Fjórða veldis veggjöld

Sanngjarnari rentur af nýtingu vegakerfisins

Auglýsing

Varð­andi gjöld almennt hlýtur sann­gjarn­asta inn­heimt­u að­ferðin að vera sú: að þeir greiði sem njóti. Nema þá helst í til­fellum þar ­sem hallar á ein­stak­linga sökum ástæðna sem þeir ráða ekki við, svo sem vegna ­fötl­unar eða fátækt­ar. En almennt er sann­gjarn­asta reglan að þeir sem taka af ein­hverri auð­lind greiði fyrir sinn skerf.

Hvernig á þetta við þegar kemur að nýt­ingu vega­kerf­is­ins? Um­ræðan um veggjöld virð­ist ein­skorð­ast við að rukka fast gjald fyrir hverja bif­reið. En er þetta sann­gjörn skipti? Nú eru ekki öll öku­tæki eins og áhrif þeirra á vega­kerfið ekki þau söm­u.  Það ­sem breytir mestu í þessu er: öxul­þungi öku­tæk­is­ins.

Auglýsing

Fjórða veldis reglan

Til­raunir á áhrifum slits á vegi leiða í ljós að tvö­földun í öxul­þunga jafn­gildir 16 ­földun í ferð­um. Sem sagt hver tvö­földun á öxul­þyngd jafn­gildir 2 í veld­inu 4 fjölda ferða. Þetta er vel rann­sökuð og almennt við­ur­kennd stað­reynd. Sem með­al­ ann­ars er til grund­vallar þunga­tak­mörk­unum á þjóð­vegum um allan heim og ­sér­stakra skatta á þyngri öku­tæki.

Fjórða veldis reglan með bifreið sem er 0,5 tonn öxulþungi sem upphafspunkt.

Á þess­ari mynd má sjá hvernig slit á vegum veld­is-fald­ast. Bíll af létt­ustu gerð gæti haft öxul­þunga í kringum 0,5 tonn. En hámarks leyfi­leg­ur öx­ul­þungi sumra teg­unda bif­reiða er 11,5 tonn. (nánar um öxul­þunga reglur hér). Sem er 23 ­földun á þyngd.

En með fjórða veldis regl­unni má sjá að ein ferð á bif­reið ­með 11,5 tonna öxul­þunga slítur vegum til jafns á við 279.841 ferðir bif­reiða ­með öxul­þunga upp á 0,5 tonn. Ef rukka ætti létta fólks­bíl­inn um eina krónu í veggjald, þá væri rétt­látt að rukka þunga öku­tækið um 279.841 krónur fyrir söm­u ­ferð til að mæta sliti á veg­in­um. Ljóst er af þessu að sann­gjörn gjald­taka af ­fólks­bílum verður að vera engin ef ekki á að rukka hund­ruð þús­unda fyrir hverja ­ferð þyngri öku­tækja.

Búnaður til að mæla áhrif öxulþunga á slit vega.

Greiði sem njóta

Af þessu er ljóst að áhrif fólks­bíla þegar kemur að sliti á vegum eru hverf­andi miðað við áhrif þyngri öku­tækja s.s. vöru­bif­reiða eða hóp­ferða­bif­reiða. Ef veggjöld ættu að vera sann­gjörn ættu þau að bein­ast að þessum öku­tækjum ein­göngu og fólks­bif­reiðar ættu að sleppa algjör­lega við ­veggjöld­in. Ef ráða­menn vilja hafa þetta sann­gjarnt. En ekki bara enn eina ­leið­ina til að skatt­pína almenn­ing.

 Leyfilegur öxulþungi á borgarlínuvagni myndi eyða malbiki á hátt í 300þúsund falt meira en hjá fólksbíl. Jafnvel þó hann væri ekki full lestaður. Úr reglugerð Samgönguráðuneytis.

Með nútíma tækni er auð­velt að útfæra sann­gjarna gjald­töku ­sem þessa. Mynda­vélar skrá niður bíl­númer þeirra bif­reiða sem fara hjá gjald­töku­staðn­um. Í gagna­grunni er svo hægt að fletta upp sjálf­vikt hvaða gerð af öku­tæki ­fer þar hjá og út frá því hver leyfi­legur öxul­þungi er á öku­tæk­inu. Þannig er hægt að rukka sann­gjörn afnot af veg­inum miðað við teg­und bif­reið­ar. Þannig gæt­i líka mynd­ast hvati til að flytja þyngri hluti í fleiri ferðum eða á öku­tækj­u­m ­sem hafa yfir að búa fleiri öxlum og þar með betri dreif­ingu þunga. Allt til að hlífa við­kvæmum vegum fyrir skemmdum og sliti.

