Unni Brá, Silju Dögg, Lilju, Áslaugu Örnu, Ingu Snæ­land og Freyju Har­alds í anda að setja út á útlit karl­kyns þing­manna, tala um að ríða þeim, herma eftir sel­um, segj­andi að þeir séu svo miklar kuntur og tíkur sem leiða þær á asna­eyr­unum og neita að hlýða þeim? 

Þetta hefði svo auð­veld­lega getað verið öfugt.

Cohen: Trump vissi vel að þetta var rangt
Lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi, meðal annar fyrir að beita sér fyrir ólöglegum greiðslum til að þagga niður umræðu um framhjáhald Trumps.
Kjarninn 14. desember 2018
Forsætisráðherra: Klaustursmálið hefur haft verulega mikil áhrif innan þingsins
Það skiptir máli að þingmenn geti tekist á pólitísk mál en samt borið virðingu fyrir fólki, segir forsætisráðherra.
Kjarninn 14. desember 2018
WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða
Enn er unnið að því að ná samningum við Indigo Partners um fjárfestingu í félaginu.
Kjarninn 14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
Kjarninn 14. desember 2018
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent vegna viðskiptaþvingana
Rúm þrjú ár eru síðan Rússland svaraði viðskiptaþvingunum íslenska ríkisins með innflutningsbanni á nær öll matvæli frá Íslandi. Í kjölfar innflutningsbannsins hefur útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent og tugi milljarða króna.
Kjarninn 14. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór pantar sér gult vesti
Formaður VR segir að ekkert sé að marka kosningaloforð stjórnmálamanna því þeir virðist eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á fjögurra ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga.
Kjarninn 14. desember 2018
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Meira eftir höfundinnUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir