Mikill er máttur minnihlutans

Samsæriskenningar borgarstjóra eiga ekki við rök að styðjast

Auglýsing

Nú er meiri­hlut­inn í borg­inni í klandri. Dagur B. ­borg­ar­stjóri er meira að segja far­inn að koma fram í fjöl­miðlum til að verja ­störf meiri­hlut­ans sem hann fer fyr­ir. En nokkrir fjöl­miðla menn hafa kom­ið fram og kvartað undan því að erfitt sé að fá borg­ar­stjór­ann til að koma í við­tal og höfðu sumir reynt í 3 vikur (kemur fram í lok þessa við­tals). En borg­ar­stjóri hefur séð að hann gæti ekki falið sig lengur og kom út með stæl á fimmtu­dag­inn með tveimur útvarps­við­tölum sama dag­inn (hér og hér). Þar bar hann sig aum­lega og þótti ómak­lega vegið að sér og starfs­fólki ­borg­ar­innar af ein­stökum full­trúum minni­hlut­ans í Borg­ar­stjórn. Hann lýsir þar ­miklu sam­særi minni­hlut­ans um að gera lítið úr störfum sínum og emb­ætt­is­manna í borg­inni með ómak­legum hætti.

Stefán Eiríks­son borg­ar­rit­ari og einn æðsti emb­ætt­is­mað­ur­ ­borg­ar­innar ber við sams­kon­ar harma kveini á lok­uðum Fés­bók­ar­hóp þennan sama dag þar sem hann ávarpar ­starfs­menn borg­ar­inn­ar. Má þá ætla að þeir hafi stillt saman strengi sína hann og borg­ar­stjór­inn um hverjum ætti að kenna um þau ámæli sem borgin liggur und­ir­. En borg­ar­rit­ari segir líka að vanda­mál borg­ar­innar séu runnin undan rifj­u­m ein­stakra borg­ar­full­trúa minni­hlut­ans.

Auglýsing

Það er í þessu sam­bandi hollt að rifja upp þau mál sem hafa komið upp á yfir­stand­and­andi kjör­tíma­bili og sjá hvað óháðir aðilar og ­stofn­anir segja um störf borg­ar­inn­ar:

 

Per­sónu­vernd­ar­lög brotin og Per­sónu­vernd leynd upp­lýs­ingum

Sam­kvæmt áliti Per­sónu­verndar sam­ræmd­ist vinnsla borg­ar­innar á per­sónu­upp­lýs­ingum ekki lög­um um per­sónu­vernd.  „Á­mæl­is­vert er að Reykja­vík­ur­borg hafi ekki veitt Per­sónu­vernd upp­lýs­ingar um alla þætti máls­ins eftir að stofn­unin óskaði sér­stak­lega eftir því með bréfi, dag­settu 14. maí 2018.“ Segir líka í álit­inu.

Sjá: (https://www.per­sonu­vernd.is/­ur­lausnir/a­kvordun-per­sonu­vernd­ar-um-­notk­un-reykja­viku­borg­ar-og-­rann­sak­enda-vid-haskola-is­lands­-a-per­sonu­upp­lys­ing­um-fra-t­hjodskra)Fjar­skipta­lög brotin þrátt fyrir aðvar­anirBorgin ákveður að brjóta fjar­skipta­lög þrátt fyrir ákvörðun Póst og Fjar­skipta­stofn­unar um að borgin fengi ekki und­an­þágu frá lög­un­um. Ein­beitt­ur brota­vilji.

Sjá: (https://fund­ur.reykja­vik.is/sites/default/fi­les/a­genda-items/8.5.2018_a­kvordun_pfs_n­r._7-2018.pdf)

 

Inn­kaupa­reglur borg­ar­innar brotnar

„Að okkar mati var því inn­kaupa­regl­um Reykja­vík­ur­borgar ekki fylgt við gerð samn­inga vegna fram­kvæmd­anna við Naut­hóls­veg 100.“ .. "Sam­kvæmt 2. mgr. 11. gr. inn­kaupa­reglna Reykja­vík­ur­borgar er skylt að við­hafa inn­kaupa­ferli, ann­að en verð­fyr­ir­spurn, þegar áætluð samn­ings­fjár­hæð verk­samn­ings, að með­töldum virð­is­auka­skatti, er yfir­ 28 millj­ónum króna. Reykja­vík­ur­borg var því skylt að nota inn­kaupa­ferli vegna verk­efn­is­ins. Ekk­ert hefur komið fram sem bendir til þess að verk­efnið hafi fallið undir und­an­tekn­ingar inn­kaupa­regln­anna frá þeirri skyldu."

