Sátt um Reykjavíkurflugvöll

Auglýsing

Stað­setn­ing flug­vall­ar­ins í Reykja­vík hefur valdið fjaðrafoki og hörðum deilum um langt ára­bil. Skiptar skoð­anir hafa verið um hvað skuli gera í þeim efnum en sumir standa fast á því að völl­ur­inn eigi að vera óhreyfður í Vatns­mýr­inni á meðan aðrir vilja færa hann til Kefla­vík­ur. Og svo eru það enn aðrir sem telja að færa eigi völl­inn annað innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Und­an­farin miss­eri hefur hins vegar kveðið við annan tón þegar kemur að umræð­unni um Reykja­vík­ur­flug­völl. Sá tónn gefur manni von um að flestir séu nú orðnir sam­mála um afdrif vall­ar­ins, það er að segja að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði áfram í Vatns­mýr­inni þangað til annar jafn góður eða betri kostur verði til­bú­inn til notk­unar fyrir inn­an­lands­flug­ið. Þessu til stuðn­ings er rétt að nefna að í meiri­hluta­sátt­mála Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Vinstri Grænna og Pírata í Reykja­vík segir orð­rétt:

„Rekstr­ar­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vallar verður tryggt meðan unnið er að und­ir­bún­ingi nýs flug­vallar í nágrenni borg­ar­inn­ar. Aðal­skipu­lagi Vatns­mýrar verði breytt og lokun flug­vall­ar­ins seinkað þegar samn­ingar hafa náðst við ríkið um Borg­ar­línu sem styður við nauð­syn­lega upp­bygg­ingu á Ártúns­höfða, í Elliða­ár­vogi, á Keldum og í Keldna­holt­i.“

Auglýsing

Skyn­semi og sátt á Alþingi

Í byrjun febr­úar sam­þykkti Alþingi svo Sam­göngu­á­ætlun þar sem ályktað var um Reykja­vík­ur­flug­völl en í henni segir orð­rétt:

„Reykja­vík­ur­flug­völlur gegnir mik­il­vægu hlut­verki við mest allt sjúkra­flug, sem mið­stöð inn­an­lands­flugs og sem vara­flug­völlur í milli­landa­flugi. Fram kom fyrir nefnd­inni að 15–20 ár tæki að byggja upp nýjan flug­völl á öðrum stað, eins og lagt er til m.a. í skýrslum um mál­efn­ið. Meiri­hlut­inn leggur því áherslu á að Reykja­vík­ur­flug­velli verði vel við haldið og hann byggður upp að því marki að hann sinni því hlut­verki sem hann skipar á öruggan og við­un­andi hátt, þar til sam­bæri­leg, full­búin lausn finn­st, flytj­ist flug­völl­ur­inn úr Vatns­mýri.“

Umræðan um völl­inn hélt áfram nú á dög­unum þegar mælt var fyrir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að Alþingi ályktaði að efnt skyldi til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar með því að spyrja:

„Vilt þú að flug­völlur og mið­stöð inn­an­lands-, kennslu- og sjúkra­flugs verði áfram í Vatns­mýr­inni í Reykja­vík uns annar jafn­góður eða betri kostur er til­bú­inn til notk­un­ar?“

Þeir sem tóku þátt í þeirri umræðu, bæði þeir sem eru með og á móti þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni, lögðu áherslu á að málið sner­ist um að flug­völl­ur­inn yrði áfram í Vatns­mýr­inni þangað til að annar jafn góður eða betri kostur yrði til­bú­inn til notk­un­ar. Og sam­kvæmt því yrði unn­ið. Það er fagn­að­ar­efni að umræðan um Reykja­vík­ur­flug­völl hefur færst úr skot­gröf­unum yfir í lausn­ar­miða skyn­sama umræðu.

Með hlið­sjón af fram­an­greindu má segja að meiri sátt ríki um til­vist vall­ar­ins nú en áður.

