Fimm birtingarmyndir hinnar nýju stéttaskiptingar

Auglýsing

Stétta­skipt­ing á Íslandi hefur tekið breyt­ingum eins og flest annað í okkar þjóð­fé­lagi. Í dag birt­ist stétta­skipt­ing helst í því að aðflutt vinnu­afl er fengið til að vinna lág­launa­störf þar sem félags­leg und­ir­boð eru ríkj­andi. Þá hefur færst í vöxt að menntun sé notuð til að rétt­læta og ýta undir stétta­skipt­ing­u. 

Ein birt­ing­ar­mynd stétta­skipt­ingar sem hefur lítið verið rædd mætti kalla mið­bæj­ar-el­ít­isma. En það er þegar fólk sem hefur efni á að búa í hinni dýru hringa­miðju borg­ar­lífs­ins ýtir stöðugt undir að öll þjón­usta sé höfð þar og stuðlar óbeint að skertu aðgengi úthverfa að þjón­ust­unni, nema þá helst með strætó. 

Á Íslandi eins og ann­ars staðar hefur ætið verið sterk fjár­mála elíta og auð­söfnun sem ýtir undir stétta­skipt­ingu. Stétta­skiptur hugs­un­ar­háttur nær síðan inn í stjórn­málin og opin­bera kerfið þar sem for­gangs­raðað er í þágu eigna­fólks og grunn­þjón­usta látin mæta afgangi. Þetta eru hinar fimm birt­ing­ar­myndir nýju stétta­skipt­ing­ar­innar eins og hún birt­ist okkur í nútím­an­um.

Auglýsing

Félags­leg und­ir­boð

Í því efna­hags­á­standi sem nú ríkir eru kjör­skil­yrði fyrir inn­flutn­ingi á vinnu­afli. Erlendur gjald­eyrir streymir inn í landið ásamt ferða­mönn­um. En þeir sem hagn­ast í slíku ástandi eru eigna­fólk. Þeir sem eiga og reka fyr­ir­tækin hagn­ast. Þeir sem eiga sína fast­eign eru í ágætis mál­um. Sér­lega ef þeir geta leigt út eins og eina íbúð á Air­bnb. Það eina sem almennt launa­fólk fær með ferða­manna­straumnum er örlítið meira atvinnu­ör­yggi, því það er nóg af störfum í boði. En hins vegar flytj­ast hingað flokkar af erlendu vinnu­afli sem veita sam­keppni í lægri laun­um. Eins og kom fram í slá­andi þætti á RÚV þá er nokkuð um að verið sé að mis­nota þetta fólk og jaðra kjörin við þræla­hald á köfl­um. Almennt launa­fólk hagn­ast lítið á túrista­bólunni. Leigu­verð og hús­næð­is­verð hefur hækkað gríð­ar­lega. Þetta er vegna þess að aðflutt vinnu­afl og ferða­menn eru farnir að keppa við íbúa um það litla hús­næði sem er í boði. Launa­fólk hefur lélega sam­keppn­is­stöðu í þessu umhverfi þar sem vinnu­afl streymir inn erlendis frá til að vinna jafn­vel störf sem það hefur engin rétt­indi til að vinna. Vinnu­eft­ir­lit og verka­lýðs­fé­lög hafa ekki undan að fylgj­ast með ólög­legu vinnu­afli. Í slíku umhverfi eiga lög­legir starfs­menn undir högg að sækja. Eig­endum fyr­ir­tækja er auð­velt að líta undan þar sem lög­brot eru framin og félags­leg und­ir­boð, enda hagn­ast margir fyr­ir­tækja­eig­endur gríð­ar­lega um þessar mund­ir. Þessi stétta­skipt­ing kemur mjög skýrt fram á vinnu­stöðum þar sem yfir­menn­irnir eru Íslend­ingar en verka­fólk á gólfi eru allir inn­flytj­end­ur.

Mennta­el­íta

Það þarf varla annað en að fletta í gegnum atvinnu­aug­lýs­ingar til að sjá dæmi um hve þjóð­fé­lagið er gegn­sýrt af mennta­snobbi. Það virð­ist þurfa háskóla­próf til að sinna jafn­vel ein­föld­ustu störf­um, nema auð­vitað að hægt sé að nýta ódýrt vinnu­afl erlendis frá. Þarna kall­ast á elítu­hugsun mennta­kerf­is­ins og þau félags­legu und­ir­boð sem stunduð eru í atvinnu­líf­inu. Kröfur um menntun í Íslenskum skólum er góð leið til að rétt­læta launa­mun byggt á þjóð­erni.