Sjá: (https://reykja­vik.is/sites/default/fi­les/ym­is­_skjol/skjol_ut­gefid_efn­i/i­e18100002_-_­naut­hols­veg­ur_100_-_201218.pdf)

 

Lög um opin­ber skjala­söfn brotin

Innri End­ur­skoðun hafði þetta að segja um mál­ið: „Skjölun vegna verk­efn­is­ins var ófull­nægj­andi, nán­ast eng­in skjöl um það fund­ust í skjala­vörslu­kerfi borg­ar­innar og það er brot á lög­um um opin­ber skjala­söfn svo og skjala­stefnu borg­ar­inn­ar.“  Borg­ar­skjala­safn bætti í með því að segja í áliti sínu: „Með hlið­sjón af þess­ari nið­ur­stöðu vill Borg­ar­skjala­safn Reykja­víkur ítreka hversu gíf­ur­lega mik­il­vægt sé að farið sé eftir þeim ferlum og lögum er varða skjala­stjórn og skjala­vist­un. Ekki ein­ungis til að upp­fylla lög­bundna starfs­hætti og reglur heldur ekki síð­ur til að tryggja rekj­an­leika mála og upp­lýs­ingar um ákvarð­anir og úrvinnslu þeirra.“

Sjá: (htt­p://www.­borg­ar­skjala­safn.is/desktop­default.aspx/ta­bid-3921/6634_r­ea­d-40208?f­bclid=IwAR0WOK9Wy3KLBb­hvR­_i­He5T­hyMuEyPCMcUPYP­HzQx5­bOlm­b9D­TJgcx6L0xM)

 

Sveita­stjórn­ar­lög brotin

Í skýrslu Innri End­ur­skoð­unar um Bragga­málið seg­ir: „Farið var fram úr sam­þykktum fjár­heim­ildum og þess var ekki gætt að sækja um við­bót­ar­fjár­magn áður en stofnað var til kostn­að­ar en það er brot á sveit­ar­stjórn­ar­lögum og reglum borg­ar­inn­ar.“

Sjá: (https://reykja­vik.is/sites/default/fi­les/ym­is­_skjol/skjol_ut­gefid_efn­i/i­e18100002_-_­naut­hols­veg­ur_100_-_201218.pdf )

 

Borg­ar­stjóri, borg­ar­rit­ari og aðr­ir emb­ætt­is­menn brugð­ust eft­ir­lits­skyldu sinni

Í skýrslu Innri End­ur­skoð­unar seg­ir: „Sam­kvæmt skipu­riti er borg­ar­rit­ari næsti yfir­maður skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­un­ar en þó hafa mál skrif­stof­unnar ekki verið á hans borði heldur farið beint til borg­ar­stjóra og því hefur ekki verið unnið sam­kvæmt réttri umboðskeðju. [..]Þó að hin form­lega umboðskeðja hafi ekki verið virk með því að skrif­stofu­stjóri SEA sótti sín mál fram­hjá borg­ar­rit­ara og til borg­ar­stjóra leysir það borg­ar­rit­ara ekki undan sinni stjórn­un­ar­legu ábyrgð sem hann hefur sam­kvæmt umboðskeðj­unni gagn­vart SEA.“  Um ábyrgð borg­ar­stjóra seg­ir: „Borg­ar­stjóri ber ábyrgð á upp­bygg­ingu innra eft­ir­lits hjá borg­inni í heild sinni gagn­vart borg­ar­ráð­i.“

Sjá: (https://reykja­vik.is/sites/default/fi­les/ym­is­_skjol/skjol_ut­gefid_efn­i/i­e18100002_-_­naut­hols­veg­ur_100_-_201218.pdf )

 

Jafn­rétt­islög brotin við ráðn­ingu borg­ar­lög­manns

Stjórn­endur borg­ar­inn­ar réðu félaga sinn umfram hæf­ari umsækj­anda og var borgin dæmd til að greiða bætur í mál­inu. Í áliti Kæru­nefndar Jafn­rétt­is­mála seg­ir: „Taldi nefndin því að kærði hefði brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þar sem kærði þótti ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en kyn­ferði hafi legið til grund­vallar ráðn­ing­unn­i.“

Sjá: (https://www.­stjorn­arra­did.is/default.aspx?pa­geid=0e3c47f7-5369-11e8-9428-005056bc4d74&newsid=4f8cf1de-85b9-11e8-942a-005056bc4d74 )

 Úrræði borg­ar­innar í hús­næð­is­málum ekki sam­kvæmt lögum og stjórn­ar­skrá

Í áliti Umboðs­manns Alþingis seg­ir: „Þeg­ar þessi atriði og umgjörð við úrlausn á hús­næð­is­vanda utan­garðs­fólks hjá Reykja­vík­ur­borg séu virt heild­stætt skorti á að Reykja­vík­ur­borg tryggi utan­garðs­fólki, svo full­nægj­andi sé, aðstoð við lausn á bráðum hús­næð­is­vanda í sam­ræmi við ákvæði laga nr. 40/1991, eins og þau verða túlkuð í ljósi 1. mgr. 76. gr. stjórn­ar­skrár­innar og fjöl­þjóð­legra mann­réttinda­reglna. Umboðs­maður komst einnig að þeirri nið­ur­stöðu að reglur Reykja­vík­ur­borgar um félags­legar leigu­í­búðir og sér­stakar húsa­leigu­bætur full­nægi ekki kröfum sem gera verður til skýr­leika reglna um skil­yrði sem í reynd eru sett fyr­ir úthlutun hús­næð­is.“

Sjá: (https://www.umbodsmad­ur.is/a­lit-og-bref/mal/n­r/6429/skoda/mal/ )

 

Hér­aðs­dómur ávítar Skrif­stofu­stjóra Borg­ar­stjóra fyrir lít­ils­virð­andi hegð­un. Borgin greiðir bætur fyrir hennar gjörð­ir.

Hér­aðs­dómur sá þörf til að minna skrif­stofu­stjór­ann á að „und­ir­menn [séu] ekki dýr í hring­leika­húsi yfir­manna sinna.“ Reykja­vík­ur­borg var dæmd til að greiða bætur í mál­inu. En málið var rann­sakað sem ein­elt­is­mál í Ráð­hús­in­u.  „Um þá skil­yrð­is­lausu hlýðni sem skrif­stofu­stjór­inn virð­ist ætl­ast til af stefn­anda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórn­un­ar­rétt ann­ars og hlýðni­skyldu hins eru und­ir­­­menn ekki dýr í hring­leika­húsi yfir­manna sinna. Að mati dóms­ins er þessi fram­koma skrif­stofu­stjór­ans í það minnsta óvirð­ing, ef ekki lít­ils­virð­ing við sam­starfs­­mann, sem er auk þess kyn­slóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfs­reynslu sinn­ar, til­kall til örlít­ill­ar virð­ing­ar.“

Sjá: (https://www.herads­dom­stol­ar.is/default.aspx?pa­geid=d2ca19a6-a3fa-11e5-9402-005056bc0bdb&id=a­ec93f­b5-075d-4b7b-9ff0-ce59a37c6cd0 )

 Óeðli­leg notkun opin­berra auð­linda fyrir kosn­ingar

Gild­is­hlaðin skila­boð voru send kjós­endum fyrir sveita­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2018 að mati Per­sónu­vernd­ar. Upp­lýs­inga­full­trúi Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­­stofn­un­ar ÖSE  segir í sam­tali að slíkt væri rann­sakað ef stofn­unin hefði fylgst með kosn­ing­un­um. Enda ef leið­bein­ing­ar ÖSE um eft­ir­lit með kosn­ingum eru skoð­aðar má sjá að mis­notkun á opin­berum auð­lindum og óljós skil milli flokkslína og hins opin­bera eru atriði sem talin eru skekkja jafn­rétt­is­grund­völl fram­boða í kosn­ingum sam­kvæmt Öryggis og Sam­vinnu­stofnun Evr­ópu.

Sjá: (https://www.mbl.is/frett­ir/inn­lent/2019/02/09/os­e_­tek­ur_ekki_af­stod­u_til_­kosn­ing­anna/ )Lygar um minja­vernd

Minja­stofnun hafnar ábyrgð í bragga­mál­inu eftir að Dagur hafði notað sem vörn að Bragg­inn væri frið­að­ur. Hel­sta vörn meiri­hlut­ans í Bragga­mál­inu var lengi framan af að Bragg­inn væri frið­að­ur og þar bæri Minja­vernd ábyrgð. For­stöðu­maður Minja­verndar þurfti að leið­rétta borg­ar­stjór­ann vegna ítrek­aðra rang­inda varð­andi þetta atrið­i. 

Sjá: (htt­p://www.ruv.is/frett/­seg­ir-a­byrgdina-a-bragga-liggja-hja-­borg­inn­i?f­bclid=IwAR1g2i­BN­HPomiQMA­y0-3vjpqI­YFa09WoN2_30GY­Hv7p_U5Hha­Oqf­PA­Yd6uo )

 

Leynd­ar­hjúpur um Bragga­málið

Blaða­menn saka borg­ar­starfs­menn um að reyna að leyna upp­lýs­ingum um bragga­mál­ið. „Yf­ir­völd og starfs­menn Reykja­vík­ur­borgar hafa frá fyrsta degi reynt að koma í veg fyr­ir frétta­flutn­ing af Bragga­blús­num svo­kall­aða í Naut­hóls­vík. Það hefur alltaf verið erfitt að fá upp­lýs­ingar um ein­stök atriði er varða kostnað og gríð­ar­lega fram­úr­keyrslu á verk­efn­inu. Í hvert sinn sem við blaða­menn tök­um upp sím­ann til að fá upp­lýs­ingar sem eiga skýrt erindi við almenn­ing þá er reynt að fela upp­lýs­ingar og drepa þessu máli á dreif.“Sjá: (htt­p://www.dv.is/frett­ir/­leid­ari/2018/10/12/t­hau-aetla-a­d-ka­efa-bragga­blusinn/?f­bclid=IwAR3TSOEET­Ar­PeEd­gRJqaxL­Ba3rF­Gct­-ysC9yWR75ZhrIMPUx­kQp­HEEos99c )

 

Emb­ætt­is­maður áminntur af Siða­nefnd Sam­bands Íslenskra Sveit­ar­fé­laga

Skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara skrif­aði erindi til for­sætis­nefndar borg­ar­stjórnar þar sem hún kvart­aði undan því að kjörnir full­trúar tjáðu sig opin­ber­lega um dóm sem féll í Hér­aðs­dómi.  Dag­inn eftir að bréfið var ritað var því lekið í blaða­mann hjá RÚV og má ætla að þar hafi skrif­stofu­stjór­inn sjálf lekið bréf­inu í fjöl­miðla áður en fjallað var um efni bréfs­ins í For­sætis­nefnd.  Með því að senda þetta erindi til For­sætis­nefndar taldi Siða­nefnda Sam­bands Íslenskra Sveit­ar­fé­laga að skrif­stofu­stjór­inn hefði farið út fyrir hefð­bundna verka­skipt­ingu innan Ráð­húss­ins og var hún áminnt fyrir það í áliti Siða­nefndar SÍS.  

Enn fremur telur Siða­nefndin að sömu siða­reglur eigi að gilda um starfs­menn sveit­ar­fé­laga eins og kjörna full­trúa. Vísar siða­nefndin m.a. til­ 1. mgr. 3. gr. siða­reg­ina kjör­inna full­trúa Reykja­vík­ur­borgar : „Kjörnir full­trúar [eða starfs­menn] gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verka­skipt­ingu í stjórn­kerfi Reykja­vík­ur­borg­ar. Þeir sýna störfum og rétt­indum ann­arra kjör­inna full­trúa og starfs­manna Reykja­vík­ur­borgar til­hlýði­lega virð­ingu."  Má því lesa úr áliti Siða­nefndar að hér hafi starfs­maður borg­ar­innar brotið þessa reglu.