Skorað á sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra að leita sátta

Hingað til hafa miklar deilir um stað­setn­ingu vall­ar­ins hamlað vexti og við­gangi starf­sem­innar á Reykja­vík­ur­flug­velli um ára­bil. Í þessu sam­bandi er rétt að nefna að Land­helg­is­gæslan hefur þurft að búa við að nota bráða­birgða­hús­næði frá árinu 1980 og því ekki getað byggt við­un­andi aðstöðu fyrir flug­starf­semi sína. Þá hefur ekki tek­ist að byggja upp sóma­sam­lega flug­stöð fyrir inn­an­lands­flug­ið. Að auki má nefna að flug­kennsla hefur verið horn­reka á vell­inum þar sem engar fyr­ir­ætl­anir hafa legið fyrir um upp­bygg­ingu á svæð­inu fyrir þá starf­semi. Síð­ast en ekki síst má ekki gleyma því mik­il­væga hlut­verki að Reykja­vík­ur­flug­völlur er vara­flug­völlur í milli­landa­flugi en komið hefur fyrir að t.d. vélar Icelandair hafa þurft að lenda í Reykja­vík vegna óhag­stæðra vind­átta í Kefla­vík.

Í ljósa þeirrar almennu sáttar sem nú ríkir um mál­efni Reykja­vík­ur­flug­vallar skora ég á sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, Sig­urð Inga Jóhanns­son, og Reykja­vík­ur­borg að sam­mæl­ast um yfir­lýs­ingu þess efnis að heim­ila upp­bygg­ingu á flug­tengdri starf­semi á Reykja­vík­ur­flug­velli til næstu 20 ára. Sam­hliða því að flug­braut­unum yrði við­haldið og bættar á meðan annar jafn­góður eða betri kostur verði fund­inn og kom­inn í gagn­ið. Slík yfir­lýs­ing yrði þýð­ing­ar­mikil fyrir þá starf­semi sem nú þegar er vell­in­um.

Það tekur 20 ár að byggja annan flug­völl. Fjár­fest­ingar þurfa oft um 20 ára afskrift­ar­tíma sem er sá tími sem tekur að koma öðrum flug­velli í gagn­ið. Þannig ættu engin rök að mæla gegn því að heim­ila upp­bygg­ingu fyrir flug­starf­semi á Reykja­vík­ur­flug­velli á meðan hugað er að öðrum kostum og hafin er upp­bygg­ing á öðrum flug­velli.

Með sátt af þessu tagi gætum við fækkað þeim málum sem stofna til deilna á milli lands­byggðar og höf­uð­borg­ar. Þannig gætum við hafið upp­bygg­ingu mik­il­vægra og fjöl­breyttra þjón­ustu­þátta sem gerir bæði borg og bæi öfl­ugri.

Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Mikil olíuverðshækkun á skömmum tíma
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um 30 prósent á tveimur mánuðum.
Kjarninn 19. apríl 2019
Herbergjanýting var best í Reykjavík
Nýting versnar en herbergjum fjölgar
Á sama tíma og nýting hótelherbergja versnar hefur herbergjunum fjölgað. Herbergjanýting á Suðurnesjum minnkar mikið.
Kjarninn 19. apríl 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir kynnti fjölmiðlafrumvarpið 31. janúar 2019.
Það helsta hingað til: Frumvarp um ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Þar á meðal er fjölmiðlafrumvarpið, sem verður líklegast lagt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamót.
Kjarninn 19. apríl 2019
Kaupfélag Skagfirðinga lagði Morgunblaðinu til fé í upphafi árs
Upplýsingar um eignarhald á eiganda Morgunblaðsins sem birtar eru á heimasíðu fjölmiðlanefndar eru ekki í samræmi við upplýsingar sem komu fram í viðtali við forsvarsmann eins hluthafans í viðtali við blaðið á miðvikudag.
Kjarninn 19. apríl 2019
Fór með afsagnarbréf í vasanum á alla fundi í Hvíta húsinu
Birting á 448 síðna skýrslu saksóknarans Rupert Mueller er mál málanna í bandarískum fjölmiðlum í dag. Ekki er um neitt annað talað í sjónvarpsfréttum. Er þetta góð eða slæm skýrsla fyrir Bandaríkjaforseta?
Kjarninn 19. apríl 2019
Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira eftir höfundinnVilhjálmur Árnason