Kerfið virð­ist byggt upp til að hleypa aðeins þeim réttu inn. Stór hluti af aðfluttu vinnu­afli starfar í bygg­ing­ar­geir­an­um. Í stað þess að gera kröfur um aukið eft­ir­lit með því að iðn­að­ar­menn sem hingað koma séu með til­skilin rétt­indi, þá virð­ist ákallið hjá mennta­snobburum frekar vera að færa fleiri Íslend­inga upp í gogg­un­ar­röð­inni. Umræða skap­að­ist síð­asta vetur um að lyfta iðn­námi á hærri stall í sam­fé­lag­inu og kom þá ákall frá ýmsum úr stjórn­mál­unum og mennta­geir­anum um að hið opin­bera stuðl­aði að því að fleiri færu í iðn­nám. En sú umræða ein­kennd­ist nokkuð af vilja til að lyfta upp þrösk­uld­inum fyrir aðgengi að iðn­námi og færa iðn­nám yfir á háskóla­stig. Með því yrði þá tryggt að erlent vinnu­afl með sam­bæri­lega eða minni menntun ætti erf­ið­ara með að ganga í störf iðn­að­ar­manna og eins að efna­meiri fjöl­skyldur ættu greið­ari aðgang en aðrar að slíku námi. Þetta var sagt að myndi „lyfta iðn­námi upp til þeirrar virð­ingar sem það ætti skil­ið“, að háskóla­væða nám­ið.

Ýmis hags­muna­sam­tök á vinstri-­væng stjórn­mála ýta svo undir stétta­skipt­ingu gegnum skóla­kerfið undir slag­orðum eins og „metum menntun til launa“. En hugs­unin virð­ist vera að með því að ýta fólki í gegnum langt og kostn­að­ar­samt háskóla­nám, verði vinna þeirra sjálf­krafa meira virði og það eigi skilið hærri laun. Þetta er skilj­an­leg hugsun ef það á svo að flytja inn alla sem eru lægra settir til að vinna óhreinu störfin á lægri laun­um.

Það virð­ist þó helst vera hjá hinu opin­bera, að menntun sé sjálf­krafa metin til launa. Þetta er lítið annað en sjálf­taka á fé í ein­hverjum til­fell­um. Þarna er verið að búa til hálauna­störf fyrir fólk frá efna­meiri fjöl­skyld­um, íslenskum fjöl­skyldum mennt­uðum á Íslandi, með því að setja nógu háan inn­göngu­þrösk­uld. Því ekki hafa allir efni á að vera í skóla til 25 ára ald­urs. Sjaldan tekst þeim að rétt­læta þörf­ina fyrir að lengja nám­ið, eða einu sinni til­raun gerð til þess. Svo sjálf­sagt þykir að lengra nám jafn­gildi hærri laun­um.

Mið­bæjar­el­íta

Til er sá þjóð­flokkur sem býr vestan Kringlu­mýr­ar­brautar og vill helst ekki þurfa að fara upp Ártúns­brekk­una. Þetta er þjóð­flokk­ur­inn sem vill fækka bíla­stæðum í mið­bænum og eru með­limir í Sam­tökum um Bíl­lausan lífs­stíl. Það er þyrnir í þeirra augum að vinn­andi fólk í úthverfum keyri í vinn­una sína niðri í mið­bæ. Þau vilja hafa þjón­ust­una í göngu­færi, en ekki fólkið sem þarf að sækja þjón­ust­una með bíl. Þeir sem eru í bíl­lausa lífs­stílnum skýla sér stundum á bak við umhverf­is­sjón­ar­mið. En þeir minn­ast aldrei á að eitt flug til Kaup­manna­hafnar og til baka er stærra kolefn­is­fót­spor en að keyra til og frá vinnu í heilt ár á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. En þessu fólki munar auð­vitað ekk­ert um að skella sér til útlanda af og til meðan það reynir að koma í veg fyrir að annað fólk aki til vinnu. Þeirra skemmtun trompar skyldur ann­ara. Þetta er fólkið sem réði því að spít­al­inn var ekki byggður upp á nýjum stað, vegna þess að það vildi hafa hann nálægt Háskól­an­um. Enda var háskóla­rektor í nefnd­inni sem ákvað það á sínum tíma. Þrátt fyrir að skýrslur hafi komið út sem mæltu gegn því að byggja spít­al­ann upp við Hring­braut m.a. vegna umferð­ar­sjón­ar­miða. Það nýjasta frá mið­bæj­ar-el­ít­unni er að arg­ast yfir því að Hitt Húsið færi starf­semi sína upp í Elliða­ár­dal. Einum í bíl­lausa lífs­stílnum varð að orði að það væri „lengst úti í rass­gat­i“.