Enn fremur segir Siða­nefndin varð­andi verka­skipt­ingu:

"Nefndin leggur áherslu á mik­il­vægi þess að starfs­mað­ur­inn leiti til sinna yfir­manna og að teng­ingin við kjörna full­trúa fari í gegnum fram­kvæmda­stjóra. Nefndin telur því ekki væn­legt að starfs­maður vísi kvört­unum sínum beint til póli­tískra nefnda eins og hér virð­ist hafa gerst."Það sama hlýtur þá að gilda um útspil ­borg­ar­rit­ara nú í gær, þar sem hann birtir á opin­berum vett­vangi kvart­anir og dylgjur um kjörna full­trúa. En sam­kvæmt úrskurði Siða­nefnd­ar­innar á gagn­rýn­i ein­stakra starfs­manna borg­ar­innar á kjörna full­trúa að fara fram gegnum sína ­yf­ir­menn og fram­kvæmda­stjóra sveit­ar­fé­lags­ins.

Sjá: (https://fund­ur.reykja­vik.is/sites/default/fi­les/a­genda-items/4b_a­lit_si­da­nefnd­ar.pdf)

 

Eyð­ing tölvu­pósta og lygar varð­andi eydda tölvu­pósta

Innri End­ur­skoðun borg­ar­innar sá sér­staka ástæðu til að gefa út minn­is­blað vegna ítrek­aðra ósann­inda kjör­inna full­trúa meiri­hlut­ans í borg­inni varð­andi að engum tölvu­póstum hefði verið eytt í Bragga­mál­inu. „Sam­kvæmt ofan­greindu er ljóst að útsend­um ­tölvu­póstum hefur verið eytt úr póst­hólfi skrif­stofu­stjór­ans. Hins vegar er ekki hægt að meta hvort ein­hverjum inn­komnum póstum hefur verið eytt því fyr­ir­liggj­and­i eru þar tölvu­póstar frá öllum tímum ofan­greinds tíma­bils, það er frá ágúst 2012. Öllum tölvu­póstum í póst­hólfi verk­efna­stjór­ans fyrir októ­ber 2017, sbr. hér fyrir ofan, hefur verið eytt.“

Sjá: (https://reykja­vik.is/sites/default/fi­les/ym­is­_skjol/skjol_ut­gefid_efn­i/minn­is­bla­d_um_­rannsokn_a_tolvu­post­u­m_17.01.19.pdf )

 

Vina­væð­ing við val á verk­tökum sem fengu svo svim­andi háar greiðslur

Í skýrslu Innri End­ur­skoð­unar um Bragg­ann seg­ir: „Verk­takar og aðrir sem unnu verkið voru almennt ráðnir af því þeir voru kunn­ugir þeim sem stóðu að fram­kvæmd­un­um, all­flestir hand­vald­ir. Ekki var farið í inn­kaupa­ferli né leitað und­an­þágu frá inn­kaupa­ráði varð­andi það.“   En fjöldi frétta fjall­aði svo um svim­andi háar greiðslur til ýmissa verk­taka og hönn­uða.  (sjá t.d. hér, hér og hér)

Sjá: (https://reykja­vik.is/sites/default/fi­les/ym­is­_skjol/skjol_ut­gefid_efn­i/i­e18100002_-_­naut­hols­veg­ur_100_-_201218.pdf )

 

Starfs­menn borg­ar­innar skrif­uðu upp á tugi millj­óna reikn­inga án heim­ild­ar­ eða athug­unar á rétt­leika reikn­ing­anna

„Þannig hefur í heilt ár ekki verið til nein heim­ild fyr­ir­ ­út­gjöld­unum sem sam­þykkt var að mætti greiða. Þegar þetta er ritað skortir enn heim­ild fyrir rúmum 70 m.kr. sem búið er að greiða. Ljóst er að seinn­i ­sam­þykkj­andi kostn­að­ar­reikn­ing­anna hefur ekki athugað hvort fjár­heim­ild væri fyr­ir­ ­reikn­ing­unum sem hann var að sam­þykkja.“ Svo virð­ist sem vina­væð­ingin hafi ­leitt af sér slíkt traust að ekki var farið yfir rétt­leika reikn­inga held­ur: „Vís­bend­ing­ar eru um að eft­ir­lit með rétt­leika reikn­ing­anna hefur ekki verið nægj­an­legt í til­viki verk­efn­is­ins að Naut­hóls­vegi 100. Sem dæmi má nefna að á reikn­ingi frá­ einum birgja hafði nið­ur­stöðu­tala verið rang­lega skráð 100 þús.kr. of há en und­ir­liðir voru rétt skráð­ir. Reikn­ing­ur­inn var sam­þykktur og greidd­ur ­at­huga­semda­laust.“

