Er róttæklingaþjálfun barna brot á réttindum þeirra?

Opið bréf til Umboðsmanns Barna

Auglýsing

Kæri Umboðs­mað­ur:

Nú voru að ber­ast fréttir þess efnis að börnum í Vinnu­skóla Reykja­víkur hafi verið boðið að taka þátt í eins­konar aktí­vista­kennslu þar sem umhverf­is­mál voru höfð að leið­ar­ljósi.

(sjá: https://www.fretta­bla­did.is/frett­ir/vinnu­skolakrakk­ar-mot­ma­ela-i-hadeg­in­u/)



Auglýsing

"Nem­endum Vinnu­skóla Reykja­víkur býðst að taka þátt í umhverf­is­ráði í Borg­ar­túni á morg­un. Þar munu þau læra um getu til aðgerða, fara í leiki tengda umhverf­is­málum og lýð­ræði og búa til mót­mæla­skilti. Í hádeg­inu munu nem­end­urnir fara ásamt grænum fræðslu­leið­bein­endum úr Borg­ar­tún­inu að Hall­gríms­kirkju og taka þátt í verk­falli ung­menna gegn aðgerð­ar­leysi í lofts­lags­mál­um.

Þeir sem taka þátt fá greitt sam­kvæmt taxta skól­ans, þeir sem taka ekki þátt halda áfram í hefð­bundnum störf­um."



Í kennslu þess­ari er börn­unum upp­álagt að nota aðferðir sem oft eru kenndar við vinstri­s­inn­aða rót­tæk­linga. Það er að búa til og veifa mót­mæla­skiltum með skila­boðum í upp­hrópun­ar­stíl.  Alveg óháð því hvaða mál­stað um ræð­ir, þá hlýtur þetta að orka tví­mælis að börnum sé stillt svona fram í póli­tískri umræðu.



Í 14. gr. Barna­sátt­mál­ans seg­ir:

"1. Aðild­ar­ríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugs­un­ar, sann­fær­ingar og trú­ar. "

Þar sem börnum er "boðið" að taka þátt í þess­ari rót­tæk­linga­þjálfun er þeim í raun stillt upp við vegg. Þau eigi annað hvort að taka þátt í þessum stjórn­mála­gjörn­ingi, eða opin­bera skoðun sína sem umhverf­isslóða, eða eitt­hvað slíkt. Sem sagt opin­bera það fyrir jafn­öldrum sínum að hafa póli­tískt rangar skoð­an­ir. Sem verður að segj­ast eins og er að er etv. ekki mikið val fyrir óharðn­aða ung­linga sem hafa ekki nógu sterka sjálfs­mynd til að brjóta normið og standa fyrir eigin sann­fær­ing­u. 



Sá sem sér um rót­tæk­linga­þjálfun þessa er þá vænt­an­lega líka dóm­ari fyrir börn­unum um hvers konar skoð­anir séu réttar til að setja á þessi mót­mæla­spjöld. Enda er þarna um að ræða yfir­menn barn­anna eða stað­gengil þeirra. Hvaða barn hefur nógu sterka sann­fær­ingu til að mót­mæla nokkru sem slíkur aðili segir þeim að sé rétt? Þarna er mikið valda­mis­ræmi og þar sem slíkt er, þá er rétti­lega hægt að tala um ofbeldi.



Ég velti fyrir mér hvort þetta gæti flokk­ast undir ein­hvers­konar brot á barna­vernd­ar­lögum eða hið minnsta brot á Barna­sátt­mál­anum um að leyfa börnum ekki að vera frjáls skoð­ana sinna og þurfa ekki að vera nið­ur­lægð fyrir þær?



Rót­tæk­linga­þjálfun einnig komin í grunn­skóla

Þá hef ég einnig heyrt af því að sams­konar akti­vista­þjálfun fari fram í lífs­leikni­tímum grunn­skóla þar sem kennd eru kynja­fræð­i­sjón­ar­mið. En í náms­efni sem titlað er: 'Jafn­rétt­is­bar­áttan kennslu­efni fyrir eldri nem­endur í grunn­skóla' er að finna leið­bein­ingar og verk­efni sem fela í sér að nem­endur geri kröfu­spjöld, t.d. í anda Kvenna­frí­dags­ins. 

(sjá hér: htt­p://grunnskoli.kvenrett­inda­felag.is/wp-content/uploads/2015/09/n%C3%A1ms­b%C3%B3k_kvenna­saga1.pdf)



Með sama hætti og í Vinnu­skóla­dæm­inu á und­an, er þarna verið að ýta börnum út í að opin­bera "réttar" póli­tískar skoð­anir frammi fyrir öðrum börn­um. Sem um leið felur í sér að þeim er gert erfitt um vik að mynda sér sínar eigin skoð­an­ir. En þarna eru kenndar mjög umdeildar skoð­anir líkt og óum­deildar stað­reyndir væri að ræða.





Spurn­ing er: er þetta boð­legt fyrir börn? Stenst þetta frelsi til hugs­ana og skoð­ana að mögu­lega nið­ur­lægja börn eða búa til ótta hjá þeim við að mynda sér eigin skoðun á mál­efnum frammi fyrir jafn­ingjum sín­um? Hvar á svo að draga mörkin í hvers konar aktí­vista­kennsla eða starf sem jafnan er stundað af stjórn­mála­sam­tökum full­orð­inna er hægt að ýta börnum út í að taka þátt í?



Bestu þakkir fyrir að hug­leiða þetta.

kv. Viðar Freyr.

Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Smitum fjölgar um eitt á milli daga.
Tuttugu og eitt smit og átta utan sóttkvíar
Tuttugu og einn einstaklingur greindist með COVID-19 hérlendis í gær. Minnihluti þeirra, eða átta manns, voru utan sóttkvíar við greiningu.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Ástandið kallar á að við setjum okkur í spor annarra – og er prófsteinn á siðferði okkar
Sjaldan hefur verið mikilvægara að staldra við og íhuga aðgerðir stjórnvalda vegna þerrar heilsuvár sem vofir yfir. Við það vaknar fjöldi siðferðislegra spurninga og ræddi Kjarninn við Vilhjálm Árnason til þess að komast nær svörum í flóknum aðstæðum.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Eiríkur Ragnarsson
Að hanga heima hefur aldrei verið betra
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnViðar Freyr Guðmundsson