Fjár­mála­el­íta

Mesta valdið í okkar sam­fé­lagi er líka það vald sem eng­inn er kos­inn til að hafa. Það er valdið til að útdeila pen­ingum úr fjár­hirslum banka og líf­eyr­is­sjóða. Það er valdið til að ákveða hverjir fá lán­að, á hvaða kjörum menn fá lánað og hverjir fá afskrif­aðar skuldir eða hverjir eru hund­eltir fram yfir dauða­dag af inn­heimtu­mönn­um. Þetta vald er að mestu í höndum banka­kerf­is­ins og lögvarið af rík­inu. Því það má ekki hver sem er stofna banka og byrja að gefa út skulda­bréf, þó að slík bréf geti verið jafn góð eins og skulda­við­ur­kenn­ing í formi raf­króna. Á öldum áður var sums staðar dauða­refs­ing við þeim glæp að lána fólki pen­inga á ósann­gjörnum kjör­um. Slíkt var kallað „us­ury“ á ensku, sem gæti íslenskast sem „mis­notk­un“. En í dag þykja lán­arar afburðar snjallir menn að ná að mis­nota valds­mun milli sín og þeirra sem eiga ekki aðgengi að ódýrum pen­ing­um. En líkt og í hverju öðru pýramídasvindli þá græðir sá mest sem er næst fram­leiðsl­unni, næst pen­inga­prent­un­inni.

Jafn­vel þegar banka­menn fara fram úr sjálfum sér og lána of mikið af pen­ingum (les­ist: búa til of mikið af pen­ingum úr eng­u), þá eru þeir löngu búnir að breyta sínu fé í raun­veru­legar eignir áður en spila­borgin fellur og síð­ustu verð­lausu aur­arnir ná í neðstu þrep sam­fé­lags­ins. Þannig fá bóta­þegar og launa­fólk alltaf að kenna á verð­bólg­unni fyrst.

Gríð­ar­leg völd fylgja því að vera nálægt upp­sprettu pen­ing­anna og að vera hluti af pen­inga­prent­un­ar­vald­inu. Ekki einu sinni stjórn­mála­menn þora að takast á við fjár­mála­el­ít­una. Þjóð­ar­leið­togar og kon­ungar hafa í gegnum tíð­ina beygt sig fyrir þessu valdi. Stjórn­mála­menn hvort sem er til vinstri eða hægri beygja sig fyrir þessu valdi. Afhenda þeim heilu bank­ana á silf­ur­fati, líkt og Arion banka nú síð­ast. Eða slá lán hjá fjár­mála­el­ít­unni til að fjár­magna útþenslu hins opin­bera, líkt og Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri hefur gert með því að safna 28 millj­arða kúlu­lána­skuld fyrir borg­ar­búa í sinni valda­tíð (sjá hér og hér).

Með því er búið að selja fjár­mála­el­ít­unni hlut í borg­inni í stað þess að standa gegn auð­söfnun á fárra hend­ur. Það nýjasta í þessu eru svokölluð „græn skulda­bréf“ borg­ar­inn­ar, sem eiga að fjár­magna „gerð göngu- og hjóla­stíga, inn­leið­ingu á LED ljósum fyrir götu­lýs­ingu og hleðslu­stöðvar fyrir raf­magns­bíla“. Þarna er fjár­magns­eig­endum gefið tæki­færi að græða á eyðslu­fyll­eríi borg­ar­stjórnar og klappa sjálfum sér á bakið um leið. Því þetta eru jú „græn skulda­bréf“. En þetta eru verk­efnin sem liggur svo mikið á að fram­kvæma að það er ekki hægt að bíða þar til pen­ing­arnir eru til, heldur þarf að gefa fjár­festum tæki­færi á að hagn­ast. Það hafa engin skulda­bréf verið gefin út til að fjár­magna betri leik­skóla.

Við­horf stjórn­mála­flokk­anna

Við­horf kjós­enda til stétta­skipt­ingar er mis­jafnt. En í könnun sem rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Mask­ína gerði fyrir Stund­ina kemur fram að 56% Íslend­inga telja stétta­skipt­ingu vera mikla. En aðeins 19% Íslend­inga telja stétta­skipt­ingu vera litla eða enga.