Sjá: (https://reykja­vik.is/sites/default/fi­les/ym­is­_skjol/skjol_ut­gefid_efn­i/i­e18100002_-_­naut­hols­veg­ur_100_-_201218.pdf )

 

Borgin dæmd fyrir að synja öryrkjum um bætur

„Krafa ÖBÍ hefur verið sú að greiða þurfi van­goldnar bæt­ur frá 2009, en þetta er engu að síður mjög góð ákvörðun og skiptir miklu máli ­fyrir það fólk sem à rétt á greiðsl­um. Ég tek það samt fram að þetta hef­ur ekk­ert með gjaf­mildi að gera. Við höfum þurft að draga allt út úr borg­inni með­ töngum hingað til,“

Sjá: (htt­p://www.ruv.is/frett/­borg­in-ver­dur-vid-krof­um-or­yrkja­banda­lags­ins )

 

Sam­særi á lands­vísu

Svo virð­ist sem minni­hlut­inn í borg­inni, eða öllu held­ur ör­fáir kjörnir full­trú­ar, sem borg­ar­rit­ari vísar til, sé með tang­ar­hald á ótal ­stofn­unum í land­inu. Þessir kjörnu full­trúar í minni­hluta borg­ar­stjórnar eru ­sam­kvæmt borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara að stýra sam­særi gegn stjórn borg­ar­inn­ar ­sem fjöldi stofn­ana á lands­vísu kemur að. Hér að framan eru nefnd atriði frá:

 • ·       ­Per­sónu­vernd
 • ·       ­Póst og Fjar­skipta­stofnun
 • ·       Innri End­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borgar
 • ·       ­Borg­ar­skjala­safni
 • ·       Kæru­nefnd Jafn­rétt­is­mála
 • ·       ­Um­boðs­manni Alþingis
 • ·       Hér­aðs­dómi Reykja­víkur
 • ·       ­Ör­yggis og Sam­vinnu­stofnun Evr­ópu
 • ·       Minja­stofnun
 • ·       ­Fjölda íslenskra fjöl­miðla (svo sem: RÚV, Vís­ir, Frétta­blað­ið, Morg­un­blað­ið, Stundin ofl.) sem tóku þátt í að flytja fréttir af þessum málum
 • ·       ­Ör­yrkja­banda­lagi Íslands
 • ·       Hæsta­rétt Íslands

Allt aðilar sem hafa gagn­rýnt harð­lega, gefið álit, rit­að ­skýrsl­ur, ritað frétt­ir, dæmt í málum eða upp­lýst um ósann­indi og mis­ferli þess meiri­hluta sem situr í Ráð­húsi Reykja­víkur og emb­ætt­is­manna þeirra.

Allt eru þetta aðilar sem eru sam­kvæmt borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara hluti af sam­særi fáeinna stjórn­mála­manna í minni­hluta í borg­ar­stjórn. Mik­ill er máttur minni­hlut­ans.ATH!  Í upp­runa­legri grein var not­ast við orðið 'ein­elti' varð­andi hegðun Skrif­stofu­stjóra Borg­ar­stjóra. En eftir ábend­ingu frá lög­manni Skrif­stofu­stjóra Borg­ar­stjóra var fallið frá því orða­lagi. Heppi­legra hefði verið að tala um 'dýratamn­ingar'. Því það er lýs­ingin sem Hér­aðs­dómur not­ast við.  En málið var þó rann­sakað sem ein­elt­is­mál innan Ráð­húss­ins sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef­síðu borg­ar­innar. Þá var einnig rang­lega sagt grein minni að Skrif­stofu­stjór­inn hefði verið dæmd. En það rétta er að borgin var dæmd fyrir hennar gjörðir og greiddi bætur fyrir það sem hún gerði. Þetta leið­rétt­ist hér með því það er vit­an­lega reg­in­munur á þessu tvenn­u.  Síðan var rang­lega sagt að sami Skrif­stofu­stjóri hefði farið í "ófræg­ing­ar­her­ferð í fjöl­miðla". En hið rétta er að bréf sem hún skrif­aði lak í fjöl­miðla áður en það birt­ist inni á lok­uðum fundi í For­sætis­nefnd Borg­ar­stjórn­ar. Má þá ætla að hún hafi sjálf lekið bréf­inu.Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnViðar Freyr Guðmundsson