Er róttæklingaþjálfun barna brot á réttindum þeirra?

Opið bréf til Umboðsmanns Barna

Auglýsing

Kæri Umboðs­mað­ur:

Nú voru að ber­ast fréttir þess efnis að börnum í Vinnu­skóla Reykja­víkur hafi verið boðið að taka þátt í eins­konar aktí­vista­kennslu þar sem umhverf­is­mál voru höfð að leið­ar­ljósi.

(sjá: https://www.fretta­bla­did.is/frett­ir/vinnu­skolakrakk­ar-mot­ma­ela-i-hadeg­in­u/)Auglýsing

"Nem­endum Vinnu­skóla Reykja­víkur býðst að taka þátt í umhverf­is­ráði í Borg­ar­túni á morg­un. Þar munu þau læra um getu til aðgerða, fara í leiki tengda umhverf­is­málum og lýð­ræði og búa til mót­mæla­skilti. Í hádeg­inu munu nem­end­urnir fara ásamt grænum fræðslu­leið­bein­endum úr Borg­ar­tún­inu að Hall­gríms­kirkju og taka þátt í verk­falli ung­menna gegn aðgerð­ar­leysi í lofts­lags­mál­um.

Þeir sem taka þátt fá greitt sam­kvæmt taxta skól­ans, þeir sem taka ekki þátt halda áfram í hefð­bundnum störf­um."Í kennslu þess­ari er börn­unum upp­álagt að nota aðferðir sem oft eru kenndar við vinstri­s­inn­aða rót­tæk­linga. Það er að búa til og veifa mót­mæla­skiltum með skila­boðum í upp­hrópun­ar­stíl.  Alveg óháð því hvaða mál­stað um ræð­ir, þá hlýtur þetta að orka tví­mælis að börnum sé stillt svona fram í póli­tískri umræðu.Í 14. gr. Barna­sátt­mál­ans seg­ir:

"1. Aðild­ar­ríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugs­un­ar, sann­fær­ingar og trú­ar. "

Þar sem börnum er "boðið" að taka þátt í þess­ari rót­tæk­linga­þjálfun er þeim í raun stillt upp við vegg. Þau eigi annað hvort að taka þátt í þessum stjórn­mála­gjörn­ingi, eða opin­bera skoðun sína sem umhverf­isslóða, eða eitt­hvað slíkt. Sem sagt opin­bera það fyrir jafn­öldrum sínum að hafa póli­tískt rangar skoð­an­ir. Sem verður að segj­ast eins og er að er etv. ekki mikið val fyrir óharðn­aða ung­linga sem hafa ekki nógu sterka sjálfs­mynd til að brjóta normið og standa fyrir eigin sann­fær­ing­u. Sá sem sér um rót­tæk­linga­þjálfun þessa er þá vænt­an­lega líka dóm­ari fyrir börn­unum um hvers konar skoð­anir séu réttar til að setja á þessi mót­mæla­spjöld. Enda er þarna um að ræða yfir­menn barn­anna eða stað­gengil þeirra. Hvaða barn hefur nógu sterka sann­fær­ingu til að mót­mæla nokkru sem slíkur aðili segir þeim að sé rétt? Þarna er mikið valda­mis­ræmi og þar sem slíkt er, þá er rétti­lega hægt að tala um ofbeldi.Ég velti fyrir mér hvort þetta gæti flokk­ast undir ein­hvers­konar brot á barna­vernd­ar­lögum eða hið minnsta brot á Barna­sátt­mál­anum um að leyfa börnum ekki að vera frjáls skoð­ana sinna og þurfa ekki að vera nið­ur­lægð fyrir þær?Rót­tæk­linga­þjálfun einnig komin í grunn­skóla

Þá hef ég einnig heyrt af því að sams­konar akti­vista­þjálfun fari fram í lífs­leikni­tímum grunn­skóla þar sem kennd eru kynja­fræð­i­sjón­ar­mið. En í náms­efni sem titlað er: 'Jafn­rétt­is­bar­áttan kennslu­efni fyrir eldri nem­endur í grunn­skóla' er að finna leið­bein­ingar og verk­efni sem fela í sér að nem­endur geri kröfu­spjöld, t.d. í anda Kvenna­frí­dags­ins. 

(sjá hér: htt­p://grunnskoli.kvenrett­inda­felag.is/wp-content/uploads/2015/09/n%C3%A1ms­b%C3%B3k_kvenna­saga1.pdf)Með sama hætti og í Vinnu­skóla­dæm­inu á und­an, er þarna verið að ýta börnum út í að opin­bera "réttar" póli­tískar skoð­anir frammi fyrir öðrum börn­um. Sem um leið felur í sér að þeim er gert erfitt um vik að mynda sér sínar eigin skoð­an­ir. En þarna eru kenndar mjög umdeildar skoð­anir líkt og óum­deildar stað­reyndir væri að ræða.

Spurn­ing er: er þetta boð­legt fyrir börn? Stenst þetta frelsi til hugs­ana og skoð­ana að mögu­lega nið­ur­lægja börn eða búa til ótta hjá þeim við að mynda sér eigin skoðun á mál­efnum frammi fyrir jafn­ingjum sín­um? Hvar á svo að draga mörkin í hvers konar aktí­vista­kennsla eða starf sem jafnan er stundað af stjórn­mála­sam­tökum full­orð­inna er hægt að ýta börnum út í að taka þátt í?Bestu þakkir fyrir að hug­leiða þetta.

kv. Viðar Freyr.

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Skúli Mogensen, var forstjóri og eigandi WOW air.
Leiga á íbúð sögð greiðsla á persónulegum kostnaði Skúla
Félagið sem leigði íbúð fyrir forstjóra WOW air í London hét áður Mogensen Limited. Skiptastjórar telja 37 milljóna króna leigugreiðslur hafa verið vegna persónulegs kostnaðs hans en ekki á viðskiptalegum forsendum.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur, áfangasigur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnViðar Freyr Guðmundsson