Viðhorf til stéttaskiptingar.

Í frétt Stund­ar­innar eru taldir upp þeir flokkar hverra kjós­endur eru mest lík­legir til að telja stétta­skipt­ingu litla eða enga á Íslandi. En það eru Við­reisn, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ing­in. Þetta gætum við því kallað elítu­flokk­ana. Hins vegar eru taldir tveir flokkar í grein Stund­ar­innar hverra kjós­endur eru minnst lík­legir til að segja stétta­skipt­ingu enga á Íslandi. En það eru Vinstri Græn og Mið­flokk­ur­inn. Athygli vekur að Stund­in, sem er flokks­blað Pírata, kýs að skilja Pírata eftir í þess­ari upp­taln­ingu. En kjós­endur Pírata rað­ast þá ein­hvers staðar á milli VG og Sam­fylk­ingar miðað við það sem þó er sagt í grein­inni. Etv. var nið­ur­staða þess­arar könn­unar ekki í takti við þá ímynd sem Stundin vildi helst draga upp af Píröt­um. Ef Píratar eru t.d. meiri elítu­flokkur heldur en gengur og ger­ist með almenn­ing í land­inu, líkt og syst­ur­flokk­ur­inn Sam­fylk­ing­in.

Könnun þessi kemur sjálf­sagt fæstum á óvart. En þarna má sjá hvaða flokkar eru lík­leg­astir til að standa vörð um stétta­skipt­ing­una og hverjir ekki. Því þeir sem ekki við­ur­kenna vand­ann eru ekki þess búnir að leysa hann. Hjá Við­reisn virð­ist annar hver maður hreint ekki sjá neinn vanda varð­andi stétta­skipt­ingu. Enda þykir odd­vita Við­reisnar í borg­ar­stjórn ekk­ert annað en sjálf­sagt að fá sér „dass af hvítvíni“ á Hlemmi Mat­höll sem er veit­inga­rekstur í einka­eigu nið­ur­greiddur af borg­ar­sjóði með lágri leigu.

Stétt­skipt opin­ber stjórn­sýsla

Síð­asta teg­undin af stétta­skipt­ingu er í boði hins opin­bera. Það er þegar opin­berir aðil­ar: Ríki og sveit­ar­fé­lög líta svo á að það sé hlut­verk sitt að nota almannafé til að borga fyrir áhuga­mál fína fólks­ins, skemmt­anir og gælu­verk­efni. Þó að vissu­lega sé gaman að hafa veit­inga­staði eins og Hlemm Mat­höll, lúxus tón­leika­hallir eins og Hörpuna sem er rekin með tapi hvert ár, fok­dýra kaffi­að­stöðu fyrir háskóla­nema í Bragg­an­um, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er vand­séð hvernig hægt er að rétt­læta skatt­pín­ingu á almenn­ingi, sem margir berj­ast í bökk­um, til að fjár­magna slík gæði. En borg­inni virð­ist svo umhugað um þessi verk­efni að þegar pen­ing­arnir eru ekki til, þá er sjálf­sagt að taka lán fyrir eyðsl­unni með til­heyr­andi fjár­magns­kostn­aði. Síðan er pen­ing­unum eytt með gáleys­is­legum hætti og hvergi sparað í útgjöld­um, eins og fréttir und­an­farnar vikur hafa leitt í ljós varð­andi umfram­keyrslur á gælu­verk­efnum og gjafa­verð á leigu til einka­að­ila í sam­keppn­is­rekstri.

Hér virð­ast háir herrar hjá borg­inni líta á sig og sína líka sem skör hærri en almenn­ing. Þjón­usta við fólk sem stundar háskóla eða hefur efni á að borða dýran mat er látið ganga fyrir að bæta grunn­þjón­ustu. Í fíla­beinsturni hins opin­bera þykir sjálf­sagt að eyða pen­ingum sem teknir eru með valdi gáleys­is­lega í verk­efni sem umdeil­an­lega er þörf fyrir að hið opin­bera hafi umsjón með. Þetta er enn ein birt­ing­ar­mynd stétta­skipt­ing­ar. Hér eru kjörnir full­trúar og emb­ætt­is­menn ekki með almanna­hag eða hag okkar minnstu bræðra í huga, heldur er verið að huga að því að skara eld að eigin köku og gera borg­ina skemmti­legri fyrir þá sem hafa það bara ágætt. Eins og það fólk eigi ekki pen­inga til að borga fyrir eigin lúx­us.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnViðar Freyr Guðmundsson