Sátt um Reykjavíkurflugvöll

Auglýsing

Stað­setn­ing flug­vall­ar­ins í Reykja­vík hefur valdið fjaðrafoki og hörðum deilum um langt ára­bil. Skiptar skoð­anir hafa verið um hvað skuli gera í þeim efnum en sumir standa fast á því að völl­ur­inn eigi að vera óhreyfður í Vatns­mýr­inni á meðan aðrir vilja færa hann til Kefla­vík­ur. Og svo eru það enn aðrir sem telja að færa eigi völl­inn annað innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Und­an­farin miss­eri hefur hins vegar kveðið við annan tón þegar kemur að umræð­unni um Reykja­vík­ur­flug­völl. Sá tónn gefur manni von um að flestir séu nú orðnir sam­mála um afdrif vall­ar­ins, það er að segja að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði áfram í Vatns­mýr­inni þangað til annar jafn góður eða betri kostur verði til­bú­inn til notk­unar fyrir inn­an­lands­flug­ið. Þessu til stuðn­ings er rétt að nefna að í meiri­hluta­sátt­mála Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Vinstri Grænna og Pírata í Reykja­vík segir orð­rétt:

„Rekstr­ar­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vallar verður tryggt meðan unnið er að und­ir­bún­ingi nýs flug­vallar í nágrenni borg­ar­inn­ar. Aðal­skipu­lagi Vatns­mýrar verði breytt og lokun flug­vall­ar­ins seinkað þegar samn­ingar hafa náðst við ríkið um Borg­ar­línu sem styður við nauð­syn­lega upp­bygg­ingu á Ártúns­höfða, í Elliða­ár­vogi, á Keldum og í Keldna­holt­i.“

Auglýsing

Skyn­semi og sátt á Alþingi

Í byrjun febr­úar sam­þykkti Alþingi svo Sam­göngu­á­ætlun þar sem ályktað var um Reykja­vík­ur­flug­völl en í henni segir orð­rétt:

„Reykja­vík­ur­flug­völlur gegnir mik­il­vægu hlut­verki við mest allt sjúkra­flug, sem mið­stöð inn­an­lands­flugs og sem vara­flug­völlur í milli­landa­flugi. Fram kom fyrir nefnd­inni að 15–20 ár tæki að byggja upp nýjan flug­völl á öðrum stað, eins og lagt er til m.a. í skýrslum um mál­efn­ið. Meiri­hlut­inn leggur því áherslu á að Reykja­vík­ur­flug­velli verði vel við haldið og hann byggður upp að því marki að hann sinni því hlut­verki sem hann skipar á öruggan og við­un­andi hátt, þar til sam­bæri­leg, full­búin lausn finn­st, flytj­ist flug­völl­ur­inn úr Vatns­mýri.“

Umræðan um völl­inn hélt áfram nú á dög­unum þegar mælt var fyrir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að Alþingi ályktaði að efnt skyldi til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar með því að spyrja:

„Vilt þú að flug­völlur og mið­stöð inn­an­lands-, kennslu- og sjúkra­flugs verði áfram í Vatns­mýr­inni í Reykja­vík uns annar jafn­góður eða betri kostur er til­bú­inn til notk­un­ar?“

Þeir sem tóku þátt í þeirri umræðu, bæði þeir sem eru með og á móti þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni, lögðu áherslu á að málið sner­ist um að flug­völl­ur­inn yrði áfram í Vatns­mýr­inni þangað til að annar jafn góður eða betri kostur yrði til­bú­inn til notk­un­ar. Og sam­kvæmt því yrði unn­ið. Það er fagn­að­ar­efni að umræðan um Reykja­vík­ur­flug­völl hefur færst úr skot­gröf­unum yfir í lausn­ar­miða skyn­sama umræðu.

Með hlið­sjón af fram­an­greindu má segja að meiri sátt ríki um til­vist vall­ar­ins nú en áður.

Skorað á sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra að leita sátta

Hingað til hafa miklar deilir um stað­setn­ingu vall­ar­ins hamlað vexti og við­gangi starf­sem­innar á Reykja­vík­ur­flug­velli um ára­bil. Í þessu sam­bandi er rétt að nefna að Land­helg­is­gæslan hefur þurft að búa við að nota bráða­birgða­hús­næði frá árinu 1980 og því ekki getað byggt við­un­andi aðstöðu fyrir flug­starf­semi sína. Þá hefur ekki tek­ist að byggja upp sóma­sam­lega flug­stöð fyrir inn­an­lands­flug­ið. Að auki má nefna að flug­kennsla hefur verið horn­reka á vell­inum þar sem engar fyr­ir­ætl­anir hafa legið fyrir um upp­bygg­ingu á svæð­inu fyrir þá starf­semi. Síð­ast en ekki síst má ekki gleyma því mik­il­væga hlut­verki að Reykja­vík­ur­flug­völlur er vara­flug­völlur í milli­landa­flugi en komið hefur fyrir að t.d. vélar Icelandair hafa þurft að lenda í Reykja­vík vegna óhag­stæðra vind­átta í Kefla­vík.

Í ljósa þeirrar almennu sáttar sem nú ríkir um mál­efni Reykja­vík­ur­flug­vallar skora ég á sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, Sig­urð Inga Jóhanns­son, og Reykja­vík­ur­borg að sam­mæl­ast um yfir­lýs­ingu þess efnis að heim­ila upp­bygg­ingu á flug­tengdri starf­semi á Reykja­vík­ur­flug­velli til næstu 20 ára. Sam­hliða því að flug­braut­unum yrði við­haldið og bættar á meðan annar jafn­góður eða betri kostur verði fund­inn og kom­inn í gagn­ið. Slík yfir­lýs­ing yrði þýð­ing­ar­mikil fyrir þá starf­semi sem nú þegar er vell­in­um.

Það tekur 20 ár að byggja annan flug­völl. Fjár­fest­ingar þurfa oft um 20 ára afskrift­ar­tíma sem er sá tími sem tekur að koma öðrum flug­velli í gagn­ið. Þannig ættu engin rök að mæla gegn því að heim­ila upp­bygg­ingu fyrir flug­starf­semi á Reykja­vík­ur­flug­velli á meðan hugað er að öðrum kostum og hafin er upp­bygg­ing á öðrum flug­velli.

Með sátt af þessu tagi gætum við fækkað þeim málum sem stofna til deilna á milli lands­byggðar og höf­uð­borg­ar. Þannig gætum við hafið upp­bygg­ingu mik­il­vægra og fjöl­breyttra þjón­ustu­þátta sem gerir bæði borg og bæi öfl­ugri.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira eftir höfundinnVilhjálmur Árnason