Afleið­ingar fjórða veldis veggjalds­ins

Stóra málið við að hafa veggjöld hlýtur að vera að greiða upp­ ­kostnað við veg­inn og við­hald. Ef við­halds­kostn­aður myndi helm­inga­st, t.d. með­ því að stærri hluti þunga­flutn­inga færi fram með strand­flutn­ing­um, eða öku­tækjum sem hlífa vegum bet­ur, þá væri hægt að lækka veggjöldin um helm­ing. Væri það ekki æski­leg afleið­ing? Erum við mögu­lega í dag að greiða nið­ur­ þunga­flutn­inga um land­leið­ina með við­halds­kostn­aði á veg­um?

Hópferðabíll fyrir skemmtiferðir.

Að sama skapi, erum við mögu­lega að greiða niður skemmti­ferð­ir ­fyrir erlenda ferða­menn með fram­tíðar við­halds­kostn­aði á vega­kerf­ið? Ekki vilj­u­m við banna túristum að fara um landið á níð­þungum hóp­ferða­bílum sem spæna upp­ ­veg­ina. En er ekki sann­gjarnt að þeir greiði fyrir það slit sem þeir sann­ar­lega ­valda á veg­unum okk­ar?

Umhverf­is­mál

Þetta snýst heldur ekki ein­ungis um pen­inga.  Rann­sókn á vegum sænskra ferða­mála­yf­ir­valda komst að þeirri nið­ur­stöðu að því meira sem ­slit á vegum er, þeim mun meiri svifryks­mengun hlýst af því. 5% allrar eyð­ing­ar á götum verður að svifryki. Sænskir skoð­un­ar­menn hafa líka kom­ist að því að ­götum sem er illa við­haldið menga enn meira. Því þar getur rykið safn­ast fyr­ir í meira magni og slit á hjól­börðum verður mun meira.

Helmingur alls svifryks er í raun sarg úr veginum

Áhrif þyngri öku­tækja umfram létt­ari má glöggt sjá á Miklu­braut í Reykja­vík. Þar eru sér­stakar akreinar sem eru ætl­aðar fyr­ir­ ­stræt­is­vagna. Þar má sjá hvernig sér­a­krein strætó er umtals­vert meira slit­in heldur en akrein­arnar við hlið­ina á sem ætl­aðar eru fólks­bílum og annarri umferð. ­Þrátt fyrir að þar fari um marg­falt fleiri bif­reið­ar.

Strætóakrein er mikið verr farin, þrátt fyrir minni umferð

Enda er venju­legur stræt­is­vagn, líkt og þeir sem ganga um ­götur borg­ar­innar um 18 tonn að þyngd með 86 far­þegum inn­an­borðs. Er þá öx­ul­þung­inn að aftan 11,5 tonn. Sjá má á graf­inu hér að ofan hversu miklu mal­biki slíkur vagn slítur miðað við léttan ein­menn­ings vagn. Þetta skýrir hvers vegna strætó akreinin er svo slitin í sam­an­burði við aðrar akreinar við Miklu­braut. Þetta er nokkuð sem gleymst hefur að taka til­lit til þegar umhverf­is­á­hrif hóp­ferða­bif­reiða eru borin saman við fólks­bíla.Loka­orð

Tölum bara hreint út. Við viljum helst láta túrista borga meira fyrir afnot af veg­un­um. Þess vegna er þessi umræða um veggjöld. Það er því ágætis hlið­ar­-af­leið­ing af því að rukka eftir veg­sliti að það myndi leggj­ast þungt á hóp­ferða­bif­reiðar um leið.  Þetta eru líka bílar sem eru  skemmtun fyrir ferða­menn. Öfugt við t.d. nauð­syn fyrir íbúa þessa lands. Sem eru fólks­bíl­ar. Venju­legt fólk að kom­ast leiðar sinn­ar. Til vinnu og ann­að. Ég veit fyrir mitt leiti hvort er mik­il­væg­ara. Þannig að það er engin ástæða til að nið­ur­greiða þessa notkun á vega­kerf­inu með fram­tíðar við­halds­kostn­aði.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnViðar Freyr Guðmundsson